Maggi, Tryggvi, Björn og Halldór settust niður og fóru yfir tapið gegn Newcastle. Farið var yfir spilamennsku liðsins, vandræðaganginn á miðjunni, fórum í ítarlega Chris Smalling umræðu og tókum við spurningar frá hlustendum og lesendum.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Gerast áskrifandi í iTunes
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: 48. þáttur
Bjarni says
Þakka fyrir góðan þátt, hrikalega sáttur með ykkur. Hafði mest gaman af umfjölluninni um vörnina og hennar þátt í velgengni okkar í vetur. Er enn á því að DeGea er lang besti hlekkur hennar og án hans væri öldin önnur. Þurfum að bæta við mannskap varnarlega í sumar það er ljóst af ykkar samtali. Er sammála því og hef verið það nokkuð lengi. Með vörn sem getur hvorki komið boltanum skammlaust frá sér né haldið pressu á sóknarlínunni andstæðinga í kringum miðjuna þá erum við ekki að styðja við sóknarleikinn okkar sem oft á tíðum geldur fyrir vondar ákvarðanir varnarinnar, oft bara kýlingar út og suður. Inná milli er reynt að spila nettan bolta og koma honum á samherja en því miður er tæknilega geta varnarinnar, sérstklega „klettanna“ í miðri vörninni, ekki fyrir hendi að mínu mati til að sinna því. Fæ iðulega í hreðjarnar þegar Smalling hleypur um völlinn, algjörlega einfættur og stressaður leikmaður sem líður best án boltans. Three amigos mega allir fara mín vegna á næstu árum enda bind ég vonir við að fá fjölhæfa varnarmenn, jafnfætta, yfirvegaða að hætti F. Baresi til að mynda ósigrandi varnarmúr með Baily og Lindelöf næstu árin .
Klárum samt tímabilið með þessa vörn, höfum enga betri í dag, vonum að þeir eigi trausta leiki sem eftir og tryggjum okkur sæti í meistaradeildinni. Næsti leikur í deildinni á móti Chelsea heima verður helst að vinnast að mínu mati til að byggja upp fyrir komandi leiki.
GGMU
Halldór Marteins says
Fór aðeins framúr sjálfum mér á einum tímapunkti, þegar ég var að tala um hlutfallslega sendingargetu varnarmanna United fram á við, miðað við hverjar 90 mínútur spilaðar :P Sagði að Phil Jones væri þar neðstur hjá United en þar meinti ég Chris Smalling. Vona að hlustendur hafi áttað sig á því út frá samhenginu.
Karl Garðars says
Takk fyrir góðan þátt. Þetta var síst of langt.
Maður er búinn að hlæja ítrekað að vörninni hjá púðlunum, haldinn því að allir miðverðirnir okkar væru betri en skásti miðvörðurinn þeirra. Þetta tímabil var hörð lending og miðverðirnir þeirra eru ennþá jafn lélegir.
Bailly tel ég vera mjög góð kaup og ég bind ennþá miklar vonir við Shaw og líka Jones ef út í það er farið. Rojo gæti alveg komið til baka en eins og þið komuð inn á þá krota dómararnir hann í bókina á leikdegi einhvers staðar milli þess sem þeir míga og tannbursta sig þann morguninn. En það er eitthvað við hann sem fær mann til að vona. Eitthvað element.
Ég treyst Mourinho til að kaupa varnarmenn og því mun Lindelof blómstra hjá okkur.
Ég sá eftir O’shea, Brown, Pique, Rafael (og Fabio), STAM!, Evra, Vidic, Evans og Keane svo fáir séu nefndir. Mér fannst erfitt þegar Cahill fór til Chelsea en ekki okkar og ég myndi örugglega sjá eftir Smalling og jafnvel Blind því þeir gætu átt góða leiki hjá öðrum.
En þeir mega samt fara því við eigum að vera með betri leikmenn í þessum stöðum.
Við þurfum svo að sleppa okkur í bakvarðabúðinni og fá miðjumann sem frelsar Pogba líkt og þið sögðuð.