Byrjunarlið United kom vægast sagt á óvart í dag en José Mourinho ákvað að fara í fimm manna varnarlínu með þá Nemanja Matic og Scott McTominay í miðverði ásamt Phil Jones. Vakti þetta litla lukku meðal stuðningsmanna liðsins enda með eindæmum varnarsinnuð uppstilling gegn liði á borð við Southampton.
Ertu ekki að grínast með uppstillinguna? Getur einhver sagt mér hvort að Eric Bailly sé látinn, með ebola eða bara í frystikistunni? Þetta gæti (vonandi) orðið síðasti naglinn í kistu Jose.
— Benedikt Gretarsson (@bennigretars) December 1, 2018
Þetta er skrýtnasta byrjunarlið sem ég hef séð United stilla upp
Martial bekkjaður en Matic fær á einhvern hátt að halda sæti sínu sama hvað
🙄— Tommi Tanölg (@TomasJohannss) December 1, 2018
Man Utd fans baffled with Jose Mourinho's bizarre starting XI for Southampton https://t.co/fNm6TGbGRw pic.twitter.com/BvKVJEYaCm
— Mirror Football (@MirrorFootball) December 1, 2018
Annað sem kom á óvart var það að Ashley Young byrjaði leikinn í hægri bakverði en Mourinho hafði tilkynnt að Diego Dalot myndi byrja leikinn fyrr í vikunni. Ástæðan fyrir því er að ég held hræðsla en þeir Chris Smalling og Eric Bailly misstu af leiknum vegna meiðsla. Því hefur José ekki þorað að setja Dalot inn með nú þegar laskaða varnarlínu – að því sögðu þá er þetta Southampton. Stilltu upp sókndjörfu liði og jafnaðu út lélega vörn með frábærri sókn.
Byrjunarliðið var eftirfarandi:
Á bekknum voru svo Sergio Romero, Diogo Dalot (70. mín), Marcos Rojo, Fred, Jesse Lingard, Juan Mata og Anthony Martial.
Spjöld: Rashford (18. mín), Fellaini (35. mín) og Pogba (53. mín).
Fyrri hálfleikur: Hörmulegar 30 mínútur – Frábærar 15 mínútur
Eftir aðeins tveggja mínútna leik gerðist Alex McCarthy, markvörður Southampton, sekur um slæm mistök þegar honum mistókst að sparka knettinum frá marki sínu. Í kjölfarið átti Marcus Rashford hælsendingu á Romelu Lukaku sem náði skoti á markið sem McCarthy varði. Var það eina alvöru færi United á fyrsta hálftíma leiksins. Á sjöttu mínútu leiksins áttu heimamenn svo álitlega sókn sem rann út í sandinn en fyrstu tíu mínútur leiksins voru með eindæmum rólegar.
Næstu tíu mínútur leiksins voru hins vegar eitthvað allt annað en þegar 12 mínútur voru komnar á leikklukkuna tóku heimamenn forystuna. Það gerði Stuart Armstrong með góðu skoti utarlega úr vítateig Manchester United en hann smellhitti boltann í fyrsta eftir sendingu Michael Obafemi. Ég ætla ekkert að þykjast vita hvaða menn þetta eru en það lýsur ástandi hjá United ágætlega þeir Halli og Laddi eru farnir að skora gegn liðinu.
Vert er að taka fram að Southampton hafði aðeins skorað sex mörk á heimavelli fyrir leikinn og ekki enn unnið heimaleik í deildinni (síðasti sigurleikur liðsins á heimavelli kom 23. apríl).
Aðeins sex mínútum síðar ákvað Marcus Rashford að togna á heila og brjóta á Mario Lemina rétt fyrir utan vítateig. Rashford fékk gula spjaldið fyrir vikið. Cedric Soares, hægri bakvörður heimamanna, stillti knettinum upp og smurði hann svo yfir varnarvegg United og upp í samskeytin. Óverjandi fyrir David De Gea og staðan orðin 2-0 heimamönnum í vil.
Cédric Soares has scored his first league goal since September 2013, 1891 days ago.
What a way to score his Premier League goal. 🎯 pic.twitter.com/Ed6IfJFYhX
— Squawka (@Squawka) December 1, 2018
Hvað nákvæmlega gerðist eftir tæpan hálftíma er í raun ómögulegt að setja fingurinn á en leikur United umturnaðist allavega. Rashford virtist loksins finna taktinn en hann vann knöttinn af harðfylgi nálægt vítateig Southampton og renndi knettinum inn fyrir fyrir þar sem Lukaku kom á fullri ferð og hamraði knettinum af alefli í netið. Staðan orðin 2-1 og okkar menn komnir aftur inn í leikinn.
12 games and 981 minutes .
Romelu Lukaku has waited a while for that.#SOUMUN: https://t.co/j464MHeD1F pic.twitter.com/fMc9UbAh9c
— Match of the Day (@BBCMOTD) December 1, 2018
Aðeins sex mínútum síðar hafði United jafnað metin. Þar var að verki Ander Herrera eftir frábæran sprett Rashford upp hægri vænginn þar sem hann óð fram hjá hverjum varnarmanni Southampton á fætur öðrum áður en hann sendi þéttingsfastan bolta meðfram jörðinni þegar hann var kominn alveg upp að endalínunni. Sendingin rataði á Herrera sem flikkaði honum með hælnum undir McCarthy í marki Southampton og staðan orðin 2-2.
Herrera gerði sig svo líklegan til að koma United yfir undir lok fyrri hálfleiks þegar hann átti þrumuskot beint á McCarthy. Staðan 2-2 í hálfleik.
Ander Herrera has scored his first Premier League goal since April 2017, 595 days ago.
Back on level terms. pic.twitter.com/3y1PNnImdE
— Squawka (@Squawka) December 1, 2018
Drep leiðinlegur síðari hálfleikur
Síðari hálfleikur fór einkar rólega af stað en heimamenn hefðu ef til vill átt að fá vítaspyrnu þegar rúmur klukkutími var liðinn af leiknum. McTominay virtist þá brjóta á Michael Obafemi, eða Ladda eins og ég kýs að kalla hann, innan vítateigs. Kevin Friend, dómari leiksins, gerðist einkar vinalegur og dæmdi ekkert. Áfram hélt ekkert að gerast í leiknum og loks á 70. mínútu kom fyrsta skipting leiksins. Hún var til heiðurs Louis Van Gaal en Mourinho skipti Diogo Dalot inn fyrir Luke Shaw.
Shaw virtist reyndar vera meiddur og fór beint inn í klefa. Það gæti ekki komið á verri tíma en vörn United var einstaklega þunnskipuð fyrir leik. Á 76. mínútu gerði Mourinho sína aðra breytingu en þá Anthony Martial kom þá inn fyrir Rashford.
Ef eitthvað þá voru það heimamenn sem voru nær því að tryggja sér sigur heldur en okkar menn. Leiknum lauk hins vegar með 2-2 jafntefli sem gerir um það bil ekki neitt fyrir United í baráttunni um 4. sætið en liðið er sem stendur í 7. sæti með 22 stig, jafn mikið og Everton sem á leik til góða.
Punktar eftir leik
- Loksins þegar Mourinho virtist vera finna mojo-ið sitt aftur þá hefur hann svo sannarlega verið sleginn niður á jörðina. Markalaust jafntefli gegn Crystal Palace og svo þetta stórundarlega byrjunarlið í dag. Að því sögðu eru litlar sem engar líkur að hann verði atvinnulaus á næstunni þar sem það kostar eigendur félagsins of mikið að reka hann – og það eina sem þeir hugsa um eru jú peningar.
- Meiðslavandræði United halda áfram. Ef það er einhver tími í ensku deildinni þar sem þú þarft alla þína menn heila er það í desember geðveikinni. Það stefnir hins vegar í að United verði án um það bil allra sinna varnarmanna í komandi leikjum.
- Tekst United að enda í efstu fjórum sætum deildarinnar? Svarið er einfalt: Nei.
hanni says
hvernig í ósköpunum er lukaku inni en martial úti. þessi maður er að reyna að vinna ekki leiki.
gummi says
Hann vil vera rekinn og það sést bara á þessari uppstillingu hjá þessu gráharða kvikyndi hann er að eyðilegja fótboltan fyrir manni
Helgi P says
Ef þetta væri stjóri hjá einhverju öðru topp liði þá væri löngu búið að reka hann
Sindri says
Komið í ljós eftir 20 mínútur hversu áhugaverð uppstillingin er.
Geiri says
Fellaini er knattspyrnu undur.
Þvílíkur leikmaður, hann getur bæði hlaupið til hægri og vinstri á sama hraðanum.
Bayern, Barcelona eða Juventus munu keppast um að bjóða 350 -450 miljónir Pund í hann núna í janúar.
Ingvar says
Hversu lélegt er þetta lið orðið? Þetta er svo langt umfram sjokkerandi!!!
Turninn Pallister says
Djöfull er þetta lélegt, erum að spila á móti lélegasta liði deildarinnar og lítum hörmulega út. 2-0 undir eftir 20 mínútur er bara ekki boðlegt. Þarf ekki að horfa meira, af þeim sem eru inná, þá eiga ekki nema í mestalagi 4 skilið að klæðast United treyju. Það sjá það allir.
Björn Friðgeir says
Þarna er stórlega vegið að Halla og Ladda.
gummi says
Við erum klárlega með einn versta stjóran í boltanum í dag hann er félaginu til skammar
DMS says
https://www.mbl.is/sport/enski/2018/12/01/einfaldleikinn_er_snilld/
Einfaldleikinn er snilld segir Móri.
Höfum þetta þá einfalt, Mourinho út sem fyrst!
Mórallinn er laaaaangt niðri og ég er ekki að sjá hann rífa þetta upp aftur. Látið Carrick og Butt taka við þessu út seasonið og svo verður staðan tekin í vor í stjóramálum.
Helgi P says
Afhverju er félagið ekki búið að reka manninn hvað þurfa þeir að sjá meiri örmum frá þessu liði