Það er óhætt að segja að þessi vika hafi ekki verið góð fyrir Manchester United. Hrikalegt tap um helgina gegn West Ham og ömurlegt jafntefli á Old Trafford gegn Valencia. Í hálfleik gegn West Ham vorum við líklega flest farin að búast við að José tæki pokann sinn þá og þegar, en hann er enn við stjórnvölinn og að minnsta kosti sumir af traustari blaðamönnunum halda því fram að hann hafi enn traust stjórnarinnar, og eins eru einhverjar fréttir af því að Zinedine Zidane sé ekki alveg fyrsti kostur að taka við.
Hvað sem slúðri líður þá er José að halda blaðamannafund núna klukkan átta að enskum tíma, eða sjö að íslenskum g það er ekki hægt að segja að hann hafi verið glaður og hress í bragði
A taste of Mourinho’s frosty press conference this morning:
Q Why are things not working?
A For many different reasons.
Q Can you say the reasons?
A No.
Q Run not good enough?
A Yes I accept
Q Are you doing all you can?Silence#mufc
— James Robson (@jamesalanrobson) October 5, 2018
Annars eru sömu menn meiddir og áður og liðið verður einhvern veginn svona
Já ég vona að Valencia fái fríið. Annars er víst sama hvernig stillt er upp, ekkert gengur.
Newcastle United
En Manchester United er ekki eina liðið sem er í krísu. Newcastle United er eitt af fáum liðum í deildinni sem á verri eigendur en United og það er allt að skila sér núna. Rafa Benítez skilaði góðum árangri með liðið í fyrra miðað við aðstæður, en veturinn fer skelfilega af stað hjá þeim. Það var að vísu ekki hægt að fá erfiðari byrjun, liðið hefur leikið sjö leiki í deild, gert jafntefli við Cardiff og Crystal Palace, en tapað fyrir Tottenham, Chelsea, Manchester City, Arsenal og nú loks Leicester um síðustu helgi. Reyndar töpuðust leikirnir gegn Spurs, Chelsea, City og Arsenal allir 1-2!
Það er því víst ekki þeirra draumur að koma á Old Trafford í kjölfarið, eða hvað. Það hefur víst sjaldan verið betri tími til að gera einmitt það. Nema ef vera skyldi þegar David Moyes var stjóri, þegar Newcastle vann sinn fyrsta og enn eina sigur á Old Trafford frá 1972. Sem er reyndar ágætis áminning um að þó staðan sé slæm, þá hefur hún verið verri.
Lið Newcastle mun líklega líta einhvern veginn svona út
Að vísu eru varnarmennirnir eitthvað hnjaskaðir, Yedlin, Fernández og Dummett eru allir á hættu að missa af leiknum. Að því sögðu virðist sem það þurfi að skora tvö mörk gegn Newcastle til að vinna leikinn og það hefur reynst erfitt fyrir United. Ef það er eitthvað sem Rafa getur þá er það að stilla upp liði til að vinna gegn taktík andstæðingsins og hann hlýtur að horfa á United núna og sjá að liðið er ekki svipur hjá sjón og hann gæti þess vegna sótt sigur á Old Trafford.
Leikurinn byrjar 16:30 á morgun, laugardag
Bjarni Ellertsson says
Stutt og hnitmiðuð upphitun, flott enda liggur nokkuð ljóst hvað liðið þarf að gera á morgun. Get ekki beðið eftir leiknum því þarna mæta tvö vængbrotin lið sem ætla að nýta sér það til að snúa taflinu við. Fróðlegt verður að sjá okkar menn hvort þeir mæti til leiks eða séu farnir að hugsa um landsleikjahléið, þ.e þeir sem þurfa þess. Vonast eftir 3 stigum og góðum leik, menn verði með hugann við efnið, lífsgleði á hliðarlínunni og brjáluð stemming í stúkunni. Allt sem mér finnst hafa vantað á þessu tímabili. Það virðist vera að það sé farið að slá aðeins í rækjusamlokuna :)
GGMU
Keano says
Sorry, en þessi upphitun endurspeglar nákvæmlega stemminguna yfir Man Utd núna. Lítill metnaður, enginn áhugi og enginn tilbúinn til þess fórna sér almennilega fyrir málstaðinn.
Vonandi eru fréttirnar á Mirror réttar og að Mourinho verður rekinn núna um helgina, sama hvernig þessi leikur fer. Þá kannski fáum við almennilega upphitun ;)
GGMU
Björn Friðgeir says
úff… þetta er högg :D
Keano says
Ekki misskilja mig Björn Friðgeir, þessi athugasemd mín er fyrst og síðast rituð út frá þeirri staðreynd að ég veit að þú getur skirfað svo miklu þéttari og betri upphitanir – hef lesið þær nokkrar eftir þig ;)
Sá örlitla kómík í þessu – vona að þú sjáir það líka. Er verulega þakklátur fyrir þessa síðu. :)