Manchester United náði loksins í sigur á undirbúningstímabilinu þegar liðið vann Evrópumeistara síðustu þriggja ára, Real Madrid frá Spáni, með tveimur mörkum gegn einu. Þar með lýkur þessum róstursama Bandaríkjatúr en síðasti leikur Manchester United á undirbúningstímabilinu verður svo í Þýskalandi á sunnudaginn.
Leikurinn fór fram á Hard Rock Stadium í Miami og byrjaði rétt eftir miðnætti að íslenskum tíma.
Byrjunarlið Manchester United var svona:
https://twitter.com/ManUtd/status/1024427040177414144
Sem raðaðist í svona uppstillingu:
Á 68. mínútu fór Fred af velli fyrir Axel Tuanzebe.
Þegar um 10 mínútur voru eftir fóru Juan Mata og Scott McTominay af velli og í stað þeirra komu inn á þeir Demetri Mitchell og James Garner.
Byrjunarlið Real Madrid:
https://twitter.com/realmadrid/status/1024429807013167104
Real Madrid gerði töluvert fleiri skiptingar en Manchester United. Í hálfleik var fjögurra manna skipting, þar sem norska ungstirnið Martin Ødegaard var meðal leikmanna sem komu inn á. Á 62. mínútu var þreföld skipting og á 77. mínútu var aftur hent í fjórfalda skiptingu. Í síðustu skiptingunni komu þeir Isco, Marco Asensio, Nacho og Toni Kroos inn á. Rándýr skipting! Ødegaard fór þá aftur af velli svo það var Javier Sanchez sem fékk að klára allar 90 mínúturnar fyrir Real Madrid.
Leikurinn sjálfur
Fyrri hálfleikurinn byrjaði nokkuð fjörlega og Manchester United komst í 2-0 með tveimur vel útfærðum mörkum. Fyrra markið kom á 18. mínútu, þá átti Ander Herrera flotta stungu upp hægri kantinn á Darmian. Matteo Darmian gerði mjög vel í að keyra að endamörkum og koma með góða fyrirgjöf meðfram jörðinni út í teiginn þar sem Alexis Sánchez tók skot í fyrsta sem endaði í markinu. Af hverju hefur Darmian ekki gert meira af þessu hjá United?
https://twitter.com/TheManUtdWay/status/1024452442040217600
Seinna markið kom líka eftir gott spil. Í þetta skiptið var það Darmian sem átti flottu stungusendinguna, í þetta skiptið frá eigin vallarhelmingi upp á Juan Mata sem tók gott hlaup innfyrir. Hann náði boltanum rétt við vítateiginn, tók eitt skref til baka og sá hvar Sánchez átti hlaup inn í teiginn. Mata kom því með frábæra fyrirgjöf sem Sánchez náði að skalla niður fyrir framan Ander Herrera sem kom á ferðinni og smellti boltanum í netið með vinstri. Topp mark!
https://twitter.com/TheManUtdWay/status/1024453840328962048
Liðið varðist heilt yfir vel og virtist stefna í að United færi með 2-0 forskot inn í leikhléð. En stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks átti Theo Hernandez flotta fyrirgjöf fyrir mark United þar sem Karem Benzema skaut sér á milli McTominay og Bailly og skoraði. Vel gert hjá Madrídarmönnunum en ekki nógu góður varnarleikur hjá okkar mönnum.
Seinni hálfleikur var að mestu eign Real Madrid. Þeir hvítklæddu héldu boltanum töluvert meira og leituðu að jöfnunarmarkinu en fundu það hvergi. De Gea varði vel þegar á þurfti að halda en bestu færunum náðu leikmenn Real að klúðra sjálfir. Ødegaard setti til að mynda dauðafæri yfir markið. United náði af og til að minna á sig með skyndisóknum og þegar liðið náði að halda boltanum þá var oft gaman að sjá hvernig menn gátu spilað sig út úr stöðum.
https://twitter.com/madsonIine/status/1024471199810813955
Fred spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliði Manchester United og stóð sig heilt yfir vel. Andreas Pereira var á sínum stað í hjarta miðjunnar og þeir landar náðu oft mjög vel saman. Alexis Sánchez og Juan Mata börðust vel og virka í flottu formi fyrir tímabilið sem fer að hefjast, það er mjög jákvætt að sjá. Luke Shaw og Darmian voru iðnir við að fara fram völlinn þegar færi gafst, sérstaklega í fyrri hálfleik. Shaw var svo duglegur í því að Bale sá þann kost vænstan að færa sig yfir á hinn kantinn til að reyna sig frekar gegn Darmian.
Það var margt í þessu þótt það sé enn slatti sem má gagnrýna. Það á nóg eftir að gera enn áður en tímabilið hefst, enda eru ennþá margir leikmenn sem eiga eftir að snúa aftur eftir sumarfrí. Vonandi er þó hægt að byggja á frammistöðum þeirra sem eru að standa sig hvað best.
En svo er ein spurning sem væri gaman að fá svör við: er þetta 3-5-2 komið til að vera?
Innkast
Áður en leikurinn hófst kom út nýtt Innkast hjá Fótbolta.net þar sem ritstjórnarmeðlimur Rauðu djöflanna mætti og ræddi um það sem er í gangi hjá félaginu þessa dagana.
https://twitter.com/Fotboltinet/status/1024424971081338880
Bjarni says
Gaman að því að vinna leik og ekki verra á móti evrópumeisturunum. Nú þarf bara að láta kné fylgja kviði og nýta síðustu dagana fram að fyrsta leik og slípa liðið betur saman. Setti utd handklæðið mitt á bekkinn hér á Spáni við litla hrifningu sundlaugavarða en það litla sem ég skil í spænsku var ekki fagurt.
Karl Garðars says
Þetta var alveg ágætt hjá okkar mönnum. Bailly var eins og herforingi í vörninni. Fred átti nokkur moment þar sem maður hugsaði: bíddu við, þetta gæti orðið eitthvað.
Flestir að eiga mjög fínan leik og það var hápressutaktík í gangi sem allir lögðu sig fram að fylgja. Enn og aftur er Pereira að koma sterkur inn.
3-5-2 gæti hreinlega virkað ef miðjumennirnir eru sóknarþenkjandi (semsagt ekki Fellaini og McTominay) og varnarmennirnir hraðir.
Erum við þá að tala um:
Shaw- McT-Bailly-Timbo-Valencia
Pogba-Herrera-Fred
Alexis-Lukaku
Mögulega Lindelöf fyrir McT eða Tuanzebe og Dalot inn fyrir Tony V.
Maður spyr sig..
Cantona no 7 says
Mourinho og co flottir.
G G M U
Björn Friðgeir says
Pereira fyrir Herrera?
Karl Garðars says
Ég sver það að ég ætlaði að skrifa Pereira :)
Halldór Marteins says
Mourinho sagði þetta eftir leikinn:
„Tactically, means nothing,“ Mourinho said. „We tried with the players we had available to organise the best possible team to defend against them. We only had one central defender- Bailly – so I decide because I have only one, instead of playing with two I play with three. Because with three they can support each other a bit more. Timo Fosu-Mensah is a right-back, Scott McTominay is a centre midfielder, we tried to organise the three to make them a bit more comfortable, so I was not working to prepare the team for the future of the Premier League, I was just trying to get the best possible result.“
Svo kannski er ekkert mikið í þessum 3-5-2 pælingum.
Narfi says
Það verður þó að segjast, hvort sem það var uppstillingin eða bara af því að þetta var æfingaleikur, að bakverðirnir sýndu meira sóknarlega í þessum leik en langflestum leikjum síðasta vetrar. Að auki fannst mér Shaw nýta hraða og sprengikraft nokkrum sinnum til að komast inn í langar sendingar, sem var virkilega gaman að sjá. Darmian var hins vegar í basli varnarlega. Ég á síður von á að hann verði liðsmaður United í vetur.
Auðunn says
Sá aðeins síðari hálfleinn í endursýningu á MUTV.
Gat ekki séð mikla sóknartilburði hjá okkar mönnum en eflaust var eitthvað meira um það í fyrri hálfleik.
Ákveðin lyftistöng fyrir liðið og stuðningsmenn að vinna þennan leik.
Menn hafa rætt að ástæða fyrir þessari neikvæðni stjórans sé sú að hann sé óánægður með að hafa ekki allan hópinn og ekki fengið það sem hann vill þegar kemur að leikmannakaupum.
En hei eru ekki öll stórlið og allir stjórar í sömu eða svipuðum sporum á þessum tímapunkti?
Og er hægt að kaupa og kaupa og kaupa án þess að selja líka?
Erum búnir að fá 3 leikmenn, einn hættur og einn seldur.
Höfum svo sannarlega nægilega stóran hóp og rúmlega það.
Erum t.d með 5 miðverði og 6 bakverði. Það telst nú bara nægur fjöldi.
Er sammála því að það mætti losna við menn eins og Smalling, Darmian og Rojo. En það þurfa þá að vera kaupendur til staðar sem eru tilbúnir að borga sanngjarnt verð. United getur ekki staðið í því að gefa leikmenn og borga svo yfirverð fyrir þá leikmenn sem Móri vill fá þannig að staðan er ekki auðveld.
Mourinho og hver annar stjóri ættu að geta gert sér grein fyrir þessari staðreynd.
Þetta er hluti af jobbinu og annaðhvort sætta menn sig við það eða ekki.
Ef ekki þá er spurning um að róa á önnur mið.
Mourinho á að geta nýtt sér það sem hann hefur í höndunum eins og aðrir. United er eitt dýrasta fótboltalið í heiminum og það er hellingur af stjórum sem öfunda Mourinho út í að hafa úr öllum þessum leikmönnum úr að velja.
Hann er í einu besta starfi í heiminum og mætti stundum vera svolítið þakklátur fyrir það í stað þess að pirra sig á því að fá ekki nákvæmlega það sem hann vill. Það fær það bara enginn í þessum bransa né öðrum.
Halldór Marteins says
Mourinho hefur einmitt talað um það í viðtölum síðustu daga að það sé eðlilegt að stjórar vilji meira og það sé eðlilegt að þeir fái ekki alltaf allt sem þeir vilja. Hann hefur líka sagt það að hann vilji tvo leikmenn, haldi að hann geti sennilega bara fengið einn og ef það komi enginn þá muni þeir samt berjast, samt vinna af krafti og trúa á leikmennina sem eru til staðar í liðinu.
Mourinho hefur sagt að hann sé ósáttur við að hafa ekki alla sterkustu leikmennina í undirbúningstímabilinu en hann hefur líka bent á að mörg önnur ensk lið glími við sama vandamál, á meðan önnur hafa fengið flesta sína lykilmenn til baka. Í kjölfarið benti hann réttilega á það að hinar stóru deildirnar í Evrópu gefi liðum sínum og leikmönnum lengri tíma til að jafna sig eftir HM, gagnrýni hans er alfarið á enska knattspyrnusambandið, frekar en að hann sé í verri málum en önnur ensk lið. Og það er bara mikið til í þeirri gagnrýni.
Auðunn says
Veit það nú ekki.
Afhverju eiga þessir menn að fá lengra frí en venjulegt fólk?
Þetta eru menn á besta aldri í frábæru formi og tugir milljóna á viku.
Hvað réttlætir það að þeir fái lengra frí?
Þótt þetta sé misjafnt eftir deildum þá veit Mourinho hvernig þetta er á Englandi og þarf bara að sætta sig við þá staðreynd eins og aðrir eða fara þá að þjálfa í öðru landi.
Hann er heimsmeistari í væli.
Karl Garðars says
Það segir sig sjálft að ef menn eru að leggja sig fram þá er þetta engin venjuleg vinna.
Björn Friðgeir says
Of stutt frí kemur bara niður á leikmönnum. Sjáum t.d. hvernig Alexis er núna að spila eftir að hafa fengið almennilegt frí í fyrsta skipti í fimm ár!
gummi says
segir það það okkur ekki svoldið um Móra að hann vilji að leikmenn sínir stytti sumarfríð sitt honum er skítt sama um leikmennina sína og klúbbinn því fyrr sem hann fer því betra fyrir klúbbinn
Karl Garðars says
Hann var einmitt að þakka þessum leikmönnum sérstaklega í viðtali fyrir að stytta fríið sitt um 3 daga eftir því sem ég best veit óumbeðið. Ef hann væri að gagnrýna þetta og skikka þá fyrr úr fríi þá værum við að lesa fyrirsagnir þess efnis hreint um allt.