Þá erum við aftur komin að þessum tímapunkti þegar leikmenn Manchester United eru að tínast heim einn af öðrum, eftir gott sumarfrí, og æfingatúrinn kemst á gott skrið. Í kvöld spilar liðið svo sinn fyrsta æfingaleik í undirbúningi sínum fyrir komandi tímabil. Við í ritstjórn Rauðu djöflanna erum einnig farnir að huga að komandi tímabili og hvað við getum mögulega gert til að gera síðuna og podkastið okkar betra. Ábendingar frá ykkur, lesendum og hlustendum okkar, eru vel þegnar hvað það varðar.
Bandaríkjatúrinn
Í dag eru 22 dagar þar til Manchester United spilar sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni. Þangað til eru 6 æfingaleikir planaðir hjá liðinu. Fyrstu fimm þeirra fara fram í Bandaríkjunum en sá síðasti í Þýskalandi.
Æfingaleikirnir sem framundan eru (tímasetningar miðast við Ísland):
- Föstudagurinn 20. júlí, kl. 2:00.
Manchester United – Club América
University of Phoenix Stadium í Glendale, Arizona. - Sunnudagurinn 22. júlí, kl. 21:oo.
Manchester United – San Jose Earthquakes
Levi’s Stadium í Santa Clara, California. - Fimmtudagurinn 26. júlí, kl. 3:05.
Manchester United – AC Milan
StubHub Center í Carson, California. - Laugardagurinn 28. júlí, kl. 21:05.
Manchester United – Liverpool
Michigan Stadium í Ann Arbor, Michigan. - Miðvikudagurinn 1. ágúst, kl. 0:05.
Manchester United – Real Madrid
Hard Rock Stadium í Miami, Florida. - Sunnudagurinn 5. ágúst, kl. 18:15.
Bayern München – Manchester United
Allianz Arena í München.
Allir leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á MUtv sjónvarpsstöðinni. Nú er hægt að kaupa sér áskrift að stöðinni í gegnum netið. Leikirnir gegn Milan, Liverpool og Real Madrid eru í International Champions Cup vináttuleikjamótinu, þeir leikir verða líka sýndir á Stöð 2 Sport.
Leikurinn í kvöld
Andstæðingarnir í kvöld koma frá Mexíkóborg og eru annað af tveimur stærstu liðunum í mexíkóskum fótbolta, ásamt Guadalajara. Þetta eru einu liðin sem hafa alltaf verið í efstu deild í Mexíkó og þau lið sem hafa unnið flesta titla, sama hvort átt er við deildar- eða bikarmeistaratitla. Að auki er Club América það lið sem oftast hefur unnið Meistaradeild CONCACAF, alls sjö sinnum.
Mexíkóka deildin er að hefjast í kvöld en Club América spilar sinn fyrsta deildarleik á sunnudaginn, gegn Club Necaxa. Þetta er því liður í þeirra undirbúningi fyrir upphaf deildarinnar.
Manchester United hefur náð að græja vegabréfamálin fyrir Alexis Sánchez og er hann því væntanlegur til Bandaríkjanna. Hann nær ekki leiknum í kvöld en gæti spilað gegn San Jose Earthquakes.
Leikmennirnir sem eru til taks fyrir leikinn í kvöld:
- Sergio Romero
- Joel Pereira
- Lee Grant
- Antonio Valencia
- Timothy Fosu-Mensah
- Chris Smalling
- Eric Bailly
- Ro-Shaun Williams
- Axel Tuanzebe
- Matteo Darmian
- Luke Shaw
- Demi Mitchell
- Ander Herrera
- Scott McTominay
- Andreas Pereira
- James Garner
- Ethan Hamilton
- Juan Mata
- Angel Gomes
- Anthony Martial
- Tahith Chong
- Joshua Bohui
Hvernig mynduð þið vilja sjá liðið í kvöld?
Rauðu djöflarnir
Við í ritstjórn Rauðu djöflanna erum líka farnir að huga að tímabilinu sem senn fer að hefjast. Það má segja að við höfum verið í sumarfríi að undanförnu, eins og sjá má á virkni síðunnar og podkastleysi síðustu vikna. En það er hugur í okkur og við stefnum á að vera vel virkir í vetur.
Við stefnum á að vera með upphitanir, leikskýrslur, pistla og greinar líkt og áður ásamt því að fara yfir málin reglulega í Djöflavarpinu.
Nú myndum við þó gjarnan vilja fá ábendingar og punkta frá ykkur varðandi það sem fer hingað inn.
- Hvað finnst ykkur skemmtilegast að lesa/heyra frá okkur?
- Hvað myndi mögulega draga ykkur oftar hingað inn á síðuna?
- Er eitthvað sem ykkur finnst vanta hjá okkur, hvort sem er á síðunni eða í podkastinu?
Skjótið endilega á okkur ykkar pælingum.
einarb says
Enn og aftur, frábær síða og frábært framtak!
Maður er mest hugsi yfir fasi Mourinho og þessum leikmannaglugga. Þessi fréttamannafundur hjá Mourinho í besta falli skrítinn. Hann virkar meira í áttina að vera neikvæður/frústreraður yfir öllu heldur en að vera púlla eitthvað pókerfés yfir hugsanlegum kaupum.
Það eru bara 3 vikur í lokun á glugga og það virðist lítið vera í kortunum nema þá væntanlega sala á Darmian. Sú sala virðist einnig vera algjörlega ótengd Alex nokkrum Sandro. Maður hefur enn ekki gleymt þegar við seldum Evra og bjóst ósjálfrátt við að að Vidal kæmi úr hinni áttinni það sumar :(
Svo er bleiki fíllinn í stofunni. Klopp virðist heldur betur ætla tækla sumarið 100% og er búinn að vera styrkja liðið sitt í þeim stöðum þar sem þeir eru hvað veikastir.. Alisson, Fabinho, Keita, Shakiri og líklegast rúsínan í pylsuendanum, helvítis Fekir. Það verður bara að segjast, þetta er rosaleg styrking hjá þeim. Dýrasti varnarmaður heims, nú dýrasti markmaður heims. Stórt statement og það er ekki tilviljun að veðbankar telja þá nú ‘næst’ líklegasta til vinna deildina.
Rúnar Þór says
Sko það hefur verið vesen að þessa blessuðu æfingaleiki á MUTV. Hann er auglýstur en svo er bara annað í gangi og þetta er bara sýnt í erlenda version að MUTV en ekki hér. Veit einhver hvort sama verður upp á teningnum núna?
Auðunn says
Fyrir mér er liðsuppstilling fyrir þennan leik aukaatriði.
Líklega fá flestir ef ekki allir tiltækir leikmenn einhverjar mín.
Mitt áhyggjuefni nr 1,2,3,4 og 5 er styrking á hópnum fyrir komandi vetur.
Ef við fáum ekki amk tvo og helst 3 hágæða leikmenn fyrir tímabilið þá er United ekki líklegt til árangurs. Þá verður liðið að berjast við Spurs og Arsenal um 4 sætið.
Okkar helstu erkifjendur eru að styrkja sig of mikið fyrir minn smekk nema kannski fyrir utan City enn sem komið er amk.
En það er ekki eins og þeir þurfi að styrkja sig mjög mikið ef miðað er við síðasta tímabil.
Emil says
Loksins meiri fótbolti eftir fótboltalausa 5 daga! (tek íslenska boltann ekki með).
Ég hrósa því að hafa þessa síðu og það sem hún og þið hafið fram að bjóða. Þegar forum-ið gamla lagðist af þá bráðvantaði almennilegan umræðuvettvang fyrir íslenska stuðningsmenn þar sem þessar Facebook-síður eru það aaaaaalllra þreyttasta og þessir endalausu bullpóstar þar. Ég er reyndar á því að það væri geggjað að endurvekja forum-ið, samhliða þessari síðu.
Ég er hrikalega spenntur að sjá Angel Gomes og Tahith Chong spila á undirbúningstímabilinu, vonandi fá þeir helling af mínútum áður en HM þátttakendur koma til liðs við hópinn á ný.
Ég hef smá áhyggjur af þessu hreyfingarleysi á markaðinum, Fred, Grant og Dalot inn og Blind út er ekki nálægt því að vera það sem maður vonaðist eftir að væri afgreitt á þessum tímapunkti, eða væri amk í umræðunni. Vonandi er eitthvað að gerast bakvið tjöldin – þetta spreð hjá Klopp er farið að valda mér hælsærum á sálina.
Áfram þið!
Sindri says
Ég er mjög þakklátur fyrir að þið séuð að halda úti íslenskri Utd síðu. Flott framtak!
Það sem ég væri til í að sjá aftur eru markaðs/fjármála greinarnar. Væri gaman að lesa eins og 3 svoleiðis yfir tímabil.