Eftir síðasta deildarleik þá fékk mjög margt stuðningsfólk Manchester United nóg. Nóg af endalausri neikvæðni, varkárum liðsuppstillingum, leiðinlegu leikskipulagi, nóg af José Mourinho. Undirritaður fór hressilega á út með Mourinho vagninn eftir tapið gegn Liverpool. Vissulega var stjórinn ekki eina vandamálið en hann var samt vandamál. Miðað við yfirbragð og tilsvör frá Portúgalanum frá því í sumar var það nánast skrifað í skýin að þetta myndi gerast. Nokkrir leikmenn þurfa líka að taka töluverða ábyrgð en þeir geta ekki falið sig bakvið José Mourinho lengur. Svo má ekki gleyma stjórninni og Ed Woodward. Ég er ekki mikill aðdáandi hans sem yfirmanns knattspyrnumála enda er það ekki hans sterkasta hlið. Ég vil samt gefa honum smá „credit“ fyrir að taka þessa ákvörðun og bíða ekki þangað til í lok mars þegar meistaradeildarsæti var úr sögunni. En þetta credit verður tekið tilbaka ef að verður ekki ráðinn ekki yfirmaður knattspyrnumála á leiðinni og farið í meiriháttar uppbyggingu bakvið tjöldin.
En á morgun fer fram leikur sem er fyrsti United leikurinn sem ég hef hlakkað til í allan vetur. Fyrsti leikur Ole Gunnar Solskjær sem stjóra Manchester United. Ég talaði um það í síðasta þætti af Djöflavarpinu að ef José yrði rekinn þá yrði liðið að fá inn bráðabirgðarstjóra sem gæti sameinað stuðningsfólk. Reyndar stakk ég uppá Nicky Butt en er samt feginn að hann fái að halda áfram með U-18 liðið sem er að gera flotta hluti. Michael Carrick og Kieran McKenna stjórnuðu fyrstu æfingum eftir Mourinho og er alls ekki óvíst að fyrsta byrjunarlið Solskjær verði valið af þeim. Romelu Lukaku verður ekki í hóp en hann fékk samúðarleyfi frá félaginu og er ekki alveg víst hvenær hann snýr aftur. Alexis Sánchez er enn meiddur og kemur ekki við sögu. Svo er óvissa með Luke Shaw og Chris Smalling. Það er ekkert grín að spá fyrir um byrjunarlið en ég ætla samt að reyna:
MSD says
Samúðarleyfi á Lukaku? Einhver nákomin honum að deyja?
Eða bara sorgmæddur yfir brotthvarfi Móra?
Þorsteinn says
Fyrsti United leikur í meira en ár sem maður er spenntur fyrir. Þetta virkar allt mjög vel á mann að fá jákvæðan united mann inn í staðinn fyrir ráðlausa fýlupúkann.
Byrjunarlið sem ég vil sjá.
De gea
Dalot, Bailly, Lindeloff, Shaw
Herrara, Fred
Lindgard, pogba. Martial
Rashford