Í gærkvöld staðfesti United það sem legið hafði í loftinu: United og Ajax höfðu komist að samkomulagi um verð á Daley Blind og hann heldur aftur til Ajax. Verðið 14,6 milljónir punda og hugsanlega fjórar milljónir í aukagreiðslur, og nú hefur United staðfest að Daley er farinn
Ferill Blind hjá United var alveg þokkalegur þessi fjögur ár, þó síðasta tímabil hafi hann ekki komið við sögu. Hans verður helst minnst fyrir geysigóðan leik í úrslitum Evrópudeildarinnar gegn Ajax í fyrravor en var að öðru leyti allrahandsmiður í vörninni, sem miðvörður og vinstri bakvörður þegar þurfti. Hans besta staða er líklega afturliggjandi miðjumaður en hann fékk fá tækifæri sem slíkur og var líklega ekki nógu sterkur til að gegna því hlutverki í Englandi.
Samtals lék hann 141 leik og skoraði eitt mark fyrir United.
Þegar við kynntum hann til leiks fyrir fjórum árum setti höfundur þetta inn
<blockquote>Við sem erum eldri en þrítug þurfum hins vegar fyrst um sinn að kyrja möntruna reglulega:
Daley. Ekki Danny.
Daley. Ekki Danny.
Daley. Ekki Danny.</blockquote>
Það var því við hæfi að þegar sami höfundur settist við skjáinn til að skrá þessa færslu liti hún svona út
Já, það getur verið að Daley hafi verið hjá okkur í fjögur ár og staðið sig vel en síðasta ár var það erfitt fyrir hann að miðaldra menn voru búnir að gleyma, aftur, hvað hann hét. Á því bið ég hann afsökunar og þakka fyrir góða þjónustu á frekar erfiðum tímum hjá United.
Sum okkar munu svo sakna hans meira en önnur
https://twitter.com/BeardedGenius/status/1018976755141537792
Skildu eftir svar