Það má færa rök fyrir því að leikmenn Manchester United hafi verið í jólaskapi í kvöld en þeir svo gott sem gáfu Leicester City stig. Lokatölur 2-2 í leik sem United hefði átt að vinna örugglega. Eftir nokkra leiki í röð þar sem sóknarleikur United hefur ekki verið upp á marga fiska þá var liðið mjög sprækt í kvöld, í raun það sprækt að það hefði eins og áður sagði átt að vinna þennan leik nokkuð örugglega.
Antonio Valencia og Matteo Darmian eru báðir meiddir og ákvað José Mourinho því að nota Victor Lindelöf í hægri bakverði en byrjunarliðið var eftirfarandi:
Varamenn: Romero, Rojo, Shaw, Herrera, Mkhitaryan, Ibrahimovic, Rashford.
Leicester City styrkti upp sókndjörfu byrjunarliði en Riyad Mahrez, Marc Albrighton, Demarai Gray og Jamie Vardy byrjuðu allir leikinn.
Leikurinn
Leikurinn var nokkuð fjörugur til að byrja með en United sóttu stíft án þess þó að skapa sér nein alvöru marktækifæri. Það var því töluvert gegn gangi leiksins sem Jamie Vardy kom heimamönnum yfir á 27. mínútu.
Varnarlega voru United hreinlega í molum í allri atburðarás þessa marks en United virtist vera með nánast allt sitt lið eins ofarlega á vellinum og mögulegt er – gegn einu bestu skyndisóknarliði í deildinni. Á meðan var David De Gea límdur á línunni.
United missir boltann í vítateig Leicester – boltinn berst á Jamie Vardy sem togar Phil Jones með sér á miðjan vallarhelming Leicester, Vardy tékkar svo knöttinn til baka á Onyinye Ndidi sem þrumar honum í fyrsta góða 60+ metra upp vellinn þar sem Riyad Mahrez stingur sér af hægri vængnum og er allt í einu einn á Chris Smalling. Ashley Young, sem var samsíða Mahrez þegar sendingin kom, er hvergi sjáanlegur í þessari atburðarás. Smalling tekst að hægja á Mahrez sem bíður bara eftir að Vardy, sem var á skokkinu þangað til hann setur allt í einu í 5. gír og þýtur upp völlinn, kemur aðsvífandi. Vardy fær svo einfalda sendingu frá Mahrez og leggur knöttinn snyrtilega í netið en De Gea var að mínu mati alltof lengi að koma út á móti Vardy (sem og að koma út í boltann sem Mahrez fékk yfir toppinn).
Svo er það Phil Jones í öllu þessu en eftir að hafa elt Vardy upp á vallarhelming Leicester þá skokkaði hann rólega til baka í stað þess að taka á rás og koma sér í stöðu ef svo skyldi verða að Vardy færi af stað. Það var svo ekki fyrr en Vardy var búinn að setja í gír að Jones áttaði sig á þessu en þá var það orðið of seint og Big Game Vardy skoraði enn og aftur.
https://twitter.com/skysportsstatto/status/944663347298996226?ref_src=twcamp%5Eshare%7Ctwsrc%5Eios%7Ctwgr%5Ecom.tinyspeck.chatlyio.share
Eftir markið voru United frekar óöryggir í aðgerðum sínum en hægt og rólega náður þeir aftur tökum á leiknum. Það var svo Juan Mata sem jafnaði eftir góðan undirbúning Jesse Lingard á 40. mínútu. Lingard lagði boltann snyrtilega í fyrsta á Mata eftir sendingu Anthony Martial. Mata sýndi svo fádæma gæði þegar hann lagði knöttinn snyrtilega í hægra hornið en Kasper Schmeichel var varnarlaus í markinu. Staðan því orðin 1-1 og þannig var hún í hálfleik.
https://twitter.com/mufcgif/status/944666770526392320
Í síðari hálfleik tóku United öll völd á vellinum og óðu hreinlega í færum. Heimamenn fengu þó fyrsta alvöru færi síðari hálfleiks þegar Victor Lindelöf bjargaði á línu. Strax í kjölfarið fékk Martial svo algjört dauðafæri sem í 9 af hverjum 10 skiptum endar í netinu. Romelu Lukaku átti þá frábæra sendingu inn fyrir á Martial sem tók við knettinum og ætlaði að leggja hann með hægri fæti í hægra hornið en boltinn skoppaði aðeins of hátt fyrir Martial sem sendi hann rakleiðis upp í stúku. Mjög lífleg byrjun á síðari hálfleik sem átti eftir að vera frábær skemmtun.
Þegar klukkutími var liðinn braut Harry Maguire á Martial rétt fyrir utan vítateig. Mata stillti knettinum upp og smellti honum svo fallega yfir veginn og í netið. Það má setja spurningamerki við Schmeichel í markinu en við kvörtuðum ekki. Mata kominn með tvö mörk í einum og sama leiknum í fyrsta skipti síðan hann skoraði tvennu gegn Liverpool á Anfield árið 2015.
https://twitter.com/mufcgif/status/944675779727822849
United fékk svo gullin tækifæri til að klára leikinn 12 mínútum síðar. Lukaku átti aftur frábæra sendingu sem hefði átt að skila marki en að þessu sinni var það Jesse Lingard (af öllum mönnum) sem klúðraði. Hann var kominn framhjá Schmeichel en tókst á einhvern ótrúlegan hátt að setja knöttinn í stöngina. Aðeins mínútu eftir það voru heimamenn orðnir 10 en Daniel Amartey, sem kom inn á fyrir Danny Simpson, fékk tvö gul spjöld á fjögurra mínútna kafla og þar með rautt.
Hvort Jon Moss hafi verið með samviskubit er óvíst en hann dæmdi allavega ekki vítaspyrnu þegar Schmeichel virtist brjóta á Marcus Rashford sem var sloppinn einn í gegn. Manni fannst samt sem áður Rashford hefði átt að nýta færið betur og hreinlega skora áður en það kom til þess að Schmeichel braut á honum en Rashford átti slæma innkomu í dag.
https://twitter.com/mufcscoop/status/944699820593307648
Það var þó ekki að sjá að Leicester væru manni færri síðustu mínútur leiksins en þeir tóku öll völd á vellinum. United gekk skelfilega að halda í knöttinn og tókst hreinlega ekki að drepa leikinn. Á þessum tímapunkti fékk maður það á tilfinninguna að þetta væri einn af þessum dögum. Til að bæta gráu ofan á svart þá tognaði Smalling í nára og var haltrandi um völlinn og það nýtti Leicester sér.
Albrighton hafði fengið nóg pláss til að dæla fyrirgjöfum inn í teiginn þegar langt var komið fram í uppbótartíma en það virtist enginn United maður hafa áhuga á að pressa hann. Eftir að hafa sett eina á kollinn á Jones þá setti hann eina á fjærstöngina þegar leikurinn var að fjara út. Þar var Smalling að reyna dekka Harry Maguire en það tókst ekki betur en svo að Maguire stakk sér á bakvið hann og lúðraði knettinum í netið. Staðan orðin 2-2 og Moss flautaði af um leið og United tók miðju.
Grátleg niðurstaða í leik sem United hefði með öllu átt að vinna en maður setur stóra spurningu við skipulagið síðustu mínúturnar. Auðvitað átti Lindelöf að koma inn í hafsentinn fyrst Smalling var á annarri löppinni og Smalling hefði bara geta farið fram eða hreinlega útaf. Á Twitter gengur sá orðrómur að Ander Herrera hafi neitað að detta niður í hægri bakvörðinn en það verður að viðurkennast að maður trúir því varla.
Allavega, lokatölur 2-2 í leik sem var stórskemmtilegur en hörmuleg færanýting og skipulagsleysi undir lok leiks kostaði liðið á endanum tvö stig sem er grátlegt þar sem United hefði geta náð fimm stiga forskoti á Chelsea og níu stiga forskoti á Liverpool.
Næsti leikur Manchester United er á annan í jólum en þá kemur Burnley í heimsókn.
Viðar says
Hversu mörg færi þurftu þeir til að klára þennan leik? þvílík skita..
Joi says
Sama helvítis Móra taktík letingja bolti.
Rúnar Þór says
DJÖFULSINS HÁLFVITAR!! Ertu að fokka í mér! Einum fleiri! Svo mörg færi! Lingard opið mark. Skyndisókn í lokin Rashford SENTU BOLTANN!!! 2 menn dauða fríir
2 leikir í röð mark á seinustu sekúndunum
Fuck off bara!!
Karl Garðars says
Úfff hvað ég nenni þessu ekki. Værukærir og latir og enn og aftur verðskuldar hitt liðið í.þ.m stigið ef ekki meira.
Ansi hræddur um að skiptingarnar hafi kálað þessu því botninn virtist algjörlega úr liðinu sem stóð á brauðfótum fyrir.
Falleg mörk hjá snillingnum Mata og nokkrir leikmenn áttu fína spretti inni á milli sem ætti svosem ekki að heyra til tíðinda en þannig er staðan því miður.
Rúnar Þór says
https://pbs.twimg.com/media/DRwxXI6W0AASjBz.jpg:large
skoðið þetta! Sentu boltann og kláriði fokking leikinn ANDSKOTINN HAFI ÞAÐ!!!
Hjöri says
Það er varla hægt að hafa orð yfir þetta. Þvílíkur béfaðans klaufaskapur hjá þessu liði sem hefði auðveldlega að vinna þetta með 4-5 marka mun. Vörnin á sök á báðum mörkunum algjörlega út á þekju, það er ömurlegt að tapa stigum úr leik sem var mjög vel leikinn að megninu til. Maður er bara drullu svektur get ekki annað sagt. Óska öllum Utd-mönnum gleðilegra jóla.
Bjarni says
Já vörnin hefur verið mjög oft út á þekju en nú er það sóknarmennirnir sem ættu að fá skammirnar fyrir það að klára ekki leikinn. Þýðir ekkert að væla um að hinir hafi verið heppnir. Menn skapa sín eigin örlög og því er það okkar hlutskipti að berjast um annað sætið og leiða þá baráttu. En til þess þurfum við að grípa gæsina þegar hún gefst og nú var tækifærið en skítur skeður. Næstu leikir munu sýna manni hvernig hópurinn bregst við þessu getuleysi í síðustu leikjum þó sigrar hafi dottið í hús. Er ég bjartsýnn fyrir þá, já já en liðið getur einnig sýnt okkur svona leiki af og til.
Stefan Agnarsson says
Held það sé orðið ljóst fyrir löngu að Lukaku þurfi að vera settur á bekkinn. Rashford og Martial þurfa kannski að gera betur en hvernig væri að setja þá báða fram, getur ekki verið vitlaust þegar eini sóknarmaðurinn skorar aldrei. Young getur farið í LW og Shaw inn sem hefur verið að spila vel.
Skelfileg tactic hjá Móra því miður eins og undanfarið, Herrera og Mikh eiga ekki að fá tækifæri, sérstaklega það sem hann limitar hungraða leikmenn eins og Shaw, Tuanzebe og fleiri sem gætu frekar fengið tækifæri heldur en þeir sem nenna ekki að hlaupa.
Held við séum enn efsta liðið í deildinni sem hleypur minnst. Skammarlegur fótbolti þótt það séu margir ljósir punktar.
Expressive, skemmtilegur attacking fótbolti er United way og við þurfum að fá mun meiri fókus á það.
Ingvar says
Fyrir það fyrsta þá var skiptingin Lingard-Herrera merki um að Móri var hræddur við að Leicester myndi jafna. Afhverju í djöflinum er alltaf tekið skrefið að verja 1 marks forustu frekar en að klára fokking leikinn!!! Æl æl æl
Óli says
Deildin er ótrúlega jöfn og aldrei þessu vant er það ekki frasi að „allir geti unnið alla“. Ef Manchester City væri ekki að gera þennan óskunda þá værum við í banastuði – ágætis stig á móti liðið sem er í stuði og Chelsea/Arsenal/Liverpool líka að tapa stigum.
Joi says
Það verður skítaligt af þessu liði þegar þeir mæta fljótu liðunum með þennan gaungubolta og Móra taktík .
DMS says
Skil ekki hvað menn eru að drulla yfir Lukaku eftir þennan leik. Hann ætti með réttu að vera með 2-3 stoðsendingar í þessum leik ef mennirnir sem fengu færin hefðu drullast til að setja þau í netið. Við erum að tala um að Martial, Lingard og Rashford fá allir sénsa einn gegn markmanni. Á meðan þetta var bara 1 marks forysta er alltaf hætta á þessu að fá mark í fésið í lokin. Spurning svo hversu nothæfur Smalling var þarna í lokin, mögulega betra að hafa hann ekkert inn í teignum ef hann gat varla hreyft sig.
Undir lokin á 92 mín fær Rashford boltann ofarlega á vinstri kanti með gríðarlegt pláss og Lukaku frír að biðja um sendinguna inn fyrir en þá er hægt á öllu og farið með boltann hærra á völlinn í rólegheitum og svo spilað til baka. Rashford hlýtur bara að hafa fengið þessi fyrirmæli frá stjóranum, trúi ekki öðru.
Fyrra markið sem við fáum á okkur er djók. Mennirnir bara á jogginu til baka á meðan Vardy spænir upp allan völlinn án þess að þeir fatti það. En miðað við færin sem við fengum þá er ekki annað hægt en að skrifa þetta jafntefli á skelfilega færanýtingu.
Halldór Marteins says
Algjörlega sammála DMS, á bágt með að trúa því að þeir sem tuði yfir Lukaku eftir þennan leik hafi hreinlega horft á leikinn.
Lukaku skoraði vissulega ekki í þessum leik, né á þessum mínútum sem hann fékk gegn Bristol City. En var með 3 mörk í 4 leikjum fyrir það. Hefur lengst spilað 2 leiki í röð á tímabilinu án þess að skora eða leggja upp mark. Svo hann er að eiga heilt yfir öflugt tímabil.
Andri says
Afhverju í fjandanum var Smalling ekki farinn útaf. Hann var meiddur síðustu 10 minúturnar og rétt áður en markið kemur þarnast hann aðhlynningar og fer útaf. Hann kemur aftur inná á 93 min og markið kemur mínútu seinna.
Afhverju er Matic ekki bara settur niður og Smalling út, þá hefði hvort eð er verið jafnt í liðum. Morinho gerði stóran fail þarna.
Og hvar eru leiðtogarnir í liðinu sem að segja þessum meidda gaur að drulla sér útaf eða að minnsta kosti að fá mann niður í stöðuna hans.
Ég var að öskra þetta nánast á sjónvarpið á 90 min. Það var svo augljóst að þeir myndu jafna, þetta var alltaf að fara að gerast!
Ég hef ekki orðið svona brjálaður eftir manu leik í mörg ár. Bara afþví að það hefði verið svo auðvelt að koma í veg fyrir þetta!
Halldór Marteins says
Alveg sammála því, Smalling átti bara að fara út af. Liðið var m.a.s. með annan miðvörð þarna inná í Lindelöf.
Hef séð einhver tíst vísa í það að Herrera hafi neitað að bakka í hægri bakvörðinn til að hleypa Lindelöf í miðvörðinn. Veit ekki hvað ég á að halda með það.
Stefan says
Skil vel athugasemdirnar með Lukaku, ég var nú ekki beint sjálfur að drulla yfir hann, finnst hann mega samt vera settur einhvertímann á bekkinn, þótt að drengurinn sé góður að senda þá þurfum við markaskorara, spurning hvort Rashford setji í tvennur og þrennur ef hann er settur fram, annaðhvort einn eða með honum, er hann ekki mun betri ST frekar en LW ?
Nú er ég bara að tauta, þykist nu ekki vita allt. Svo spurning afhverju Zlatan kom ekki inná.
En drullupirrandi að tapa þessu, átti ekki Leicester 2 skot á rammann.. ?
Jones í ruglinu í fyrra markinu, við verðum að fá einn crazy beast leader i vörnina.
Halldór Marteins says
Já, ef þú meinar það að Lukaku ætti að fá hvíld við og við, þá er ég sammála þér. Held hann hafi einmitt spilað flestar mínútur allra leikmanna í úrvalsdeildinni (ef allar keppnir eru teknar með).
Mourinho hefur líklega sínar ástæður fyrir þessu en mér finnst alveg eðlilegt að setja spurningamerki við það að maðurinn fái aldrei smá hvíld. Ég er hins vegar ósammála þeim sem segja að hann hafi verið að standa sig illa á tímabilinu.
Lukaku átti bestu byrjun, hvað markaskorun varðar, í sögu Manchester United. Svo dalaði markaskorunin aðeins en hann hélt áfram að leggja sitt af mörkum með nokkuð reglulegum stoðsendingum. Svo er hann farinn að skora aftur. Og leikurinn í kvöld var einn af hans allra bestu fyrir liðið, að mínu mati. Var virkilega sprækur í samspilinu og skapandi. Hefði með réttu átt að fá allavega 3 stoðsendingar. Svo það er ekki neitt af þessu jafntefli sem ætti að skrifast á Lukaku.
Held að Zlatan hefði komið inn á ef staðan hefði verið jöfn fyrir síðustu skiptingu. Leicester átti 3 skot á rammann en samt sammála, mjög pirrandi.
Robbi Mich says
Sorglega léleg vörn í báðum mörkunum. Það vantaði sárlega Valencia í fyrra markinu. Hann hefði spólað bandbrjálaður til baka og tæklað Mahrez til andskotans enda er maðurinn vélmenni og hefði ekki leyft þessu að gerast.
Karl Garðars says
Lukaku átti dúndur leik og Pogba, Martial, Lingard og auðvitað Mata voru að eiga ágætis leik framan af.
Vörnin okkar var hrikalega illa skipulögð og Leicester fengu auk þess allt of mikinn tíma í þessar fyrirgjafir.
Færanýtingin úr þessum sitterum er með ólíkindum léleg og ákvarðanataka sumra leikmanna í sóknum upp á síðkastið er hræðileg.
Það hafa flest öll okkar sem á horfðum séð þetta mark liggja í loftinu í síðasta lagi um leið og Smalling meiðist. Móri átti þá að gera ráðstafanir. Ef hann sá ekki hættuna þá á fyrirliðinn að sjá það og gera ráðstafanir. Mér sýndist Jones væri eitthvað að reyna að garga en hann hefur líklega ekki mátt sleppa Vardy og hinir auk þess ekki hlustað á hann því hann hafði ekki „völd“ til að skipa fyrir.
Alla vega veit flest heilvita fólk það að láta Smalling á einum fæti dekka Harry Maguire er snargalið. Það þarf ekkert að læðast í kringum það.
Það virðist eitthvað vera að í upplýsingaflæðinu/skipulaginu hjá Móra. Hvort það sé micromanagement eða eitthvað annað er ekki gott að segja en það er greinilega eitthvað að.
Degi síðar er maður enn jafn svekktur því þeytiskitan í lok þessa leiks lét Bristol leikinn líta út eins og léttar og góðar hægðir.
Cantona no 7 says
Gat því miður ekki séð okkar menn.
Við erum með 42 stig eftir fyrri umferð sem er alls ekki slæmt,
Ég hef mikla trú á Mourinho og vona að hann taki lágmark einn bikar á þessari leiktíð.
Vonandi fer nú litla liðið í Manchester að hiksta í seinni umferðinni hver veit.
Sendum liðinu jákvæða strauma og hver veit hvað gerist.
Gleðileg jól öll.
GGMU
Runólfur Trausti says
Það virðist oft á tíðum vanta alvöru leiðtoga í þetta lið. Ekki bara mann sem öskrar heldur mann sem hefur virðingu leikmanna og góða skipulagshæfileika.
Ég hélt að leikmenn (og Mou) væru að endurskipuleggja þegar Smalling settist niður. Auðvitað átti hann að fara fram og Matic/Lukaku neðar. Það var rétt mínúta eftir.
Það jákvæðasta við leikinn var ef til vill að United kom til baka eftir að hafa lent undir en það hefur ekki gerst oft á síðustu 3 árum.
Guðmundur Helgi says
Það hefur ekki verið minnst á vítið sem Rashford hefði átt að fá eftir brot hjá markverði Leicester city,annars algjört andleysi hjá united upp við mark heimaliðsins.
Karl Garðars says
Keane hefði ekki látið þetta viðgangast.