Manchester United lagði Huddersfield Town með tveimur mörkum gegn engu. Það var risa yfirlýsing hjá Mourinho að byrja þennan leik með Paul Pogba á varamannabekknum eftir skelfilega frammistöðu hans gegn Tottenham í miðri viku. Það var ekki eina breytingin sem gerð var á liðinu en Marcus Rojo og Luke Shaw fóru í vörnina í stað þeirra Ashley Young og Phil Jones en sá síðarnefndi var ekki einu sinni í hóp frekar en Ander Herrera. Eins og kom fram þá var Pogba settur á bekkinn en hinn ungi og efnilega Scott McTominay fékk sénsinn en hann er einn af þessum efnilegu strákum sem Mourinho hefur verið að gefa tækifæri í vetur.
Fyrri hálfleikurinn var ekkert rosalega mikið fyrir augað en United var svolítið ryðgað eins og oftast þegar liðið er án Paul Pogba. Liðið reyndi þó alltaf spila fótbolta en var ekki nógu samstillt framan af en það er auðvitað skiljanlegt þegar gerðar eru jafnmargar breytingar og gerðar voru fyrir þennan leik. Leikjaplan Huddersfield í leiknum í var frekar einfalt. Það átti að liggja í vörn og vonast eftir skyndisókn á brothætta United-vörn. Það fór minna fyrir þessum skyndisóknum og voru grófar tæklingar og síendurtekin brot á Alexis Sánchez sem eins og gegn Tottenham var sparkaður niður allan leikinn. En það var ekki það versta því snemma í leiknum varð McTominay fyrir svakalegri tæklingu frá Kongolo sem á meira heima í amerískum fótboltum en í knattspyrnu. Brotið var inní teig en hvorki var dæmt víti né spjald á þessa árás. Þar sem dómarinn gerði ekkert er kannski möguleiki á að þetta verði skoðað af enska knattspyrnusambandinu en það hefur valdið vonbrigðum áður.
https://twitter.com/FootieUTgifs/status/959810077833203722
Eftir markalausan fyrri hálfleik voru eflaust margir sem voru með áhyggjur af að þetta yrði einn af þessum dögum. En fljótlega fóru sóknir United að verða aðeins markvissari. Mikið var reynt að fara upp vinstri kantinn og fóru margar sóknir okkar manna í gegnum þá Alexis og Luke Shaw sem fór oft fram og átti meira að segja ágæta fyrirgjöf eftir „overlap“ en vörn gestanna var vakandi. Einungis mínútu síðar ákvað Spánverjinn Juan Mata að halda uppá samningsframlenginguna (langt orð) með því að leggja upp eitt stykki mark en Romelu Lukaku var mættur á rétt svæði og stýrði boltanum í markið og loksins á 55′ mínútu var ísinn brotinn.
Fljótlega eftir markið var Pogba farinn að hita upp. Það var svo á 70′ mínútu að hann kom inná í stað Jesse Lingard sem hefur oft verið betri en í dag. United var með mikla yfirburði í þessum leik og minnkuðu þeir ekkert við þessa skiptingu en Pogba varð fremstur í þriggja manna miðju sem er einfaldlega hans laaaangbesta staða. Hann sýndi á köflum mörk skemmtileg tilþrif og átti bara ágæta marktilraun eftir að hafa leikið á nokkra leikmenn Huddersfield. Ég kom aðeins inná grófan leik leikmanna Huddersfield en sú taktík beit þá rassinn á 77′ mínútu en dómari leiksins dæmdi víti eftir klunnalegt brot á Alexis Sánchez inni í teig. Loessl markvörður gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna sem Alexis framkvæmdi sjálfur en hinn Sílenski fylgdi vel á eftir og skoraði sitt fyrsta mark fyrir Manchester United.
Eftir þetta mark var leikurinn í raun búinn en gestirnir voru einhvern veginn aldrei líklegir til að gera mikið í þessum leik. Stærri sigur hefði alls ekki verið ósanngjarn en með smá meiri greddu hefði leikurinn getað farið 4:0. Miðað fautaskapinn í gestaliðinu er ég aðallega bara sáttur við þessi þrjú sem við fengum og að enginn hafi meiðst en það var stanslaust verið að brjóta á leikmönnum United í dag.
Maður leiksins er Alexis Sánchez sem var ákveðinn og var alltaf að reyna að búa eitthvað til. Svo gefst hann aldrei upp en það er karaktereinkenni sem United hefur saknað í nokkur ár.
bekkur:
20. Romero
2. Lindelöf
18. Young
16. Carrick
6. Pogba (Lingard 65′)
11. Martial (Lukaku 77′)
19. Rashford (Mata 71′)
JónH says
Gott ad sjá ad menn séu ekki med fast sæti í byrjunarlidinu. Hlakka til ad sjá hvad McTominay gerir á eftir
Haffi says
Get ekki séð annað en að einn lélegasti maður liðsins sé fastamaður í liðinu Lukaku
Bjarni says
Jæja þar höfum við það, þú rífur ekki kjaft við stjórann. Sjáum til hvaða áhrif þetta hefur á móralinn og liðið. Vörnin verður að stíga upp ekki hleypa andstæðingunum alltaf inní teig til að skjóta að vild. DeGea er nefnilega mennskur.
GGMU
Helgi P says
hef ekki góða tilfiningu fyrir þessum leik
Turninn Pallister says
Djöfull held ég að dómarinn eigi eftir að missa tökin á þessum leik.
Bjarni says
Eru menn við sama heygarðshornið? Sé ekki leikinn en miðað við tökfræðina þá erum við í færum en einsog oft áður í krummafót. Þetta hlýtur að hafast þegar minn maður kemur brjálaður inn af bekknum.
Joi says
Vill sjá Mc Tominay út fyrir Poba og Lukaku firir Rasford.
Turninn Pallister says
Jæja, loksins þegar „versti“ leikmaður liðsins fær almennilegan bolta inn í teig þá skorar hann.
Spurning hvort að það sé ekki frekar eitthvað að sóknarleiknum sem liðið er að spila fremur en að Lukaku?
Bjarni says
Til hamingju með sigurinn utd menn og konur, ég hefði viljað hafa hann stærri það sem ég sá í seinni. Vantaði svolítið upp á gleðina í hópnum annars bara nokkuð gott og þetta var fyrsti sigurinn af mörgum. Vil sjá liðið spila af ákefð og hörku. Sakna meistara Keane í svona leikjum, hélt öllum á tánum þó hann missti stundum hausinn, en það var alltaf „one for the team“. Ef Vidal kemur í sumar þá fáum við vasabrots útgáfu af RK og ég yrði hoppandi kátur með slík kaup. Þá fyrst er hægt að ráðast að dollunni og öðrum titlum. Menn eru í þessu út af titlunum, er það ekki annars😃
GGMU
Björn Friðgeir says
Vidal verður auðvitað 31 í vor. Það er helst til seint fyrir þessa týpu, finnst mér…
Karl Garðars says
Þetta var aðeins skárra en betur má ef duga skal. Það verður að segjast að þetta huddersfield lið var aldrei að fara að gera nokkurn skapaðan hlut í þessum leik og voru arfalélegir m.a.s á móti mikið breyttu liði okkar manna. Sá einhver hver var í marki hjá okkur…?
Ég hef þungar áhyggjur af dugleysinu hjá mörgum leikmönnum. Munurinn skín í gegn þegar maður horfir á Alexis spila, hann er mættur í flestalla seinni bolta, hann er að hreyfa sig án boltans inn í svæði o.þ.h. Þetta vantar alveg hjá flestum okkar leikmönnum og í raun sér maður varla að menn séu eitthvað að pæla í sóknarleiknum yfir höfuð.
Menn eru að spila sína vörn, svo fá þeir boltann og virðast ekki hafa hugmynd um hvað þeir eigi að gera, hvar liðsfélagarnir sêu staddir og hvað standi yfir höfuð til. Þetta endar oftast með einhverju fumi, nokkrum snertingum og svo sendingu til hliðar og helst aðeins til baka.
Ég horfði með öðru auganu á Arse-Eve og burtséð frá lokatölum þá er kominn neisti í nallana, líkt og það er neisti í púðlunum og hjá spurs eins og við fengum að kenna á. Það er því miður ekki neisti hjá city, þar skíðlogar allt stafnanna á milli þrátt fyrir örlitla óheppni í dag. Hjá þessum liðum er lamist um alla bolta.
Það vantar þennan neista hjá okkur. Við erum svona eins og dýrari týpan af Everton þessa stundina og það á eftir að koma aftur í hausinn á okkur á meðan menn berjast ekki eins og ljón um alla bolta.
En góðir 3 punktar í dag og mjög ánægjulegt að sjá McTominay taka heilan leik. Flott að Pogba hafi fengið bekkinn og komið sterkur inn af honum. Mjög gott að Alexis hafi skorað og Lukaku.
Að lokum þá er sko ekkert að því að nota 3 skiptingar og setja Pogba, Rashford og Martial inn á. Mourinho fær prik fyrir að freistast ekki til að hanga á þessu með Carrick og Young eða Lindelof.
Hjöri says
Jæja já já þetta tókst en maður var farinn að óttast að þetta yrði eitthvað svona eins og stundum áður, stanslausar sóknir og liðið 60-70% með boltann en ekkert gengið í markaskorun, en það tókst í dag og miðað við gang leiksins hefðu mörkin átt að vera helmingi fleiri. En þetta Huddersfield lið á bara alls ekki heima í úrvalsdeild þetta eru bölvaðir fautar og fékk Sances heldur betur að finna fyrir því, og ber dómari mesta sök á þessu að hafa ekki haldið þessum fautum í skefjum með spjöldum, 19 brot voru dæmd á þá á móti 5 á Utd ef ég man rétt.
Guðmundur Helgi says
Otrulega slakir domarar i urvalsdeildinni,með olikindum að leikmaður huddersfield skuli ekki hafa verið sendur af velli með rautt spjald eftir likamsaras a McTominay.Þarna var ekki um neina tæklingu að ræða i fotboltalegum skilningi aðeins aras til að slasa viðkomandi,og vonandi mun leikmaður ekki hljota varalegan skaða af þessum gjorningi. Goðar stundir.
DMS says
Óskiljanlegt að það skuli ekkert hafa verið dæmt á þetta brot á McTominay. Þetta hefði alltaf verið brot og í það minnsta gult spjald út á velli. Grunar að dómarinn hafi bara verið ragur því þetta var innan teigs. En gott að hann slapp heill út úr þessu.
Mikið held ég að McTominay hefði verið Sir Alex Ferguson að skapi þegar hann var með liðið. Þetta er ekki mest spennandi leikmaðurinn en vinnur sína vinnu vel, berst af krafti og þekkir sín takmörk. Er ekki að reyna einhverjar krúsídúllur með boltann, bara halda honum gangandi og ekkert kjaftæði.
Sjáið þið það ekki fyrir ykkur, Ferguson að rúlla upp deildinni með McTominay, John O’Shea og Darron Gibson í 3 manna miðju :D