Annað lífseigasta slúður ársins er að detta í *staðfest*, kannske í dag, líklega á morgun
Traustustu blaðamennirnir eru með þetta á hreinu, hér er Luckhurst og sömuleiðis Ducker hjá Telegraph.
https://twitter.com/TelegraphDucker/status/891666175658164224
https://twitter.com/samuelluckhurst/status/891665971773091840
Samið í gær, læknisskoðun í morgun og líklega kynnt á morgun. myndin að neðan er ófölsuð skv greiningartóli
https://twitter.com/forevruntd/status/891664054623682560
José fær varnarmiðjumanninn sinn sem hann hefur langað í, manninn sem á að frelsa Paul Pogba frá varnarhlutverki og treysta miðjuna.
Ducker kominn með verðmiða:
https://twitter.com/TelegraphDucker/status/891670316585553920
40 milljónir á markaðnum í dag er mjög ásættanlegt þó Matić verði 29 ára á þriðjudaginn.
Bjarni says
Er sáttur.
theFellaini-train Driver says
Fellaini verður áfram kóngurinn á miðjunni. Herrera verður fjórði maður.
einar__ says
Hann mun styrkja liðið og því get ég ekki verið ósáttur þó iði ekki af spenningi yfir þessum kaupum. Hann mun vonandi smellpassa inn á miðjuna sem DMC og losa um Herrera og Pogba.
29 ára leikmaður sem var mjög misjafn á síðasta ári. Chelsea félagi minn var hreinlega nokkuð sama að hann væri að að fara en fannst óþarfi að selja til United. Það segir ansi mikið.
Ég hugsa að það muni þó ganga fram af mér að sjá byrjunlið með Matic og Fellaini á miðjunni saman :D
DMS says
Flottur aftarlega í skítverkin á miðjunni sem gefur Pogba tækifæri á að leika meira lausum hala í sóknarleiknum.