Stóru fréttirnar láku rétt fyrir sjö, bæði Paul Pogba og Romelu Lukaku voru á bekknum. Eftir nokkrar vangaveltur komust menn að því að líklegast væri að liðið væru að spegla hvort annað, bæði í 3-4-3 uppstillingu. Diogo Dalot byrjaði sinn fyrsta úrvalsdeildarleik og Marcos Rojo sinn fyrsta leik á tímabilinu. Sóknir United frá upphafi sýndu án efa að Darmian og Dalot voru fullir þátttakendur og því mun réttar að hafa þá sem miðjumenn en varnarmenn.
Varamenn: S.Romero, Valencia, Fellaini, Mata, McTominay, Pogba, Lukaku
Lið Arsenal var svona:
United var mun frískaraliðið frá upphafi og héldu boltanum vel. Sóknir þeirra stöðvuðust þó oftast við teiginn enda var varnarlína Arsenal þétt og liðið allt mjög til baka þegar United sótti. Arsenal sótti ekki oft, en var næstum komið í færi þegar Ramsey kom boltanum framhjá Dalot inn á Kolasinac, en vörn United hreinsaði. Leikurinn var að snúast þannig að um miðjan hálfleikinn var Arsenal komið með yfirburði á boltanum og United var liðið sem bakkaði og þétti línurnar. Arsenal spilaði mikið upp á Dalot sem þurfti að gefa nokkur horn til að verjast. Úr einu slíku á 26. mínútu gaf Torreira fyrir, Shkodran Mustafi skallaði í jörð og upp og á einhvern óskiljanlegan hátt skóflaði De Gea boltann upp og yfir sig. Ander Herrera reyndi að hreinsa á línu en boltinn var rétt kominn inn. 1-0 fyrir Arsenal.
En United var ekki lengi að svara fyrir sig. Guendouzi brá Martial rétt utan vítateigshálfhringsins og dæmd var aukaspyrna. Rojo tók aukaspyrnuna, Leno skutlaði sér og varði út til hliðar, þar náði Ander Herrera boltanum alveg á endalínunni og náði að skófla boltanum fyrir, sendingin fór framhjá Lingard sem var dottinn en Anthony Martial var á markteignum til að hamra boltann inn. Herrera var reyndar rangstæður sem nam nokkrum sentimetrum rangstæður þegar Rojo tók aukaspyrnuna, fínt að VAR var ekki komið í gagnið. Vörn Arsenal getur líka sjálfri sér um kennt, voru lengi að bregðast við og létu Martial óáreittan.
Rob Holding meiddist þegar Marcus Rashford keyrði frekar hressilega inn í hann skömmu eftir mark United, og Stephan Lichtsteiner kom inn á í staðinn. Mustafi var hins vegar fyrstur í bókina eftir nokkuð groddalega tæklingu á Marcus Rashford úti við endamörk. Það kemur hins vegar engum á óvart að Marcos Rojo fékk fyrstur United manna gult, tók létta flugtæklingu á Guendouzi inni í teig Arsenal. Varla mínútu síðar brá Lingard Torreira til að stöðva sókn Arsenal og fékk réttilega gult og síðan var komið að Bellerín að sparka í Darmian og enn eitt spjaldið. Loks var það Nemanja Matic sem var spjaldaður fyrir að toga í Aubameyang sem var að sleppa í sókn eftir slæma sendingu frá United. Fimm spjöld á fimm mínútum var ansi hressilegt.
Torreira hefði getað fengið gult fyrir að stíga á ökklann á Matic en dómarinn mat það sem slys. Síðan var það Ramsey sem fór að haltra eftir samstuð en Ramsey hélt út til hálfleiks. Henrikh Mkhitaryan kom síðann inná fyrir hann í hálfleik
Þetta var bara frekar góður fyrri hálfleikur frá United, í það minnsta miðað við síðustu leiki. Liðið var þétt, vörnin að mestu góð og sóknirnar´sterkari, þó ekki kæmu færin, ekki frekar en að Arsenal fengi þau. Fyrir utan markið voru það helst tvö langskot frá Rashford og Martial sem hittu markið en bæði skot voru beint á Leno.
Fyrstu mínútur hálfleiksins sóttu Arsenal en United sneri því vel og ullu usla í vítateig Arsenal. Torreira fór í Martial án þess að ná í boltann, hefði jafnvel getað orðið víti. Dalot átti góða rispu inn í teig og skömmu síðar varði Leno neglu Rojo yfir.
Martial haltraði af velli á 63. mínútu og Romelu Lukaku kom inná. Á sama tíma kom síðasta skipting Arsenal, Lacazette fyrir Iwobi.
En þrátt fyrir góða sóknartilburði United var það Arsenal sem komst yfir. Rojo var undir pressu frá Mkhitaryan og gaf beint á Lacazette. Eftir veggsendingu á Mkhitaryan var Lacazette kominn inn fyrir og skoraði, þrátt fyrir tæklingu Rojo sem missti af boltanum en nelgdi niður Lacazette.
En aftur jafnaði United strax. Rojo fékk boltann eftir miðjuna og nelgdi fram, einn varnarmaður missti af boltanum, sem fór svo af Kolasinac og Lingard var fyrstur til og skoraði framhjá Leno.
Arsenal setti í sóknargír og óð upp í teig en þar var fyrir David de Gea og bætti fyrir mistökin í fyrri hálfleik með frábærri markvörslu frá Aubameyang..
Þá gerði United sína aðra skiptingu, Fellaini kom inná fyrir Rojo sem var orðinn ansi heitur fyrir rauða spjaldinu. De Gea varði aftur glææsilega langskot frá Aubameyang og svo kom Pogba inná fyrir Lingard. Arsenal var að sýna hvers vegna liðinu hefur gengið mun betur í seinni hálfleikjunum í vetur og voru ansi sprækir en leikurinn var mun opnari en í fyrri hálfleik. Arsenal komu boltanum í mark á 90. mínútu en Mkhitaryan var mjög rangstæður við endamörk þegar hann sneri boltann inn.
United hélt síðan út fjórar mínútur og rúmlega það í viðbótartíma.
Þetta er vissulega hressasti leikur sem við höfum séð frá United í langan tíma en það var ekki nóg. Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik voru Arsenal vissulega aðeins betra liðið í seinni hálfleik og hefðu getað stolið sigrinum undir lokin.
Uppstilling United virkaði vel gegn eins uppstillingu Arsenal og leikmenn voru ákafari en við höfum séð lengi. En það var ekki alveg nóg. Þegar Lukaku og Pogba komu loksins inná gerðu þeir nákvæmlega ekkert til að sýna að þeir ættu að fá að vera með frá upphafi. Marcos Rojo kom vel út í sínum fyrsta leik í vetur, gaf síðan mark og hann hefði hugsanlega átt að fá eitt rautt, ekkert nýtt þar. Eric Bailly var mjög öruggur eftir meiðslafráveru og ætti að vera með fast sæti.
En þetta er ekki leikurinn sem breytir gangi tímabilsins. United hefur tekið 2 stig af 12 gegn Tottenham, Chelsea, City og Arsenal og það er svo fjarri því að vera viðunandi. Liðið er enn 8 stigum frá fjórða sæti, þökk sé tapi Chelsea gegn Úlfunum í kvöld en er núna 18 stigum á eftir City.
https://twitter.com/gavreilly/status/1070438110994030592
Stigið þýðir að stjórnin getur líklega leiðrétt það fyrir sjálfum sér að reka ekki José, en þeir eru líklega ein um þá skoðun. Það að þessi leikur hafi verið smá skemmtun bjargar ekki málum.
Bjarni Ellertsson says
Hefði sett Valencia inn fyrir Herrera, þá værum við með 7 varnarmenn og bannað svo framherjunum að hlaupa aftur fyrir miðju. Gefa okkur svo tíma í öll föst leikatriði. Annars þegar ég hugsa þetta betur þá skiptir engu máli hve margir eru í vörn, hún míglekur einsog ………. Annar góða skemmtun yfir leiknum, ég er farinn í Costco.
GGMU
Sindri says
Fyrri hálfleikur ágætur á að horfa. Treyjunúmeraskipti Rojo fóru alveg framhjá mér, hann skorar í seinni. Við vinnum seinni og vinnum leikinn.
Koma svoooo.
Turninn Pallister says
Alls ekki eins slæmur leikur og ég átti von á. Fannst við vera frísklegir lengst (eða allt þar til Pogba kom inn á) og allt annað United lið en maður hefur verið að horfa á undanfarið. Kannski ekki mörg opin færi hjá okkur, en við vorum þó að negla á markið og gera okkur líklega.
Arsenal eru með hörku framlínu og hafa ekki átt í neinum vandræðum með að skora í vetur. Samt þurfti sjaldgæf mistök frá DeGea og svo skitu frá Rojo (sem var búin að vera nokkuð Solid fram að því), til þess að þeir næðu að skora hjá okkur.
Allavega, engin niðurlæging og óvenju gaman að horfa á okkar menn í kvöld (fyrir utan áðurnefnt Rojo klúður auðvitað).
Atli Þór says
Mér fannst þetta frísklegasti leikur okkar í langan tíma. Hápressa mest allan leikinn og gaman að sjá kraftinn í liðinu. Þetta Arsenal lið er búið að vera á mikilli siglingu og mér fannst þetta flottur leikur. Ander Herrera ofboðslega duglegur og leiddi pressu út um allan völl af miklum krafti. Menn lögðu mikla orku í leikinn og þetta vil ég sjá í hverjum einasta leik. Nokkrir leikmenn í liðinu eru ekki í mikilli leikæfingu svo eðlilega sáust þreytumerki þegar leið á leikinn. Eric Bailly er framtíðar varnarmaður og þrátt fyrir slæm mistök í byrjun tímabils þá finnst mér hann mjög efnilegur. Hann þarf að fá leiki til að slípast. Þremenningarnir frammi voru líka sprækir í pressunni og höfðu greinilega gaman af. Lukaku virkaði þungur. Sjá og Matic var góður í kvöld, þrátt fyrir mikið leikjaálag.
Með þessum krafti í öllum leikjum væri liðið með 15-20 stigum meira.
Vonandi þorir liðið að leika svona áfram.
Herbert says
Lang skemmtilegasti United leikur sem ég hef séð í langann tíma! Var frábært að sjá kraftinn í liðinu. Sammála Atla, ömurlegt að fylgjast með hvað leikurinn versnaði með innkomu Pogba og Lukaku. Held reyndar að Lukaku sé ekki nógu góður til að vera aðal-striker hjá United. Skemmtileg uppstilling fyrir utan að Rojo er bara ekki með vott af viti í hausnum. Ótrúlegt að hann hafi ekki farið útaf með rautt. Fyrir utan þessi mistök hans í markinu.
Friðrik Már says
Það væri óskandi að sjá þennan baráttuvilja gegn minni liðunum eins og gegn Brighton og West Ham, þá værum við örugglega ofar. Rashford hljóp eins og hann væri þindarlaus allan leikinn, Herrera og Bailly skiluðu líka mikilli vinnu og heilt yfir var vinnuframlag okkar manna óvenjulega mikið. Auðvitað er alltaf hægt að taka fyrir menn eins og M. Rojo sem átti mjög dapran dag og virðist ekki eiga mikið heima í toppliði, amk ekki á svona dögum, en við verðum líka að horfa til þess að við erum með ansi marga menn á meiðslalistanum hjá okkur og bæði hann og Bailly að koma til baka eftir langa fjarveru frá vellinum.
Sammála fyrri commentum, við vorum frískir og leikurinn var skemmtilegur og taugastrekkjandi alveg til síðustu sekúndu. Við vorum heppnir að fá ekki á okkur fleiri mörk en við vorum líka óheppnir og í leik sem einkenndist af mistökum held ég að við getum verið þokkalega sáttir við stigið þó auðvitað hefði verið sætt að taka þrjú og saxa á Arsenal og Chelsea.
gummi says
Hvernig getur þessi maður verið en þá við stjórn tímabilið er næstum því hálfnað og við erum í 8 sæti og markatalan í mínus
Hannes says
Með góðfúslegu leyfi frá þeirri góðu síðu fotbolti.net þá pósta ég þessar gleðifréttir.
https://www.fotbolti.net/news/07-12-2018/ovaent-yfirlysing-mourinho-er-ekki-a-forum