Líkt og glöggir lesendur síðunnar tóku eftir þá kom engin sérstök leikskýrsla eftir síðasta leik Manchester United. Það hefur þó líklega ekki komið þeim sem sáu leikinn neitt sérstaklega mikið á óvart. Leikurinn var vægast sagt bragðdaufur og endaði með markalausu jafntefli. Bæði lið áttu marktilraun sem endaði í slá, Manchester United var betra liðið í fyrri hálfleik á meðan Earthquakes var sterkara liðið í seinni hálfleik, þegar þeirra aðallið var komið inn á völlinn. Hvorugt liðið var þó mjög sannfærandi.
Það sem helst gladdi hvað okkar menn varðaði var að Andreas Pereira leit vel út á miðjunni. Það er öflugt ef hann ætlar að stíga upp sem alvöru valkostur á miðjuna. Á blaðamannafundi í gær sagði hann líka að hann vildi taka þetta tímabil með Manchester United og hjálpa liðinu í sinni baráttu. Mjög gott.
Meiðsli Antonio Valencia valda hins vegar ákveðnum áhyggjum fyrir upphaf tímabilsins, sérstaklega þar sem nýi bakvörðurinn okkar er einnig meiddur. Það er þá spurning hvort þetta gæti þýtt leið fyrir Timothy Fosu-Mensah til að sanna sig eða hvort Mourinho finni aðra lausn á þessu.
Það er þó ólíklegt að það þýði að Matteo Darmian muni áfram verða leikmaður Manchester United þegar tímabilið hefst. Það hefur verið sterkur orðrómur lengi um að hann muni fara og hann virðist frekar eftirsóttur af góðum liðum á Ítalíu. Helsta ástæðan fyrir því að hann er ekki enn farinn virðist vera sú að Woodward og félagar vilja síður gefa eftir mikið af verðinu á honum. Manchester United hefur allt að því verið að gefa leikmenn frá sér á síðustu árum, kannski það sé að verða einhver stefnubreyting þar á.
Why #mufc won’t want to take a hit on Darmian:
£22m rising to £24m for Schneiderlin.
£16m rising to £21.7m for Memphis.
£6.5m rising to £10m for Johnstone.
£14.1m rising to £18.5m for Blind.— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) July 17, 2018
Talandi um bakverði, eftir að hafa verið orðaður við okkar menn ansi lengi virðist nú vera 80% líklegt að Alex Sandro verði áfram hjá Juventus. Það er í sjálfu sér í samræmi við slúður sem hefur sést hér og þar um að Mourinho hafi ákveðið að gefa á bátinn leitina að nýjum vinstri bakverði og fókusa í staðinn athygli á að ná í 2 leikmenn í öðrum stöðum. Er þá helst talað um nýjan miðvörð og svo hægri kantmann/sóknarmann.
Það var grunsamlega mikið tímasamræmi í fréttum ólíkra miðla af áhuga Manchester United á enska landsliðsmiðverðinum Harry Maguire, eitthvað sem bendir til þess að um óformlega fréttatilkynningu hafi verið að ræða. Spurning hvort það hafi komið frá félaginu sjálfu eða umboðsmanni Maguire. Þetta er þó öflugur miðvörður sem gaman væri að sjá hjá Manchester United og myndi hiklaust bæta vörnina frá því sem nú er.
Bæði Miguel Delaney og Duncan Castles hafa svo verið að tala um hverjir koma helst til greina sem möguleikar fyrir hægri kantstöðuna. Það kemur afskaplega lítið á óvart að nafnið Gareth Bale poppar reglulega upp í Unitedtengdu slúðri, við vitum alveg að Woodward myndi elska að landa slíkum kaupum. Willian var líka heitur í umræðunni en það virðist ekki vera að Chelsea vilji missa hann frá sér.
Annað nafn sem bæði Delaney og Castles komu með er króatíski landsliðsmaðurinn Ante Rebic. Rebic er 23 ára, spilar með Eintracht Frankfurt og getur auðveldlega leyst allar stöður fremst á vellinum. Hann spilaði vel með Króatíu á HM og með félagsliði sínu skoraði hann m.a. 2 mörk í bikarúrslitasigri á Bayern München í vor.
http://gty.im/999945378
Það hafa þó ýmsir tekið eftir því að þetta sumar er farið að minna óþægilega mikið á annað sumar, sem við myndum þó helst vilja gleyma.
https://twitter.com/mufc_dan87/status/1021743242268876805
https://twitter.com/CheGiaevara/status/1021870117787971584
https://twitter.com/Sarvesh_Utpat/status/1021961518970294272
Hvað sem öllum slíkum samanburði líður þá minnum við á að núna í nótt fer fram þriðji leikurinn í þessum Bandaríkjatúr hjá liðinu. Að þessu sinni verður mótherjinn AC Milan. Vonandi að liðið verði hugulsamt við þau okkar sem ákveða að vaka eftir leiknum eða vakna sérstaklega fyrir hann en hann hefst klukkan 3:00 að íslenskum tíma.
Á laugardaginn spilar liðið svo á mun heppilegri tíma fyrir íslenska stuðningsmenn, þá leikur liðið gegn Liverpool og hefst sá leikur klukkan 21:00.
Við minnum líka á þessa grein þar sem lesendur okkar og hlustendur eru hvattir til að koma með ábendingar og uppástungur til ritstjórnar fyrir veturinn.
Audunn says
Það virðist nú ekki vera mikið að gerast hjá United varðandi leikmannamál, kannski lognið á undan storminum? Ég ætla amk að vona það.
Horfði í c.a 25 mín af þessum leik, þá gafst ég upp enda ekkert að frétta. United var eins og lélegt upphitunarband fyrir Dortmund sem var þó ekki að spila á sama stað, bara á svipuðum tíma.
Það ríkir algjört andleysi yfir klúbbnum og leikmönnum, þetta er eitthvað svo vélrænt, engin gleði, engin skemmtun og engin stemmari yfir mönnum og málefnum. Og enn og aftur þá skil ég ekki taktík liðsins fram á við undir stjórn Móra. Bara skil hana ekki. Veit ekkert hvernig þetta lið á að búa til færi og skora mörk.
Móri virðist vera nú þegar vera búinn að því að rakka menn niður fyrir tímabilið í stað þess að vera jákvæður, hrósa öllum sérstaklega yngri leikönnum, segjast hafa bullandi trú á að þetta lið og þessi mannskapur geti unnið öll lið sem þeir mæta á komandi dögum og vikum.
Það þarf ekkert meira, en þess í stað ákveður hann að segja opinberlega að þeir séu hálfgert rusl sem gætu tapað stórt.. Vá hvað þetta er skrítið þegar maður huxar út í það.
EN jæja nóg um Móra og hans stæla að sinni, á öruglega eftir að taka nokkur köstin á hann á komandi tímabili.
Hef alveg gífurlega vonda tilfinningu fyrir komandi vetri, svipað vonda og þegar herra Moyes trúður var ráðinn til starfa.
En auðvita vonar maður það allra besta, kannski á Móri eftir að svara svona gagnrýni inn á vellinum sjálfum.
Ég yrði fyrstur manna og glaðastur allra að viðurkenna að ég hefði rangt fyrir mér.. Svo sannarlega.
DMS says
Skv. heimildum SkySports er Martial búinn að biðja um leyfi til að yfirgefa æfingabúðir Man Utd og vill fá að vera með óléttri kærustu sinni. Hefur einnig beðið um sölu frá félaginu. Félagið hefur samþykkt að hann yfirgefi æfingabúðirnar.
Það er þá bara fínt að fá það á hreint að hann vilji fara. Kemur svo sem ekkert á óvart miðað við þá litlu leikgleði sem hann hefur gefið frá sér undanfarið og óstöðugar frammistöður. Ættum leikandi að geta beðið um 60-70m punda fyrir hann miðað við markaðinn í dag, en mér hugnast það hinsvegar illa að sjá hann hjá Chelsea.
Ég tek undir með þeim sem hafa hófstilltar væntingar fyrir tímabilið og eru áhyggjufullir. En það eina sem huggar mig í þeirri stöðu eru orð Zlatan núna um daginn – kannski er þetta lognið á undan storminum á leikmannamarkaðnum. Ég trúi ekki á margt en ég trúi á heilagan Zlatan :)
„Be ready for this season because something special will happen and I think the boss has something going on. We will keep that a secret!“ – Zlatan
óli says
Sorglegt og sérstaklega að láta hann fara til annars liðs í deildinni. Martial er leikmaður sem getur verið á pari við menn eins og Henry/Mbappe/Anelka (góða Anelka).
Hef lengi haft á tilfinningunni að honum líði bara ekki vel og hafi ekki höndlað alla þessa athygli og peninga. Var giftur barnsmóður sinni í Frakklandi en strax gómaður í einhverju kvennastandi í Manchester og greinilega að eignast barn núna með einhverjum gullgrafaranum.