Manchester United og Real Madrid mættust í fyrsta æfingaleik tímabilsins sem fram fór á mannsæmandi tíma. Annars var þetta fjórði æfingaleikur United á viku hvorki meira né minna. Hvað Real Madrid varðar þá hef ég ekki hugmynd um hvað þeir eru búnir að spila marga leiki til þessa.
Leikurinn ef til vill létt General prufa fyrir European Super Cup (heitir hann það ekki ennþá?) en liðin mætast 8. ágúst í Skopje, Makedóníu, til að útkljá hvort Evrópudeildin eða Meistaradeildin sé betri keppni.
Fyrir leik þá staðfesti José Mourinho að David De Gea yrði áfram en hann telur að frammistöður Sergio Romero á síðasta tímabili hafi bætt De Gea sem markvörð og hann sé að leggja enn harðar að sér nú en hann gerði til að halda byrjunarliðssæti sínu.
Hvað varðar hækjugengið (Luke Shaw – Marcos Rojo – Ashley Young) þá sagði Mourinho að hann hafi viljað fá þá með í æfingaferðina til Bandaríkjanna þó þeir gætu ekki spilað því hann vildi hafa þá sem hluta af hópnum. Mögulega til að byggja betri liðsheild. Hann telur þó engar líkur á að neinn þeirra verði tilbúinn þegar deildin hefst og mögulega verði Rojo frá fram að áramótum. Hann býst við að Shaw verði klár í september og Young í október.
Fyrir leik var Paul Pogba í viðtali en hann sagði að leikmannahópurinn væri mjög spenntur fyrir komandi æfingaleikjum gegn Real Madrid og Barcelona. Hann lagði áherslu á það að til að verða bestur þá þarftu að vinna þá bestu. Það verður að viðurkennast að maður er orðinn frekar spenntur fyrir komandi tímabili en undirritaður heldur að við sjáum ennþá betri Paul Pogba á þessu tímabili en því síðasta.
Í öðrum óspurðum fréttum þá hefur Julia Roberts aldrei verið heitari.
https://twitter.com/ManUtd/status/889244227296673793
En að leiknum sjálfum:
José Mourinho stillti upp þessu byrjunarliði:
Byrjunarlið Real Madrid (4-2-3-1): Navas. Carvajal – Varane – Nacho – Marcelo. Kroos – Modric. Vazguez – Isco – Bale. Benzema.
Það sást að bæði lið voru að leggja sig fram og það var lítill æfingaleiks fýlingur yfir leiknum. Hitinn og almennt álag undanfarið hafði þó sitt að segja og því ekki um neina flugeldasýningu að ræða í fyrri hálfleik en menn voru samt sem áður duglegir að henda sér í tæklingar.
Hitinn var til að mynda það mikill að það var vatnspása eftir 30 mínútur.
Framan af var lítið um opin færi. Jesse Lingard átti fínt skot sem Keylor Navas varði, sömuleiðis átti Lingard fínt skot framhjá.
Allt er þegar þrennt er: Það var í uppbótartíma í fyrri hálfleik sem Martial gerði ÞETTA (sjá myndband) og Lingard gat ekki annað en skorað. Stórkostleg tilþrif hjá Martial og gaman fyrir Lingard að skora eftir að hafa verið hættulegasti leikmaður United í fyrri hálfleik.
https://twitter.com/peoplesperson_/status/889242309388382208
https://twitter.com/ManUtd/status/889241861935820800
https://twitter.com/ManUtd/status/889250451706843136
Liðið sem byrjaði síðari hálfleikinn var svona:
Real Madrid (4-2-3-1 held ég): Casilla. Hakimi – Manu – Quezada – Tejero. Casemiro – Kovacic. Feuillassier – Oscar – Hernandez. Gomez.
Því miður var síðari hálfleikurinn varla byrjaður þegar Ander Herrera þurfti að yfirgefa völlinn en hann fór meiddur útaf á 51. mínútu. Vonandi ekkert alvarlegt en hann hélt um bringuna (rifbeinin) þegar hann kom útaf. Í hans stað kom Scott McTominay á miðjuna með Pogba.
Það hafði fátt markvert gerst þegar um það bil 20 mínútur voru eftir af leiknum en þá braut Lindelöf braut vægast sagt asnalega á Theo Hernandez í teignum og vítaspyrna dæmd. Úr henni skoraði Casemiro örugglega og staðan orðin 1-1.
https://twitter.com/mufcgif/status/889253338558210051
https://twitter.com/tryggvipall/status/889252787401437189
Stuttu síðar varði De Gea aukaspyrnu Quezeda og hélt þannig stöðunni jafnri.
Þegar 15 mínútur voru eftir kom Antonio Valencia inn á fyrir Matteo Darmian. Fellaini fékk svo frábært færi eftir sendingu frá McTominay en uppáhalds Belginn okkar allra þrumaði knettinum á sporbraut frekar en að þruma honum í netið.
https://twitter.com/JonathanShrager/status/889256180731826177
Ætla nú ekki alveg að ganga svo langt að segja að ég myndi sleppa því að kaupa Veratti ef hann stæði til boða en það er alltaf ánægjulegt að sjá unga leikmenn standa sig. Vonandi nýtir McTominay sénsinn þegar hann fær hann í vetur.
Þar sem staðan var jöfn þegar dómarinn flautaði til leiksloka þá var farið í vítaspyrnukeppni.
Vítaspyrnukeppnin
https://twitter.com/MarkOgden_/status/889261351624859648
https://twitter.com/CheGiaevara/status/889261815099731968
Þetta hlýtur að fara í sögubækurnar sem ein versta vítaspyrnukeppni allra tíma en eftir 10 víti þá unnu okkar menn 2-1 sigur.
- Martial klúðraði – De Gea varði frá Kovacic
- Casilla ver frá McTominay – De Gea ver frá Oscar
- Mkhitaryan skorar – Quezeda skorar
- Casilla ver frá Lindelöf – Hernandez skýtur framhjá
- Blind skorar – Casemiro skýtur í slánna
Að lokum
Æfingaleikir eða ekki þá er alltaf gott að spila við stærstu lið í heimi. Þetta var þó æfingaleikur í grunninn og snýst aðallega um að koma mönnum í stand og mögulega fara í gegnum tvö eða þrjú taktísk atriði. Miðað við hitann sem var í dag þá má reikna með að menn hafi svitnað ágætlega og það er alltaf jákvætt.
Þetta snýst allt um að liðið sé tilbúið þegar fyrsti leikur í deildinni brestur á. Að því sögðu væri mjög gaman að vinna Real þann 8. ágúst í UEFA Super Cup.
Hvað varðar Lindelöf þá er hann vissulega ekki að heilla en það gerðu svo sem Nemanja Vidic og Patrice Evra ekki heldur á sínum tíma. Það geta ekki allir verið eins og Eric Bailly og bara smellpassað í liðið frá fyrstu mínútu.
Hvað varðar Herrera þá er vonandi að hann sé ekki brotinn en það er ákveðið áhyggjuefni að hann hafi komið útaf eftir aðeins sex mínútur í síðari hálfleik. Að því sögðu þá þarf liðið að fjárfesta í miðjumanni ASAP en orðrómurinn um Nemanja Matic verður háværari og háværari.
Næsti leikur er þann 27. júlí gegn Barcelona.
Jóhann Freir says
Tvö atriði sem standa svolítið upp úr eftir þennan leik.
Martial þarf að stíga meira upp.
Það búa miklir hæfileikar í þessum dreng eins og hann hefur sýnt fram á en hann þarf að gera miklu meira.
Ekki nóg að taka eina rispu í leik, hann þarf að vera stöðugt ógnandi.
Hitt atriðið er getuleysi Fellaini.
Ekki hægt að bjóða upp á svona hræðilegan leikmann á þessu stigi.
Hjöri says
Frábær fyrri hálfleikur, en seinni hálfleikur lélegur hvað Utd varðar, þann hálfleikinn fannst mér varalið RM nánast eiga frá A-Ö. Mér fannst Martial eiga ágætan fyrri hálfleik, og sólóið hjá honum var frábært þyrfti að koma oftar hjá honum, hann getur þetta strákurinn. Pogba og Lukaku fannst mér lélegir, Pogba alltof eigingjarn með boltann, ætlar sér meira en hann réði við. En ég get engan veginn skilið að menn skulu þurfa að meiðast í þessum æfingaleikjum, þessir leikir eru til að samhæfa menn fyrir komandi tímabil hefur maður haldið, og ættu því ekki að sjást grófar tæklingar, skiptir litlu máli hvort liðið vinnur. Það er æfingin sem skapar meistarann, en meiðslin vandræðin.