Eftir tapið gegn Sevilla í vikunni þá fengu leikmenn United kjörið tækifæri til að vinna stuðningsmenn liðsins aftur á sitt band þegar liðið mætti Brighton í 8-liða úrslitum FA bikarsins á Old Trafford í kvöld.
Leikurinn
Það var ljóst strax frá fyrstu mínútu að stuðningsmenn liðsins voru tilbúnir í slaginn en það var töluvert betri stemmning á Old Trafford í upphafi leiks heldur en gegn Sevilla í vikunni. Leikurinn var hins vegar frekar rólegur í byrjun og þeir sem höfðu reiknað með að United myndi keyra yfir Brighton í upphafi hafa eflaust orðið fyrir vonbrigðum. Það kom á óvart að Glenn Murray, markahæsti leikmaður Brighton, byrjaði leikinn á bekknum en það var snemma ljóst að leikmenn Brighton yrðu sáttir ef leikurinn færi í vítaspyrnukeppni.
United gekk illa að skapa sér færi í upphafi leiks en það var nánast jólalegt um að litast á Old Trafford í kvöld. Hvít slikja af snjó yfir vellinum og einstaka snjókorn að falla til jarðar. Það var hins vegar lítið jólalegt við spilamennsku heimamanna framan af leik en þeim gekk illa að finna glufur á þéttri vörn gestanna.
Eftir rúmlega 20 mínútna leik lifnaði yfir leiknum en það var eins og leikmenn Brighton finndu lykt af blóði og fóru þeir að ógna marki United eftir að hafa legið í skotgröfunum fyrstu mínútur leiksins.
Það var loks eftir hálftíma leik sem United átti almennilega sókn en Juan Mata og Anthony Martial áttu 2-3 þríhyrninga upp við teig Brighton sem endaði með því að Mata átti skot sem varnarmaður Brighton henti sér fyrir og niðurstaðan varð hornspyrna. Upp úr hornspyrnunni, sem Mata tók, þá hrökk knötturinn til Chris Smalling sem átti gott skot með vinstri fæti en Tim Krul varði vel í marki Brighton – dómari leiksins dæmdi hins vegar markspyrnu. Örskömmu síðar hefðu Brighton hins vegar geta tekið forystuna en þeir fengu hornspyrnu sem fór beint á kollinn á Lewis Dunk sem skallaði að marki en Sergio Romero varði vel.
Á 36. mínútu braut United ísinn. Luke Shaw átti góðan sprett upp vinstri vænginn, hann lagði knöttinn svo til baka á Nemanja Matic sem plantaði knettinum fullkomlega á pönnuna á Romelu Lukaku sem var fullkomlega staðsettur á fjærstönginni. Staðan orðin 1-0 og Lukaku nú búinn að skora í öllum leikjum United í FA-bikarnum í ár. Jafnframt var
þetta sjöunda markið hans í síðustu 10 leikjum (ásamt tveimur stoðsendingum). Fátt markvert gerðist eftir markið í fyrri hálfleik og staðan 1-0 þegar flautað var til hálfleiks.
Ashley Young kom inn fyrir Luke Shaw í hálfleik en óvíst er hvort Shaw hafi meiðst eða hvort José Mourinho hafi einfaldlega verið ósáttur með frammistöðu hans í kvöld.
Það er ljóst að Kevin Palmer, blaðamaður Sunday World, telur að Mourinho sé einfaldlega að reyna kenna Shaw lexíu.
Luke Shaw off at half-time. We all get that Jose Mourinho doesn't trust/rate him, but his prolonged public humiliation of the guy pretty pathetic. Just sell him if you don't like him 🤔 #MUFC #MUNBRI
— Kevin Palmer 💙 (@RealKevinPalmer) March 17, 2018
Brighton mættu út í síðari hálfleik til að spila og settu þeir mikla pressu á United á fyrstu mínútunum. Það var ljóst að þeir ætluðu ekki að sitja í skotgröfunum fram á 80. mínútu og reyna þá að stela jöfnunarmarki. Gestirnir voru með öll völd á vellinum og eftir 10 mínútur var Romero tvisvar búinn að verja vel. Á þessum tíma lá jöfnunarmark gestanna hreinlega í loftinu og virtust leikmenn ekki hafa vilja eða þol í að gera eitthvað í málunum. Ef ekki hefði verið yfir tæklingar á ögurstundu frá Matic, Bailly og Smalling þá hefðu Brighton eflaust jafnað leikinn.
Á 72. mínútu gerði Mourinho aðra skiptingu sína í leiknum en þá kom Marcus Rashford inn á fyrir Juan Mata en þetta er í 24 skiptið sem Mata er tekinn útaf í þeim 29 leikjum sem hann byrjar fyrir United í vetur. Þegar 82 mínútur voru komnar á klukkuna þá höfðu leikmenn United ekki átt skot að marki í síðari hálfleik og því taldi undirritaður að
hann gæti stokkið á klósettið án þess að missa af miklu. Að sjálfsögðu skoruðu United sitt annað mark í leiknum en það gerði Nemanja Matic með frábærum skalla eftir sendingu Ashley Young. Aftur var það fjærstöngin sem skilaði marki.
Á 88. mínútu gerði Mourinho svo sína síðustu skiptingu en Marouane Fellaini kom inn á fyrir Jesse Lingard. Eftir það fjaraði leikurinn út og United þar með komið áfram í undanúrslit FA bikarsins þar sem Tottenham Hotspur bíða ásamt Chelsea eða Leicester og Wigan eða Southampton.
Maður leiksins er að sjálfsögðu Nemanja Matic eftir mark og stoðsendingu. Sergio Romero kemur þar á eftir en hann á enn eftir að fá á sig mark í FA bikarnum á leiktíðinni.
Good lord that was cold. Didn’t think it was possible to hate Juan Mata but when he was trotting off agonisingly slowly and ref acknowledged he was going to add the time on I got pretty damn close
— Nick (@ManUnitedYouth) March 17, 2018
Punktar eftir leik
Skortur á náttúrulegri breidd hamlar United oft sóknarlega þar sem lið pakka bara í teig því þau vita að allir vængmenn United leita inn á við. Verður
enn einhæfara þegar Ashley Young er í vinstri bakverði því hann fer sjaldan upp að endalínu. Finnst þetta há United þessa dagana en lið vita að ef þau fylla teiginn af mönnum þá á United erfitt með að brjóta þau niður þar sem þeir leita alltaf inn á við. Svo verður að viðurkennast að þegar United gefur fyrir þá eru fyrirgjafirnar frekar mikið prump. Hornspyrnur United í kvöld gott dæmi um það.
Það er ennþá þessi tilfinning að United geti fengið mark á sig hvenær sem er. Maður fann þetta sérstaklega hjá Louis Van Gaal þegar liðið var með knöttinn ca. 70% af leikjum sínum en svo fengu mótherjarnir eitt færi og skoruðu. Sú tilfinning er ekki farin þó svo að tölfræði United segi annað í vetur.
Sama hvað menn vilja segja um Romelu Lukaku og feril hans hjá United hingað til þá verður að segjast að drengurinn er að spila frábærlega þessa dagana. Hann er ekki fullkominn en hann er eina stöðuga ógn United sóknarlega. Aðrir leikmenn virðast taka rispur hér og þar og svo einfaldlega hverfa en Jesse Lingard er engan veginn að finna sig eins og hann gerði í desember.
Það er erfitt að segja hvort blaðamannafundur Mourinho í gær hafi haft tilætluð áhrif á leikmenn í dag en maður bjóst við aðeins meiri eldmóð og greddu í liðinu eftir tapið gegn Sevilla. Þá sérstaklega hjá sóknarmönnum liðsins en flestir þeirra voru hálf bitlausir í dag.
Eftir nokkrar slakar frammistöður þar sem Mourinho sagði meðal annars að hann væri að spila meiddur þá hefur Nemanja Matic verið mjög góður undanfarið. Sérstaklega í ljósi þess að hann spilar ALLA leiki.
Bjarni says
Pökkum þeim saman og klárum leikinn í fyrri hálfleik.
GGMU
Bjarni says
Glæsilegt mark, góð sókn. Bætum við. Menn tala um að Tomminay gæti orðið framtíðar miðvörður. Er ekki frá því miðað við það sem ég hef séð af fyrri hálfleik. Hann hefur gott tak á boltanum og gæti spilað honum út úr vörninni.
Karl Garðars says
Hérna….. hvað á Lingard að vera að gera inni á vellinum? Andlega fjarverandi??
Við þurfum Sanchez og Fellaini inn fyrir hann og McT
Rauðhaus says
Fínt mark en að öðru leyti ekkert spes fyrri hálfleikur. Sá seinni hins vegar þvílíkur horbjóður hingað til.
Helgi P says
en djöfull er orðið leiðinnlegt að horfa á þetta lið spila fótbolta leik eftir leik
Karl Garðars says
Hvorki fallegt né skemmtilegt en èg tek þessu sáttur. Það var ekki við miklu að búast í þessu veðri og okkar menn sigldu þessu heim í rólegheitunum án Alexis og Pogba.
Helgi P says
það er eins og leikmennirnir séu hættir að nenna spila fyrir móra
Runólfur Trausti says
Miðað við ummæli Mourinho eftir leik þá virðist sem margir leikmenn eigi það á hættu að fá hreinlega ekki að spila en hann lét menn gjörsamlega heyra það á blaðamannafundi eftir leik. Sagði leikmenn ekki fara eftir fyrirmælum, hanga of lengi á boltanum og fleira í þeim dúr.
Job Done og allt það en ef liðið fær Tottenham í undanúrslitum þá þarf 10x betri frammistöðu en þetta til að eiga möguleika.
Nú eru góðir 13 dagar í næsta leik og vonandi að menn komi ferskari og beittari í leikinn gegn Swansea.
Bjarni says
Stórleikur í undanúrslitum við Tottenham, gaman að því.
Karl Garðars says
Lads it’s Tottenham
Helgi P says
hann má nú alveg fara róa sig hann móri að drulla svona yfir leikmennina sína á þessum blaðamanna fundum þetta er ekki að fara hjálpa liðinu neitt
Karl Garðars says
Ég las líka einhvers staðar fyrirsögn að hann hafi sparkað í kött.. 😮
Helgi P says
ég horfði nú bara á þetta í fréttunum ég las þetti ekki einhverstaðar
Rauðhaus says
https://www.telegraph.co.uk/football/2018/03/18/man-utd-players-stunned-jose-mourinhos-bullying-luke-shaw/
https://twitter.com/utdreport/status/975418847493873665?s=19
Audunn says
Það verður nú bara að segja eins og er að Móri er kominn ansi langt með að grafa sína eigin gröf á Old Trafford. Með sama áframhaldi þá get ég ekki séð hann endast eitthvað þarna mikið áfram.
Hann fær kannski og þá bara kannski næsta tímabil, thats it.
Hvernig hann talar og hegðar sér er svo gjörsamlega fáránlegt að maður bara trúir því ekki að þessi maður gangi heill til skógar.
Hann talaði mikið um að leikmenn þyrftu að þroskast, hann ætti að taka það til sín fyrst. Ef einhver þarf að þroskast þá er það hann.
Og afhverju hann ræðst svo á Shaw er gjörsamlega bilað. Leikmaður sem hefur bara ekki fengið þau tækifæri sem hann á skilið til að koma sér í almennilegt leikform og sanna sig.
Ég held að Móri þurfi svo sannarlega að líta sér nær. Hann hefur gagnrýnt búinu sem hann tók við, liðið sé bara ekki nægilega gott og gefið í skyn að kaup félagsins hafi verið léleg.
Hann hefur bara ekkert gert betur sjálfur þrátt fyrir að hafa fengið ótrúlegar fjárhæðir frá klúbbnum.
Hann getur ekki kvartað undan því þótt hann geri það enda kvartar hann undan öllu.
Öll vandamál United eru nefnilega öllum öðrum að kenna en honum sjálfu að honum finnst.
En frá mínu sjónarhorni séð er vandamál United ekki síður Móra að kenna, og vill ég persónulega kenna honum alfarið um þann hræðilega fótbolta sem liðið spilar undir hans stjórn. United er kominn á versta stað í manna minnum þegar kemur að fótbolta og skemmtanargildi liðsins. Með þessu áframhaldi mun legacy liðsins fara niður á við og fólk hættir bara að nenna að horfa á liðið.
Ég hef sagt það áður að Móri er að vinna svaðalegt innanhús skemmdarverk með hátterni sínu.
Hann er líka að skemma klúbbinn útá við, lætur eins og helv fífl og þolir ekki gagnrýni þótt hún eigi svo sannarlega rétt á sér.
Ræðst alltaf á allt og alla með þeim afleiðingum að það mun enginn nenna að spila fyrir hann enda allir með í buxunum yfir því að það verði hraunað yfir þá opinberlega eftir leiki.
Ég hef leik liðsins bara ekki hafa skánað um 1% síðan hann tók við liðinu, held bara að United hafi aldrei í sögu liðsins spilað jafn ömurlegan fótbolta.
gummi says
það var skemmtilegra horfa liðið spila undir stjórn moyes heldur en þeir eru að gera í dag og þá er nú mikið sagt
Audunn says
Og svo maður haldi nú aðeins áfram með Móra og hans uppákomur.
Ég bara get varla trúað því að það sé einhver heilvita maður með Man.Utd hjarta þarna úti sem er sáttur með Móra, hvernig hann lætur liðið okkar spila, hvernig hann kemur fram við leikmenn liðsins sem og stuðningsmenn.
Á ég að trúa því að það sé virkilega einhver þarna úti sem virkilega vill að þessi maður haldi áfram með liðið okkar?
Ég man varla eftir neikvæðari anda og umtali í kringum liðið okkar eins og undanfarna daga.
Og sú umræða er að hann sé að leggja leikmenn í einelti, að engir heimsklassa sóknarmenn/miðjumenn nenni að spila fyrir hann er ekki beint uppbyggjandi umtal fyrir klúbbinn okkar.
Menn í fótboltaheiminum keppast um að gagnrýna Móra og liðið okkar, allt frá minni spámönnum yfir í landsliðsþjálfara stærstu og bestu landsliða í heiminum.
Þetta er bara ekki gott, það er ekkert jákvætt í gangi og þessir leikmenn sem hafa verið orðaðir við liðið undanfarið eru ekki beint spennandi kaup verð ég að segja.
Ég er alveg kominn á það að Móri verði að fara í sumar, hann er að ganga frá klúbbnum okkar og gerir íllt verra. Held að hann sé bara búinn að missa það alfarið og hans bestu tímar séu einfaldlega búnir.
Hann nær ekki að halda í við nútímann, hans hugmyndir og taktík eru úreldar. Það er ekkert nýtt undir sólinni hjá honum, liðið er alltaf að rembast við sömu leiðindar taktík og ef hún gengur ekki þá er það öllum öðrum að kenna nema stjóranum sjálfum að hans sögn.
http://www.bbc.com/sport/football/43464951
gummi says
Sammála Auðunn ég sé bara ekki hvernig hann á að halda áfram með þetta lið hann er að rústa klúppnum okkar
Hjöri says
Já ég held ég verði að vera sammála með það að Móri er að gera slæma hluti og eyðileggja móralinn í liðinu. Ég held að enginn stjóri hagi sér eins og hann hvað varðar suma leikmenn og á ég þar t.d. við Shaw hvernig hann kemur fram við hann og það á opinberum vettvangi, þetta á ekki að sjást hjá knattspyrnustjóra, heldur gerast fyrir luktum dyrum. Maður er farinn að hugsa hvort kallinn sé orðinn heilaskaddaður (ætli hann hafi dottið á höfuðið?) held það sé best fyrir félagið að hann yfirgefi það fyrr en síðar, áður en hann eyðileggur það alveg. Góðar stundir.
einarb says
Er ekki full snemmt að fara á MourinhoOut vagninn alveg strax. Ef viðbrögðin eru svona eftir 2-0 sigur og liðið búið að tryggja sig í undanúrslit á Wembley (þar að auki nýverið pakkað Liverpool saman) þá verður gaman að kíkja hingað eftir næsta tapleik.
CL voru vissulega hörmung en liðið reif sig upp og vann góðan sigur. Þetta var ákveðinn úrslitaleikur hjá Brighton og fólk sem bíst við auðveldum 5-0 sigri í svona leik hefur ekki horft á ensku bikarkeppnina áður. Ég er alveg sammála að Mourinho er alltof negatífur/passífur en liðið er að taka helvíti miklum framförum.
Ég hugsa að gúbbí fiskar hafi betra skammtímaminni en sumir hérna sem tala tala um að það hafi verið skemmtilegra að horfa á liðið spila undir stjórn Moyes og liðið „á versta stað í manna minnum“. Auðvitað viljum við hafa þetta öðruvísi en þetta er bara alls engin martröð. Ég get allavega talið eitthver 18 lið sem eru fyrir neðan okkur á töflunni í ensku úrsvalsdeildinni. Það virðist hins vegar ekki vera hægt að keppa við City þangað til olíupabbinn þeirra fær leið á leiknum og liðið fer aftur niður á sinn stað.
Ágætis upprifjun á úrslitunum Moyes.. sem greinilega spilaði blússandi sóknarleik í minningunni
https://en.wikipedia.org/wiki/2013%E2%80%9314_Manchester_United_F.C._season
Possession bolti LVG var líka hvílíkt yndi.
Lifið heil :)
Björn Friðgeir says
Sammála einarb!
Þau sem tala um að Mourinho sé að „eyðileggja klúbbinn“ eru svo gjörsamlega að stimpla sig út úr vitsmunalegri umræðu um kosti hans og galla að það er sorglegt.
Flugslys hefði getað eyðilagt klúbbinn.
Fall í aðra deild hefði getað eyðilagt klúbbinn.
Einn þjálfari sem skilar besta árangri síðan besti þjálfari allra tíma hætti… hann er ekki að eyðileggja klúbbinn.
Helgi P says
af hverju getum við ekki geft við city við erum að eyða rosalegum peningum í leikmenn og samt ggetum við spilað fótbolta eins og miðlungslið og hvað eru allir þessar erlendu sérfræðingar eru þeir þá bara að bulla þegar þeir segja það líka að Móri hafa nú neikvæð áhrif á marga leikmenn í þessu liði ef við værum ekki með superman í marki þá væru allir á móraOut vagninum við sem stuðningsmenn stæðsta fótbolta klúpp í heiminum hljótum að meiga gera gröfu um betri spilamensku gegn slakari liðum i deildinni en þetta og hvað gerist hjá móra á næsta ári þegar sagan segir manni það það fari allt í bál og brand hjá þessum móra
Björn Friðgeir says
Við erum í 2. sæti í deildinni.
Helgi P says
og hver eru við í meistardeildinni nei við skít töpuðum á móti drullu lélegu Sevilla liði þar sem elsku móri ykkar ákvað að það væi betra að pakka í vörn. þetta er bara ekkert lið sem hann er að búa til hjá united þetta eru bara fullt af stjórnum sem nenna ekki spila fyrir stjóran og hans leikgerfi
Björn Friðgeir says
Og hvað svo þegar búið er að reka hann?
Nýjan stjóra? Hvern? Bara einhvern? Óla Jó?
Hreinsa út? Aftur?
Helgi P says
Ancelotti er nú laus það er bara ekki einhver
Björn Friðgeir says
Hann hefur ekki enst lengur enn tvö ár hjá hverju félagi síðan hann fór frá Milan. Yrði aldrei annað en millilending. Alveg eins gott ð láta José um næstu tvö ár frekar en vera með tvo á samningi að bíða eftir… einhverjum.
Audunn says
Björn vertu nú ekki svona barnalegur, þrjóskur og þröngsýnn.
Það eru ekki nema í besta falli 25% stuðningsmanna United ánægðir með Móra, semsagt algjör minnihlutahópur.
Að segja það að það séu ekki til aðrir stjórar en Óli Jó til að taka við liðinu er bara barnalegt af þér, en ekki í fyrsta skiptið sem maður verður var við þau frá þér þegar þú ert ekki sammála mönnum. Um að gera að leggjast á leikskóla-planið. Það hjálpar.
Það er hellingur til af þjólfurum þarna úti sem geta gert hlutina betur en núverandi stjóri og það sem meira er að þeir þurfa ekkert endilega að vera á lausu núna. Eins og þjálfarar hafi aldrei skipt um félag áður? Jú jú það hefur jú bara gerst.
Og Einarb. ég held að misskilningurinn felist í því að úrslitin í leiknum gegn Brighton hafi verið að pirra stuðningsmenn, alls ekki.
Pirringurinn felst í því hvernig stjórinn kemur fram eftir leik, hraunar yfir leikmenn, tekur einn sérstaklega út og ræðst á hann opinberlega og kemur fram á þann hátt að fólk á bara ekki til eitt einasta orð. Það hefur ekkert með úrslit leiksins að gera.
United er bara stærri og virtari klúbbur en það að hafa trúð fyrir stjóra liðsins.
Ég man bara aldrei eftir að nokkur stjóri liðsins hagi sér eins og hann gerir útá við.
Hann er farinn að gera í því að hrauna yfir allt og alla til að réttlæta það sem stuðningsmenn gagnrýna hann mest fyrir og það er þessi ömurlegi fótbolti sem liðið spilar undir hans stjórn.
það er hægt að bregðast við svona gagnrýni á nokkra vegu, hann kýs að bregðast við með þeim hætti að menn eru orðlausir gagnvart honum.
Bið ykkur endilega að fara yfir og lesa umtal virtra erlendra miðla og aðila á klúbbnum okkar sem og Móra undanfarna daga og vikur, þá skilur þú kannski hvað ég er að fara þegar ég tala um að hann sé að skemma klúbbinn útá við.
Ef United vill og ætlar að halda sér á sama stalli og það er í dag plús það að vinna stærstu titla sem í boði eru þá verður liðið að losa sig við þennan trúð sem allra allra fyrst. Hann er krabbamein liðsins í dag.
gummi says
einarb ég sagði nú ekki moyes hafði spilað blússandi sóknarleik ég sagði að það hafi verið skemmtilegra að horfa á suma leikinn þá en við fáum í dag og segir það manni einhvað um þessa hundleiðinlegu taktík sem móri er að bjóða stuðnings mönum maður er að borga fyrir sport pakkann og maður nennir valla að horfa á liðið manns spila
Halldór Marteins says
Miðlar elska að hakka Mourinho í sig. Gera jafnvel í því að snúa orðum hans á versta veg eða setja upp spurningar til að reyna að fá hann í gang. Svo það að fjölmiðlar og misgáfulegir fjölmiðlamenn (sumir alveg mjög gáfulegir, segi það ekki) séu að gagnrýna Mourinho er ekkert nýtt.
Segi ekki að gagnrýnin eigi ekki endilega rétt á sér en það að knattspyrnustjóri Manchester United sé gagnrýndur fyrir eitthvað, með réttu eða röngu, er alls ekki það sama og að viðkomandi knattspyrnustjóri sé að skemma félagið, hvort sem það er inn á við eða út á við.
Manchester United er enn að fara í gegnum þessa lægð sem kom eftir að Fergie hætti. Það var viðbúið að sú lægð myndi koma. Kannski hefði félagið getað verið búið að koma sér upp úr þessari lægð, það er erfitt að segja. En Mourinho er allavega búinn að bæta árangur liðsins síðan hann kom, það sést. Og það sést líka á ferilsskrá Mourinho að hann skilur alltaf eftir sig lið sem eru tilbúin að berjast um titla, öll liðin sem hann hefur hætt með hafa unnið titla fljótlega eftir að hann fór.
Manchester United hefur líka lifað af margt mun verra en smávegis af leiðinlegum fótbolta og skammt af umdeildum knattspyrnustjóra. Svo nei, Mourinho er hreint ekki að skemma Manchester United.
gummi says
þið hafið þá engar háyggjur að hann sé ekki ná neinu útur öllum þessum leikmanna hóp. svo sér maður hvað klopp er að ná útur liverpool og þeir verða en betri á næsta ári enda fer hann inní alla leiki til að vinna en ekki inní þá og sættir sig við 0 0 á móti Sevilla á útivelli
Rauðhaus says
Ég er einn af þeim sem var ekki hrifinn af því í upphafi að fá JM til klúbbsins. Ég er enn sömu skoðunar. Hann er engu að síður stjóri sem nær alltaf einhverjum árangri og skilar einhverjum titlum. Hann gerði það í fyrra í UEFA og deildarbikarnum, en mistókst hraparlega í deildinni.
Hann tók við hóp sem var um margt illa saman settur, sérstaklega fyrir þá tegund fótbolta sem hann vill spila. Hann hefur hins vegar fengið góðan stuðning til leikmannakaupa og hefur eytt háum fjárhæðum. Þær fjárhæðir hefur hann nýtt misvel.
Að mínu mati er JM ekki að ná því út úr leikmannahópnum sem ætti að vera hægt. Reyndar finnst mér hann frekar langt frá því. að mínu mati er leikmannahópurinn miklu betri en staða liðsins gefur til kynna. á því ber enginn meiri ábyrgð en JM. Pogba? Martial? Shaw? Þetta eru allt heimsklassa talent sem manni finnst JM ekki ná að nýta almennilega.
Það hlýtur svo að vera augljóst fyrir alla sem vilja sjá að sú man-management aðferð sem JM notar á einstaka leikmenn er gjörsamlega fráleit og ekki til þess fallin að auka sjálfstraust leikmanna. Þessi stjórnunaraðferð virkar ekki í neinni atvinnugrein og að sjálfsögðu er fótbolti ekki undantekning á því. Það er hreinlega átakanlegt að horfa upp á þetta rugl. Og hér er ég ekki bara að tala um Luke Shaw heldur fleiri leikmenn, þ.m.t. Paul Pogba sem að öllu eðlilegu ætti að vera óumdeilt einn af 2-3 bestu miðjumönnum í heimi. Það sjá allir að hæfileikar hans eru á því kaliberi. JM hikar ekki við að henda mönnum fyrir rútuna opinberlega og lítur ALDREI í eigin barm. Aldrei. Svo segir hann við leikmenn að þegar liðið sigri, sigri það saman. Þegar það tapi, þá tapi hann einn. Þetta er í algjörri þversögn við það hvernig hann birtist í fjölmiðlum. Þar eru töpin nefninlega aldrei honum að kenna heldur annaðhvort Luke Shaw, Paul Pogba, Martial, Mhkitaryan eða einhverjum öðrum. Öllum nema Lukaku og Matic (þó þeir hafi báðir átt mjög slaka kafla). Og auðvitað dregur þetta móralinn í klefanum niður, annað væri fráleitt. Ef öllum er sama þó þjálfarinn taki einn liðsfélaga reglulega af lífi opinberlega, þá fyrst er ljóst að mórallinn er ömurlegur innan hópsins.
Sjáum hvað Fergie, besti man management stjóri allra tíma, hefur m.a. sagt um svona hluti:
„After a game I would always try to avoid criticising the players.“
„As long as you don’t criticise individual players in public, admonishing the team is fine, no problem.”
Hvað segir reyndur heimsklassa leikmaður með leiðtogahæfileika um svona? Rio Ferdinand:
“When a manager goes public it’s a dangerous thing“, “You’re not winning, so there’s a chance the changing room could react in a negative way.”
Þetta er ástæðan fyrir því að JM verður ekki hér til langframa. Hann grefur sína eigin gröf, þannig vinnur hann einfaldlega.
Halldór Marteins says
Ýmsir góðir punktar í þessu hjá þér, Rauðhaus. Og það getur vel verið að Mourinho sé kominn langleiðina með að sparka sjálfum sér út úr félaginu.
Það sem hann er hins vegar ekki búinn, eða á leiðinni, að gera er að skemma félagið. Það er minn punktur. United mun alveg vera í fínni stöðu þegar Mou hættir, sama hvort það sé stutt eða aðeins lengra í það.
Rauðhaus says
Algjörlega sammála því Halldór. Þessi klúbbur er stærri en svo að eitthvað svona geti beinlínis „skemmt“ hann. Það þarf engu að síður að vernda góða og sjarmerandi ímynd klúbbsins.
Halldór Marteins says
Það var náttúrulega þannig að með Matt Busby, The Busby Babes, flugslysinu og svo uppbyggingunni á liðinu í kjölfarið á því þá varð Manchester United mjög vinsælt félag meðal annarra stuðningsmanna, oftar en ekki helsta „annað lið“ sem fólk hélt með á eftir sínu eigin liði.
En það breyttist alveg með tímanum og það er ekki beint hægt að segja að ímynd klúbbsins í gegnum Fergie tímann hafi endilega verið góð og sjarmerandi. Ímyndin var af stórklúbbi, af sigurvegurum sem vissu að þeir væru bestir, af kraginn-upp-hroka og vægðarleysi. Þar með spruttu upp ABU-fylkingar og United komst í þá stöðu að vera félagið sem flestir elskuðu að hata, nema þeir sem héldu með liðinu.
Ferguson var líka alltaf umdeildur stjóri, enda stundaði hann það oft markvisst að búa til „við gegn heiminum“ andrúmsloft í kringum liðin sín, líka þegar hann var t.d. með Aberdeen. Svo það er heldur ekki nýtt. Mourinho er að gera þetta á sinn hátt, sem er öðruvísi en Fergie aðferðin. Og kannski er Mourinho ekki lengur með það sem þarf til að bakka þetta upp inná vellinum. Eins og hann hafði áður. Eins og Fergie hafði. Þá verður bara eitthvað nýtt prófað og Manchester United heldur áfram.
En ef þú spyrð einhvern sem heldur ekki með Manchester United þá held ég að það sé ansi langt síðan ímynd klúbbsins hefur verið hægt að lýsa með orðinu „sjarmerandi“. Mourinho er ekki að breyta því núna fyrst.