Þvílík frammistaða í kvöld. Þetta var fyrsti United leikurinn í langan tíma sem ég hef hlakkað til að horfa á. Ég var mjög forvitinn að sjá liðsvalið sem var nokkurn veginn það sama og í síðustu leikjum en munurinn er sá að Paul Pogba sneri aftur í byrjunarliðið. Það sem kom kannski mest á óvart var að Nemanja Matic hélt sæti sínu í liðinu. Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United minntist á það á blaðamannafundinum fyrir leikinn að liðsvalið í þessum fyrsta leik yrði að miklu leyti undir þeim Michael Carrick og Kieran McKenna komið en þeir stjórnuðu æfingum eftir brottrekstur José Mourinho. Phil Jones var líka óvænt í byrjunarliðinu á kostnað Eric Bailly sem fór á bekkinn.
United byrjaði leikinn afskaplega vel og áherslubreytingin var augljós. Liðið spilaði á miklu betra tempói, leikmenn héngu ekki lengi á boltanum og yfirleitt reynt að spila boltanum fram á menn þegar þeir tóku hlaup. Fyrsta markið var ekki lengi á leiðinni en Marcus Rashford heldur áfram að skora en í þetta skipti beint úr aukaspyrnu á þriðju mínútu. United gjörsamlega stjórnaði leiknum eftir tæplega hálftíma þá átti Pogba góða sendingu á Ander Herrera sem skoraði fallegt mark fyrir utan teig en boltinn strauk varnarmann Cardiff á leiðinni og var skotið óverjandi fyrir markvörð heimamanna. Um það vil tíu mínútum síðar fékk Cardiff dæmt ansi tæpt víti eftir að boltinn hafði farið í öxlina á Rashford inni í teig. Victor Camarasa tók spyrnuna og skoraði örugglega. Það sem var áhugavert var að þetta sló United ekki út af laginu og hélt liðið bara áfram að spila þann bolta sem var að virka svona vel. Sem betur fer myndi ég segja því örfáum mínútum síðar skoraði Anthony Martial mjög gott mark eftir frábært samspil United og leiddi United því í hálfleik 1:3.
United hélt áfram að vera langbesta liðið á vellinum í seinni hálfleiknum og var það virkilega hughreystandi því liðið hefur varla átt nema einn góðan hálfleik í einu allt tímabilið. Varnarlínan var mjög traust í þessum leik og gerði Jones engin mistök. En sá sem heillaði mig mjög mikið í þessum leik var Victor Lindelöf. Hann átti það til að koma hátt á völlinn og átti nokkrar góðar sendingar inn fyrir vörn Cardiff og eitt skiptið bjó hann til úrvals færi fyrir Rashford. Eftir tólf mínútna leik í seinni hálfleiknum var brotið klaufalega á Jesse Lingard inni í teig og vítaspyrna réttilega dæmd. Jesse ákvað að taka hann bara sjálfur og var það ágætt því hann skoraði örugglega og staðan orðin 1:4 og leikurinn búinn. Nú var bara spurning um hversu stór sigurinn yrði. Raunin var sú að Lingard átti eftir að bæta við einu marki og tryggja 1:5 sigur. Eins fram kom á netinu eftir markið þá var þetta í fyrsta skiptið sem að United skorar fimm mörk í leik síðan í lokaleik Alex Ferguson í maí 2013.
Ég vona að stuðningsfólk muni að njóta þessara úrslita. Vissulega var þetta „bara“ Cardiff en það er ekki eins og United hafi verið að brillera gegn minni liðunum í vetur. Þetta var náttúrulega bara einn leikur og ef aðalatriðið verður að reyna að skemmta okkur aðdáendum og spila sóknarbolta þá bíð ég spenntur eftir næstu leikjum.
Byrjunarliðið
Bekkur: Romero. Bailly, Dalot. Andreas Pereira (Martial ’86), Fred (Rashford ’79),Fellaini (Matic ’87), Mata.
Golli Giss says
WOW – ekki flugfélagið, heldur þvílík umskipti, sömu leikmenn, annar „geislandi“ þjálfari og leikmenn breytast úr miðlungsleikmönnum í mjög góða +++ leikmenn. Andlegi þátturinn er alltaf vanmetin í íþróttum, sér í lagi í fótbolta. Cardiff með eitt gjafamark, við með 3 x hrein snild. Áfram þetta GGMU
EgillG says
5 mörk…hvenar gerðist það síðast?
GGMU!!
Auðunn says
Allt annað að sjá þetta og þeir sem héldu virkilega að Mourinho væri rétti maðurinn fyrir Manchester United sáu í þessum leik afhverju það var aldrei frá degi eitt.
United spilaði loksins loksins loksins eins og Manchester United.
Það höfum við ekki séð í allt of mörg ár.
Leikmenn höfðu gaman að spila fótbolta og þeir höfðu frelsi inn á vellinum.
Menn voru að skipta um stöður, bakverðirnir að koma upp og liðið ekki með 10 manna pakka meter fyrir utan eigin vítateig. Allt allt allt annað lið frá a-ö
Það var svo augljóst í þessum leik að United án Mourinho og Fellaini er miklu miklu betra..
Það þarf ekkert að ræða það frekar.
Geggjaður sigur, áfram svona United.
Rúnar P. says
Mikið var gaman að sjá sóknarmenn fá að vera sóknarmenn en ekki varnarsinnaða miðjumenn!
halki says
mikið var gaman að sjá varnarmenn/miðverði í mynd þegar við vorum í sókn. frábær sóknin þar sem Lindelöf kom á fullu inn og gaf á rashford sem því miður klikkaði. þetta sá maður ekki hjá síðasta stjóra.
Silli says
Eins og einhver sagði: “Lindelöf hefði ekki fengið að spila aftur undir stjórn JM eftir þessi hlaup fram”.
Velkominn heim Ole Gunnar Solskjær!!
Turninn Pallister says
Fannst vera unun að horfa á okkar menn í dag. Sóknarleikurinn hraður og leikmenn leyfðu sér að vera skapandi og taka áhættu. Þá var heldur ekki skellt í lás eftir að liðið var búið að skora 2 mörk og greinilegt að menn vildu skora mörk og skemmta áhorfendum, en einnig sér sjálfum í leiðinni. Kannski liggur einmitt stærsti munurinn í þessu nýfengna frelsi sem menn eru að fá til þess að spila fótbolta. José var bara of stífur, of strangur á því að láta menn spila sig taktískt steingelda án allrar leik- og sköpunargleði.
Gladdi mig að sjá Lingard skora 2 og leggja upp 1. Á góðum degi eru Rashford, Martial og Lingard baneitrað tríó og spurning hvort Romelu muni nokkuð ganga inn í byrjunarliðið þegar hann kemur til baka.
Ég veit samt að við vorum bara að spila við Cardiff, en ég er samt verulega spenntur fyrir jákvæðninni í kringum Óle.
Helgi P says
Ég held að Móri ætti að taka Solskjær til fyrmyndir hvernig hann talar við leikmenn og jákvæðni en ekki alltaf vera neikvæðu gaurinn
Brynjólfur Rósti says
Var mjög ánægður með leikinn, liðið, og ekki síst, fimmta markið! Var búinn að bíða ansi lengi eftir því (og var minntur rækilega á það þegar ég horfði á samansafn af mörkum OGS fyrir United núna í vikunni, og mark númer 5-6 virtist ekkert tiltökumál). Hlakka til að sjá þá Lukaku, Sanchez, og aðra sem ekki spiluðu í dag, og hvaða áhrif nýjar áherslur koma til með að hafa á þeirra leik.
Smaðurinn says
Frábær leikur. Ég er samt enn að velta þessum Fred fyrir mér…
Pillinn says
Ég viðurkenni það að ég var ekki á Jose out vagninum en vá hvað var gaman í dag. Auðvitað var þetta Cardiff en þeir voru búnir að vinna í Wales síðustu 4 leikjum held ég. Þannig þessi sigur og jákvæðni tek ég fegins hendi. Vonandi að haldi áfram móti Huddersfield.
Í leiknum stigu einhvernveginn allir upp. Eftir leik horfði ég á nokkur viðtöl við Ole Gunnar og var mjög ánægður með allt sem hann sagði. Minntist á vinnuframlagið og að Utd ætti alltaf að vinna meira en mótherjinn og það vona ég að verði út tímabilið. Varaði líka við að þetta verður ekki alltaf svona og boltinn mun fara í stöng og út en ef menn halda áfram og leggja sig fram munu góðir hlutir gerast.
Fannst flott hvað Lindelöf kom vel út og hljóp upp völlinn nokkrum sinnum. Hann steig varla feilspor í leiknum og kannski/vonandi verður hann bara öflugur miðvörður.
Framlínan stóð öll fyrir sínu og miðjan með Pogba að stjórna mjög solid. Fannst líka Fred koma skemmtilega inn og ánægður að Fellaini fékk sinn séns því hann hefur aldrei verið með eitthvað attitude og ég held að hann sé leikmaður sem er tilbúinn að fórna sér fyrir liðið.
Um jólin verður svo áhugavert að sjá leikmennina sem ekki spiluðu þennan leik og hvernig þeir bregðast við.
Eftir leik var svo Ole Gunnar mjög jákvæður (auðvitað eftir fimm mörk) í garð leikmannanna og hrósaði þeim í hástert og vonandi að það hafi þau áhrif að liðið fari að spila betur saman. Talaði einmitt um að leikmenn missa alveg boltann og það er í lagi svo framalega að þeir leggi sig fram að vinna hann aftur. Það er helsti munurinn á van Gaal og Mourinho sem ég sá. Enginn mátti reyna neitt þvi þeir gætu misst boltann. Núna mega þeir reyna allt til að koma boltanum fram til að skapa færi.
Eins og Ole Gunnar sagði að síðast þeta Utd skoraði fimm var Phelan líka varaþjálfarinn :-)
Karl Garðars says
Var heldur ekki á Jose out vagninum og allt jarm um að Jose Mourinho sé lélegur knattspyrnustjóri dæmir sig sjálft.
Ég viðurkenni að það var farið að síga ansi vel á seinni hlutann á þolinmæðinni hjá manni, ekki gagnvart Jose sérstaklega heldur öllu þessu rugli í kringum klúbbinn sem Jose, ákveðnir leikmenn en fyrst og fremst Woodward og stjórnin bera ALLA ábyrgð á. Þetta er búið að vera gegndarlaust fíaskó síðan Gill og SAF stigu niður.
Jose fór í fýlu (mögulega eðlilega) og í stað þess að reyna að míga með því sem hann þó hafði og berja í leikmennina tiltrú á verkefninu þá gafst hann upp og lagðist. Botninum var náð.
Úr því sem komið var, var alfarsælast fyrir alla að leiðir skyldu og má Woodward þó eiga það að þetta var eflaust skásta tímasetningin sem var í boði með sæmilega þægilegt leikjaplan framundan.
Ég verð að segja að eins mikið og ég dýrkaði Ole þá var ég alls ekki viss um þessa ráðningu þó tímabundin væri. Síðan er ég búin að horfa á öll viðtöl við hann sem ég hef komist yfir (Shoot, shoot myndbandið er í sérstöku uppáhaldi) og hann er að tikka í algjörlega öll boxin hjá manni með jákvæðni sinni, einlægni og frábærum tilsvörum.
Hann fær með sér spennandi þjálfarateymi með gamla reynsluboltanum Mick Phelan sem reyndi að drepa Ferguson með blöðrunni um árið. :)
Ég var reyndar alltaf meira spenntur fyrir Queiroz og Mulensteen heldur en Mick karlinum en ég held að það sé gríðarlega sterkt að hafa fengið hann með til að taka í hornin á ónefndum prímadonnum og hjálpa Ole að viðhalda gömlu gildunum um vinnusemi og dugnað sem hefur sárvantað síðan Ferguson fór.
Það munu þó koma erfiðir tímar þar sem enska pressan, ómótiveraðir prímadonnu leikmenn og döpur úrslit munu veita mótbyr og þá mun fyrst reyna á Woodward, stjórnina og okkur stuðningsfólk að veita þeim það bakland og þann stuðning sem þeir þurfa til að rífa liðið í gang.
Já og leikurinn í gær var dásamlegur. Allt við þennan sigur var svo fallegt og magnað og þetta var hreinlega ein besta jólagjöf sem maður gat óskað sér. Nú vantar mann bara annan svona leik og hreint lak á Old Trafford o.s.frv.
Megi þessi leikgleði halda áfram að skína svo skært og þá endar maður án efa fyrr en seinna gargandi vitlaus á OT þó maður hafi ekki ætlað þangað aftur í bráð.
Gleðileg JOle