Fyrst: Ekki missa af djöflavarpi gærkvöldsins:
Næst: Watford.
Það hefðu líklega sum okkar spáð því að þegar kæmi að fimmta leik mótsins að þar myndu mætast lið annars vegar með fullt hús stiga og hins vegar helming þess. En að það væri Watford með tólf stig og United með sex held ég að enginn þori að segjast hafa haldið.
Fyrir tímabilið var Watford ekki spáð góðu gengi og ritstjórn RD plantaði þeim í þriðja neðsta sæti. Watford átti þrjá fyrstu leiki sína gegn Brighton, Burnley og Crystal Palace og komst á góðan skrið með að vinna þá alla. Síðan spáðu flest að þetta góða gengi myndi enda þegar kom að leik við Tottenham Hotspur en öllum á óvörum unnu Watford þann leik líka, þrátt fyrir að hafa lent undir, 1-0.
Það er því ekki einu sinni hægt að segja að Watford sé sýnd veiði, hvað þá heldur gefin þegar United mætir á Vicarage Road á morgun. En hvað er það sem hefur skapað gengi Watford í þessum fyrstu leikjum?
Fyrst og fremst er það þjálfarinn, Javi Gracia sem fær hrósið. Hann tók við Watford í janúar og gekk vel að halda Watford utan fallhættu, en liðinu gekk samt afspyrnuilla síðustu mánuðina eftir að fallið var orðið fjarlægt. Í sumar náði liðið ekki að styrkja sig mikið, stærstu kaupin voru Gerard Deulofeu frá Barcelona á 13 milljónir evra. En í sigrinum gegn Spurs lék Ben Foster, sem kom frá West Brom fyrir 2 og hálfa milljón evra einn nýju leikmannanna og búist er við sama liði á morgun
Aldrei þessu vant er uppstillingarfídusinn okkar á gati því almennt vilja uppstillingarnördar kalla þetta 4-2-2-2 fremur en 4-4-2, með Capoue og Doucouré aftast á miðjunni og Pereyra og Hughes fyrir framan. Það er einmitt Argentínumaðurinn Roberto Pereyra sem er markahæstur Watford manna með þrjú mörk í þessum fjórum leikjum. Gegn Spurs voru það samt troy Deene og Craig Cathcart með skalla eftir horn sem tryggðu sigurinn.
United er því vonandi fjarri því sigurvissir þegar kemur að þessum leik og eftir hrasanirnar hingað til væri sigur á morgun kærkomin staðfesting á að betri tímar séu í vændum.
Eftir landsleikjahléið koma allir leikmenn heilir til baka, utan Luke Shaw sem fékk slæmt höfuðhögg í leik Englands og Spánar fyrir viku. Enn er ekki ljóst hvort hann fær leyfi til að leika gegn Watford en það er þó ekki útilokað. Sigur í síðasta leik gegn Burnley gerir það að verkum að eins og með lið Watford geri ég ráð fyrir óbreyttu, eða nær óbreyttu liði.
Fred lék með Brasilíu í vikunni, sem og Andreas sem varð fyrsti leikmaðurinn í hundrað ár sem er fæddur utan Brasilíu sem leikur fyrir landsliðið. Langferð þeirra hjálpar eflaust ekki til við að koma þeim í byrjunarliðið á morgun. Það er hins vegar spurning hvort tvö mörk Marcus Rashford koma honum þangað, þó ég haldi ekki. <viðbót: enda er hann í banni!>
Fellaini heldur sæti sínu ef hann er ekki þeim mun meiddari, en hann dró sig út úr landsliðshópi Belga vegna smávægilegra meiðsla að því er sagt er. Styrk miðja verður nauðsyn á morgun og Burnley leikurinn sýndi að Fellaini kemur með þann valkost og vel það
Leikurinn á morgun hefst klukkan 16:30 að íslenskum tíma
Bjarni says
Erfiður leikur framundan, vonandi verður stóri maðurinn á skotskónum í dag og að vörnin haldi hreinu. Þurfum 3 stig í dag.
Auðunn says
Skil ekki afhverju liðið hættir að spila fótbolta, leggst í vörn og dúndrar boltanum bara eitthvað út í loftið.
Voru góðir í fyrrihalfleik en svo bara fer öll spilamennska liðsins í tóma vitleysu.
Er skipt um taktík í 0-2 eða?
Átta mig ekki á þessum.
En þetta slapp sem betur fer en liðið verður að bæta sig.
Cantona no 7 says
Góður sigur á liði sem er að standa sig vel.
Sá því miður ekki leikinn vegna anna.
Sýnist dómarinn reka Matic út af fyrir litlar sakir,en við erum vanir
svona „dómgæslu“.
Næst spilum við Ungu Drengina í Sviss og þurfum sigur þar.
G G M U
Helgi P says
þennan sigur á De Gea gjörsamlega frábær í dag
Hjöri says
De Gea er að bjarga þessu liði eina ferðina enn. Það er orðið alveg típiskt með þetta lið, að það spilar bara annan hálfleikinn vel, en eru í basli hinn hálfleikinn.