Lið United var 4-3-3 eins og ég hafði spáð en þó með smá frávikum
Varamenn: J.Pereira, Bailly 81., Shaw, Carrick, Mata, Lingard 64. Rashford
Í liði Chelsea kom fátt á óvart nema að Danny Drinkwater lék í stað Cesc Fábregas
Chelsea byrjaði af miklum krafti og Morata átti skot í slá snemma leiks. Það kveikt samt smá í United og leikmenn United fóru að halda boltanum aðeins betur. Fyrsta kortérið voru þó Chelsea mðe boltann 61% af leiknum án þess að skapa neitt meira en þetta eina færi í upphafi.
Scott McTominay var eins og giskað hafði verið á, yfirfrakki á Eden Hazard, hlutverk sem Ander Herrera gengdi í sama leik í fyrra. Martial var meir og meir á vinstri kantinum og besta færi United kom á 28. mínútu þegar Martial kom upp og náði fyrirgjöfinni, á Sánchez inni í teig en Sánchez voru mislagðir fætur í að koma boltanum fyrir sig og endaði á lélegu skoti beint á Courtois. Þó þetta væri afspyrnuslakt hjá Sánchez var þetta þó amk fyrirgjöf sem tókst, en United hafði ekki tekist að koma boltanum fyrir almennilega þó að Valencia, Young og Martial hefðu allir gert misgáfulegar tilraunir.
United hafði legið mikið til baka og beitt skyndisóknum, fram yfir þetta en þegar United var farið sækja meira var það hraðaupphlaup Chelsea sem gaf þeim forystuna. Willian tók boltann rét utan eigin teigs, lék upp, gaf á Hazard sem stakk boltanum upp völlinn og þar var Willian á auðum sjó. hafði stungið sér mili McTominay og Young. Willian lék einn inn í teiginn og skoraði örugglega. Mjög slæmt hjá vörninni, sérstaklega McTominay sem reyndi að fara fyrir sendingu Hazard frekar en að fylgja Willian.
En það ótrúlega, fyrir sum okkar, gerðist, United náði að jafna. Lukaku vann skallaeinvígi utan teigs, Matic gaf á Sánchez, Sánchez á Martial inni í teig og hann á Lukaku sem lagði boltann fyrir sig og skoraði með laglegu vinstrifótarskoti í hornið.
Leikurinn var jafn það sem eftir lifði hálfleiks en Chelsea þó líklegri. Bæði lið komu fersk út úr hléinu, og United betri en í fyrri hálfleik. Það var þó of mikið af kjánalegum mistökum, Martial og Sánchez voru að missa boltann í aðstæðum sem þeir hefðu átt að vinna betur úr. Fyrsta alvöru færið var langskot Drinkwater, De Gea varði aðeins minna auðveldlega en hann hefði átt að gera, blindaður af sólinni, en varði engu að síður.
Martial hafði ekki verið sannfærandi í leiknum fyrir utan stoðsendinguna og hann var fyrstur útaf, Jesse Lingard kom inná á 64. mínútu. United var farið að sækja í sig veðrið og Lukaku átti frábæra klippspyrnu eftir sendingu Alexis en Courtois náði að ýta boltanum yfir.
United var enn að gera of mikið að mistökum í sókninni, of mikið af mistækum sendingum en voru samt betri. Og það var á 75. mínútu sem Jesse Lingard kom United yfir. Lukaku var úti hægra megin, gaf góða sendingu fyrir, Christiansen misreiknaði boltann og missti hann fram hjá sér þar sem Big Game Jesse var og skallaði laglega inn. 2-1 fyrir United.
Sólin var enn að hrjá De Gea, hann missti aukaspyrnu aðeins frá sér um miðjan seinni hálfleikinn og rétt eftir markið missti hann enn skot frá sér sem hann átti að halda en þó varð ekkert úr.
Giroud kom inná fyrir Moses og José brást við með að taka Sánchez útaf og setja Eric Billy inná. Þá kom Fábregas inná fyrir Drinkwater. Chelsea var þó ekki eitt um að sækja þrátt fyrir þessar skiptingar en Morata kom þó boltanum í markið en var dæmdur rangstæður, mjög tæp ákvörðun þar.
Chelsea reyndi að pressa síðustu mínúturnar en United fór með boltann upp að hornfána þegar hægt var. Chelsea fékk horn þegar fimm mínútur af fjórum voru búnar af viðbótartíma en vörnin tók það og kærkominn sigur var í höfn.
Eftir sigur Liverpool í gær og sigurmark Harry Kane á síðustu mínútu í leik Tottenham fyrr í dag var þessi leikur risa sex stiga leikur og það er frábært að hafa unnið. Þetta er fyrsti sigur United eftir að hafa lent unnið í laaaaaaaangan tíma, fyrsta mark Romelu Lukaku gegn topp-átta liði á leiktíðinni og kemur United aftur í annað sætið.
Fyrri hálfleikurinn var ekki sá besti, með einkenni sumra af verri frammistöðunum í vetur. En jöfnunarmarkið var sérdeildis skemmtilegt þar sem stutta spilið gekk loksins upp, og eiginlega í fyrsta skipti í langan tíma. Í seinni hálfleik var United sterkara liðið og átti sigurinn vel skilið.
Romelu Lukaku var maður leiksins, með stoðsendingu og mark en aðrir sterkir voru Pogba í seinni hálfleik og Chris Smalling sem er að vinna til baka svolítið af þeirri góðvild sem hann hefur tapað síðustu vikur. Nemanja Matic átti betri leik en lengi og áhyggjuefni að sjá hann haltra undir lokin, vonandi ekki meira en krampi. McTominay stóð sig gríðarvel í að halda Hazard niðri, enda fór Hazard útaf fyrir Pedro um miðjan seinni hálfleikinn. Síðan var frábært að sjá Jesse Lingard koma inná og sýna hvað hann getur, hann hefur ekki fengið of mörg tækifæri undanfarið.
Átta dagar í næsta leik, gegn Crystal Palace og síðan er það annar lykilleikur í baráttunni: Gegn Liverpool á Old Trafford.
Robbi Mich says
Nett stressaður fyrir þessum leik. Chelsea hefur haft góð tök á Man Utd undanfarin ár og með þessa brothættu vörn og miðju sem hefur séð bjartari tíma, þá er ég ekkert alltof vongóður. En sjáum hvað setur. Vonandi laumar „big game“ Lukaku loksins inn marki.
Bjarni says
Allir leikir sem eftir eru flokkast í mínum huga sem must win leikir. Það þýðir ekkert hálfkák og vonast eftir hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum. Leikmenn eiga að vita það innst inni að þetta er undir þeim komið hver niðurstaðan verður í vor. Vonandi verðum við á skotskónum annars……..
GGMU
Georg says
Jæja, getur einhver sagt mér hversu oft við höfum náð að koma aftur eftir að lenda undir á þessu tímabili?
Helgi P says
5 sætið er okkar ár
The man says
Man ekki eftir mörgum leikjum, satt best að segja 😒
Turninn Pallister says
Að sjálfsögðu verður það í dag ;)
Sævar says
3-1 united
Turninn Pallister says
Hver annar en minn maður Lingard?
Nennir einhver svo að henda derhúfu til De Gea, maðurinn er greinilega jafn blindur og moldvarpa í þessari sól allri!
Karl Garðars says
Gríðarlega sterkt!
Morata var ekki rangstæður en hverjum er ekki drullu sama!
Til hamingju!
Bjarni says
Jæja þetta hafðist, mikið var ég feginn að vita úrslitin fyrirfram og geta rennt leiknum í gegn. Þetta er vonandi sem koma skal, djöflast í gegnum hvern leik eins og hann sé sá síðasti, berjast fyrir hvern annan og láta kné fylgja kviði. Það má en út vil ég fá úr boltanum þetta hornfána flakk með boltann, er liðum til vansa. Annars fagna ég góðum sigri, ekkert sérstaklega fallegum en fokkit þurfim þessi stig og vona ég að þeir verði fleiri. Það breytir því ekki að væntanlegar breytingar á vörn liðsins í vor eru enn í fullu gildi að mínu mati.
GGMU
Runólfur Trausti says
Þetta var ekki fallegt, þetta var ekki öruggt og þetta var engan veginn sannfærandi en guð minn góður hvað þetta er jákvætt!
Vonandi að þessi leikur gefi mönnum sjálfstraust fyrir komandi leiki en ég tel þó einnig að 8 daga fríið sem leikmenn fá núna þangað til liðið mæti Palace skipti sköpum. Svo er bara að vinna Pullurnar þann 10. og Sevilla þremur dögum síðar.
Þó ég eigi ennþá eftir að sjá allan leikinn þá fannst mér McTominay koma vel frá honum þó svo að hann hafi auðvitað gert mistök. Hann lifir og lærir. Antonio Valencia í þessu marki hins vegar … úff. Mike Smalldini var eins og skepna í síðari hálfleik sérstaklega þegar hann var að slökkva út um allan völl. Svo má ekki gleyma ROMELU LUKAKU. Það var kominn tími til drengur!
Frábær sigur á frábærum tíma og mikil ósköp held ég að Mourinho hafi fundist gaman að senda Chelsea niður í Evrópudeildarsæti.
Audunn says
Virkilega mikilvægur sigur, spilamennskan eins og áður frekar léleg en gífurlega mikilvæg stig.
Sammála því að McTominay hafi átt góðan leik fyrir utan þessi mistök að hætta að elta Willian í markinu, annars góður.
Búin að vera umræða um það að vörn Man.Utd sé vandamál liðsins og hún sé algjört forgangs verkefni í sumar. Hef séð menn skrifa um þetta m.a á þessari síðu.
Ég spyr hvernig má það vera? hvað er það sem bendir til þess að vörnin sé vandamál nr eitt???
United eru búnir að fá á sig fæst mörk í deildinni, það er staðreynd.
Liðið er búið að fá á sig þrjú mörk í meistaradeildinni, fékk fæst á sig í sínum riðli.
Þannig að ég skil ekki þau rök að vörnin sé vandamál nr eitt. Jú auðvita er De Gea búinn að bjarga okkur oft en til þess er hann þarna, hann fær borgað fyrir að grípa inn í þegar þess þarf.
Að mínu mati er miðjan alltaf forgangsmál og vandamál nr eitt.
En ég veit bara ekki hvort kaup á einum eða tveimur góðum miðjumönnum breyti því eitthvað með núverandi stjóra þar sem miðjumenn liðsins eru 60% í varnarhlutverki leik eftir leik.
Sóknarleikur liðsins er vandamál, liðið er gjörsamlega stein gelt sóknarlega, hann er og hægur, of passívur og hugmyndarsnauður.
Og ein af ástæðum þess að sóknarleikur liðsins er svona lélegur er sá að liðið heldur boltanum mjög ílla.
United er búið að skora 26 mörkum færra en City og 12 mörkum minna en Liverpool.
Þarna liggur munurinn fyrst og fremst, í sókn og miðju en ekki vörninni.
Halldór Marteins says
Við í ritstjórn Rauðu djöflanna höfum sannarlega talað fyrir því að það þurfi að bæta miðjuna hjá liðinu vel í sumar, það er engin spurning um það.
En að sama skapi er líka ljóst að það þarf að auka gæðin í varnarlínunni. Það að liðið sé búið að fá á sig fæst mörk í deildinni breytir því ekki.
David de Gea er með langbestu tölfræðina í deildinni þegar kemur að mörkum fengin á sig á móti xG mörkum, þ.e. hversu mörg mörk liðið væri líklegt til að hafa fengið á sig miðað við gæði færa sem andstæðingurinn hefur fengið. De Gea er þar búinn að verja sem svarar 13 mörk sem andstæðingurinn hefði skorað á meðalmarkmann. Nú vill svo til að De Gea er ekki meðalmarkmaður, hann er sá besti í heimi. Og hann hefur verið að redda vörninni ítrekað í vetur.
Auk þess sem benda má á að hlutverk varnarlínu er ekki bara að verjast, það er líka að taka þátt í sóknaruppbyggingum. Og það er ekki heldur vænlegt til árangurs að þurfa þá að stóla hvað mest á miðverði eins og Chris Smalling, sem er engan veginn nógu góður og traustur á boltann til að geta tekið þátt í sóknaruppbyggingu (t.d. gegn liðum sem liggja aftarlega). Smalling má þó eiga það að hann er góður í ýmsu öðru. Þá eru bakverðirnir ekki það öflugir í að styðja við sóknina heldur, t.d. með því að koma með öflugar fyrirgjafir. Það myndi bæta gríðarlega miklu við sóknarleikinn ef það væri hægt að nýta plássið sem skapast á köntunum til að koma reglulega með hættlegar fyrirgjafir.
Þess vegna tölum við um vörnina. Að bæta til dæmis við einum heimsklassa miðverði og einum bakverði sem getur komið með reglulega, hættulega krossa, myndi gera mjög mikið fyrir þetta lið.
Og að auki þarf að bæta við allavega einum mjög góðum miðjumanni líka. Jafnvel fleiri ef mikilvægir leikmenn eins og Fellaini fara frá liðinu í sumar.
Audunn says
United hefur átt bestu eða með bestu markmenn í heimi í marga áratugi þannig að þetta með De Gea er ekkert nýtt fyrir þennan klúbb.
Menn túlka alltaf tölfræði eins og þeim hentar best hverju sinni, það er engin undantekning á því hér né annarsstaðar.
United eru með eina bestu sóknar bakverðina í deildinni enda báðir kanntmenn að upplagi og þekkja þá stöðu út og inn.
En eins og ég hef bent á áður þá er greinilegt í mörgum leikjum að þeim er ekki ætlað að taka þátt í sóknraleik liðsins, það er engin tilviljun að þeir stoppa báðir á ákveðnum punctum og fara ekki framar.
Þetta eru klárlega skipanir frá stjóranum, þetta er mjög augljóst og maður hefur tekið eftir þessu mörgum sinnum.
Þannig að ég er ekki sammála því að vandamálið sé að þeir eru ekki nægilega góðir sóknarmenn heldur er taktík liðsins vandamál þegar að þeim kemur sem ofl .
Sammála því að það sé alltaf gott að vera með miðverði sem kunna eitthvað annað og meira en bara að dúndra boltanum upp í loftið og vona það besta.
En aftur komum við að taktík liðsins, mönnum er ekki uppálagt að spila boltanum úr vörninni, það þarf engan sérfræðing til að sjá það.
Smalling gerir bara nákvæmlega það sem honum er sagt að gera, finna stóru mennina og þeir eiga að taka boltann niður. Þetta er bara svipað og bæði Everton og United spiluðu undir stjórn Moyes.
Öll þessi atriði snúast um taktík sem og koma mönnum uppá lagið með að spila efti rhenni, við sjáum hvernig City liðið er miklu öruggara á sínu spili núna en það var fyrir 12 mán síðan.
Það er engin tilviljun, menn eru búnir að hammra á og æfa ákveðna taktík dag eftir dag eftir dag með þessum árangri.
Á meðan United virðist ekki æfa sóknarleik öðruvísi en langa bolta og vona það besta. Sóknartölfræði liðsins segir manni á svörtu og hvítu að sóknarleikurinn er ílla skipulagður og mjög tilviljunarkenndur.
Halldór Marteins says
United er nú samt sem áður með þriðju bestu sóknina í deildinni. Jafngóða og Tottenham, ef við tökum bara skoruð mörk inn í þetta. Svo þetta er ekki algalið. En auðvitað má alltaf bæta þessa hluti.
Er síðan ekki sammála þér með að United sé með einhverja bestu sóknarbakverði deildarinnar. Það eru möguleikar í Shaw, hann er mjög spennandi fram á við en af einhverjum ástæðum er hann ekki enn farinn að fá traust fram yfir Ashley Young, sérstaklega í stórum leikjum.
Valencia á svo til að eiga góða leiki og jafnvel að sjá um hægri vænginn algjörlega einn. En það eru samt enn stórir gallar í hans leik (fyrir utan að hann er að verða gamall og getur ekki endalaust séð um allan vænginn einn). Hann er heilt yfir ekki með góðar fyrirgjafir, alltof margar stoppa á fyrsta varnarmanni. Auk þess sem það sést of oft að hann er ekki með varnarlínustaðsetningar á hreinu, á það til að spila menn gapandi réttstæða, markið sem Willian skoraði í gær er nýjasta dæmið.
Ég myndi telja að liðið þyrfti að bæta við sig traustum, hægri bakverði. Sem er solid í að verjast og býður upp á meira fram á við. Það myndi gera mikið fyrir liðið, bæði í sókn og vörn.
Auðvitað hefur United oft verið með bestu markmennina. En þeir hafa ekki oft þurft að bjarga liðinu svona oft. Það að liðið sé að fá svona mikið af skotum á sig er ekki dæmi um mjög solid vörn, jafnvel þótt liðið hafi þurft að spila varkáran bolta til að bæta upp fyrir óörugga vörn.
Björn Friðgeir says
Ég var að einmitt að hugsa það yfir leiknum í gær að ég hefði ekki trúað því að Young og Valencia hefðu einhvern tímann verið kantmenn, þeir virkuðu alveg týndir þegar þeir komu upp völlinn. Og það er ekki bara útaf einhverju uppleggi stjórans.
Nýja bakverði og einn reyndan miðvörð á minn disk takk.
Cantona no 7 says
Góður sigur á Chel$ki sem oftar en ekki reynast okkur erfiðir.
Það má endurnýja alla vörnina hjá okkur fyrir utan Bailly.
Það verður líka að ná í tvo klassa miðvallarleikmenn t.d. Kroos,
G G M U