Eins og flestir vita gerði Manchester United 2-2 jafntefli við Stoke City á Bri … Bet 365 vellinum í gær. Það er svo sem margt verra í þessum heimi en að knattspyrnulið í Englandi vinni ekki knattspyrnuleik en það er eitthvað við jafntefli gærdagsins sem situr í mér. Ég ætla að reyna fara yfir það hér að neðan. Eina jákvæða við þennan leik er að Darren Fletcher er fyrirliði Stoke City og hann á allt gott skilið. Ég samgleðst honum en pirra mig yfir öllu öðru varðandi þennan leik.
Frábær leikskýrsla leiksins fer yfir margt sem ég hef að segja en mig langar að fara ofan í saumana á nokkrum hlutum.
Manchester United hefur ekki unnið Stoke City á útivelli síðar Sir Alex Ferguson þjálfaði liðið en í gær var hinn fullkomni tími. Stoke er búið að lagfæra völlinn hjá sér svo það ætti að vera minna rok á vellinum og það er ekki kominn hávetur svo leikmenn eru ekki að spila í frystiklefa. Það voru á endanum tvö einstaklings mistök sem kostuðu United stigin en frammistaðan var samt sem áður ekkert rosalega sannfærandi.
Þar ætla ég að kenna José Mourinho um.
Mourinho eftir leik
„It was easy for me to feel that national teams leave a stamp on the players – they are not so fast, they are not so creative, they are not so sharp, they are not so strong, so ready, so focused from the mental point of view.“
„Eric Bailly arrived yesterday to train and to travel. The national teams make it normally difficult for us, so I’m not disappointed. I’m not disappointed at all.“
Mourinho kvartaði yfir þreytu eftir leik. Samt sem áður byrjaði hann með Eric Bailly og Phil Jones í miðverði. Að sjálfsögðu er það skiljanlegt en þeir tveir höfðu spilað þrjá af þremur leikjum liðsins og haldið hreinu í þeim öllum. Það sem ég velti fyrir mér – auðvitað er auðvelt að vera vitur eftir á – er af hverju annar þeirra var ekki hvíldur í gær en báðir gerðu slæm mistök í mörkunum sem Stoke skoruðu. Phil Jones, sem hefur verið að spila meiddur, spilaði báða landsleikina með Englandi og virkaði hreinlega þreyttur í gær.
Sama má segja um Eric Bailly en flestir virðast sammála um að þetta hafi verið hans versti leikur fyrir United. Enda sagði Mourinho að hann hefði aðeins komið til baka úr landsliðsverkefni deginum fyrir leik. Ég velti fyrir mér af hverju í ósköpunum spilar ekki Chris Smalling þennan leik? Vissulega hefur hann ekki enn spilað á þessari leiktíð en hann þarf að spila gegn Basel í Meistaradeildinni í vikunni þar sem Jones og Bailly eru í banni. Hefði ekki verið tilvalið að spila honum í gær og gefa þá annað hvort Jones eða Bailly tveggja leikja pásu?
Og nei ég kaupi ekki þau rök að Smalling sé það lélegur að hann geti ekki spilað fyrir félagið. Hann er vissulega ekki jafn góður og maður vonaðist að hann yrði en hann er meira en nægilega góður til að spila gegn Stoke. Ég velti fyrir mér hvort Smalling hefði byrjað hefði David De Gea ekki bjargað Jones eða Bailly þegar hann varði frá Andy King í uppbótartíma gegn Leicester. Þá steinsofnaði annað hvor þeirra félaga og King hefði með réttu átt að skora en De Gea varði meistaralega og hélt United áfram í núll mörkum fengnum á sig.
Hér finnst mér Mourinho hafa klikkað en hans helsti galli sem þjálfari (að mínu mati) er hvernig hann keyrir lið sín í jörðina. Spilar á sömu leikmönnunum í öllum keppnum og á endanum er bensínið hreinlega búið. Sáum þetta aðeins í fyrra þar sem hann breytti liðinu lítið þangað til undir lok tímabils og þá var það aðallega vegna meiðsla leikmanna.
Fremstu þrír leikmenn United í gær, Henrikh Mkhitaryan, Romelu Lukaku og Marcus Rashford spiluðu allir með landsliðum sínum á dögunum. Á meðan voru Juan Mata, Anthony Martial og Jesse Lingard í fríi. Samt sem áður byrjaði enginn af þeim leikinn. Það set ég stór spurningamerki við. Lukaku skoraði vissulega og hefði líklega byrjað leikinn sama hvað en markið hans var í raun eina skiptið sem United opnaði vörn Stoke almennilega. Ég hef ekki enn fundið neinar hlaupatölur varðandi leikinn en sóknarlega fannst mér United ekki jafn hreyfanlegir og undanfarið.
Enn einn punkturinn varðandi fremstu þrjá er að Mourinho færði Mkhitaryan út á hægri vænginn og stillti Ander Herrera upp á miðjunni. Breytingin var sú að liðið fór úr 4-2-3-1 sem hefur virkað svo vel í 4-3-3. Mögulega til að koma betra jafnvægi á miðjuna. Það gekk engan veginn. Mkhitaryan leitaði ítrekað inn á völlinn sem hentaði þriggja miðvarðakerfi Stoke mjög vel á meðan Antonio Valencia var vissulega duglegur að fara upp vænginn þá voru fyrirgjafir hans í gær á pari við það sem maður hefur séð síðustu ár. Algjör martröð. Það var vissulega ekkert að því að setja Herrera inn í liðið en ég hefði viljað sjá liðið halda sig við 4-2-3-1 kerfið og halda Mkhitaryan út á hægri vængnum og leyfa Pogba að vera í holunni frekar en að hafa hann vinstra megin á þriggja manna flatri miðju.
Áfram með smjörið
Ætli mestur pirringur minn liggi ekki í því að stórbrotin markvarsla David De Gea skilaði á endanum engu en Stoke jafnaði úr horninu sem kom í kjölfarið. Það breytir því ekki að þessi markvarsla jaðrar við að vera klámfengin.
https://twitter.com/TheManUtdWay/status/906671337594396678
Þetta er sama umferð og liðið tapaði sínum fyrstu stigum í fyrra og í kjölfarið tapaði það þremur leikjum í röð. Ég hef litla trú á að það verði raunin og vonast til að sjá United valta yfir Basel og liðið hans Gylfa um næstu helgi. Þá getum við öll verið sammála um að þessi póstur hafi verið algjört knee jerk reaction. Að lokum skulum við njóta augnabliksins þar sem Anthony Martial ökklabraut leikmann Stoke án þess þó að koma við hann.
https://twitter.com/_MidKnightGaz/status/906583574891069441
Gusti says
Ok, liðið búið að vinna fyrstu 3 leikina með markatöluna 10-0. Hvað hefði verið sagt ef að lukaku, rashford, Bailly hefðu verið teknir út úr liðinu og menn eins og smalling, lingard og fleiri hefðu byrjað og við t.d tapað leiknum ??? Þá hefði likað verið sett út a liðið. Skil hann mjög vel að halda vörninni eins og hun var enda var liðið ekki enþa buið að fa a sig mark. Juju einhver þreyta en leikmenn stoke voru nu lika að koma úr landsliðsverkefnum.
Annað þessi orð hérna að njóta augnabliksins þar sem Anthony Martial ökklabraut leikmann Stoke án þess þó að koma við hann finnst mér frekar lélegt, maður nýtur þess ekki að horfa á leikmenn ökklabrotna þó þeir seu í öðrum liðum.
SHS says
Ég get ekki alveg gert það upp við mig hvort þú sért að djóka eða ekki @Gusti.
Ökklabrjótur er tekið úr körfuboltanum (að ég held), og þýðir að láta varnarmanninn detta með því að sóla hann. Það er semsagt ekkert brotið hjá honum Diouf okkar, nema þá kannski sjálfstraustið.
Sigurjón Arthur Friðjónsson, SAF says
Sammála þér í einu og öllu í þessum pistli Runólfur Trausti. Takk fyrir að koma hugsunum mínum á blað :-)
kv,
SAF
Bjarni says
Í mínum huga skiptir öllu máli hvernig liðið kemur til leiks í næsta leik. Bogna menn eða nýta menn sér meðbyrinn? Áður fyrr voru svona úrslit til að kveikja í mönnum sérstaklega þegar menn töldu sig vera betri en andstæðingurinn og liðið fór á skrið aftur. Ég er ekki kominn þar að halda að liðið sé ósigrandi því fótbolti er óútreiknanleg íþrótt, við munum tapa leikjum, gera jafntefli en allt er þetta spurning um að snúa strax við blaðinu. Þar finnst mér hafa vantað í liðin eftir SAF tímabilin. En við erum á réttri leið og meðan við erum enn að skora mörg mörk þá þarf bara vörnin að halda en þar eru innan um, því miður, misgáfaðir leikmenn sem erfitt er að treysta á, þó byrjunin í ár lofi góðu um framhaldið. Vonandi var þetta bara einnar stundar ógleði hjá þeim, við töpuðum ekki þessum leik sem hefði litið enn verra út. Hafið góðar stundir og pökkum Basel saman annað kvöld.
Heiðar says
Góðir punktar frá Runólfi og réttmætir. Í stóra samhenginu er Móri þó á réttri leið með liðið, nokkuð sem maður gat aldrei sagt á tímum Moyes og van Gaal.