Allir miðlar eru sammála, United er búið að ná samkomulagi um verð við Everton og nú eru bara samningar við Lukaku eftir. Litið er á það sem smáatriði, Daily Mail (enginn hlekkur þangað sko) segir að hann verði kynntur í dag!
United er hætt að tala við Real um Morata
https://twitter.com/TelegraphDucker/status/882888307109240832
https://twitter.com/StuMathiesonMEN/status/882887091968987137
https://twitter.com/RobDawsonESPN/status/882891812041629696
Blaðamenn segja allir (upplýsingar frá United?) að Lukaku hafi alltaf verið markmiðið og Morata varaskeifa.
Það spillir ekki fyrir að Pogba og Lukaku eru perluvinir. Þeir eru báðir hjá umbanum Mino Raiola og ef þeir ná vel saman í vetur er allt hægt.
https://twitter.com/ballstreet/status/882895996484767745
NÝTT KL 10:54
Everton er að bera þetta til baka. Öruggt samt að upphaflega fréttin var beint frá United.
https://twitter.com/raududjoflarnir/status/882915109491920896
NÝTT KL 12:07
Everton hefur samþykkt tilboðið að sögn James Ducker á Telegraph. Það stefnir allt í að Lukaku verði leikmaður United innan tíðar.
https://twitter.com/telefootball/status/882927358059085824
NÝTT KL 15:30
Enn berast misvísindi skilaboð. Nú segir blaðamaðurinn Miguel Delaney, sem jafnan má treysta á að er ekki að bulla, segir að United hafi í raun og verið ekki lagt fram formlegt tilboð vegna Lukaku en viðræður á milli United og Everton hafi gengið vel. Heimildarmenn hans innan beggja félaga segja mjög líklegt að salan gangi eftir.
Delaney bætir þó því hins vegar við að afar líklegt sé að Chelsea muni reyna að ganga inn í kaupin með hærra tilboði enda var Lukaku helsta skotmark Antonio Conte í sumar.
Þá kemur einnig fram að Mourinho hafi sjálfur byrjað að skipta sér af leikmannakaupum United í sumar eftir að hafa orðið pirraður á seinaganginum í Woodward. Þá segir Delaney að þrátt fyrir að sumir heimildarmenn hans Old Trafford segi að nú sé ekki áhugi fyrir því að kaupa Alvaró Morata frá Real séu aðrir starfsmenn United, sem og starfsmenn Real Madrid, á því að United gæti einnig keypt Morata, enda vilji Mourinho tvo framherja í sumar.
Þetta virðist því ekki vera klappað og klárt, enn sem komið er.
https://twitter.com/migueldelaney/status/882976742775848963
Birkir says
Heldur betur eitthvað að gerast! Er þetta ekki akkúrat strikerinn sem okkur vantar ?
Heiðar says
Heldur betur það sem ég vonaðist eftir! Í staðinn fyrir að fara í striker sem er algjört spurningamerki á Englandi fáum við ungan köggul sem er löngu búinn að sinna sig í Premíunni. Minnir um margt á þegar við keyptum Dwight Yorke á sínum tíma, enda þótt Yorke hafi ekki verið jafn stór og sterkur.
Auðunn says
Gjörsamlega sturluð upphæð fyrir þennan leikmann.
United er þvílíkt að láta Everton hafa sig að fíflum í leikmannamálum þessa dagana.
Þetta eru típísk panic kaup.
Runar says
Svo hjartanlega sammala ter Audunn!!! Vona ad tessar frettir seu bara typisk frettamenska tar sem einn segir eitthvad og allir hinir apa eftir?
Simmi says
Eruði ekki að grínast Auðunn og félagar? Þetta eru geggjuð kaup. Ungur framherji sem er búinn að sanna sig í premier league. Markaðurinn er líka bara svona í dag. Hann hefði alveg getað farið á 90£ mills eða meira. 75£ milljónir er mikið en finnst þetta alveg ágætlega sloppið. Hann og Pogba eru líka best buddies sem er ekki að skemma. Að halda því fram að þetta séu panik kaup er hlægilegt.
Auðunn says
Ég gæti næstum því hengt mig uppá það @Simmi að Lukaku var ekki í fyrsta né öðru sæti hjá Mourinho þegar kemur að kaupum á framherja. United er búið að vera að eltast við önnur nöfn í allt sumar.
Þessvegna tel ég þetta vera ákveðin panik kaup.
En við skulum nú alls ekki dæma hann fyrirfram, kannski og vonandi á hann eftir að brillera fyrir Man Utd og skora 25 mörk plús á tímabili, við þurfum á því að halda.
Haffi says
Algjörlega sammála Simma. Þetta eru frábært kaup, Real vill fá 70M ef ekki meira fyrir Morata sem er spurningamerki. Leikmaður sem sat á spítunni hjá Real meira og minna allt tímabilið. Lukaku 25 marka maður í premier. Aldrei panik kaup. Markaðurinn er bara svona í dag því miður. 75m fyrir 24 ára top class strike er ekki mikið. Þetta er akkurat leikmaðurinn sem okkur vantar. Stór og sterkur striker.
Haffi says
https://www.youtube.com/watch?v=XNwyaADU2xo
Skil þetta bara eftir hérna, snöggur, stór og stekur framherji sem getur skorað með skalla, hægri og vinstri fæti, frábær í að klára færi. Panik kaup? Veit það ekki.
Jón says
Panik kaup og ekki panik kaup. Verða a.m.k. ekki panik kaup fyrr en United eru búnir að kaupa hann :) Kæmi mér ekki á óvart ef hann skrifar undir hjá Chelsea eftir hádegi.
Stebbi says
Þetta eru aldrei panik kaup, Lukaku sagði nú sjálfur í byrjun sumars að hann væri að fara spila í meistaradeildinni á næsta tímabili, allir héldu bara að það væri Chelsea.
Mikill peningur? Já en ekki sturluð upphæð ef þú horfir á að Lazarette er á 50 mills.. Þá er næst markahæsti á Englandi fyrir 75 ekki svo mikið
Björn Friðgeir says
Ekki sturluð upphæð.
Ekki panikkaup.
Má samt alveg ræða gæði hans og hvernig hann passar í liðið.
Halldór Marteins says
Hef ekki trú á að þetta séu panikkaup. Verðið er vissulega sturlað, en það hefur að mínu mati meira með peningainnspýtingu inn í fótboltann og aukna sturlun í markaðnum sjálfum að ræða en eitthvað sem Everton gæti verið að gera Man United.
Hemúllinn says
Helsta gagnrýni sem Lukaku hefur fengið er að hann skorar ekki á móti stóru liðunum. Finnst það ekki skipta öllu máli enda gerði liðið aaaaaaaaaaaalltof mikið að jafnteflum á móti slíkum liðum í vetur.
DMS says
Sé ekki að þetta séu panic kaup. Það er enn 6. júlí. Það er enginn að panikka ennþá. Þessi hefur það fram yfir Morata að hann er búinn að sanna sig sem markaskorara í ensku deildinni. Þetta er stór og sterkur striker, gæti orðið mjög athyglisvert samstarf milli hans og Pogba.
En jú þessar upphæðir eru gríðarlegar. Arsenal eru t.d. að kaupa framherja sem gæti kostað þá 50 milljónir punda með öllum bónusum. Þeir hafa nú yfirleitt haldið vel í veskið. Sama hvaða proven framherji hefði verið keyptur til United þá hefði hann örugglega alltaf kostað yfir 70m.
Vonast bara til að þetta klárist sem allra fyrst og það sé hægt að setja fókus á að styrkja miðjuna líka í kjölfarið.