Eftir að hafa gengist undir læknisskoðun í dag skrifaði Victor Lindelöf undir fjögurra ára samning við Manchester United, með auka valkvæðu ári og er ætlað að mynda miðvarðapar United til næstu ára ásamt Eric Bailly.
https://twitter.com/ManUtd/status/875050339942019072
Hann segir
I am thrilled to be joining Manchester United. I have enjoyed my time at Benfica enormously and I have learned a lot there. But I’m looking forward to playing in the Premier League at Old Trafford and for Jose Mourinho. I’m keen to get started and make my contribution to the team’s efforts to win more trophies
Og Mourinho:
Victor is a very talented young player, who has a great future ahead of him at United. Our season last year showed us that we need options and quality to add depth to the squad and Victor is the first to join us this summer. I know that our fantastic group of players will welcome him as one of us
„valmöguleikar og gæði“ verða þá lykilorðin í sumar. Vonum að stutt sé í næsta mann, það fer eftir hvað er mikið til í Morata orðrómnum.
Á dagskrá frá í desember
Orðrómur um komu Lindelöf heyrðist fyrst í desember og svo virðist sem eingöngu ósamkomulag við Västerås, fyrra félag hans, hafi stöðvað það að hann kæmi þá. Þá var reyndar alltaf talað um mun hærri upphæðir, fimmtíu milljónir punda voru nefndar. En nú virðist þetta hafa gengið mun betur og United fær sinn mann, borgar Benfica 35 milljónir evra, eða 31,7 milljónir punda og tíu milljónir evra að auki í bónusa ef Lindelöf stendur sig.
Victor Nilsson Lindelöf er 22 ára gamall, fæddur 17. júlí 1994 í Västerås. Hann hóf ferillinn hjá Västerås SK, lék með þeim í C og B deild, en gekk til liðs við Benfica í desember 2011, aðeins 17 ára gamall. Lék þar fyrst um sinn með varaliðinu í B deildinni í Portúgal en í desember 2013 lék hann sinn fyrsta leik fyrir Benfica í bikarnum og lék að auki einn leik í deild þann vetur, en var fastamaður í varaliðinu.
Veturinn 2014-15 lék hann eingöngu með varaliðinu en vann sér sæti í U-21 liði Svíþjóðar. Hann komst bakdyrameginn inn í hóp Svía fyrir Evrópumót U-21 sumarið 2015, kom í stað meidds leikmanns og nýtti það vel, lék alla leikina, var útnefndur í lið mótsins og skoraði fimmta og úrslitamarkið í vítakeppni úrslitaleiksins og tryggði Svíum Evrópumeistaratitilinn.
Næsta tímabil lék hann 23 leiki fyrir Benfica, komst í sænska landsliðið og lék alla þrjá leiki þeirra í EM í Frakklandi.
Lindelöf var síðan fastamaður hjá Benfica í vetur og lék 47 leiki og skoraði eitt mark.
Spilandi leikmaður með nákvæmar sendingar
Lindelöf er réttfættur og hefur áður spilað sem hægri bakvörður, m.a. í U-21 Evrópumótinu en hefur verið að leika sem vinstri miðvörður með Benfica og er augljóslega hugsaður sem slíkur þar sem Bailly leikur hægra megin. Aðalstyrkleiki hans er án efa að hann er mjög leikinn og hefur gríðargott auga fyrir sendingum. Í deildinni í vetur átti hann þriðju flestar sendingarnar af öllum leikmönnum og 90% þeirra rötuðu á samherja. Það hefur ekki verið aðalsmerki United í vetur að koma boltanum áfram úr vörninni og Lindelöf mun áreiðanlega bæta úr því.
Í mjög áhugaverðri færslu á Twitter, þýddi portúgalskur tístari umfjöllun Mourinho um undirbúninginn fyrir Ajax leikinn. Svo vitnað sé í Mourinho:
I even joked with Smalling – „With your feet, we’re for sure not playing out from the back!“
Ef þetta er rétt vitnað í Mourinho þá skýrir það betur en annað hvers vegna Lindelöf er keyptur og hvers vegna sagt er að Smalling verði seldur í sumar.
Auk þessarar spilamennsku Lindelöf er hann sagður gjarn á að rjúka upp völlinn og er þar ekki ólíkur Bailly en þeir þurfa væntanlega að halda aðeins aftur af sér þannig að ekki fari báðir af stað
https://twitter.com/eifsoccer/status/873632836007448576
Í myndbandinu hér að ofan má vissulega sjá nokkrar góðar tæklingar en samt er það svo að mat WhoScored er að tæklingar séu annars veikleiki hjá honum. Tölfræðin sýnir að það er fyrst og fremst vegna þess að hann reynir fáar, frekar en að hann sé séstaklega mistækur í þeim. Hins vegar þekkjum við nú þegar að Eric Bailly getur tæklað fyrir tvo og ekki ástæða til að hafa of miklar áhyggjur að svo komnu máli. Á Vimeo má finna sex mánaða gamalt myndband þar sem farið er náið í leik hans og greindir nokkrir veikleikar. Það má eflaust sýna honum þetta videó og fara yfir hvað má gera betur. Stðasetningar sér í lagi eru þarna nokkar slakar. Í greiningu Squawka er því hins vegar haldið fram hann að hann sé með ágætar staðsetningar og inngrip. Í þeirri grein er einnig komið inn á ágætar aukaspyrnur hans eins og við sáum nýlega þegar hann skoraði gegn Sporting í lok apríl.
https://twitter.com/utdxtra/status/873659548124553218
Lindelöf lék með Svíum gegn Frökkum á föstudaginn var og hér eru helstu atriði hans úr leiknum. Athygli vekur að hann er hægri miðvörður þarna en sem fyrr segir búumst við ekki við því hjá United
https://twitter.com/UtdZone/status/873885743600603136
Það er líklega til of mikils ætlast að við sjáum fullkominn varnarmann strax í ágúst, en hins vegar er ljóst að hann á að vera byrjunarliðsmaður. Það er verðugt verkefni fyrir hann að tryggja sér sæti í liðinu næstu árin. Við sáum í vetur hvernig ungur leikmaður kemur inn og slæri í gegn sem miðvörður. Fáum við að njóta þess sama frá Victor Lindelöf?
Auðunn says
Á skalanum 1-10 þá get ég sagt að ég sé svona 6,5 spenntur fyrir þessum leikmanni.
Hef ekki séð mikið til hans eða nánast ekkert ef utan eru taldnar einhverjar mín sem ég horfði á Svíþjóð vs Frakkland og því ósanngjarnt að ætla að reyna að dæma hann getulega séð.
Hann hefur verið töluvert í umræðunni undanfarna daga og nokkrir tjáð sig um hann eins og t.d fyrrum landsliðsþjálfari Íslands.
Í fljótu bragði sýnist mér að menn séu nokkuð sammála um að hann sé góður en samt ekki 32 milj punda virði
Nú er það á hans könnu að sanna fyrir okkur öllum að hann sé hverrar krónu virði og nógu góður að klæðast United treyjunni.
Ég fór í gamni um daginn yfir öll kaup JM frá 2004 og komst að þeirri niðurstöðu að hann er bestur í því að kaupa varnarmenn þannig að maður getur ekki öðru en treyst honum fyrir þessum kaupum.
DMS says
Síðasti varnarmaður með Mourinho keypti small strax inn í liðið. Verður vonandi svipað upp á teningnum með þennan.
Menn töluðu einnig um að 12 milljónir fyrir ungan renglulegan Cristiano Ronaldo væri alltof mikið á sínum tíma. Þessar upphæðir í dag eru auðvitað ekkert eðlilegar lengur – 31 milljón pund fyrir efnilegan 22 ára landsliðsmann sem á samt enn eftir að sanna sig í stórri deild. Gæti verið alltof mikið – gæti líka endað á því að vera kjarakaup þegar við lítum til baka eftir 3 ár.
Björn Friðgeir says
Held að þau sem tala um „allt of dýr“ séu aðallega af því af því að þau átta sig ekki á tekjuaukningu félaganna og tilheyrandi verðbólgu í verði.
En jú, hann er í dýrari kantinum jafnvel þó tillit sé tekið til þess. Við bara vonum það besta
Heiðar says
Þetta er athyglisvert.. hann á bara að baki ca. 1,5 tímabil með aðalliði Benfica. Samt er búið að liggja í loftinu síðan um áramót að þessi drengur væri á leiðinni á Old Trafford. Frægðarsól hans hefur risið hratt, það er ljóst.
Kemur ekki mikið á óvart að við séum að versla úr Portúgölsku deildinni. Treysti því að Mourinho og hans starfsmenn séu með extra gott auga fyrir talent þar og þessi kaup verði því fín. Ástæðan fyrir því að Móri er „second season maður“ er sú að hann hefur oftar en ekki bara þurft eitt tímabil til að þróa leik síns liðs og versla svo menn sem passa vel inn með þeim fastamönnum sem fyrir eru. Segi það sem ég hef sagt áður, ég hef fulla trú á að Móri sé á réttri leið með liðið, burt séð frá lokastigafjölda á nýafstöðnu tímabili.
Björn Friðgeir says
Þessar 10 milljónir evra aukagreiðslna eru víst þannig að 5m eru auðveldar, tengdar leikjafjölda, en hinar flóknari og byggja á að hann komist í FIFPro lið ársins og fleira
Þannig það er víst hægt að reikna með að hann kosti 40m evra, eða 35,2 milljónir punda
Heimild: A Bola, héðan http://sportwitness.co.uk/full-details-victor-lindelof-transfer-fee-revealed-bonuses-easy-quite-complicated/