Félagaskiptaglugginn lokar klukkan fjögur í dag og við verðum á vaktinni. Minnum á upphitunina og spána fyrir tímabilið sem við birtum í gær!
Það býst enginn við neinu úr þessu en svona er staðan:
Alderweireld strandar á Levy, Mourinho vill Boateng, en stjórn United (segir sagan) vill Maguire. Allt í hönk
8:25: United á að hafa spurst fyrir um Layvin Kurzawa, vinstri bakvörð PSG (skv L’Equipe) og miðjumanninn Adrien Rabiot, líka hjá PSG. Skrýtið.
8:30: Fréttamannafundur fyrir leikinn á morgun og José segir að það best hann viti verði ekki keypt neitt. „The information I have is no.“
10:08 Diego Godín???
https://twitter.com/tsf_podcast/status/1027499517783023616
10:50 Nei.
https://twitter.com/sistoney67/status/1027506346395095040
15:23: Nú segir Guardian að Timothy Fosu-Mensah sé á leiðinni í lán til Fulham.
15:59 Staðfest, því sem næst
https://twitter.com/samuelluckhurst/status/1027584525759651840
16:00: Munið þið þegar við héldum að þrír byrjunarliðsmenn áður en HM byrjaði væri bara alveg fínn séns? Takk fyrir daginn…
https://twitter.com/ToeInTheWater1/status/1027581541172621313
Kaup
Fred frá Shakhtar Donetsk: 53m punda
Diogo Dalot frá Porto: 19,8m punda
Lee Grant frá Stók: Frjáls sala
Sölur
Daley Blind til Ajax: 14.4m punda
Sam Johnstone til West Brom: 6,6m punda
einarb says
Slæmur gluggi og svo virðist vera eitthver sýndarmennska í gangi núna í lokin til að ‘friða’ stuðningsmenn … Godin? Hann myndi aldrei koma til United. Hlægileg viðreynsla og þetta virðist einungis gert til að sýna út á við að klúbburinn sé að vinna í að kaupa toppleikmenn.
Við færum fjær City og Chelsea, Liverpool og Arsenal hafa öll styrkt sig töluvert í þessum glugga. Þá helst Liverpool sem verður nú að teljast eina liðið sem gæti átt möguleika á að keppa við Pep (og peningana) um titilinn.
Bestu tíðindi, og í raun það eina sem ég hugga mig við, þessa glugga eru þessi kaup Real Madrid á Courtois – þetta þýðir að þeir hljóta hætta hugsa um De Gea næstu misserin.
Skýr skilaboð frá stjórninni til Mourinho – þú færð ekki meiri stuðning og verður að vinna úr þessu sem þú hefur. Það er ljóst að maður þarf að hafa fremur hófstilltar væntingar fyrir veturinn, 3-4 sætið væri gott og að komast kannski í 8 liða úrslit meistaradeildar. Allt annað plús.
gummi says
við verðum heppnir ef við náum 4 sætinu en það er bara nokkuð ljóst að stjórnin er ekki ánæð með Móra enda er hann búinn að fá að eyða fullt af peningum og útkoman er eitt leiðinnlegasta liðið í boltanum í dag
Jón says
hvað eru margir leikmenn búnir að segja bara nei við United í þessum glugga ef við ætlum að keppa við Liverpool og City þá verður Móri Trúður að fara
Björn Friðgeir says
Jón: Enginn sem ég veit um. Skv nýjustu fréttum af Godín var það umbinn sem var að spila með United til að fá launahækkun. Ekkert nýtt þar.
Jón says
Kovacic sagði nei vil ekki spila fyrir Móra og Witsel sagði nei og Boateng Bjössi reyndu nú að taka hausinn á þér útur rassgatinu Móra þetta er bara ekkert bóðlegt lengur
Björn Friðgeir says
Líklega rétt með Kovacic. Algert slúður með Witsel (umboðsmaðurinn var eitthvað að tuða) og Boateng sagði ekki nei, það var búið að staðfesta það.
Ragnar says
Þið spilið á morgun það hefur aldrei reynst gott að mála skrattann á vegginn strax þó vissulega hafi maður búist við meiri styrkingu hjá United sérstaklega í ljósi þess að þetta er klúbbur sem skortir ekki peninga.
Er sammála með Liverpool og City þetta er líklegustu liðin í ljósi hvernig þaug hafa styrkt sig þó að City hafi nú ekki gert stór kaup þá vantaði þeim heldur ekki mikið.
En menn gleyma samt einu , Sarri og Emery eru algjörlega óskrifuð blöð í ensku þeir gætu rúllað öllum upp eða drullað uppá bak svo er Tottenham alltaf líklegir og mig hlakkar persónulega að sjá hvernig West ham gengur þar sem meistari Pellagrini er með þá. En eitt er víst það mun klárlega koma í ljós.
Ólafur says
Shit hvað ég væri til í Zouma frá Chelsea.
Ég held að þar sé á ferðinni leikmaður sem henti leikstíl Móra fullkomnlega og gæti gert gæfumuninn fyrir okkur á þessu tímabili. Svo vantar okkur bara backup fyrir Lingard/Sanchez og þá verðum við í baráttu um 2. ef ekki sigur í þessari deild.
Glory Glory
Björn Friðgeir says
Zouma er sýnist mér á leið til Everton
gummi says
það er eitthvað mikið í gangi sem við fáum ekki að vita
Jón says
það er bara spurning hvort við komust yfir höfuð í Evrópu keppnina
gummi says
Fíblið talar bara eins og hann sé að stjórna stoke þessi maður er bara United til skammar
Björn Friðgeir says
Hvað nákvæmlega er José að segja sem er svona slæmt, Gummi?
JónH says
Hef á tilfinningunni ađ stjórnin sé hreinlega byrjuđ ađ undirbúa næsta glugga. Þeir hafa ekki trú á ađ Móri klári tímabiliđ, og vilja frekar geyma peninginn til 2019 og versla inn tvöfalt þá. Vona ađ Pochi stjórni þeim kaupum.
gummi says
Að hafa náð 2 sætinu í fyrra sé hans mesta afreg hann talar bara eins og hann er að stjórna einhverjum smá klúbb
Ingvar says
Langar að taka „pínulítið“ upp hanskann fyrir Woodward og co. Markaðurinn er svolítið furðulegur, 80 mills fyrir Harry? Halló? 50 mills fyrir Boateng, 30 ára með mikla meiðslasögu. Spurs væntanlega mjög þrjóskir með Toby, vildu sjálfsagt slétt skipti á honum og Martial.
Einnig er hægt að tala um af hverju Móri vill nýjan miðvörð. Hvernig á hann að réttlæta það að kaupa miðvörð í öllum sumargluggum? Í þokkabót er hann með 5 miðverði á launaskrá og að bæta þeim 6 og 7unda við án þess að losa um var ekki option. Bara pæling.
Ólafur says
Jæja. Ég var líka bara að djóka með þetta Zouma drasl.
En hvernig væri að athuga með td skipti á martial sem við höfum ekkert við að gera og td Matip hjá Liverpool eða Mee hjá Burnley?
Það eru leikmenn sem gæti gert svipað fyrir okkur og koma walker gerði fyrir City.
Glory glory.