Það stefnir allt í stóra viku hjá Manchester United ef marka má fjölmiðla hér og þar í Evrópu. Byrjum á því sem stefnir í að verða stærstu kaup United í sumar.
Mikið hefur verið rætt um Alvaro Morata, framherja Real Madrid, sem virðist vera helsta skotmark United eftir að Antoine Griezmann ákvað að vera áfram hjá Atletico Madrid.
Fyrir helgi var greint frá því að umboðsmaður hans hefði sagt Real Madrid að hann vildi fara frá félaginu enda gæti það ekki lofað honum því hlutverki sem hann sækist nú eftir. Talað er um að Real Madrid vilji allt að 90 milljónir evra (um 80 milljónir punda) fyrir hann en að United telji sig geta sloppið með ca. 70 milljóna evra tilboði (um 60 milljónir punda).
https://twitter.com/eifsoccer/status/873931968739778561
Íþróttadeild Daily Mail segir að United hafi í dag sent formlegt tilboð til Real upp á 60 milljónir punda en Real vilji fá um 70 milljónir. Þetta þref mun án efa taka einhvern tíma en það verður að teljast afar líklegt að United klári þessi kaup fljótlega.
Undir þetta tekur Miguel Delaney á Independent. Samkvæmt heimildum hans hafa samræður United og Real um kaupin á Morata gengið svo vel að United er þegar farið að leggja drög að læknisskoðun síðar í vikunni. Hann segir einnig að United vonist til þess að ganga frá kaupunum fyrir minna en 60 milljónir punda. Þá bætir hann við að þegar United gangi frá þessum kaupum muni Woodward og félagar snúa sér að því að næla í Andrea Bellotti, framherja Torino. Nóg til greinilega.
Blöð á Spáni segja að Mourinho hafi sjálfur sannfært Morata um að mæta til United, með því loforði að framherjinn myndi leika stórt hlutverk á næsta tímabili. Þeir félagar þekkjast vel, Mourinho var sá stjóri sem veitti Morata fyrstu tækifærin hjá Real Madrid og hefur hann talað mjög fallega um Portúgalann okkar síðan þá.
En var ekki eitthvað að frétta af Griezmann líka?
Við vorum eiginlega búnir að gefast upp á Griezmann eftir að hann valdi að vera áfram hjá Atletico Madrid og skrifa undir nýjan samning þar. Í kvöld bárust þær fregnir að Griezmann væri búinn að skrifa undir téðan samning. Hann fær veglega launahækkun og samningurinn gildir til 2020.
Það sem vekur hins vegar mikla athygli er að klásúlan sem United ætlaði sér að virkja virðist haldast óbreytt. Það þýðir að félag sem á 100 milljónir evra, um 88 milljónir punda, getur keypt hann án þess að Atletico hafi eitthvað um það að segja.
Griezmann var skotmark númer eitt í sumar og það er alveg sama hvaða sögu forráðamenn United reyna að halda sig við, það var áfall þegar hann ákvað að vera áfram hjá Atletico. Það að klásúlan haldist hins vegar gefur sterklega til kynna að honum hafi langað til United og að United muni án efa reyna við hann aftur, líklega strax næsta sumar.
Perisic einnig líklegur
Það verður einnig að teljast afar líklegt að Króatinn Ivan Perisic sé á leið til United. Fjölmiðlar á Ítalíu greina frá því að United hafi sent inn nýtt tilboð í dag upp á 50 milljónir evra. Inter er hins vegar sagt vilja fá 55 milljónir evra fyrir kappann.
Perisic var auðvitað staddur á Laugardalsvellinum í gær með landsliðinu sínu. Ég var að fylgjast með honum út leikinn og þrátt fyrir að vera í afar strangri gæslu lofaði hann þokkalegu. Það var augljóst að liðsfélagar hans, sérstaklega Modric, reyndu mikið að finna hann í svæðunum og var hann mjög hreyfanlegur í efsta þriðjungi vallarins.
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu núlluðu hann þó vel út, utan einu sinni, þegar hann lagði upp langbesta færi Króata fyrir Nicola Kalinic í seinni hálfleik.
Perisic er sagður vera búinn að samþykkja drög að samningi við United og þetta, líkt og með Morata virðist bara vera tímaspursmál hvenær hann mætir á svæðið.
Eitthvað fleira?
Mesta slúðrið er í kringum Perisic og Morata og svo virðist sem að fókusinn sé að klára þessi tvö kaup áður en lengra er haldið. Búið er að ganga frá kaupunum á Lindelöf og er hann væntanlegur til Manchester í vikunni til þess að klára allt sem þarf að klára í sambandi við kaupin.
Victor Lindelof due in Manchester on Wednesday ahead of finalising transfer #mufc https://t.co/1kuKM8tLnK
— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) June 12, 2017
United er einnig orðað við Fabinho, miðjumann Monaco, en það virðist fara tvennum sögum hvort að sá áhugi sé fyrir hendi eða ekki. Enn sem komið er virðist hann vera eini miðjumaðurinn sem United er orðað við í sumar.
Þá greinir Bild í Þýskalandi frá því í kvöld að United hafi áhuga á Sokratis, grískum miðverði Dortmund. Þetta er í fyrsta sinn sem ég man eftir að hann sé orðaður við United.
BILD claim we want Sokratis. At 29, I wonder if his career has plateau'd. Also, how does he fit Jose's philosophy? https://t.co/d2KL0VqEWI
— Nooruddean (@BeardedGenius) June 12, 2017
Þetta er svona það helsta sem er í gangi hjá okkar mönnum. Við verðum auðvitað á vaktinni sem fyrr auk þess sem Djöflavarpið stefnir á að taka þetta allt saman ítarlega fyrir síðar í vikunni.
Bjarni says
Úff, fyrir viku voru litlar fréttir en núna allt ađ gerast. Þetta mun halda fyrir mér vöku ⚽
Björn Friðgeir says
Morata er víst að fara að gifta sig á laugardaginn, spurning um að græa þetta fyrir þann merkisdag
Kjartan says
Ég treysti Móra 100% í þessu en ég veit ekki alveg um Ivan Perisic, 28 ára gamall vængmaður frá slöku liði Inter á mikinn pening. Sjálfur hefði ég viljað skoða leikmenn eins og Christian Pulisic, Julian Brandt eða jafnvel Lucas Moura.
Óli says
Getur einhver útskýrt fyrir mér af hverju félagið er að kaupa Morata á þessa fáránlegu upphæð? Einhver sem hefur séð hann spila mikið hjá Real? Það er ekkert sem segir mér að hann eigi erindi í það að vera sóknarmaður númer eitt hjá stóru félagi.
Björn Friðgeir says
Hann er ungur sóknarmaður með gríðarlega reynslu hjá toppfélögunum og hefur skorað mikið per mínútu spilaða þó hann hafi ekki verið fastamaður.
Plús Mourinho þekkir hann frá Real.