Ekki var það skemmtilegt en þrjú stig eru þrjú stig og um það snýst leikurinn. Enn og aftur heldur David De Gea hreinu og enn og aftur vinnur Manchester United knattspyrnuleik. Byrjunarliðið sem José Mourinho stillti upp kom lítið á óvart en hann sagði á blaðamannafundi fyrir leikinn að blaðamenn ættu að geta giskað á byrjunarliðið þar sem hópurinn væri svo þunnur vegna meiðsla. Mourinho gerði samt sem áður fjórar breytingar frá leiknum gegn Liverpool um helgina.
Byrjunarliðið innihélt tvö fyrrum Benfica menn en Victor Lindelöf kom inn í liðið eins og reiknað var með undirritaður steingleymdi að Nemanja Matic hefði verið í Benfica á sínum tíma. Hinir tveir sem komu inn voru Daley Blind og Marcus Rashford.
Áhugaverðasta við byrjunarlið Benfica var markvörður liðsins, Mile Svilar, en hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið um helgina.
https://twitter.com/squawka/status/920706063657324544
https://twitter.com/beardedgenius/status/920725041117106179
Meira af því sama
Fyrri hálfleikur var í raun endurtekning á Liverpool leiknum nema að okkar menn voru ef til vill aðeins meira með knöttinn en á Anfield. Annars var fyrri hálfleikur hreint út sagt hundleiðinlegur. United voru í miklu basli fyrstu 10 mínúturnar og Benfica töluvert betri aðilinn.
Benfica fékk fyrsta færið en eftir gott spil þá hamraði leikmaður þeirra framhjá úr góðu skotfæri. United fékk hornspyrnu stuttu síðar sem Marcus Rashford tók. Hann smellti knettinum á pönnuna á Romelu Lukaku en hann skallaði knöttinn í slánna áður en dómari leiksins flautaði brot á Lukaku fyrir að hafa lagt hendur á markvörðinn unga. Rashford skallaði svo sjálfur framhjá stuttu síðar eftir fyrirgjöf Daley Blind.
Rashford var í raun að spila frammi með Romelu Lukaku þegar United sótti á meðan Blind sá um að halda breiddinni úti á vinstir vængnum. Blind var meira eins og vængbakvörður heldur en hefðbundinn bakvörður í fyrri hálfleik. Þetta leiddi til þess að United gat engan veginn haldið boltanum eða spilað sig í gegnum Benfica þar sem eini möguleikinn var stungusending inn á annan hvorn framherjann eða þá Blind og Antonio Valencia á sitt hvorum vængnum. Það tók 35 mínútur að koma skoti á markið en Matic átti fast skot úr þröngu færi sem markvörður Benfica varði vel.
Valencia í bókina á 40. mínútu. Stuttu síðar fékk United skyndisókn þar sem Henrikh Mkhitaryan óð upp völlinn hægra megin. Hann ákvaðað skjóta úr þröngu færi og var afgreðslan svipuð og frammistaða Armenans til þessa í leiknum: Hreint út sagt hörmuleg.
https://twitter.com/optajoe/status/920737573043138560
https://twitter.com/WhoScored/status/920737683449708544
Staðan var eðlilega markalaus þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik.
Skánaði töluvert í síðari hálfleik
Það tók United 50 sekúndur að eiga skot í síðari hálfleik en Herrera skaut langt framhjá. Nokkrum mínútum síðar reyndi Rashford einnig skot fyrir utan teig en það fór beint á markvörð Benfica. Diogo Goncalves fékk svo gult spjald fyrir að rífa Rashford niður en United var að geysast fram í skyndisókn þegar brotið átti sér stað. United tók aukaspyrnuna hratt og á endanum fékk Valencia stungusendingu úti hægra megin. Hljóp hann upp að endalínu áður en hann gaf knöttinn út í teiginn … á engan.
Rashford kom United svo yfir eftir 65 mínútur með marki sem flokkast eflaust sem sjálfsmark hjá markverðinum unga. Rashford hafði átt nokkrar hornspyrnur sem höfðu skapað hættu og þegar United fékk aukaspyrnu úti vinstra megin þá virðist Rashford hafa séð að Svilar væri staðsettur töluvert frá marklínunni. Rashford setti fyrirgjöfina því yfir Svilar sem tókst þó að komast til baka en eftir að hafa gripið knöttinn þá endaði hann með hann inn í markinu og staðan því orðin 1-0 fyrir Manchester United.
https://twitter.com/footyroom/status/920744943043297281
Rashford haltraði útaf eftir 75 mínútur og þá loksins kom Anthony Martial inn á. Skapaði sér gott færi með klassísku Martial hlaupi þar sem hann fór auðveldlega framhjá bakverðinum en markvörður Benfica varði vel.
https://twitter.com/mufcgif/status/920748205335293952
Benfica ógnaði United lítið eftir að hafa lent undir en liðið fékk þó urmul af hornspyrnum sem enduðu flestar á höfðinu á Chris Smalling eða Romelu Lukaku. Eflaust var það ástæðan fyrir því að Lukaku spilaði allan leikinn en hann var ekki upp á sitt besta í kvöld. Á 82. mínútu kom Jesse Lingard fyrir Juan Mata, hvern annan? Eflaust var Mourinho búinn að gleyma því að Mkhitaryan var inn á en það er ótrúlegt að hvað Armeninn endist lengi á vellinum í kvöld þar sem hann var hreint út sagt skelfilegur.
Scott McTominay kom inn á í uppbótartíma og loksins fór Mkhitaryan útaf. McTominay var varla kominn inn á þegar Luisao henti sér í eina tveggja fóta sem orsakaði annað gula spjaldið hans Luisao í leiknum og þar með rautt. Það breytti engu varðandi lokatölur en United vann góðan 1-0 sigur í Portúgal. Job done!
https://twitter.com/WhoScored/status/920754647853232129
https://twitter.com/R_o_M/status/920758910692286464
Þrír leikir = Þrír sigrar = Níu stig, átta mörk skoruð og aðeins eitt fengið á sig. United getur svo nánast tryggt sæti sitt í 16-liða úrslitum með sigri á Benfica á Old Trafford þann 31. október.
Punktar eftir leik
- Mourinho sagði eftir leik að hann reiknaði ekki með að Eric Bailly yrði leikfær fyrir leikinn gegn Huddersfield Town um helgina en Phil Jones ætti að ná leiknum. Hvað varðar meiðslin hjá Rashford þá var þetta ekki krampi eins og allir höfðu vonast til en hann fann fyrir verk í hnénu.
- Guð minn góður hvað United saknar Paul Pogba (og í rauninni Marouane Fellaini líka). United er slakara lið án Pogba, það er ljóst en maður áttaði sig ekki á því hversu mikilvægur hann er þegar liðið þarf að stjóran leikjum.
- Hvað varð um Evrópu-Mikka? Mkhitaryan byrjaði tímabilið frábærlega en hann hefur verið nánast ósýnilegur undanfarnar vikur. Spurning hvort mikið álag í byrjun tímabils hafi spilað inn í en hann hefur spilað alla leiki United sem og erfiða landsleiki með Armeníu þess á milli.
- Hvað gerði Jesse Lingard af sér? Svona fyrst við erum að velta fyrir okkur hvað varð og Mkhitaryan, hvernig í ósköpunum fær Lingard ekki traustið til að byrja leik eins í kvöld? Hvað þá þegar Mikki hefur verið jafn slakur og raun ber vitni.
- Föstu leikatriðin hans Rashfords verða bara betri og betri. Nokkrar frábærar hornspyrnur í kvöld og svo spyrnan sem tryggði United stigin þrjú. Vonandi eru meiðslin ekki alvarleg.
Næsti leikur Manchester United er á laugardaginn klukkan 15:00 en þá fer liðið í heimsókn til Huddersfield Town. Heyrumst þá!
Karl Garðars says
mjög góðir 3 punktar í rólegheita leik.
Hef orðið smávegis áhyggjur af stöðu mála ef Herrera og Mikki ætla ekki að sýna okkur sínar bestu hliðar mjög fljótlega.
Hvað var samt málið með allar þessar rangstöður framan af? M.a.s Blind var alla vega 2svar rangstæður ffs…
Okei að teygja aðeins á öftustu mönnum en ég skil ekki af hverju menn drullast ekki eitthvað áleiðis til baka þegar boltinn tapast. Við erum með Herrera og Matic sem eru báðir þræl góðir að loka vellinum hátt uppi og fremstu menn mega alveg búast við því að ein og ein stunga verði til úr því.
Vonandi var þetta bara smávægilegt hjá Marcus.
Halldór Marteins says
Fyrri hálfleikurinn var ekki algalinn þótt maður hefur oft séð liðið sprækara. Fannst nú þó nokkrir af þessum rangstöðudómum vægast sagt tæpir, þar hefði nú ýmislegt getað breyst. Svo átti Mata auðvitað að fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað rétt fyrir utan teig undir lok hálfleiksins.
Annars var þetta bara varkárni, myndi segja að það væri eðlilegt á útivelli í Meistaradeildinni. Kannski full mikil varkárni en United hafði yfirburðina og þetta var aldrei í mikilli hættu. Fínt að geta tekið svona úrslit úr leik þar sem liðið fór varla úr 2. gír.
Að því sögðu þá þurfa þeir nú ekkert að vera alltof margir leikir þar sem liðið er svona varkárt. Og það er vissulega áhyggjuefni að Mkhitaryan hefur ekki stigið meira upp þegar liðið saknar Pogba og Fellaini svona mikið.
Karl Garðars says
2.gír í lága kassanum :)
Örugg frammistaða og það kom aldrei til greina að fara að naga neglur yfir þessu. En það er ljóður á ljúfu kvöldi ef Rashford er frá.
Cantona no 7 says
Góður sigur á erfiðum útivelli.
Klárum þennan riðil í næsta leik.
G G M U