Manchester United er með besta markmann í heimi innanborðs þessa dagana. Hins vegar er þetta and- og kraftleysi farið að vera ansi þreytt. Mourinho þekkir þessa stöðu vissulega, hann veit hvað þarf til að ná árangri í Evrópukeppnum, veit hvað þarf til að vinna útsláttareinvígi. Það er ekki alltaf fallegt að gera það sem þarf. En þrátt fyrir það er eins og það sé mögulega eitthvað meira í gangi, eitthvað meira að. Eru leikmenn að bregðast Mourinho eða er Mourinho að bregðast leikmönnum?
Hvað um það, að leiknum í kvöld.
Byrjunarlið Manchester United var þannig skipað:
Varamenn: Romero, Bailly, Darmian, Pogba, Lingard, Martial, Rashford
Byrjunarlið heimamanna í Sevilla er svona:
Varamenn: Carrico, Ben Yedder, Soria, Pizarro, Nolito, Mesa, Ramirez
Í hinum leik kvöldsins vann Shakhtar Donetsk 2-1 sigur á Roma eftir að ítalska liðið hafði komist yfir í leiknum.
Leikurinn sjálfur
Heimamenn byrjuðu betur og virtust ætla að reyna að ná marki snemma. Voru töluvert mikið meira með boltann fyrstu mínúturnar og sýndu ákafa í sínum leik sem Manchester United sýndi lítið af í öllum leiknum. Framan af náði Sevilla þó ekki að nýta það til að búa til neitt að ráði. Á móti vantaði ákveðni og áræðni í lið Manchester United þegar það fékk boltann. Sóknaruppbygging var ómarkviss, hvort sem liðið stillti upp í sókn eða fékk möguleika á skyndisókn. Lukaku fékk tækifæri á 14. mínútu til að valda usla í teignum þar sem hann sýndi styrk sinn inni í teig Sevilla í baráttu við þrjá varnarmenn. Hann náði að koma boltanum frá sér en sendingin var laus og náði ekki alveg til Juan Mata sem lúrði aleinn og gapandi frír nálægt markinu.
Á 16. mínútu meiddist Ander Herrera. Væntanlega tognun aftan í læri en hann var að reyna afar erfiða hælsendingu þar sem hann kom á ferðinni og þurfti að taka boltann á lofti. Mjög slæmt með núverandi meiðslastöðu á hópnum, sérstaklega fyrir erfiða lokatörn. Paul Pogba kom inn á í hans stað.
Þegar leikurinn var að verða 25 mínútna gamall náði Alexis Sánchez að finna Lukaku með góðri sendingu yfir varnarlínu Sevilla. Lukaku ákvað að taka boltann viðstöðulaust á lofti en dúndraði honum hátt yfir. Þarna hefði Lukaku getað tekið boltann niður, hann hafði aðeins meiri tíma en hann virtist átta sig á. Besta færi United í leiknum, það segir ýmislegt.
Sevilla hélt áfram að reyna að skapa sér færi og halda boltanum. Banega á miðjunni spilaði vel og Correa á vinstri vængnum átti skínandi dag, allt fram að því þegar hann átti að koma boltanum frá sér. Margoft náði hann að keyra á Valencia og skapa sér pláss en oftar en ekki voru skotin ósannfærandi og nokkuð þægileg fyrir De Gea að verja.
Langbesta færi leiksins kom þegar uppbótartími leiksins var að verða búinn. Þá kom fyrirgjöf frá hægri inn í teig Manchester United. Framherjinn Muriel hafði náð að finna sér pláss á milli Valencia og Smalling þannig að allt í einu var hann dauðafrír og náði opnum skalla á markteigslínunni. Það er enginn markmaður í heiminum með viðbrögðin hans De Gea sem náði á einhvern ótrúlegan hátt að verja boltann yfir markið. Fáránlega vel gert. Stuttu síðar var flautað til leikhlés og þá mátti sjá nokkra leikmenn Sevilla, þ.á m. Muriel, fara til De Gea og sýna honum virðingu sína eftir þessa ótrúlegu björgun.
https://twitter.com/mufcgif/status/966411522338643968
Seinni hálfleikur spilaðist nokkuð svipað og sá fyrri, fyrir utan að stóru færin vantaði. Sevilla var alveg með hugann við varnarleik en reyndi þó meira, sérstaklega að láta vaða úr færum sem voru seint líkleg til afreka. Manchester United á móti reyndi að þétta vel og sækja svo en tókst ekki alltaf vel upp í því. Miðjan var sannarlega þétt og miðverðirnir áttu báðir fínan leik, fyrir utan þegar Sevilla fékk dauðafærið hér að ofan. Það var helst að bakverðirnir væru ótraustir og svo náðist aldrei neinn almennilegur rhythmi í sóknarleikinn. Hann var áfram ómarkviss, menn gripu ekki tækifærin til að koma með stungur, lítið var um hlaup og hreyfingar fram á við og Lukaku ekki öfundsverður af því að þurfa oftar en ekki að reyna að sjá um allt frammi einn.
Sevilla átti mikið af tilraunum í þessum leik, 25 stykki. 10 þessara skota fóru framhjá markinu, oftar en ekki vel framhjá markinu. 7 af skotunum enduðu í varnarmönnum United og 8 þeirra varði De Gea, sum hver frekar þægilega.
Rashford og Martial komu inn á þegar korter og 10 mínútur voru eftir af leiknum. Rashford átti mjög skemmtilega tilraun úr aukaspyrnu af löngu færi. Hann náði þar föstu skoti með mjög flöktandi svifi sem Rico í marki Sevilla var alls ekki öruggur með. Það var eiginlega það markverðasta sem gerðist í seinni hálfleik. Þrátt fyrir allar þessar misgóðu tilraunir þá virkuðu Sevilla líka á vissan hátt varkárir og vildu ekki taka sénsinn á að opna leikinn meira.
Pælingar eftir leik
Þessi heimavöllur Sevilla er sterkur. Reyndar töpuðu þeir deildarleik gegn Real Betis í byrjun janúar á heimavelli en fyrir það höfðu þeir ekki tapað á þessum velli síðan 22. nóvember 2016 (Meistaradeildarleikur gegn Juventus). Að fara af sterkum velli með jafntefli í farteskinu heim á leið er ekki svo galið. Úrslitin sem slík eru góð, þótt vissulega megi deila um frammistöðuna.
Manchester United verður að vinna seinni leikinn. Jafntefli gefur liðinu ekkert, nema í skásta falli framlengingu. Það hlýtur að teljast jákvætt, við getum þá verið viss um það að liðið getur ekki spilað svona passífan bolta í þeim leik (nema mögulega undir lokin til að verja forystu).
Það voru jákvæðir punktar í þessum leik. Scott McTominay átti nokkur óörugg augnablik í fyrri hálfleik, var að missa boltann og gera klaufalega hluti. En hann lét það ekki á sig fá heldur óx mjög vel inn í leikinn. Það var skemmtilegt að sjá, sýndi karakter.
Matic var gríðarlega afkastamikill þegar kom að því að verja vörnina. Hann vann 5 af 6 tæklingum sem hann fór í, 2 skallabolta, komst 8 sinnum inn í sendingar andstæðingsins, átti 3 hreinsanir og átti auk þess flestar heppnaðar sendingar í liðinu.
Miðverðirnir áttu líka góðan leik í dag, heilt yfir. Smalling var sérstaklega flottur og þeir voru góðir í að lesa það þegar Sevilla reyndi stungusendingar og oftast þegar bakverðirnir misstu sóknarmann innfyrir sig. Merkilegt nokk þurfti miðvarðaparið aðeins að vinna einn skallabolta sameiginlega, það var Lindelöf sem sá um það. Hins vegar áttu þeir 9 blokkeringar og 11 hreinsanir. Þeir voru heldur ekki að missa boltann, Lindelöf var með 94% sendingahlutfall (33/35) en Smalling með 100%(23/23).
Það væri auðvelt að velja Matic eða Smalling mann leiksins, þeir unnu báðir vel fyrir því og ættu það skilið. Ef ekki væri fyrir einn mann…
Maður leiksins
Elsku David De Gea, það sem ég elska þig! Þessi gullfallegi markmaður var að halda hreinu í 19. leiknum í vetur, í 33 leikjum. Hann varði 8 skot í kvöld og var kletturinn þegar United þurfti á því að halda. Besti markmaður í heiminum, svo einfalt er það.
Framundan
Framundan eru deildarleikir gegn Chelsea, Crystal Palace og Liverpool, í erfiðri baráttu um sæti 2-4, áður en seinni leikurinn gegn Sevilla verður spilaður. Það verður mjög forvitnilegt að sjá hvernig staðan verður eftir þessa fjóra leiki.
Bjarni says
Ok gaman að þessu eða hitt þó heldur. Ekki lengur pláss fyrir Pogba í liðinu. Hvað á maður að halda. Mynda treysta honum fyrir miðvarðarstöðunni, hann getur þó sent boltann og tekið á móti honum. Eins gott að leikurinn tapist ekki og við náum að skora í leiknum annars…….. þið vitið hvað. Ætla að fá mér staðgóða máltíð, ekki gott að horfa á leikinn á fastandi maga.
GGMU
Tommi says
Djöfull er þetta sorglegt. Er svo leiðinlegt að horfa à þetta lið. Svona er þetta aftur og aftur. City, Liverpool og Tottenham eru að spila blùssandi sòknarbolta og rùlla upp liðum. Jafnvel Chelsea og Arsenal bjòða upp à meiri skemmtun.
Maður sest fyrir sjònvarpið aftur og aftur. Vonast til þess að þetta breyttist og nær undantekningalaust verður maður fyrir vonbrigðum. Jafnvel þegar liðið vinnur, þvì það er sjaldnast gert með glæsibrag.
Tel mig hafa sýnt Mourinho þolinmæði enn sù þolinmæði er à þrotum. Með þennan hòp (þò hann sé ekki gallalaus) er hægt að spila flottan bolta og nà àrangri.
Tryggvi says
Þetta lið spilar svo leiðinlegan fótbolta að það er glæpsamlegt að láta fólk greiða fyrir þetta.
EgillG says
Holy shit…….
Bjarni says
Ömurlegur leikur. Degea enn að sýna okkur heimsklassa markvörslu á meðan aðrir sinntu lágmarks spilamennsku til að þóknast stjóranum. Hann hlýtur þó að vera fúll að liðið náði ekki að pota boltanum inn úr einhverju af þessum örfáu færum. Halda svo að seinni leikurinn verði betri skemmtun og við sigrum….., þú tryggir ekki eftir á.
GGMU
Herbert says
Leiðinlegri getur spilamenskan ekki orðið. Komið gott hjá Móra. Til hvers að fá sanchez og spila honum sem vængbakverði? Lukaku mun aldrei geta neitt einn á móti fjórum varnarmönnum leik eftir leik. Engin hjálp fram á við því það eru allir að passa að fá ekki á sig mark. Farið að minna óneytanlega á Van Gaal.
Karl Garðars says
Kræst on a stikk! Þetta var taugatrekkjandi fyrir allan aurinn. Ég tek 0-0 þó maður sé ekki sáttur með spilamennskuna en það verður að hafa í huga erfiðan Chelsea leik.
De Gea ekki bara maður leiksins, hann er maður ársins. Ef ég væri Spánarkonungur þá hefði ég svipt hann ríkisfanginu í hálfleik!
Vonum að spilamennskan lagist og heimaleikurinn vinnist örugglega.
The man says
Nú er nóg komið með þennan trúð!! United spila ömurlegan bolta og Liverpool, Man shitty rústuðu sínum andstæðingum. Þvílík óheppni hafa ekki krækt í Klopp á sínum tíma. Það hljóta allir að sjá það að það eiga leggja höfuð áherslu á að fá yngri stjóra eins og Klopp, Guardiola eða Diego Simone!
Keane says
Booooo!
Bjarni says
Góð samantekt hjá þér en ég á erfitt með að hrósa sérstaklega vörninni (V S L Y) þegar 9 manns eru fastir fyrir framan markið og Sevilla fengu ansi marga sénsa einn á einn en klúðruðu sökum gæðaleysis. Ef Hazard, Salah fá svona sénsa í næstu leikjum verður ekki sökum að spyrja. Degea á alltaf að vera valinn maður leiksins þegar hann heldur markinu hreinu og ver 5+ tilraunir þar af þrjú dauðafæri. En hrós fær samt liðið fyrir að hlýða fyrirskipunum eins og sannir hermenn, meira að segja litli Chile maðurinn sem sést ávallt reyna reka menn framar. En hann áttar sig fljótt á því að þú færir ekki fjallið, það kemur til þín. Að lokum eftir enn eina ergilegu kvöldstundina spái ég að næstu leikir verði sigur, tap og jafntefli en ekki endilega í þessari röð.
GGMU
Ingo Magg says
Alveg sammála „The Man“.. Þetta er orðið gjörsamlega óþolandi þessi spilamennska hjá liðinu undir stjórn Móra. Það sem fer mest undir skinnið á mér er að Klopp og hans menn eru spila miðað við mína menn MIKLU skemmtilegri fótbolta. Það eina það sem Manjú er að gera í dag er að fá ekki á sig mark. Það er orðið óbærilegt að horfa upp á þetta trek í trek, ekki nóg með það vera blæðandi magasár þegar þeir eru að spila þá er maður einnig að deyja úr leiðindum!!
Já það er sko óheppni að hafa ekki ná í Klopp á sínum djöfullinn hafði það!!!
Rg says
0-0,eitt skot á mark Sevilla í rúmar 90 mín, og De Gea maður leiksins. Var ég ekki örugglega að horfa á eitt stærsta og ríkasta félag heims?
Móri er ekki aðeins sínu félagi til skammar, hann er knattspyrnunni til skammar.
Audunn says
Mourinho, Mourinho, Mourinho, Mourinho!!! hvað er að frétta? Er hægt að bjóða stuðningsmönnum sem elta liðið út um allan heim upp á þetta helvíti leik eftir leik eftir leik?
Þetta er bara ekki hægt þessi fótbolti lengur, stjórn United fer nú að fara að opna augun fyrir þessu og losa okkur við þetta trúð.
Það er ekki bara að Mourinho lætur United spila leiðinlegasta fótbolta í Evróðu, eða heiminum.
Það er líka eitthvað mikið að andanum í hópnum, það skín svo úr andlitum leikmanna að þeir nenna þessari taktík ekki að það hálfa væri nóg.
Pogba, okkar dýrasti og besti leikmaður virðist vera búinn að fá nóg af Móra og með þessu áframhaldi fer hann fram á sölu í sumar. Fleiri munu fylgja í kjölfarið.
Þessi ömurlegi fótbolti er hvorki stuðningsmönnum né leikmönnum bjóðandi. Móri verður að fara í sumar. Það er ekkert pláss fyrir svona glórulausan fótbolta lengur.
United er og á að vera stórlið en ekki smálið sem pakkar í vörn leik eftir leik til að ná jafntefli.
Georg says
De Gea maður leiksins skuldlaust.
Sem fær mann til að spá í hvert liðið sé komið þegar markmaður okkar á flest MotM leikmanna liðsins..
Ætla ekki að grenja yfir Klopp eða Guardiola en spil Bournemouth minnir mig rosalega á ManU undir Fergie og Eddie Howe gæti verið spennandi ef hann koðnaði ekki niður eins og Moyes þaes…
Karl Garðars says
Hlýtur að vera eitthvað lítið um að vera á kop.is þessa dagana.
Við erum ennþá í 2. sæti og inni í FA og CL. Þangað til það breytist þá ætla ég að anda með nefinu. Vissulega hefur verið skelfilega leiðinlegt að horfa á liðið síðustu vikur og mánuði en ef það skilar árangri í lok leiktíðar þá sætti ég mig við það.
Ég efast ekki um að sannir Liverpool aðdáendur (lausir við alla veruleikafirringu) myndu frekar velja dollur með leiðinlegum bolta í stað skemmtilegs sóknarbolta með einstaka flenniskitum og engum bikurum.
Klopp í stað Mourinho?? Eru menn tognaðir á heila? Púðlurnar skæla margir hverjir kloppout um leið og illa gengur.
Horfið á liðið sem byrjaði þennan leik og segið mér að uppleggið hjá Mourinho hafi klikkað. Það voru greinilega skýr markmið um að hvíla einhverja menn, gefa öðrum tíma og fá ekki á sig mark. Það tókst og það voru jákvæðir punktar sbr. McTominay.
Sýnum þolinmæði þar til staðan er í alvöru orðin slæm.
Rauðhaus says
Sá langbesti í heiminum
https://twitter.com/OptaJoe/status/966689240187834369
Helgi P says
ég vel allan daginn klopp í staðinn fyrir móra ég er kominn með uppí kok af þessari spila mensku til hvers var verið að kaupa Alexis ef hann ætlar að spila svona ef við værum ekki með De Gea til að redda málunum þá væri þetta lið í svona 7 til 8 sæti
Óli says
Mourinho er bara pínu búinn að missa „mójóið“ síðan hann kom frá Portúgal og bjó til lið hjá Chelsea sem samkvæmt einhverri tölfræði var leiðinlegt en var í rauninni frábært – óþolandi gott lið. Mér finnst eins og pressan á að lúta aldrei í lægra haldi sé búin að heltaka hann. Þegar hann kom til félagsins hefði auðvitað átt að búa til 2-3 ára plan og leggja grunninn að góðu liði. Svipað og Pep er að gera hjá City (Pep tók reyndar við mun betra búi en Mourinho). Félagið virðist vera tilbúið að eyða út í hið óendanlega, en manni finnst ekki vera nein sérstök stefna í gangi. Til dæmis skil ég ekki alveg þessi kaup á Alexis.
Cantona no 7 says
Helgi P hvað er Herr Klopp búinn að vinna marga titla fyrir Liverhampton ?
Hvað er Mourinho búinn að vinna marga titla fyrir okkur ?
Við skulum gefa Móra tíma t.þ.a. byggja upp nýtt lið.
Ég held að Herr Klopp endist ekki lengi hjá L´hampton .
Ég vona að Móri endist hjá okkur og komi okkur aftur á þann stall sem Man. Utd. á vera á.
G G M U
Helgi P says
þú getur láttið þig dreyma um það og í dag heild ég að það séu meiri líkur á að klopp skili titlum í hús heldur en Móri að vera búinn að eyða öllum þessum peningum í nýja leikmenn og bjóða manni uppá svona ógeðslega leiðinnlegan fotbolta viku eftir viku
Helgi P says
og hvað viltu gera við Móra ef allt fer nú á versta veg 0g við lendum nú í 5 sæti viltu þá en hafa hann sem stjóra
Rauðhaus says
Þetta Klopp tal hér er náttúrulega augljóslega frá púlurum komið. Maðurinn hefur ekkert sérstakt record ef rýnt er í það og fáir titlar að baki. Ég er einn af þeim sem vildi ekki José á sínum tíma en að sama skapi vildi ég Klopp ekki heldur. Ég er enn á sömu skoðun. José getur amk bent á titlana sína og það verður aldrei af honum tekið að hann skilar þeim reglulega. Það eru hins vegar aðrar ástæður fyrir því að ég tel José ekki rétta manninn fyrir okkur.
Cantona no 7 says
Helgi P Móri verður áfram og ath. að hann tók tvo titla á sínu fyrsta tímabili sem stjóri
hjá okkur og það hefur enginn stjóri gert á sínu fyrsta ári áður .
Sir Alex náði því ekki einu sinni .
G G M U
Helgi P says
já verði þér þá að góðu ef þú vilt sæta þig við þessi skíta spila mensku frá A til Ö ég nenni því ekki og ég veit að það eru margir eru sammála því þetta er bara ekki sami Móri og var fyrir nokkrum árum ég mann ekki eftir einum skemmtilegum leik undir stjórn móra
Karl Garðars says
Mér finnst margir hverjir stuðningsmenn í dramakasti vera búnir að drulla ansi óverðskuldað yfir Mourinho. Ég skil púlararæflana vel, því þeir óska einskis heitar en þess að við höldum áfram í stjóraskiptahörmungum og skríðum um á sama plani og þetta fyrrum “stórveldi” sem hefur ekki getað blautan skít í hartnær 30 ár fyrir utan að detta í lukkupottinn á móti AC milan fyrir að verða 13 árum. En það er nú gott að þeir geti spilað skemmtilegan bolta á köflum því það hefur sko heldur betur skilað þeim……tja…… litlu sem engu!
Síðan koma málefnaleg comment eins og m.a. hjá Óla og Rauðhaus hér fyrir ofan sem mér finnst valid því enginn er hafinn yfir gagnrýni.
Af næstu 4 leikjum verða 3 algjörir meik or breik leikir fyrir tímabilið, liðið og þjálfarann. Af þessum þremur ætla ég að styðja við bakið á mínum mönnum á Old Trafford á móti púðlunum og Sevilla og vona að Mourinho launi stuðninginn með tveimur sigrum. #ekkertstressaður :)