Byrjum á almennu leiklýsingunni á þessum ömurlega leik á Anfield í dag áður en við förum út í frekar stöðumat
Nokkrum mínútum áður en leikurinn hófst kom tilkynning um breytingu á liðinu. Chris Smalling meiddist í upphitun og Eric Bailly kom inn í liðið. Phil Jones tók sæti hans á bekknum. José valdi ða fara aftur í 3-4-1-2 uppstillinguna sem hann hafði reynt á móti Arsenal.
Varamenn: Romero, Bailly, Pogba, Mata(85′), Martial(79′), Valencia, Fellaini(46′)
Lið Liverpool leit svona út:
Það er ekki hægt að segja að stuðningsmenn hafi tekið liðinu fagnandi! United átti sóknir í upphafi leiks sem ekki gáfu mikið, Liverpool reyndi síðan og De Gea þurfti að taka góða dýfu til að verja laust skot Firmino. Liverpool náði fljótt tökum á leiknum, Lindelöf var örlítið heppinn að ná að koma til baka og verjast Salah eftir að hafa misst boltann, Liverpool fékk nokkur horn og úr einu þeirra varði Young á línu.
United var að spila mjög aftarlega og það var oft næsta handahófskennt hverjir voru til varnar gegn áköfum sóknum Liverpool og markið var alltaf á leiðinni o g kom loks á 24. mínútu. Young var í vandræðum inni í teig og var um það bil að missa boltann til Salah en náði tæklingu á síðustu sekúndu og setti boltann í innkast. Liverpool lék boltanum fyrir framan teiginn og Fabinho gaf svífandi sendingu inn á teiginn. Sadio Mané kom á hlaupinu alveg ótruflaður af Young, tók boltann á kassann og setti hann auðveldlega framhjá De Gea.
Pressa Liverpool var stöðug og það var stórkostlega óvænt þegar Lingard jafnaði á 34. mínútu. United sótti hratt, Lingard gaf góða sendingu á Lukaku kom upp vinstrameginn og gaf sendingu fyrir, Alisson kastaði sér níður, fékk boltann í hendurnar, hélt honum ekki og boltinn barst út á Lingard sem skoraði. Skemmtileg mistök frá manninum sem sumir hafa verið að reyna að segja sé bestur í deildinni og líklega það eina í leiknum sem gladdi.
Lukaku fékk gult spjald fyrir harða tæklingu á Keita, skipti þá litlu að boltinn hafi verið á milli og Keita slapp þrátt fyrir að hafa farið með sólann yfir boltann og í lærið á Lukaku.
Jöfnunarmarkið hleypti orku í United og liðið fór loksins að spila svolítið, halda boltanum á miðjunni og reyna sóknir og liðið fór með 1-1 inní klefa.
Diogo Dalot hafði verið alveg þokkalegur í fyrri hálfleik en hann fórt útaf í hálfleik og Marouane Fellaini kom inná í staðinn. Þetta þýddi breytingu á uppstillingu, Fellaini fór á miðjuna og Darmian í hægri bakvörðinn. Liverpool sótti stöðugt og United þurfti að vera í nauðvörn. De Gea tók eina toppvörslu og síðan komst Young fyrir skot Mane.
United var hvað eftir annað með alla leikmenn inni í teig og Rashford og Lingard voru eins og auka bakverðir. Þetta olli því að Liverpool var að fá færri færi en reyndu oftar skot.
United fékk sitt fyrsta horn á 65. mínútu og strax annað. Lítið varð úr því seinna, en Liverpool hafði þegar þarna var komið sögu fengið 12 horn.
Annað mark Liverpool lá auðvitað í loftinu og kom á 73. mínútu. Mané sótti utan af kanti, tók Herrera í nefið og gaf lágan bolta fyrir, De Gea setti fótinn í boltann og skaut honum út í teig, þar var Xherdan Shaqiri sem var nýkominn inná, skot hans fór í Young og breytti örlítið um stefnu en var hvort heldur er óverjandi fyrir De Gea.
Það var síðan aftur Shaqiri sem skoraði þriðja markið og aftur var það skot sem fór í leikmann United, í þetta skipti Eric Bailly og sú snerting sendi boltann alveg út við stöng. Annað grísamark frá Shaqiri sem endurspeglaði samt yfirburði Liverpool algerlega
Martial hafði komið inná fyrir Herrera rétt fyrir þriðja markið og Mata kom inná fyrir Lingard. Paul Pogba sat því út leikinn á United bekknum. Liverpool eyddi þeim tíma í stöðugri sókn, en fékk þó ekki færi að ráði önnur en langskot. Enda endaði tölfræðin þannig að Opta taldi 36 skot Liverpool í leiknum, það mesta sem United hefur fengið á sig síðan Opta byrjaði að telja.
Frekari tölfræði frá StatsZone sýnir enn betur hversu skelfilegt þetta allt var.
https://twitter.com/StatsZone/status/1074362316186152961
Niðurstaðan
Þetta er líklega léleagsti leikur sem ég hef séð United spila á Anfield, þó töpin hafi orðið verri. Mourinho stillti liðinu upp til að minnka skaðann sem mest en það tókst ekki. Vissulega voru seinni mörkin grísamörk, en það er það sem gerist þegar lið fær endalaus tækifæri til að skjóta.
Það kemur enginn United leikmaður úr þessum leik með nokkuð hrós á bakinu, jú De Gea varði þau skot sem hægt var en annars var hver slakari en annar. Lingard skoraði ágætt mark en átti líka skelfilegar sendingar og skot út í bláinn.
En það var ekkert sem kom á óvart í dag. José getur ekki notað Pogba og Pogba getur ekki spilað fyrir José og þá er gagnslaust að velja hann. Nemanja Matic er löngu fallinn á tíma, spurning hvort Balí ferð um jól og áramót gæti hresst hann samt, en ekkert annað. Vörnin var gersamlega skipulagslaus og kannske skiljanlegt þegar trekk í trekk voru tíu manns inni í teig, þá er erfitt fyrir fjóra þeirra að vera á ákveðnum stöðum.
Það hafa allir sagt þetta áður, en núna hlýtur þetta að vera búið. Það verður að breyta einhverju og það tekur of mikinn tíma að fara í gegnum tvo leikmannaskiptaglugga og vona að José fái pening og velji rétt, reyndar hvorugt líklegt eins og staðan er.
Það getur verið að það taki tíma að finna nýjan stjóra en allt er skárra en José Mourinho eins og staðan er. Það myndi meira að segja ekki skipta máli hvort það þýddi að enginn yrði keyptur í janúar.
Að auki verður að taka inn yfirmann knattspyrnumála. Og láta hann fá a.m.k. hluta af þeim völdum sem Edward Woodward hefur í dag. Eins líklegt og það er nú.
gummi says
Þetta gæti endað í stóru tapi í dag
Maggi says
Hvílík dómgæsla.
gummi says
Það vonandi að þetta tap þíði að þessi þjálfarinn okkar verði rekinn
Auðunn says
Fellaini með eina af sínum frábæru sendingum.
Hans skot og sendingar eru í sömu gæðum og maður sér hjá 10 ára krökkum.
Lélegasti leikmaður sem nokkur tíma hefur spilað með þessu liði enda liðið búið að vera lélegt síðan hann kom.
Sindri says
Allt eftir bókinni í dag. Sem betur fer unnu Everton og Bournemouth ekki sína leiki þannig að við höldum okkur í 6. sæti.
MSD says
Jæja – hversu langt niður eigum við að sökkva þangað til einhver grípur í taumana?
Þetta er bara bull og vitleysa. Út með Mourinho ekki seinna en strax! Það eru engin batamerki á lofti, við versnum bara.
halki says
þegar ég sé Ed Woodward fæ ég ælu upp í háls. þessi rusladallur er það sem er að hjá þessu félagi.
gummi says
Þetta er lang lélegasta united lið sem ėg mann eftir móri djöfull er būinn að taka þetta united lið og rústa því
Pétur says
Flottur leikur og LFC hefðu átt að vinna stærra.
Turninn Pallister says
Ég get ekki lækað þessa færslu nógu oft hjá þér Halki, en mikið er ég nú sammála. Sá að Sir. Alex og David Gill sátu saman í stúkunni og horfðu á niðurlæginguna. Ef bara að Eddi égkaupibaraeinhvern og Fúli Móri hefðu bara brot af snilli þessara félaga. En því miður munum við sitja uppi með báða fram á vor.
Sárt að horfa upp á þetta, tímabilið í deildinni eiginlega búið fyrir áramót hjá okkur. Við ættum að svamla á svipuðum slóðum í lok tímabils. Í
Einar says
Nú hef ég fylgst með þessu ástkæra liði okkar í rúm 25 ár, en ég hugsa að United liðið sem ég sá í dag á Anfield hafi verið það allra lélegasta sem ég man eftir. Ekki það að þessi mannskapur sé endilega sá versti, en liðsheildin er bara í algjöru þroti. Það er ekki komin jól og við erum 19 stigum á eftir Liverpool. 19 stig! Það var bara eitt lið sem reyndi að spila fótbolta í dag.
Mourinho styllti upp sínu varnarsinnaða liði, mér var nær að kalla þetta 7-2-1 frekar en 3-4-1-2 eða hvernig sem fólk vill sjá þetta. Martial sem hefur verið (ásamt Shaw) eina vonarglætan í vetur á bekknum. Það átti að reyna að nútralisera spræka púlara, og gekk ekki betur en svo að við fengum á okkur 36 (!) markskot og það er í raun ótrúlegt að staðan hafi verið 1-1 í hálfleik. Það má helst þakka Alisson fyrir þá gjöf. Þetta var algjör einstefna.
Ég get eiginilega ekki meir af þessu. Það verður dregið á mánudag í meistaradeildinni, og ég veit bara, að það skiptir engu máli hvaða mótherja við fáum – við munum ekki eiga break! Algjört vonleysi. Ég hef aldrei séð eins háa veðmálastuðla á United sigur í þessari rimmu, segir töluvert mikið um almenna trú á að útisigri í dag.
Það er engin afsökun fyrir þessari frammistaða önnur en slæm taktík og leikmenn sem hafa ekki vilja til að gefa allt í þetta fyrir þjálfarann og klúbbinn.
Morinho verður að fara, þetta var (vonandi!) síðasti naglinn í kistuna.
Johann says
Burt með Móra
Sarinn says
Sorglegt hvað klúbburinn er sokkinn niður í eymd og volæði hörmulegrar spilamennsku. Sé ekki að þetta breytist á næstunni. Því miður.
Jón B says
Get ekki sagt annað en „helvítis focking fock“
Auðunn says
Það er ótrúlegt að hugsa til þess að Mourinho sé búinn að eyða umþb 150.milj punda i tvo miðjumenn (Pogba+Fred) sem hann notar svo ekki í svona leik.
Annar á bekknum og hinn kemst ekki í hópinn.
Svo notar hann Fellaini sem kæmist ekki í Everton í dag og varla í annað lið í þessari deild.
Og á að treysta svona manni til að eyða meiri peningum?
Það er alveg deginum ljósara að hann er algjörlega ófær með öllu til að stjórna þessu liði.
Hans ákvarðanir hafa verið skelfilegar frá fyrsta degi og ef eitthvað er þá versna þær með tímanum.
Eitthvað sem er erfitt að trúa.
MSD says
Ég skil ekki af hverju menn eru að sætta sig við þetta. Tottenham fjárfestu ekki í neinum leikmanni. Mourinho var ósáttur með að fá ekki varnarmann en fjandinn hafi það, þetta er sami mannskapur og í fyrra plús Fred og Dalot. Jú hann seldi Blind en ég efast um að við söknum hans mikið. Þetta er sami neikvæði leikstíllinn og í fyrra nema núna lekum við miklu meira af mörkum og þá er nú lítið eftir við þessa spilamennsku sem hægt er að byggja á.
Móri er kominn í þrot með liðshópinn. Það er auðveldara að skipta um stjórann heldur en allan leikmannahópinn, það er bara staðreynd. Pogba spilaði vel hjá Juve, hann spilar vel hjá franska landsliðinu. Hann er fígúra utan vallar og eflaust ekki allra, en hann var keyptur á metfé og Mourinho nær engu úr honum. Hann spilar ekki Fred sem hann keypti sjálfur. Lukaku virðist vera of þungur á sér líkamlega. Vörnin er ónýt fyrir utan markmanninn. Stjóri sem tekur við liði sem þarf að byggja upp ætti að vera kominn með ákveðið handbragð á sitt lið á sínu þriðja tímabili. Það hefur ekkert gerst og ég efast um að Móri viti sitt sterkasta byrjunarlið eða formation. Sjáið t.d. Arsenal, maður sér strax að það eru ákveðnar breytingar á spilamennsku í gangi frá tíð Wenger og þeirra stjóri er nýtekinn við.
Pétur says
Ég vill ekki losna við Móra , hann er sigurvegari og grefur sig úr þessari holu. Pogba er rotta og get ekki beðið eftir því að losna við þann ræfil, það sem að hann hefur skaðað liðið á þessu tímabili.
Heiðar says
Móri var spurður að því í dag hvort að hann tryði því að leikmennirnir hefðu lagt sig alla fram í leiknum. Það þótti mér jafn heimskuleg spurning og Móra því United gáfu sig alla í þennan leik, hentu sér í alla bolta og tæklingar – það var ekki vandamálið heldur að Liverpool er miklu betra lið.
Bökkum 10 ár aftur í tímann… við vorum ríkjandi Evrópumeistarar með Rooney, Ronaldo og Tevez… Rio, Vidic, Giggs, Scholes…. Það vildu flestir leikmenn koma í United, og jafnvel dreymdu um það. Hvað gerðist…. svona í stóra samhenginu? Þegar Sir Alex hætti var niðursveiflan klárlega hafin enda þótt hann hafi á einhvern ótrúlegan hátt náð að kveðja með Englandsmeistaratitli. Restina þekkjum við.
Það er allt í rugli, hvert sem litið er. Við erum enn en nota leikmenn sem voru keyptir af Sir Alex og þóttu ekki endilega eiga framtíð fyrir sér hjá félaginu. Það hafa verið keyptir leikmenn… fyrir mikla peninga… þeir bara virka ekki – geta ekki.
Kaldhæðni dagsins var sú að markaskorarar LFC væru Mane og Shaquiri. United voru orðaðir við Mane í langan tíma þegar hann var hjá Southampton en á einhvern óskiljanlegan hátt ákváðu þeir að kaupa hann ekki. Shaquiri var einn efnilegasti leikmaður Evrópu en mátti ekki við margnum hjá FC Bayern og fór til Stoke hvar hann spilaði í þrjú tímabil. Ég velti stundum fyrir mér í þau skipti þar sem United var augljóslega að leita af frískum leikmanni hvers vegna þeir keyptu hann ekki. Svo fór hann fyrir litlar 13 milljónir punda til LFC og er núna búinn að skora í 13 leikjum 5 mörk, meira og minna af bekknum.
Ég er kominn með þá skoðun að klúbburinn þurfi að skipta algjörlega um forustu. Það er eitthvað meira en Móri sem er að klikka hér. Ed Woodward þarf að fara ásamt Móra og inn þarf að koma stjóri sem stjórnar leikmannakaupum, elskar félagið og helst lifir fyrir það. Roy Keane þyrfti svo að vera ráðinn í þjálfarateymið og gefa mönnum hárblásarann þegar við á !!
Tòmas says
Rekstur klúbbsins hefur verið slakur seinustu ár. Leikmannakaup Woodwards eru afleit. Gaman væri að vita hvernig staðið væri að þessu?
Ef við hugsum til baka þá fékk Moyes ekki það sem hann vildi. Fellaini var ekki hans fyrsta val en líklega einu ,,stóru kaupinn“ sem skiluðu sér.
Það var heilmikið verslað fyrir Van Gaal en aðalega útbrunninn Galactico (Di Maria, Falcao, Schweinsteiger) sem stóðu engan veginn undir væntingum. Varnarmenn sem keyptir voru langt frá því að vera í heimsklassa. Depay kom og miklar væntingar bundnar við hann en olli miklum vonbrigðum.
Ætla ekki að rekja hvernig þetta hefur verið undir Móra, við þekkjum það allir.
Eftir þrjá misheppnaða stjóra, heilmikið af vondum leikmannakaupum…velti ég fyrir mér að það hlýtur að vera hitna undir Woodward? Leiðréttið mig ef ég segi einhverja vitleysu en hann ber að stórum hluta ábyrgð á hvaða stjóri er ráðinn sem og hvaða leikmenn eru keyptir og hvaða leikmenn hafa ekki skilað sér. Og já einnig einhverja ábyrgð á þeim fáránlegu upphæðum sem greiddar hafa verið fyrir ,,slaka“ leikmenn.
Eigendum er líklega bara alveg sama og því enn er Cash Flow.
Karl Garðars says
Sammála síðustu commentum. Vandamálið er svo miklu stærra en Mourinho. Ég leyfi mér að fullyrða að það séu fáir ef einhverjir stjórar í boltanum í dag sem næðu þeim árangri sem við ætlumst til með þennan hóp og þessa stjórnendur. Það þarf að rífa þennan kofa, teikna upp á nýtt og byggja frá grunni.
Björn Friðgeir says
Gott að sjá að fólk sér almennt vandamálið.
Eftir samskipti á Twitter í gær er ég kominn á þá skoðun að besti caretakerinn væri Roy Keane. Fyrirsögnin á blogggreininni sem myndi kynna hann til leiks væri auðvitað :
Brennum allt.
Audunn says
Heiðar á hvaða leik varst þú að horfa? Fannst þér Darmian og vörnin almennt vera að „gefa sig alla“ þegar Liverpool skoraði fyrst og annað markið? Young var úti á túni í fyrsta markinu og Darmian þorði ekki í leikmann Liverpool í seinna markinu. Þeir voru báðir áhorfendur í þessum mörkum og ekki að gefa sig alla. langt því frá. Fellaini missir boltann fyrir liðið með arfa slakri sendingu og nennir svo ekki að hlaupa tilbaka. skokkar svona eins Hyena alltaf, engar hraðabreytingar og engin áhugi á að leggja eitthvað aðeins extra á sig. reyndar er það svo með Fellaini að hann hefur ekki getu í neitt extra. Hann er bara lélegur, eða reyndar glataður sama hvað hann reynir.
það er það sem er hvað augljósast við leik Man.Utd undir stjórn Móra, leikmenn gefa sig ekki alla í verkefnin, hann nær ekki til þeirra. Hann nær ekki því besta úr hópnum, langt því frá.
Auðvita er hann ekki eina vandamálið, það vita allir en hann er samt sem áður RISA vandamál sem klúbburinn verður að losa sig við.
Allt sem hann hefur gert hefur ekki gengið upp, hans kaup, hans nálgun í fjölmiðlum, hans taktík, hans uppstillingar og hans þjálfara ráðningar. Það er alveg sama hvar hann hefur drepið niður fæti hjá þessum klúbbi, allt er í steik hjá honum.
Það er enginn þjálfari sem hefur vælt eins mikið yfir því að fá ekki að kaupa það sem hann vill.
ENGINN.. þá meina ég enginn þjálfari fær allt sem hann vill.. ENGINN.. Ekki einu sinni Guardiola.
Guardiola vildi Alexis, en United bauð betur. Hafi þið orðið varir við það að Guardiola hafi verið vælandi yfir því að hafa ekki fengið hann?
toggi says
það hefði átt að reka hann eftir æfingaleikinn hann var búinn að gefast upp fyrir mót og segja í fjölmiðlum að han væri ekki með nóu gott lið
gummi says
Móri er bara eins og krabbamein fyrir þennan klúbb
Egill says
Guardiola kom til Englands og eyddi 200 milljónum í leikmenn en vann engan bikar. Í kjölfarið segir hann stjórn City að hann þurfi 4 varnarmenn, ekki einn, tvo eða þrjá, heldur fjóra. Stjórnin stekkur til og kaupir það sem hann bað um.
Á meðan fær Mourinho ekki að kaupa einn varnarmann vegna þess að Woodward fannst enginn vera nógu góður, hver er eiginlega stjórinn hjá þessu félagi??
Það er hægt að reka stjóra hægri vinstri eins og menn vilja, en það gefur augaleið að árangurinn verður sá sami með næsta stjóra ef Woodward fær að vera einvaldur þarna áfram.
Audunn says
Egill en fyrst hann vildi varnarmann afhverju keypti hann þá Fred á 60milj punda?
Engin kaup Mourinho meika nokkurn sense. Ekkert skrítið að stjórnin sé komin á bremsuna gagnvart honum þegar kemur að eyðslu.
Hann virðist ekkert vita hvað hann er að gera þar frekar en annarsstaðar hjá þessum klúbbi.
Og þótt hann hefði fengið að kaupa tvo eða þrjá varnarmenn þá væri taktík liðsins alveg sú sama.
Halldór Marteins says
Mourinho hlýtur að hafa talið að hann gæti fengið fleiri en einn leikmann í sumar, þá fyrir utan þriðja markmann og 20 ára bakvarðarefni. Hann hefur væntanlega ekki talið að hann þyrfti að velja á milli þess að fá inn miðjumann og miðvörð þegar það þurfti augljóslega hvort tveggja inn í hópinn.
Mourinho er augljóslega ekki alvaldur í innkaupum, Woodward stjórnar því miklu meira en þeir stjórar sem hafa verið hjá félaginu eftir að Ferguson hætti. Sem er aðalvandamálið og verður það áfram þótt Mourinho fari. Þess vegna liggur meira á að fá inn DoF en endilega losa sig við stjórann strax.
Ekki að ég vilji endilega að Mourinho haldi áfram mikið lengur. Vil bara að þetta risastóra vandamál verði lagað áður en næsti stjóri tekur við. Því annars rekst næsti stjóri líka á sömu veggi og Moyes, van Gaal og Mourinho hafa klesst á.