Eftir stóra sigra heima og að heiman er röðin komin að næsta verkefni þegar Leicester City kemur í heimsókn. Bæði lið hafa verið að skora mörk en United ívið fleiri og hefur einnig haldið hreinu í sínum leikjum. Leicester spilaði opnunarleik tímabilsins gegn Arsenal sem var fínasta skemmtun með slatta af mörkum og dramatík fyrir allan peninginn. Á endanum fór Arsenal með sigur af hólmi en Leicester átti meira skilið en ekkert úr þeim leik. Í næstu umferð tók Leicester á móti nýliðum Brighton & Hove Albion og sigraði liðið þann leik með tveimur mörkum gegn engu. Á þriðjudaginn mætti Leicester svo Sheffield United á Bramall Lane og sigraði heimaliðið með fjórum mörkum gegn einu. Um var að ræða aðra umferð EFL bikarsins sem er núna kallaður Carabao bikarinn.
Leikmenn sem United þurfa að varast í þessum leik eru þeir félgar Jamie Vardy og Shinji Okazaki sem hafa verið mjög öflugir í byrjun tímabils.
Á meiðslalistanum hjá Leicester eru sex leikmenn en einhverjir af þeim verða mjög líklega í hóp á morgun og jafnvel í byrjunarliði. En um er að ræða: Harry Maguire, Kelechi Iheanacho, Wes Morgan og Danny Drinkwater. Þeir sem verða eitthvað lengra frá eru: Robert Huth og Vicente Iborra.
Það er aftur orðið gaman að horfa á Manchester United spila fótbolta. Liðið er einnig orðið töluvert meira miskunnarlaust þegar kemur að því að klára leikina en það sáum við öll þegar liðið tók á móti West Ham og þegar það heimsótti Swansea City. Nemanja Matic er þvílíkt að passa inní þetta lið og það er ekki hægt að sjá að hann sé að spila sínu fyrsta leiki fyrir félagið. Hann hefur gert það að verkum að Paul Pogba hefur talsvert meira frelsi og hefur hann skorað í báðum deildarleikjunum hingað til auk þess að búa til færi fyrir liðsfélaganna. Romelu Lukaku hefur líka verið að heilla en hann hefur skorað fjögur mörk í þremur leikjum ef við teljum Real Madrid leikinn með sem er opinber leikur. Hann hefur frábæran leikskilning en hann einmitt stúderar varnarmenn andstæðinganna fyrir hvern leik og leggur upp með að spila á veikleika þeirra sem hefur verið að ganga ágætlega hingað til. En svo hefur hann þennan ótrúlega hraða miðað hvað hann er massífur og svo er hann nautsterkur.Svo má ekki gleyma hjarta varnarinnar sem hefur verið mjög stöðugt í þessum leikjum en Phil Jones og Eric Bailly hafa verið að ná mjög vel saman.
Við viljum öll sjá Manchester United sækja og skora helling af mörkum í hverjum leik en það má alls ekki gleyma því að Leicester liðið er ekkert ömurlegt í skyndisóknum heldur. En vonandi hitta United og Mourinho á gott jafnvægi og við vitum að Lukaku er að stúdera þá Morgan og Maguire.
http://gty.im/835685702
Á meiðslalistanum hjá United eru fimm leikmenn en nýr leikmaður bættist á hann í vikunni. En á blessuðum listanum eru: Luke Shaw, Ashley Young, Marcos Rojo, James Wilson og Zlatan Ibrahimovic. Young og Shaw eru byrjaðir að æfa aftur og spila með varaliðinu þannig að það ætti ekki að vera langt í þá. Samkvæmt José Mourinho þá eru nánast engar líkur að við fáum að sjá Zlatan í riðlakeppni meistaradeildarinnar. Spurður um endurkomudag hjá Zlatan sagði Mourinho:
He will not be ready for the group phase of the Champions League — I don’t think there is any chance of that. Do we have space in the Champions League list to have him? Yes, so we don’t need to leave any player outside of the list, but I’m not thinking of Zlatan to play any part of the group phase.“
„I don’t want to think about it. I don’t even ask, speak about it or with the medical team about it. He will be an extra man for us in the second part of the season.“
„When I say second part normally we say January after Christmas, when the transfer window reopens in January, but I have no idea at all and I think the right way is not even to think or speak about it and just let him do his work step by step and come back when he’s ready.
Fengið af espnfc.com
En talandi um Evrópu. Paul Pogba var einmitt í dag valinn besti leikmaður Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili.
Much honoured #UEL Player of the Season 2016/2017. Gros merci! #equalgame #TheUEFAawards @ManUtd #MUFC #heretocreate #AgentP🕵🏽ishappy pic.twitter.com/Vqw5Sn8xcO
— Paul Pogba (@paulpogba) August 25, 2017
Zlatan Ibrahimovic og Henrikh Mkhitaryan voru einnig tilnefndir.
Hvernig myndi ég stilla upp?
Leikurinn hefst kl. 16:30
Skildu eftir svar