Hrikalega svekkjandi að missa þetta niður í jafntefli eftir að það leit út fyrir að United ætlaði heim með sigur í leik sem var ekki sérstaklega tíðindamikill en engu að síður góð frammistaða United.
Alexis Sánchez kom beint til London eftir landsleikjahléið og var því bara á bekknum og Marouane Fellaini var meiddur þannig að liðið gegn Chelsea var stillt upp í sóknarhug, Pogba og Matci voru aftast á miðjunni með Mata fyrir framan.
Varamenn voru S.Romero, Bailly, Darmian, Andreas, Ander Herrera, Fred, Alexis.
Lið Chelsea var svona
United lék mjög aftarlega, og leyfði Chelsea að sækja. Það komu strax augnablik þar sem fór um mann þegar vörning virtist ekki hin traustasta, t.d. braut Matic aulalega á Hazard hálfum metra utan teigs, sparkaði hann niður líklega til að stöðva Hazard frá að komast í færi. Vildi til að aukaspyrnan var of nálægt og Willian setti boltann hátt upp í stúku. Matić hefði getað fengið gult fyrir brotið en fékk slíkt í staðinn rétt á eftir fyrir lítið brot á Hazard uppi á vallarhelmingi Chelsea. Annars jafnaðist þetta aðeins og United fékk að vera smá með boltann, besta færi þeirra kom eftir kortér þegar Lukaku fór upp í fyrirgjöf en skallaði langt framhjá, þó ekki úr frábærri aðstöðu.
En mark Chelsea kom ekki á óvart. Hazard fékk að leika sér úppii við endamörk, gaf fyrir og Smalling án pressu setti boltann í horninu. Hornið kom inn á teiginn og Rüdiger kom a ferðinni og skallaði inn, án þess að Pogba sem átti að dekka hann kæmi neinum vörnum við. Frekar lélegt að fá þetta á sig, Pogba trompaðist og pönkaðist i Lindelöf sem var þó að dekka sinn mann, hefði frekar átt að skamma sjálfan sig.
Chelsea var síðan mun betra, sóknir United frekar bitlausar og síðan var United stálheppið að fá ekki annað mark á sig á 31. mínútu, Young svaf og löng sending innfyrir kom á Marcos Alonso sem náði ekki alveg nógu góðri fyrstu snertingu og De Gea komst í blotann.
United reyndi að sækja undir lok fyrri hálfleiks en það var að mestu gagnslaust fálm.
Í seini hálfleik kom Chelsea mun betur út en eftir tæpar tíu mínútur náði United að jafna gegn gangi leiksins. United sótti in í teig, Mata átti skot sem Arrizabalaga varði, Mata var fyrstur í boltann, gaf fyrir, tveir Chelsea leikmenn skölluðu en komu boltanum ekki út úr teig, Young skaut að marki, bltinn fór af Rashford og svo af Jorginho beint á Martial sem fékk óvænt en brást gríðarvel við, tók hann á lærið og smellti honum síðan boltanum í netið. Mikið klafs á undan vissulega en mjög vel afgreitt!
Eftir þetta jöfnunarmark var leikurinn aðeins jafnari en David Luiz átti að koma Chelsea yfir. Aukaspyrna kom inn á teiginn þar sem Luiz var aleinn og óvaldaður og hafði næga tíma, en skallaði yfir. Heppnir þar United. De Gea varði síðan vel en Martial kom United yfir á 73. mí´nutu!
Mata kom upp hægri kantinn, vann einvígi og kom boltanum á Rashford, Rashford sendi yfir í teiginn fjær, þar var Martial, missti boltann aðeins frá sér í fyrstu snertingu en Azpilicueta var alltof langt frá honum til að gera eitthvað í því og Martial skoraði með góðu skoti úti við stöng óverjandi fyrir Kepa.
United hafði alls ekki verið meira með boltann en Chelsea var greinilega brothætt fyrir sóknum, það var ekki hægt að kalla þessa gagnsókn sem gaf markið hraða, fimm Chelsea leikmenn voru í kringum Rashford og Lukaku en enginn almennilega í Martial vinstra megin.
Herrera kom inn á fyrir Mata strax eftir markið og leikurinn var nokkuð tíðindalaus í góðan tíma eftir það. Bæði Rashford og Martial komu útaf, fyrst Martial og olli það nokkrum vonbrigðum og síðan Rashford. Andreas Pereira kom inn fyrir Martial og Alexis fyrir Rashford.
Chelsea sótti án afláts síðustu mínútur leiksins, sex mínútum var bætt við og hálfri mínútu áður en viðbótartíminn rann út náði Ross Barkley að jafna og stela stigum af United. Markið var gríðarlega slakt, Azpilicueta gaf fyrir, Luiz átti hörkuskalla sem small í stönginni, Rüdiger var aleinn en skot hans var varið snilldarlega af De Gea, það nægði ekki því Barkley var líka óvaldaður og skoraði í autt mark.
Eftir markið varð einhver ægilegt rekistefna við varamannabekk United, José varð foxillur eftir að einhverjir af Chelsea bekknum voru með uppsteit og eftir að það hafði verið róað niður og leikurinn byrjaði aftur tók leikmenn upp á því að lenda í hörku rifrildi.
https://twitter.com/DeludedBrendan/status/1053638514645045249
Sveinbjörn says
Væri nú til í einn Chicarito til að hrella Luiz, vonum að Lukaku stígi upp í leiknum og láti amk Morata ekki líta vel út.
Man hreinlega ekki eftir að hafa unnið sigur á Stamford Bridge og líkurnar eru óbærilega litlar á því að við vinnum. Samt ætla ég nú að kveikja á skjánum og horfa á þetta. Einnig vil ég að Sarri taki ekki Conte á þetta og sigri 4-0.
Sjáum hvað setur.
Bjarni says
Nei ekkert varnarlið en vörnin fær þá bara meira að gera og ekki boðar það gott, en við sjáum til.
Bjarni says
Þarf eitthvað að fjölyrða hvernig þessi leikur fer. Ekkert utd lið á vellinum bara 11 dauðyfla einstaklingar, áhorfendur í fyrstu sætaröð. En hvað ætla menn að gera i seinni hálfleik, halda sama miðjumoðinu áfram eða fórna sér í allt. Það er hvort sem er jafnslæmt að tapa 3 núll eða eitt núll með spilamennskunni sem liðið sýndi í fyrri hálfleik.
Hafa leikmenn trú, það er stóra spurningin.
GGMU
Bjarni says
Óheppni, munar alltaf um þær mínútur þegar menn liggja í grasinu. Menn stigu upp í seinni og börðust sem einn maður. Sárt að taka ekki stigin 3 eins og þetta spilaðist fyrir okkur. Lífið heldur áfram.
GGMU
Heiðar says
Mikið er nú pirrandi að fá á sig mark á síðustu sekúntunni….. Brúin er og verður okkar versti staður til að heimsækja.
DMS says
Hrikalega svekkjandi að missa þetta niður í jafntefli. Slakur fyrri hálfleikur en menn börðust í þeim seinni og það var jákvætt. 1 stig á brúnni hefði svo sem ekki verið slæmt fyrirfram en fjandinn hafi það, þetta svíður svona í blálokin…
Georg says
Gott stig fengið þarna á stað sem hefur verið svoddan eyðimerkurganga sl ár þó það sé pirrandi að fá á sig mark eftir 90+6+ mín.
Eitt sem ég tek eftir, að pakka í vörn….á það ekki að koma í veg fyrir mörk? Hef ekki fengið það á tilfinninguna síðan Móri tók við. Kannski er rútan hans orðin frekar götótt eftir of mikla notkun..
Cantona no 7 says
Missti því miður af leiknum.
Jafntefli á Brúnni er ekki slæmt samt.
G G M U
gummi says
en að vera í 9 sæti eftir 9 umferðir og markatöluna mínus einn er mjög lélegt
Heiðar Halldórsson says
Velti fyrir mér þessum skiptingum hjá Móra. Planið sjálfsagt að tryggja varnarleikinn með að fá Herrera inn á (sem þó gekk ekki eftir) en hvað átti Pereira að gera sem Martial var ekki fær um ??
Fyrst Chelsea jöfnuðu þá get ég ekki annað en litið á ákveðið moment á lokamínútunum sem lykilmoment í þvi´hvernig fór. Alexis fær boltann, sér Lukaku ca 10 metrum fyrir framan sig kominn í efnilegt hlaup, sendingin mjög einföld í framkvæmd en verður alltof föst og Lukaku sem að öðrum kosti hefði verið kominn einn inn fyrir nær ekki boltanum. Ef að þetta súmmerar ekki upp slæman feril Alexis hjá United þá veit ég ekki hvað! Hann er eins og Michael Jordan í Space Jam !!!