Klukkan 19:45 annað kvöld kemur Brighton & Hove Albion í heimsókn á Old Trafford í því sem er líklega mikilvægasti leikur okkar manna á tímabilinu miðað við hvernig það hefur þróast en eins og staðan er í dag er FA-bikarinn eini raunhæfi möguleiki Manchester United á titli.
Eftir tvær hörmulegar frammistöður gegn Sevilla er ljóst að United kemst ekki lengra í Meistaradeild Evrópu en Sevilla var einmitt dregið gegn Bayern Munich í 8-liða úrslitum keppninnar nú rétt í þessu. Okkar menn fá hins vegar tækifæri til að sýna úr hverju þeir eru gerðir gegn Brighton annað kvöld en ritstjórn mun fara betur yfir stöðuna á liðinu eftir að hún sér hvernig þeir bregðast við eftir tapið í Meistaradeildinni. Leikmenn liðsins hafa beðist afsökunar á samfélagsmiðlum og annað kvöld fá þeir tækifæri til þess að gera það á vellinum.
We ask the fans for forgiveness following our exit. Last night was terrible and we must all reflect and take note so it doesn’t happen again. It’s painful, but we have to get right back up, dust ourselves off, and look ahead. pic.twitter.com/knViVhAmcw
— Eric Bailly (@ericbailly24) March 14, 2018
Angry. Sad. Hurt. Disappointed. Alot of emotions, But knowing how good the bond is between the club, fans and players shows me that we can stick together through the ups and downs and that we can bounce back.
— Jesse Lingard (@JesseLingard) March 14, 2018
Fell short last night, hard result to take! We have to bounce back on Saturday 🔴 #MUFC pic.twitter.com/ziyVWNjsl5
— Marcus Rashford (@MarcusRashford) March 14, 2018
Brighton & Hove Albion
Segja má að Brighton sem knattspyrnulið sé nákvæmlega eins og Chris Hughton stjóri þess. Þeir sigla nokkuð þægilega undir radarnum en eru töluvert betri en flestir vilja viðurkenna. Liðið situr í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 34 stig þegar 30 leikir eru búnir og eru svo gott sem búnir að tryggja sæti sitt fyrir næstu leiktíð.
Liðið er sett saman af mjög fínum en samt sem áður frekar ódýrum leikmönnum og má segja að Hughton sé að ná því allra besta út úr liðinu í ár. Til að mynda er hinn 34 ára gamli framherji Glenn Murray kominn með 11 mörk í deildinni. Þá fékk liðið Pascal Gross frá Ingolstadt fyrir tímabilið og hefur hann skorað fimm mörk og lagt upp átta en alls hefur hann skapað 64 færi fyrir samherja sína í vetur. Þeir tveir verða eflaust á sínum stað í byrjunarliði Brighton sem spilar nokkuð hefðbundið 4-4-1-1 leikkerfi.
Liðið tapaði síðasta leik sínum 2-0 gegn Everton þar sem vængmaðurinn Anthony Knockaert fékk rautt spjald og verður því í banni á morgun. Þar áður höfðu þeir unnið frábæra sigra gegn Arsenal, 2-1 eftir að hafa komist 2-0 yfir, og svo 4-1 gegn Swansea City sem hafa átt góðu gengi að fagna undanfarið. Í bikarnum hafa þeir svo slegið út; Coventry City (3-1), Middlesbrough (1-0) og Crystal Palace (2-1).
Brighton hefur mætt Manchester United fjórum sinnum í enska bikarnum og alltaf hefur United farið með sigur af hólmi. Það er þó komið töluvert síðan að liðin mættust síðast en við reiknum þó með því að úrslitin verði þau sömu.
Okkar menn
Það þarf nú ekki að eyða mörgum orðum í okkar lið þar sem það er til umræðu meira og minna alla daga, sama hvort leikir vinnast eða tapast. Það er ljóst að eftir leik vikunnar þurfa leikmenn að stíga upp og sýna stuðningsmönnum að þeim sé hreinlega ekki sama. Að sama skapi þarf José Mourinho að gefa mönnum ákveðið sóknarleyfi og mig grunar að hann geri það í þessum leik. Ég býst við sóknarsinnuðu liði og vona að stuðningsmenn á Old Trafford styðji við bakið á þeim leikmönnum en stemmningin í leiknum gegn Sevilla var til skammar.
José Mourinho fór mikinn á blaðamannafundi fyrir leikinn og hélt stutta 12 mínútna ræðu varðandi gengi liðsins á undanförnum árum – þá sérstaklega í Evrópu.
Jose walks into his press conference, smiles and says “hello, I’m alive. I’m here.”
— Paul Hirst (@hirstclass) March 16, 2018
Jose Mourinho launches strong defence of United’s Champions League exit to Sevilla. Read off a list of stats from a notebook and speech lasted more than 12 minutes https://t.co/3n5cafPcy5
— Rob Dawson (@RobDawsonESPN) March 16, 2018
En að leiknum
Leið okkar í 8-liða úrslit FA bikarsins hefur ekki beint verið sú erfiðasta en liðið hefur lagt Derby County, Yeovil Town og Huddersfield Town. Það tók liðið langan tíma að brjóta varnarmúr Derby niður en á endanum vann liðið 2-0 sigur þökk sé mörkum Jesse Lingard og Romelu Lukaku. Þeir félagar voru svo aftur á ferðinni í 4-0 sigrinum gegn Yeovil en Marcus Rashford og Ander Herrera voru einnig meðal markaskorara í þeim leik. Gegn Huddersfield skoraði svo Lukaku bæði mörk liðsins í 2-0 sigri og má því fastlega reikna með honum í byrjunarliðinu á morgun.
Leikur morgundagsins er ekki fyrsti leikur Brighton á Old Trafford í vetur en liðið tapaði 1-0 fyrir okkar mönnum í einstaklega bragðdaufum leik þökk sé marki Ashley Young sem er þó skráð sem sjálfsmark. Ég býst við meiru af liðinu á morgun og verð að viðurkenna að ég reikna ekki með Ashley Young í byrjunarliðinu, sömu sögu má segja um nokkra leikmenn sem byrjuðu leikinn á þriðjudag. Sergio Romero hefur spilað alla FA leikina hingað til án þess að fá á sig mark og heldur því áfram. Þá reikna ég með því að Luke Shaw komi inn í byrjunarliðið á kostnað Ashley Young og að Alexis Sanchez verði á bekknum.
Ég spái 3-0 sigri okkar manna og reikna með að Lukaku skori nú allavega eitt. Byrjunarliðið verður vonandi eftirfarandi:
Karl Garðars says
Takk fyrir góða upphitun, nú er að duga eða drepast!
Vil hvetja fólk til að lesa þessa grein, hún er að mínum dómi spot on.
http://therepublikofmancunia.com/the-sir-alex-ferguson-myth/
Cosak says
Svo true tessi grein. Hversu oft var park valinn fram yfir einhvern betri i storum leik. Held ad addaendur gleymi tvi oft ad vid erum ekki alltaf besta lid i heimi. Lika tad ad tu tarft ekki ad vera besta lid i heimi til ad vinna. Eins og mori hefu sagt ta er hann ad vinna eftir plani. Hann er ad reyna ad gera lidid betra. Tad er svo langt fra tvi ad vera audvelt ad taka vid lidi og aetlast til ad vinna. Flestir sja tad ad tad vantar toluvert upp a ad vid getum keppt vid bestu lidin i heimi. En erum engu sidur neast besta lidid a englandi. Ef mori faer ad halda afram ta hef eg tru a tvi ad soknar tungin aukist.hann er ad spila eftir tvi kerfi sem hann telur vera best fyrir lidid eins og tad er samsett nuna. Er sammala tessari grein i tvi hvad er alltaf verid ad haepa upp soknar leik fergi sem var nu ekki alltaf svo mikill. Hvad hefur arsenal lika graett mikid a tvi ad spila skemmtilega fotbolta? Eg tala bara fyrir mig, en eg vill frekar vinna enspila skemmtilega og med tvi ad vinna tel eg ad fotboltinn verdi betri og skemmtilegri. Hef tru a okkar monnum i dag 3 -0 sigur.