Di Marzio er allajafna traust heimild, svona á óstaðfest mælikvarða, og hann segir United sé búið að komast að samkomulagi við Shakthar um kaup á Fred fyrir 44 milljónir punda
Fred er 25 ára velspilandi afturliggjandi miðjumaður og er í brasilíska landsliðinu.
Uppfærum þetta ef eitthvað frekar gerist, en þetta er ennþá bara slúður.
Í sömu grein segir að kaup Juventus á Darmian séu að nálgast, nokkuð sem komi engum á óvart og að Sergej Milinkovic-Savic hafi þótt of dýr og að United sé að skoða Mario Mandzukic eða Marco Arnautovic.
Þetta verður sjóðheitt slúðursumar og besta leiðin til að fylgjast með er á Twitter
https://twitter.com/raududjoflarnir
Laddi says
Kannski alveg ótengt honum Fred kallinum, en, hvað er með tónlistina í þessum skills vídeó-um?!? Þau yrðu svona 3000% áhorfilegri ef tónlistinni yrði hreinlega sleppt og eina hljóðið væru úr leikjunum sem klippurnar eru teknar úr… :D
Omar says
Kannski ekki svo galin kaup. Bara spurning hvort Brazza ógæfan haldi áfram að fylgja okkur. Leikmenn frá Brasilíu hafa oft átt erfitt uppdráttar hjá United og í fljótu bragði man ég bara eftir 1 sem hefur átt þokkalega feril hjá okkur (Rafael da Silva).
Bara svo lengi sem að þetta verði ekki annar Kleberson.
Karl Garðars says
Aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaannnderrrr son son son
Hes better then kleberson
Nei án gríns. Sammála Omar.
Ég held svei mér þá að Ronaldo, Ronaldinho, Cafu, Carlos, Romario, Bebeto og Pele hefðu allir drullað upp á þak hjá United. Ég var að vísu alltaf hrifinn af Da Silva bræðrum en það var auðvitað eitthvað hömlulaust gamalt Neville-systra blæti sem heltók alla rökhugsun og átti í raun heldur litla stoð í raunveruleikanum. Óneitanlega pínu sexí samt.
Omar says
Vil líka minna á það að Kleberson var líka í landliðið Brasilíu áður en við keyptum hann á sínum tíma. Man hversu mikið ég var spenntur fyrir honum á sínum tíma (eins með Anderson og líka Veron).
Vona samt að þessi komi og standi sig. Það er nauðsynlegt að hafa leikmenn frá Suður Ameríku í meistaraliðum. ;)
Karl Garðars says
Pereira átti að afsanna þetta allt saman og mun gera það.
gummi says
Pereira á einga framtíð hjá okkurá meðan Móri er þarna
Keane says
Smá offtopic. Við getum þakkað 2 markvörðum. 👍
Bjarni says
Var þessi Mónakó brassi sem LFC var að kaupa í kvöld aldrei inn í myndinni hjá okkur nema á síðum blaðanna eða sváfu menn á verðinum? Ef svo er þá byrjar vertíðin ekki vel.
Björn Friðgeir says
M.v. að Fred sé líklega að koma þykir mér næsta öruggt að Fab hafi ekki verið inni í myndinni síðan Fred kom inn í hana, sem virðist hafa verið í janúar.
SHS says
Hvað í fjandanum ætlum við að gera með Arnautovic!?!? Gerir hann okkur samkeppnishæfa? Þvílíka andskotans ruglið og vitleysan! AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARG!!
10 milljónir væru kannski sanngjarnt verð..
Plís segið mér að þetta sé djók
Björn Friðgeir says
Þettaerdjókþetterdjókþettaerdjók.
Verður að vera djók
Bjarni says
Öllu gríni fylgir einhver alvara. Er ekki alltaf á sömu blaðsíðu og stjórinn, en verð að sætta mig við hans ákvarðanir því ekki get ég haft áhrif á þær :)
Vonandi löndum við Fred fyrir HM og brettum aðeins upp sokkana. Menn hljóta að vera að vinna bakvið tjöldin í leikmannamálum og reyna að haska sér að klára fyrir HM, sumir gætu hækkað í verði.
gummi says
nú er Zidane laus Reka Móra æa stundinni og ráða Zidane því Móri er bara ekki að gera sig hundleiðinnlegur stjóri