Marcus Rashford kom Manchester United til bjargar í dag með sigurmarki sínu í uppbótartíma er okkar menn heimsóttu Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag. Eftir afleitan fyrri hálfleik var lið United margt um betra í þeim síðari og að lokum náðust stigin þrjú, sætt.
Varamenn: Romero, Darmian, Jones, McTominay, Herrera, Lingard, Rashford.
Þetta fór heldur betur illa af stað gegn spútnik liði Eddie Howe sem situr í 6. deildarinnar og var búið að vinna síðustu þrjá leiki sína í öllum keppnum. Heimamenn spiluðu þunglamalegt lið United sundur og saman og snemma leiks uppskáru þeir verðskuldað mark, Callum Wilson gerði það á 11. mínútu eftir fyrirgjöf frá Junior Stanislas.
Það tók um hálftíma fyrir United til að vakna til lífs og skömmu síðar, á 35. mínútu, tókst Anthony Martial að jafna metin eftir sendingu Alexis Sánchez. Fimmta mark Frakkans í síðustu fjórum leikjum. Eftir það og sérlega í síðari hálfleik var United töluvert sterkari aðilinn í leiknum og hreinlega ótrúlegt að biðin eftir marki varð jafn löng og raun bar vitni. Ashley Young setti boltann í þverslánna eftir aukaspyrnu, þaðan hrökk hann til Rashford sem á einhvern óskiljanlegan hátt tókst ekki að skora í autt mark af stuttu færi, skot hans fór af varnarmanni, næst í Paul Pogba og þaðan hrökk knötturinn af öðrum varnarmanni á marklínunni sjálfri! Skömmu síðar átti Ander Herrera tvær ágætar tilraunir en Spánverjinn kom inn af varamannabekknum eftir tæplega klukkutímaleik og hjálpaði það liðinu að ná betri tökum á miðjunni.
Það voru svo einhverjir farnir að naga neglurnar þegar, á annarri mínútu uppbótartímans, Pogba átti fyrirgjöf á fjærstöngina. Þar tók Rashford á móti boltanum og náði að troða honum yfir línuna af stuttu færi, 2:1, og stigin í höfn!
Sætur og nauðsynlegur sigur en mikið afskaplega voru leikmenn United slappir í byrjun dags. Nemanja Matic hefur spilað nánast hverja mínútu síðan hann kom í fyrrasumar og hann virðist hreinlega þurfa á fríi að halda. Ander Herrera kom með nýtt líf inn í leikinn í síðari hálfleik, kannski sérstaklega vegna þess hve viljugur hann er til að hlaupa í báðar áttir! Það var ótrúlegt að sjá bæði Pogba og Juan Mata skokkandi fram völlinn þegar Bournemouth skoraði markið sitt og einir þrír leikmenn voru einir á auðum sjó, í algjöru dauðafæri þar. Herrera hefur aðeins byrjað einn leik í deild á tímabilinu en, á þessari frammistöðu, ætti hann jafnvel að fá sénsinn bráðlega. Næsti deildarleikur er auðvitað gegn Manchester City og Herrera hefur oft reynst vel í skítverkunum í slíkum stórleikjum, fyrst er það þó Juventus í Meistaradeildinni á miðvikudaginn kemur; við þurfum að spila betur þar, töluvert betur.
Bjarni Ellertsson says
Jæja, alltaf er það eitthvað.
Rauðhaus says
Hálftími liðinn og við stálheppnir að vera bara 1-0 undir. Bournemouth betri á öllum sviðum leiksins.
Runar P says
Maðurinn sem aldrei gefst upp Tony Marshall…
Cantona no 7 says
Góður sigur á erfiðum útivelli.
Vonandi er þetta að koma hjá okkar mönnum.
Juventus næstir og vonandi spilum við vel þar ekki veitir af.
G G M U
Heiðar says
Skemmtilegur leikur. Okkar menn algjörlega á hælunum í fyrri hálfleik og sundurspilaðir af baráttuglöðum Bournemouth mönnum. Gríðarlega mikilvægt að ná jöfnunarmarkinu og það var annað United lið sem mætti eftir hlé. Mér fannst reyndar draga af okkur síðasta korterið og bæði liðin frekar ólíkleg til að setja sigurmark. Á endanum voru það pjúra einstaklingsgæði sem skáru úr um sigurvegarann. Ég var búinn að kalla á eftir Pogba töfrum allan leikinn og loksins á 92 mínútu komu þeir!
Ég er farinn að hlakka til að sjá solid 3-0 sigur… ef við vinnum leiki þá er það eins naumt og það verður. Vantar meiri stöðugleika í frammistöður nokkurra leikmanna. Það er klárt.
DMS says
Ömurlegur fyrri hálfleikur og svo taka menn sig á í þeim seinni.
Þetta fer að komast í vana, en væri alveg ágæt tilbreyting að sjá liðið mæta í leikina í allar 90 mínúturnar.
Rúnar P. says
Svakalega skemmtilegur leikur sem þetta var, náði samt ekki að horfa á síðustu 10mín og mikið glaður að sjá að við unnum á mjög erfiðum velli
Heiðar says
Góðir punktar varðandi Matic. Finnst hann hafa verið á hælunum í undanförnum leikjum og ólíkur sjálfum sér, gefandi frá sér boltann og tapandi návígjum. Eflaust hefði hann haft gott af hvíldinni. Herrera er alltaf duglegur og ef hann á góðan dag er framlag hans ómetanlegt. Það yrði sterkt að spila honum á Etihad eftir viku. Þar eru við að horfa á leik þar sem United verður ekki meira en 30-40% með boltann og svæðið milli varnar og miðju mun því öllu máli skipta varðandi það hvaða úrslitum við náum úr þeim leik.
Gunnar says
Matic var ekki með á undirbúningstímabilinu og missti af fyrstu umferðunum, allt vega þess að hann fór í aðgerð í byrjun júlí (kviðslit?). Einnig missti hann af leik vegna rauðs spjalds. Það er því alveg jafn líklegt að hann hafi ekki ennþá komist í nógu gott líkamlegt form til þess að spila eins og hann á að sér. Hann er ótrúlega oft ekki alveg vakandi í leikjum á þessu tímabili.
Eins virkar Lukalu út eins og að hann sé alls ekki í formi, það kemur varla fyrr að hlaup hjá honum séu rétt tímasett, miklu freka að hann taki sprettinn bara til að sýna hvað hann er duglegur.
Missti Murinio ekki einmitt þann þjálfara sem alla tíð hefur séð um að hans lið væru í rétta forminu, þegar hinn portúgalski vinur hans hvarf á braut.