Lið United var nákvæmlega eins og búist var við
Varamenn: Romero, Dalot, Andreas, Fred, Mata, McTominay, Lukaku
Alexis Sánchez var meiddur og sat eftir heima í Manchester.
Tottenham var líka eins og búist var við, nema Jan Vertonghen var orðinn heill og spilaði.
Leikurinn byrjaði með nokkrum þreifingum og fátt markvert gerðist fyrr en á 9. mínútu að góð sókn Spurs endaði á fínni stungusendingu Alli á Winks. Skot hans varð þó að fyrirgjöf og eftir nokkurt þref og horn skaut Eriksen yfir. Vörn United ekki sannfærandi þarna gegn Alli og illa á verði gegn sendingunni.
Tveim mínútum síðar fékk United færi, Pogba gaf inná markteiginn, Alderweireld skallaði aftur fyrir sig og þar var Lingard sem lagði boltann fyrir sig og skaut hátt og framhjá. Rétt á eftir sótti United aftur og nú átti Rashford skotið en Lloris varði auðveldlega. Eins og þessar lýsingar bera með sér var farið að færast fjör í leikinn og áberandi hvað United reyndi að sækja hratt í gagnsóknum, nokkuð sem var ekki áberandi í tíð síðasta stjóra. Fyrsta kortérið var boltinn meira að segja meira á vallarþriðjungi Tottenham en United, .
Næsta færi féll líka United megin, hlaup Martial alla leið upp að markteigshorni og síðan varði Lloris skot hans í horn.
Spurs sótti nokkuð um miðjan hálfleikinn og það var ljóst að United vissi vel að vörnin þurfti hjálp því það voru komnir 8-9 leikmenn inn í teig til að verjast á tíðum. Það góða við þetta var þó að um leið og United fékk boltann og pressan minnkaði var liðið komið í sóknarham.
Rashford var búinn að koma boltanum í netið eftir rangstöðu sem var augljós en þegar Kane gerði sama af markteig var það ekki jafn augljóst í fyrstu í sjónvarpinu en aldrei spurning og línuvörðurinn með allt á hreinu.
Spurs þurfti að gera breytingu fyrir hlé, Mousa Sissoko tognaði og inná kom Erik Lamela. Sissoko fór reyndar ekki strax útaf og hrundi aftur niður og þá urðu Tottenham leikmenn brjálaðir og vildu að United hefðu átt að sparka boltanum útaf strax, sem hefði auðvitað verið firra.
Mínutu fyrir hlé komst United yfir. Trippier gaf sendingu utan af kanti á miðjum vellinum, Lingard komst inn í hana og sendi á Pogba sem gaf stórfenglega sendingu á Rashford út á hægri kantinum, Vertonghen komst ekki fyrir hann og skot Rashford utarlega úr teignum fór vel framhjá Lloris.
Love this – before Lingard's even touched the ball down to Pogba, Rashford's started his run pic.twitter.com/I321CLQsxK
— Mark Brus Arsenal (@mbrus88) January 13, 2019
Svona hlaup eins og Rashford tók sáust ekki undir stjórn José enda mátti þá ekki taka sénsa á svona sendingum. Glæsilegur endir á góðum hálfleik hjá United.
Spurs tók á í fyrri hálfleik og ekkert nema frábær viðbrögð De Gea björguðu marki þegar Kane komst í gott skotfæri þegar Jones passaði hann ekki nógu vel. rúmri mínútu síðar kom svo stórfengleg varsla hans frá skalla Dele.
Tottenham pressaði áfram en United náði samt að sækja á. Pogba reyndi langskot, vörnin blokkaði en Pogba fylgdi eftir og náði skotinu sem Lloris rétt náði að ýta yfir.
En það var Spurs sem hélt áfram að sækja og kom boltanum of oft inn á markteiginn. De Gea var þó betri en enginn og varði t.d. skalla frá Kane. Hann varði síðan maður á mann gegn Dele Alli sem vissulega átti að gera betur, en færið kom eftir skyndisókn Tottenham sem sýndi að vörnin var aðeins of brothætt, og þá oftast og aðallega Phil Jones. Næsta kraftaverk De Gea kom eftir horn, skotið átti Alderweireld en eins og svo oft áður var fótavinnan hjá De Gea óaðfinnanleg. Varsla hans úr aukaspyrnu Kane var því sem næst standard, þó vissulega liti skutlan dramatískt út.
United var ekki að ná gagnsóknum eins vel og áður og á 73. mínútu kom Lukaku inná fyrir Martial.
De Gea var hins vegar áfram maðurinn, varði vel skot Dele sem hafði séð við Lindelöf.
Pressa Spurs jókst stöðugt og leikmenn United voru farnir að virka þreyttir og æ erfiðara fyrir þá að ná sóknum eða halda boltanum. Paul Pogba fékk gult spjald fyrir að setja sólann í læri Dele Alli við að reyna að skýla boltanum. Pogba var samt of glannalegur þarna og heppinn að sleppa við rautt spjal.
Á 81. mínútu setti síðan Pochettino Fernando Llorente inn fyrir Harry Winks, sóknarmaður fyrir miðjumann til að auka enn á. Fyrsta verk Llorente var að sparka í Young en hann slapp við spjaldið.
Um leið og Llorente kom inná fór Dalot að gera sig reiðubúinn og hann kom síðan inná fyrir Jesse Lingard, Solskjær að bregðast rétt við og þétta vörnina enn frekar gegn áhlaupum Tottenham.
Það var orðið erfitt að velja en líklega besta markvarsla De Gea kom á 86. mínútu þegar hann tók enn eina fótavörsluna þegar Kane fékk að búa til færi fyrir sig í teignum. Sú næsta var hins vegar einföld, Llorente fékk alveg opið færi á markteig en skaut þá beint á De Gea.
Síðasta skipting United var á annari mínútu uppbótartíma, Paul Pogba fór útaf og Scott McTominay kom inná. United spilaði síðan algera handboltavörn síðustu mínúturnar og hélt út. Frábær sigur í höfn, þökk sé þessum manni
Uppgjörið
Frábær sigur og enn ein rósin í hnappagatið hjá Ole Gunnar Solskjær. Fyrri hálfleikur var mjög góður hjá öllu United liðinu og Paul Pogba var bestur. Hann er búinn að fá frelsi til að sækja fram og minnka varnarskyldur og lýsti því í viðtali eftir leik að sendingin á Rashford hefði ekki verið tilviljun heldur æfð, til að koma boltanum á bak við bakverði Tottenham sem hefði verið litið á sem veikleika hjá Tottenham.
Í seinni hálfleik var það hins vegar David de Gea sem skein og tryggði sér auðveldlega titilinn Maður leiksins. Hann varði heil ellefu skot í leiknum, hver varslan annari betri og sýndi það enn og aftur að hann er besti markmaður í heimi og kominn tími á að hann fái samning sem sýni það. Hugo Lloris varði reyndar nokkrum sinnum mjög vel sem vill gleymast eftir á því pressan í seinni hálfleik var öll á United.
Nú er aftur frí í miðri viku, eitthvað sem nýtist United vel enda virkuðu leikmenn sem fyrr sagði þreyttir, líklega hefur vikan í Dubai verið nokkuð stíf. Um næstu helgi tekur United á móti Brighton á meðan Arsenal og Chelsea mætast og þá er tækifæri að saxa á Chelsea eða komast fram úr Arsenal. Á eftir bikarleiknum gegn Arsenal fylgja leikir gegn Burnley, Leicester og Fulham í deildinni, leikir sem við hljótum að horfa til sem leiki sem eiga að vinnast og styrkja stöðu okkar enn í deildinni áður en þolraunin gegn PSG tekur við.
Audunn says
Líklega okkar sterkasta lið í dag.
Athyglisvert að það sé enginn miðvörður á bekknum þrátt fyrir að við eigum fimm miðverði plús einhverja yngri stráka, vona að það komi ekki í bakið á okkur.
Eigum alltaf séns þegar Fellaini er ekki í liðinu og enn meiri séns þegar hann er ekki einusinni í hòpnum 👍👍⚽⚽
Runar P says
Ole……. Ole… Ole… Ole…. Ole…… Gunnar… Solskjær #ManU #solskjær
P.s. bara minna ykkur þverhausana að þessi Pochettino er ekki að fara að taka við United!
Ole……. Ole… Ole… Ole…. Ole……
MSD says
Frábær sigur og gríðarlega mikilvægur. Hefðum alveg getað klárað þetta með öðru marki en Tottenham voru sennilega nær því að jafna í seinni hálfleik. De Gea var hinsvegar gjörsamlega ótrúlegur í þessum leik.
EgillG says
Þetta er á réttri leið hjá okkur, setja stefnuna a 3.sætið klára svo tímabilið almennilega.
Audunn says
Ætla ekki að draga úr framistöðu De Gea en hann átti að verja 99% af þessum vörslum. Það voru ein eða tvær vörslur sem voru algjörlega magnaður, restin var nokkuð þægilegt og allt sem ætlast er til að hann verji. Það er amk mín skoðun.
United áttu að vera búnir að klára þennan leik áður en pressa Spurs hófst fyrir alvöru, fengum fleiri en einn og tvo sénsa til þess.
Mjög góður og sterkur sigur sem ætti að vera massífur fyrir sjálfstraustið og framhaldið.
Að Mourinho hafi ekki haft meiri trú á þessu liði er skelfilegt vægast sagt.
Værum í allt allt öðrum og betri stöðu ef svo hefði verið.
Þetta United lið getur unnið hvaða lið sem er með réttum stjóra og réttri taktík.
Sveinn says
Góður leikur hjá liðinu, alvöru naglbítur, Ole tókst að gera eitthvað sem ég man ekki til þess að Móra hafi tekist að gera, þótt að honum hafi oft langað, það er að ná forystu og halda út leikinn. Hugsanlega er það vegna þess að hann setti liðið allt aftur til að hanga á forystunni sem er glapræði m.v. hvernig vörnin hefur verið að standa sig.
Talandi um vörnina þá finnst mér að það mætti alveg hrósa VNL (Lindelöf) en mér finnst hann hafa stigið vel upp, væri gaman að vera með betri miðvörð með honum. Það er rannsóknarefni hvernig Dr. Jones tókst alltaf að missa sinn mann á undan sér í föstum leikatriðum og setja þannig allt í voða en það sleppur til ef þú ert með DDG á eldi fyrir aftan þig.
gummi says
Ef við náum í meistaradeildar sæti þá verður erfit að horfa fram hjá Óla
Heiðar Halldórsson says
Frábær sigur á erfiðum útivelli. Fyrri hálfleikurinn var mjög vel uppsettur af Ole og co. Hefði viljað sjá samskonar upplegg í seinni hálfleik en fannst við bakka alltaf mikið „a la Mourinho“. Komumst upp með það í dag þökk sé stjörnuleik David de Gea.
Ég vona að Ole Gunnar nái að kaupa góðan hafsent í janúarglugganum. Phil Jones var ekki að valda hlutverki sínu í gær, með fullri virðingu fyrir frábærum Harry Kane. Sá marga pundita skiptast á skoðunum eftir leikinn. Einn þeirra (minnir að það hafi verið Graeme Souness) talaði um hversu ógnvænlega sterkt lið United yrði ef þeir gætu treyst betur á varnarlínuna. Í dag þurfa helst tveir miðjumenn að droppa mjög djúpt í back-up en með traustari stoðum í öftustu línu gætu hinir sem eru fram á við leyft sköpunargleðinni að ríkja enn meira en nú er.
Vonum að það leysist sem fyrst. Ole er að gera frábæra hluti !
Björn Friðgeir says
Auðunn: Sammála því að þetta voru að mörgu leyti skylduvörslur. 11 vörslur í einum hálfleik er engu að síður met! Það má ekkert útaf bregða þegar svona skothríð dynur á.
Bjarni Ellertsson says
Sammála með markvörslurnar, þær mega samt ekki vera fleiri en 4-5 í leik annars er hætta á að vörnin fari að treysta á þetta. En Ole er á leiðinni í rétta átt með liðið og skemmtilegt frá því að segja unglingurinn á heimilinu hefur aldrei séð Ole Gunnar spila og bað mig um að sýna sér. Ég dró þá upp VHS spólu síðan 1999 en er búinn að parkera tækinu :) En spóluna geymi ég sem gull, ein besta skemmtun það ár og Ole átti margar fagrar, ógleymanlegar innkomur. Hef engan séð á bekknum í dag sem kemur inn af þvílíkum krafti og hann alltaf gerði. Menn verða að lesa í leikin af bekknum en ekki um hann á síðum blaðanna.
GGMU
Rúnar Þór says
Fer ekki að detta inn podkast hjá ykkur??
Mig vantar eitthvað til að hlusta á :)
Birkir says
Það sem þessi☝🏾Sagði
Audunn says
Ó elsku Guð láttu þetta gerast í þessum mánuði. 😀😀
https://www.manchestereveningnews.co.uk/sport/football/transfer-news/man-utd-transfer-news-live-15684053
Sigurjón Arthur says
Það er löngu komin tími fyrir Podkast ! 😃💪
StephenDit says
Hey Complimentary tidings ! an stimulatingprovide
Fair-minded click
http://bit.ly/2SUBsbQ