Manchester United mun leika í A riðli ásamt Benfica, Basel og CSKA Moskva
Benfica og Basel voru mótherjarnir í riðlakeppninni 2011. United gerði 1-1 og 2-2 jafntefli við Benfica, 3-3 jafntefli við Basel heima og tapaði 1-2 í Sviss og féll úr keppni.
CSKA voru síðast mótherjar United í riðlakeppni Meistardeildarinnar 2015. United gerði 1-1 jafntefli í Moskvu og vann 1-0 en það nægði ekki, Wolfsburg og PSV fóru áfram úr riðlinum.
Einhver kunna því að hafa horft á þennan riðil sem auðveldan þegar liðin komu upp úr skálunum, en það er ekkert gefið í Meistaradeildinni!
UPPFÆRT: Staðfestir leikdagar
Basel (H) – þriðjudaginn 12. sept., helgina eftir: Manchester United v Everton
CSKA Moskva(Ú) – miðvikudaginn 27. sept helgina eftir: Manchester United v Crystal Palace
Benfica (H) þriðjudaginn 31. okt., helgina eftir: Chelsea – Manchester United
Benfica (Ú) – miðvikudaginn 18. okt helgina eftir: Huddersfield v Manchester United
Basel (Ú) – miðvikudaginn 22. nóvember helgina eftir: Manchester United v Brighton
CSKA Moskva (H) – þriðjudaginn 5. des., helgina eftir: Manchester United v Manchester City
Erfiðir leikir gegn Chelsea og City koma á eftir heimaleikjum, ekkert sem stingur í augu hér
Karl Garðars says
Mér lifi það alveg af ef púðlurnar lenda með real og juve eða barca og dortmund..
Karl Garðars says
Ég* :)
Karl Garðars says
En það var líklega ekki möguleiki.
Rauðhaus says
Að fara ekki uppúr þessum riðli yrði algjört klúður. Geri eiginlega kröfu um að sigra þennan riðil, þó vissulega séu öll lið í CL sterk.