Í dag minnast United stuðningsmenn þess að liðin eru sextíu ár frá flugslysinu mikla í München þar sem átta leikmenn einhvers besta liðs sem United hefur átt, létust, auk þriggja starfsmanna félagsins, og tólf annara. Alls fórust 23 af 44 farþegum og áhöfn.
Geoff Bent
25 ára bakvörður. Lék sömu stöðu og fyrirliðinn Roger Byrne, og fékk því ekki mörg tækifæri. Hafði verið hjá United frá sextán ára aldri.
12 leikir fyrir United, ekkert mark.
Roger Byrne
Fyrirliði United og enska landsliðsins, 28 ára gamall. Bakvörður. Gekk til liðs við United tvítugur, frá unglingaliði í Manchester.
Var slíkur fastamaður í landsliðinu að hann missti ekki úr leik, lék alla sína 33 leiki í röð.
Eddie Colman
Yngstur leikmannanna sem létust, 21 árs, mánuði yngri en Duncan Edwards. Hægri miðjumaður, lék við hlið Edwards.
Leikinn og skemmtilegur leikmaður sem kallaður var „Snakehips“ þar sem hann þótti sérlega góður að gabba andstæðinn og fara framhjá honum
Ævisaga Eddie Colman á Amazon.
108 leikir fyrir United, 2 mörk.
Duncan Edwards
Besti maður United, og besti leikmaður sem Sir Bobby Charlton og fleiri hafa séð. Fastamaður í enska landsliðinu þó hann væri enn einungis 21 árs. Vinstri miðjumaður en gat leikið allar stöður frá vörn til sóknar.
Lifði slysið af en var aldrei hugað líf, og lést 21. febrúar af innvortis blæðingum og nýrnabilun.
Ævisaga Duncan Edwards á Amazon
177 leikir fyrir Manchester United, 21 mark.
18 landsleikir, 5 mörk
Mark Jones
24 ára miðvörður, hafði verið aðalmaður í liði Manchester United lengst af sjötta áratugnum en Jackie Blanchflower veitti honum engu að síður harða samkeppni síðustu tvö árin. Var ekki í enska landsliðinu þar sem methafi þess tíma, Billy Wright var óhagganlegur. Lék fyrsta United leik sinn 17 ára.
121 leikur fyrir Manchester United
David Pegg
22 ára vinstri kantmaður. Hafði verið fastamaður í meistaraliðunum 1955-6 og 1956-7, en skiptist á við Albert Scanlon síðasta árið. Scanlon lék gegn Rauðu stjörnunni.
127 leikir, 24 mörk.
Einn landsleikur fyrir England.
Tommy Taylor
Leikmaðurinn sem Sir Matt Busby keypti fyrir metfé, 29.999 pund árið 1953. Mesti markaskorari liðsins og enska landsliðsins. 26 ára.
Ævisaga Tommy Taylor á Amazon.
166 leikir, 112 mörk.
19 landsleikir, 16 mörk og 26 mörk í 44 leikjum fyrir Burnley.
Liam „Billy“ Whelan
Kom tvítugur frá Home Farm í Dublin til United, 22 ára innframherji, mikill markaskorari og átti sitt besta tímabil á meistaraárinu 1956-7. Bobby Charlton lék sömu stöðu og var farinn að taka hana af Whelan og lék leikinn gegn Rauðu stjörnunni í stað Whelan.
98 leikir, 52 mörk.
Fjórir landsleikir fyrir Írland
Walter Crickmer, Tom Curry, Bert Whalley
Crickmer var ritari United, aðalstjórnandi félagsins utan vallar, Tom Curry var þjálfari og Bert Whalley yfirþjálfari. Whalley lék 32 leiki fyrir United á árunum 1934-1946
Að auki léku Johnny Berry og Jackie Blanchflower aldrei knattspyrnu aftur vegna meiðslanna sem þeir hlutu.
Fjöldi stuðningsmanna United er í München í dag og munu minnast slyssins við minnismerki sem er nálægt slysstaðnum.
Athöfn verður einnig á Old Trafford þar sem Sir Bobby Charlton og Harry Gregg munu verða viðstaddir sem þeir einu sem enn lifa af þeim sem lifðu af slysið
Flugslysið í München markar stærra spor í sögu Manchester United en nokkur annar atburður, við minnumst hinna látinna, leikmanna og starfsmanna, jafnt sem annarra.
Ljóðið The Flowers of Manchester verður sungið á Old Trafford í dag, hér er það í flutningi leikmanna Manchester United og Sir Alex Ferguson
Skildu eftir svar