Tap í leiðinlegum leik með veikt lið
13
Grant
38
Tuanzebe
3
Bailly
24
Fosu-Mensah
35
Mitchell
38
McTominay
15
Andreas
21
Herrera
36
Darmian
8
Mata
7
Alexis
Varamenn: J. Pereira fyrir Grant 45. m., Fred fyrir Mitchell 71. m., Chong fyrir Mata 71. m., Bohui fyrir Tuanzebe 81. m., Gomes fyrir Herrera 81. m., Williams fyrir Alexis 81.m
Mark Andreas Pereira var glæsilegt aukaspyrnumark
https://twitter.com/kvng_ayisa/status/1023323989165387781
Karl Garðars says
Þetta var ferlega lélegt. Það mættu 2 leikmenn til leiks gegn Liverpool. Pereira og Alexis.
Fosu Mensah og Bailly voru la la framan af og Mata skoraði 2 rangstöðu mörk.
Þegar Darmian er orðinn fyrirliði þá er jafngott að loka sjoppunni og kveikja í kofanum.
Björn Friðgeir says
Herrera var nú samt fyrirliði í gær. Darmian fékk bandið móti gamla liðinu sínu, Milan
Karl Garðars says
Hann kláraði leikinn sem fyrirliði þegar Herrera fór út af.
Auðunn says
Andlaust og taktlaust í anda Mourinho.
gummi says
hvernig er hægt að búa til svona leiðinnlegt og lélegt lið og búnir að eyða öllum þessum peningum
Tryggvi says
Ein heiðarleg spurning frá Liverpool stuðningsmanni – er mögulegt að Mourinho sé að reyna að kalla fram brottrekstur með hegðun sinni og ummælum?
Ingvar says
Kannski ekki að sækjast eftir brottrekstri heldur er hann sjálfsagt hundfúll útí stjórnina á þessu pre seasoni. Bilið á toppinn var 19 stig á síðasta tímabili og sér þar hver einasti maður að öll lið fyrir neðan City þurfa verulega bætingu. Liverpool er eina félagið sem hefur sýnt metnað á leikmannamarkaðnum og gerir tilkall til að veita City einhverja keppni. Að Móri sé fúll yfir því skil ég bara ósköp vel, en hvort ég vilji hafa hann áfram er allt annað mál.
Gummi says
Þeir verða bara að reka manninn
Timbo says
Sælir og takk fyrir flotta síðu, hef reglulega hlustað á hlaðvörpin hjá ykkur.
Liðið hefur verið andlaust og lakari aðailin í öllum 4 leikjunum, botninum var náð í gær. Ef minnið klikkar ekki þá áttum við enga snertingu inn í vítateig hjá þeim, preseason or not og burt sé frá hvað vantar marga… það er bleeping niðurlægjandi.
Jose er í algjörri afneitun þegar það kemur að þátt hans í ferðinni og það er kominn tími að meðvirknin gagnvart honum hætti.
Að lokum þá er orðið löngu tímabært imo eftir 5 ára bið að losa um háan launakostnað í mönnum sem eiga ekki erindi í liðið.
Helgi P says
ég held að það sé skára að vera bara þjálfara lausir en að vera með Mourinho áfram sem stjóra
Rúnar Þór says
Eina jákvæða við þetta undirbúningstímabil er að A. Pereira er að stimpla sig inn sem liðsmann fyrir komandi tímabil. Annars er þetta bara frekar lélegt og maður viðurkennir alveg að það eru smá áhyggjur af okkur mönnum!
Hjöri says
Það náttúrlega vantaði hellings mannskap þarna, en það er Móri sem er að eyðileggja þetta félag með allri þessari neikvæðni sinni, hann væri held ég best geymdur einhverstaðar niður í kjallara.
DMS says
Það verður að viðurkennast að það virðist vera rosaleg neikvæð orka í kringum klúbbinn þessa stundina. Þessi leikur var skelfilegur, en það sem mér fannst enn verra voru viðbrögð og post-match interview við Móra eftir leik. Pirraður á undirbúningstímabilinu, pirraður á þeim leikmönnum sem hann hefur, pirraður á að fá ekki alla þá leikmenn sem hann biður um, pirraður á stjórninni, pirraður á fréttamönnum.
Ég veit ekki með ykkur en þetta er í fyrsta sinn sem ég hef verulegar áhyggjur af komandi tímabili undir stjórn Móra. Hef alltaf verið á hans bandi þrátt fyrir að boltinn sem hann spilar væri ekki sá skemmtilegasti, en vildi alltaf gefa honum tíma til að rétta liðið af. En ég er orðinn skeptískur núna.
Mér finnst hópurinn okkar í grunninn ekki slæmur, en það er eins og það vanti bara jákvæðni, leikgleði, baráttu og vilja í mennina. Ég myndi auðvitað fagna 1-2 nýjum leikmönnum í réttar stöður, en á meðan Móri nær ekki að skapa liðsanda og stemningu þá hef ég mun meiri áhyggjur af því heldur en leikmannakaupum.
Audunn says
Þetta er orðið svo mikill sirkus í kringum Móra að maður á varla til orð til að lýsa hegðun þessa manns.
Hann vælir eins og enginn sé morgundagurinn, annað eins væl hefur maður bara ekki séð áður.
Hann lætur ekki eins og þroskaður einstaklingur með mikla reynslu af þessum störfu, hann lætur eins og hálfviti með enga reynslu og maður sem er á mörkum þess að missa vitið eða stjórnlaus maður í miklu reiðikasti.
Ég man bara ekki eftir annari eins neikvæðni frá neinum stjóra á undirbúningstímabili né a’ þjálfarar tali bæði niður til ungra leikmanna, hópsins sem þeir hafa og stuðningsmanna sem borga sig inn til að sjá liðið.
Þetta er bara ekki hægt, maðurinn er hvað eftir annað að sýna sinn innri mann í fjölmiðlum og gera sig að algjöru fífli. Það er hlegið af þessum hálfvita út um allan heim.
Hann er í stríði við allt og alla og hefur ekki nokkurn áhuga á því að tala upp leikmenn sem þurfa á því að halda heldur rakkar hann þá niður við hvert tækifæri sem gefst. Hvernig haldi þið að það sé að spila undir þessari hegðun? Hvernig halda menn að mórallinn sé innan hópsins með þennan trúð sem stjóra?
Leikmenn liðsins hljóta að klóra sér í hausnum eftir hvern einasta blaðamannafund sem þessi maður fer á og spyrja sig hvað þeir séu að gera í þessu liði með þennan mann sem stjóra.
Svo vælir hann eins og stunginn grís yfir því að hann fái ekki þá leikmenn sem hann vill.
Afhverju ætli það sé? Kannski vegna þess að aðrir leikmenn taka eftir því hvernig hann lætur í fjölmiðlum og segja við sjálfan sig.. ég þarf ekki á þessu að halda, betra að vera bara þar sem ég er heldur en að spila undir svona manni.
Hvað Móra gengur til er afar erfitt að geta sér til um, en þegar öllu er á botninn hvolft þá er bara ekki hægt að bjóða leikmönnum og stuðningsmönnum upp á svona neikvæðni og svona framkomu lengur.
Hvort hann sé að reyna að láta reka sig eða hvort hann sé bara svona ógeðslega ílla innrættur og blindur á eigin störf er erfitt að segja. Það er náttl alveg ljóst í hans augum að hann gerir ekki mistök.. ALDREI!.
Allt sem miður fer er öðrum að kenna.. ALLT! Hann verður líkari og líkari Trump með hverjum deginum sem líður og hann versnar bara og versnar eftir því sem dagarnir – vikurnar – mánuðurnir og árin líða.
Þetta er ekki sami maður og var með Chelsea á flugi 2004-2007, Inter 2008 – 2010 eða Real 2010 -2013. Þetta er allt annar Mourinho sem er bitur, pirraður og með allt á hornum.
Eitthvað hefur mikið farið úrskeiðis hjá honum s.l fjögur ár c.a
Hvort það sé að hann sé búinn að gera sér grein fyrir því að hans taktík virkar ekki lengur í nútíma fótbolta og hann hafi ekki svör við því, hvort hann sé búinn að gera sér grein fyrir því að hann sé staðnaður og geti ekki uppfært sig sem stjóra eða hvort annað mótlæti sé bara algjörlega að fara með hann. Veit ekki en veit þó eitt sem United maður.
Þessi maður VERÐUR að fara og það strax.
Hann er klúbbnum til skammar.
Gummi says
Að sumir united stuðningsmenn skuli halda því fram að Móri sé betri þjálfari en Klopp er bara algjört djók ég sem stuðningsmaður væri alveg til að skipta á Móra og KLOPP
SHS says
Hefði ekki getað orðað þetta betur en DMS, er eiginlega bara 100% sammála!
Afhverju ætli við séum ekki að eltast við Pulisic? Lítur hrikalega vel út og spilar að ég held yfirleitt á hægri kanti. Hann er náttúrulega ekki 29 ára, þannig ætli við fáum ekki bara helvítis Perisic..
Síðan er ég nú ekki alveg viss með þennan verðmiða á Maguire, en það yrði samt eitt hrikalegt varnarpar, Bailly-Maguire!
Helgi P says
Ég væri bara til í að skipta Mourinho út fyrir flesta þá stjóra sem er hjá topp liðum ī evrópu ī dag þetta er bara versti stjórinn fyrir United til að byggja upp stórfelldi á ný
Audunn says
Það virðist sem svo að það sé farið að hrikta í stoðum hjá klúbbnum eftir það sem á undan er gengið með Móra enda ekki furða.
„Manchester United manager Jose Mourinho’s mood during the club’s tour of the USA is exhausting his players and unsettling staff“
Ef þetta er rétt þá verður hann ekki lengi þarna, hann er að missa klefann sem og fólkið í kringum sig.
Hver nennir að vinna með og undir svona hrokafullum manni?
Mestu mistök sem United gerði á eftir ráðingu Moyes var að ráða Mourinho.
Það er löngu kominn tími til þess að eigendur og stjórnendur klúbbsins geri sér nú grein fyrir því og losi sog við þennan mann og það STRAX!
DMS says
Það sem ég skil ekki er af hverju hann er svona fúll? Allir aðrir virðast vera fíflin í kringum hann. Það hlýtur að vera ástæða fyrir því að veðmálafyrirtækin eru að lækka stuðulinn á brottrekstri. Er hann fúll yfir rólegheitum á leikmannamarkaðnum? Fúll yfir að leikmenn séu ekki að leggja sig nógu mikið fram? Segðu það þá bara hreint út í stað þess að fara í eitthvað meltdown og drulla yfir ungu leikmennina í æfingaleikjum í viðtölum.
Ég hefði einmitt haldið að ef það ætti að kaupa miðvörð þá þyrfti að fækka þeim sem fyrir eru. Við erum með Smalling, Jones, Bailly, Rojo, Lindelöf og Fonsu-Mensah til að leysa þessar stöður. Vandamálið er að Smalling og Jones eru nú bara meiddir 50% af tímabilinu. Restina af tímabilinu eru þeir svo að koma sér í leikform og gera ekkert nema mistök í gríð og erg.
Didier Deschamps, Zidane, Luis Enrique, Antonio Conte, Diego Simeone, Carlo Ancelotti, Arsene Wenger. Það eru alveg möguleikar í stöðunni ef svo fer að Móri fær sparkið. Hef þó enga trú á því að það gerist fyrr en seasonið hefst og ef illa gengur og Móri tekur meltdown í fjölmiðlum. En það er held ég alveg greinilegt að SkúliFúli er að smita frá sér þessari neikvæðu orku sinni í leikmenn og starfsfólk í kringum klúbbinn.
Bjarni says
Rúm vika í fyrsta leik og ég verð að segja það að áran í kringum liðið er ekki góð né ástand á leikmönnum. Förum í fyrstu leikina án sterkustu manna annað hvort þeir meiddir eða enn að sóla sig eftir HM. Er hræddur um að hópurinn sem byrjar mótið ráði ekki við verkefnið að safna stigum miðað við marklausu æfingaleikina að undanförnu. Miðað við fréttir þá virðist skútan vera skipstjóralaus, stýrimaðurinn nær ekki að halda réttri stefnu og áhöfnin samansafn af misjöfnum sauðum sem enginn veit hvert skal halda. Með sama áframhaldi siglir skútan í strand eða steytir á skeri þannig að úr verður skaði en ekki þó það mikill að ekki sé hægt að koma henni af stað aftur með hjálp réttra aðila. Útgerðin þarf að hafa alla öngla úti ef illa ekki að fara annars eiga þeir hættu á að missa bónussana sína. Stærsta útgerðarfélag heimsins á ekki bjóða upp á svona sirkus.
Karl Garðars says
Hér er viðtalið eftir Liverpool leikinn fyrir þá sem lesa ekki bara misgáfulegar clickbait fyrirsagnir og skemmta skrattanum og aðdáendum annarra klúbba með sleggjudómum. https://youtu.be/WPHmLYgixes
Svo er hérna fróðlegt viðtal við Luke nokkurn Shaw sem mikið hefur verið rætt og ritað um að stjórinn eigi að hafa lagt í einelti.
http://www.espn.co.uk/football/club/manchester-united/360/blog/post/3575341/luke-shaw-interview-on-being-called-fatunited-contract-talks-and-jose-mourinho
Hvet menn til að hlusta og lesa hvort tveggja.
Eftir því sem mér sýnist þá er Mourinho aðallega gramur yfir erfiðum glugga og tilgangslausu pre-seasoni þar sem hann getur ekki spilað saman liðinu sínu. Hann vill að leikmenn hvílist eftir HM en er skiljanlega fúll út í þá sem voru ekki á HM og koma illa undan sumri (Valencia og Martial). Pre-seasonið núna er meira í commercial tilgangi sem hentar honum ekki og honum finnst hann þurfa að spila t.d Herrera, Bailly, Mata og Pereira of mikið til að vera ekki eingöngu með “kids” inni á vellinum.
Hann hefur alltaf sagt hlutina eins og þeir blasa við honum, hvort sem fólki almennt hugnast það eða ekki. Eflaust eru einhverjir sem m.a.s virða það við hann.
Allir eru að amast yfir honum í stað þess að hjóla í einstaka leikmenn fyrir frammistöðuleysi í 4-1 tapi fyrir Liverpool (þ.a. 3-0 fyrir vara-varaliði Liverpool).
Ég kýs að trúa að hann sé að taka hitann yfir á sig því ég get ekki með nokkru móti fundið hvar hann sé að “drulla yfir leikmenn” nema þegar ummæli hans hafa verið tekin úr samhengi.
Maður sér ekki betur en samband hans og leikmanna sé mjög gott á æfingavideo-um og það var ánægjulegt að sjá Zlatan leggja leið sína til að hitta hann/þá.
Ég ætla ekki að dæma manninn fyrr en um áramót.