Leikurinn
Það hlaut að koma að því að þessi sigurhrina myndi enda. En einhvern veginn bjóst maður vikki við því að það myndi gerast gegn Burnley á Old Trafford. Leikurinn sýndi að það er enn ansi langt í land þó svo að margt hafi lagast heilmikið. Fyrri hálfleikurinn var ekki nógu góður og átti Marcus Rashford að skora í upplögðu færi en á einhvern ótrúlegan hátt tókst það ekki. Það hjálpaði heldur ekki neitt að Anthony Martial hafði meiðst aðeins fyrir leikinn og þurfti því að gera breytingu á sóknarleiknum sem virkaði bara alls ekki. Tom Heaton varði svo þessi fáu skot sem rötuðu á rammann. Burnley komust yfir snemma í seinni hálfleik með marki frá Ashley Barnes eftir mistaka kokteil hjá United þar sem Andreas Pereira átti mesta sökina. Ole tók sinn tíma að gera breytingar en það voru þeir Pereira og Romelu Lukaku sem voru teknir af velli en Jesse Lingard og Alexis Sánchez leystu þá af hólmi. Heimamenn pressuðu stöðugt en bjuggu ekki til nógu mikið af færum. Chris Wood kom svo Burnley í 0:2 á 83. mínútu og aftur var varnarmistökum um að kenna. Þetta stefndi í að ætla að vera einstaklega svekkjandi kvöld og dæmigert fyrir tímabilið í heild. United fékk vítaspyrnu nokkrum mínútum síðar og skoraði Paul Pogba örugglega framhjá Heaton sem á alltaf leik lífs síns í þessum viðureignum. Dómarinn bætti svo við 5 mínútum af „Ólatíma“ og vaknaði smá von um að hægt væri að bjarga kvöldinu. Það gerðist svo á 92. mínútu þegar Victor Lindelöf skoraði eftir frákast en Heaton hafði varið mjög vel og boltinn hrokkið til Svíans sem gerði allt rétt. Niðurstaðan 2:2 jafntefli og Solskær enn ósigraður.
Krufning
Solskjær gerði nokkrar breytingar fyrir þennan leik sem virkuðu engan veginn eru einu raunverulegu mistökin hans hingað til. Pereira fékk að byrja á kostnað Herrera sem var sérkennilegt þar sem Baskinn er búinn að vera frábær undanfarið og á helling í þessum 8 sigurleikjum. Vissulega er gaman að sjá unga stráka fá reglulega séns en Pereira réð ekkert við þennan leik sem var mjög líkamlegur á köflum og hann ekki. Einhverra hluta vegna var ákveðið að byrja með Juan Mata í stað Lingard sem einnig hefur verið frábær en Mata hefur oft verið töluvert betri en í kvöld. Svo var það Lukaku sem fékk séns vegna meiðsla Martial en hann er bara ekki leikmaður í þetta kerfi sem við höfum verið að njóta þess að horfa á undanfarnar 5-6 vikur. Mér fannst liðið sakna þess að hafa Rashford fremstan og þá sérstaklega Rashford sjálfur. Spurning hvort Lingard eða Sánchez hefðu ekki getað fengið þessa stöðu úti til vinstri því að sóknarmaðurinn í stuði á ekki að þurfa að fara út á kant.
Ólíkt fyrri stjóra þá er ég fullviss um að Solskjær hafi lært af þessum leik. Stundum er gott að rótera en því miður kostaði það okkur mögulega sigur í kvöld en jafnteflið ásættanlegt miðað hvernig leikurinn hafði þróast.
Byrjunarliðin
United
Bekkur: S.Romero, Dalot, Smalling, Fred, Ander Herrera, Lingard (Andreas 63′), Alexis (Lukaku 67′).
*Anthony Martial er meiddur
Burnley
Heaton, Taylor, Cork, Tarkowski, Mee, Barnes, Wood, Hendrick, Westwood, Bardsley, McNeil.
Bekkur: Jóhann Berg, Vokes, Gibson, Hart, Ward, Vydra, Benson.
Bjarni Ellertsson says
Vonandi halda menn uppteknum hætti eins og í síðustu leikjum, aukamenn í liðinu sem fá núna leik skulu anda með nefinu og gefa sig í leikinn.
Bjarni Ellertsson says
Fyrstu mínútur, menn engan veginn tilbúnir. Átti svo sem alveg eins von á því á móti einu leiðinlegasta liði deildarinnar. Verður langt kvöld.
Egill says
Pereira hlýtur að vera geggjaður á æfingum því aldrei sér maður vott af hæfileikum þegar hann fær sénsinn
Dóri says
United eru að gera allt vitlaust í þessum leik. Gefa andstæðingum ódýrara aukaspyrnur út allan völl, endalausar fyrirgjafir sem Burnley menn nærast á og láta allt fara í taugarnar á sér.
Turninn Pallister says
Guð minn góður, hvað við erum að drulla á okkur varnarlega. Herfilegt að sjá Lindelöf og Jones í dag.
Runar P says
My man Lindelöf – Legand in making!
Rúnar Þór says
Ég hef á tilfinningunni að United ferill A. Pereira fari ekki lengra.
Fær lítið og sjaldan að spila og svo þegar hann spilar hefur hann aldrei nýtt tækifærið
Fínn leikmaður á köflum en ekki United leikmaður
Spánn eða miðlungslið á Englandi
The End
Egill says
Allt þetta tal um Pereira undanfarin ár en aldrei sér maður nokkurn skapaðan hlut sem hann virðist vera góður í. Gæinn er 23 ára og þarf að fara að sýna eitthvað ef hann ætlar að ná svo mikið sem að vera squad leikmaður hjá okkur.
En mikið rosalega vona ég að við komum til með að losna við Lukaku, Mata, Young, Jones og Matic í sumar.
Lingard kom inná án þess að gera nokkurn skapaðan hlut nema fiska vítið, þetta var eins og að vera með tvo Mata á vellinum. Rashford var skelfilegur í fyrri hálfleik og gjörsamlega horfinn í þeim seinni.
Ég átti von á því að Solskjaer myndi gíra menn upp í hálfleik en við vorum jafnvel enn verri eftir hlé.
Svo finnst mér undarlegt að slakur dómari leiksins bæti við 5 mínútum að lágmarki en flauti svo þegar það eru enn nokkrar sekúndur eftir af leiknum þrátt fyrir að mark hafi verið skorað og endalausar tafir Burnley.
Heiðar says
Jæja. Frábær endurkoma a la United en mikið óskaplega endurspeglaði þessi leikur öll þau vandamál sem United þurfa að leysa til að verða eitt af topp 5 liðum Evrópu (þar sem klúbburinn á heima).
Þrátt fyrir að vera 80% með boltann og liggja í sókn skoruðu Burnley tvívegis. Fyrst eftir einstaklingsmistök Pereira (by the way voru þetta mestu mistök Ole frá byrjun stjóratíðar hans að hleypa Pereira í byrjunarliðið, því miður) en síðan eftir einfalt sundurspil þar sem vörnin var í molum. Eins og manni finnst vænt um Phil Jones eftir öll árin þá held ég hreinlega að hann sé ekki í þeim klassa sem miðvörður í Man.Utd þarf að vera. Besta falli varaskeifa.
Förum hinu megin á völlinn. Þar líðum við fyrir að eiga ekki alvöru „slúttara“. Lukaku er einfandlega of þungur og ekki í sama gæðaflokki og sóknarmenn sem við höfum haft í gegnum tíðina. Rashford flottur en ef hann væri aðeins betri í að nýta færin sín væri hann einn besti leikmaður Evrópu. Færið sem hann klúðraði í fyrri hálfleik var af því kaliberi að bestu strikerar nýta það í 8 af hverjum 10 skiptum hið minnsta.
Liðið á skilið mikið hrós fyrir að gefast ekki upp. Þetta var jú einn af þeim leikjum þar sem ekkert virtist ætla að ganga upp. Vörn og markmaður mótherjanna með frammistöðu upp á 10 í einkunn, „seinni boltinn“ hrökk ævinlega fyrir fætur Burnley manna og því gekk lítið að skapa góð færi þrátt fyrir mikla yfirburði.
Má til með að koma inn á Alexis svona rétt í restina. Hann reyndi mikið en margar sendingar illa ígrundaðar og hreinlega slæmar. Ákveðin vonbrigði eftir markið góða gegn Gunners.
Auðunn says
Æi tvö töpuð stig.
Þetta byrjunarlið á að geta unnið lið eins og Burnley á hverjum degi en því miður tókst það ekki í dag.
Svo sem ekki hægt að setja mikið út á liðsval Ola Gunnar, hann talaði um það þegar hann tók við að hann ætlaði að gefa mönnum séns þannig að hann er að gera það sem hann sagðist ætla að gera.
Við sjáum hinsvegar að það má vel taka til í þessu líði og ég var að vonast til þess að sú tiltekt hæfist núna í janúar.
Ég sé enga ástæðu til að hanga á mönnum eins og Darmian, Rojo og Fellaini. Þessir menn ætti að selja í þessum mánuði.
Svo má selja Mata, Valencia og Smalling í sumar og jafnvel Young.
Þarna erum við að tala um 7 leikmenn sem liðið ætti að losa sig við og fá inn 5-6 leikmenn í staðinn með meiri gæði.
Kannski einu mistök Ola voru að spila Lukaku og Mata saman í byrjunarliðinu. Báðir mjög hægir leikmenn sem bitnar á tempóinu.
Það verður forvitnilegt að sjá hvernig Ole Gunnar bregst við ásamt liðinu í heild sinni.
Liðið var dregið niður á jörðina í kvöld og nú þarf að bregðast við og sýna styrk sinn
Siggi P says
Fín analísa í niðurlagi greinarinnar. Það er engin skyndilausn á þessu klúðri og veseni sem liðið er búið að vera í síðustu ár. Hálfpartinn gott að fá smá áminningu um að það er enn langt í land.
Runar P says
Þetta er enska deildin, allir geta unnið alla, ef menn vilja sjá sigur í öllum leikjum þá ættu þeir hinir sömu að halda bara með Juve, barce eða real og slökkva á enska boltanum
Frábær leikur, hefði auðveldlega geta farið á báða bóga en lætur mig samt ekki elskan ManU eða Ole!
Afglapi says
Ætli Salah taki svo ekki enn eina dýfuna á morgun
Halldór Marteins says
Þetta var einn af þessum leikjum, eitt af þessum kvöldum. United gerði alveg nóg og hefði getað skorað fleiri mörk í þessum leik, það hefði líklega munað heilmiklu um að ná að vera á undan að skora, fyrir bæði liðin. Vissulega var þetta opnunarmark mistökum um að kenna en sum kvöld hefði liðið sloppið með ein svona mistök. Sum kvöld hefði Rashford komið United yfir í byrjun leiks eða eitt af þessum færum sem Heaton tók lekið inn.
Það var alltaf líklegt til að þurfa að vera þolinmæðisverk að vinna þetta Burnleylið, sérstaklega eins og það hefur verið að spila að undanförnu. Að sama skapi var alltaf að fara að koma tímapunktur þar sem þurfti að hvíla menn, rótera og treysta á hópinn. Herrera hefur verið frábær en hann er líka búinn að hlaupa og vinna gríðarlega mikið að undanförnu. Lingard sömuleiðis, það komu fréttir um að hann væri orðinn tæpur vegna álags. Skiljanlegt að hvíla hann. Sjáum svo hvað kom fyrir Martial.
Það voru ekki bara sterkari andstæðingar sem voru að fara verða prófsteinar fyrir Solskjær og co, prófin felast líka í því hvað gerist þegar liðið lendir undir, þegar það tapar stigum og þegar á móti blæs. Hvaða karakter sýna þeir þá, bæði þjálfarateymið og leikmenn. Þeir hefðu mátt bregðast betur við því að lenda 1-0 undir en þeir sýndu mikinn karakter eftir að þeir lentu 2-0 undir. Svo er bara spurning hvernig þeir standast þau próf sem eftir eru á tímabilinu.
Halldór Marteins says
@Egill
Ég er alls ekki sammála þér með Jesse Lingard (ekki í fyrsta skiptið og líklega ekki í síðasta skiptið heldur ;) ). Hans var sárt saknað framan af leik, enda verið frábær hjá Solskjær. Hans kostir hafa hentað liðinu svo vel og gerðu það aftur þegar hann kom inn á völlinn. Frábært að sjá hann blómstra svona eins og hann hefur verið að gera eftir oft á tíðum ósanngjarna meðferð frá eigin stuðningsmönnum.
Rauðhaus says
Einn af þessum leikjum. Vorum sjálfum okkur verstir, sérstaklega fyrir framan markið. Dauðafærið hans Rashford og mistökin hjá Andreas stór atriði í leiknum. En úr því sem komið var, var sterkt að koma til baka í lokin. Það var orka í liðinu og það er vel.
Ég er þó alveg að missa þolinmæðina gagnvart Alexis Sanchez. Fyrir mér getur hann ekki spilað vinstra megin ef Pogba er inna á. Þeir leita stanslaust í sömu svæðin og var þetta mjög áberandi undir lokin í gær. Þar fyrir utan missir hann boltann einfaldlega of oft. Ég er til í að gefa honum smá séns í viðbót, en þá annars staðar en úti vinstra megin. Fyrir mér er hann á sínum lokaséns út þessa leiktíð. Farið að minna of mikið á Chelsea-tímann hjá F. Torres. Góðir leikmenn og sterk lið, en af einhverjum ástæðum bara ekki meant to be.
(Væri samt mest til í að hann myndi troða sokk upp í mig.)
Rúnar Þór says
Hvað með Moss dómara?
Finnst alltaf einhver neikvæð umfjöllun um hann og í leiknum í gær þá flautaði hann af áður en 5 mín voru búnar, þrátt fyrir að það var skorað mark og Burnley að tefja
Hefði átt að bætast smá við en ekki minna en uppbótartíminn var :( hver veit hvað hefði skeð með 1 mín meira
Sá eitthvað á netinu að hann hafi örugglega verið að flýta sér inn í klefa til að missa ekki af bökunum.
Er hann í hæsta dómaraflokki? bara spyr
Turninn Pallister says
Einhvernvegin verður þetta jafntefli ögn súrara eftir úrslitin í kvöld. Chelsea virðist vera að sökkva og spurning hversu lengi Sarri fær að stjórna á þeim bænum. Ef einhver sanngirni er til, þá ætti Solskjær að vera kosinn stjóri mánaðarins samt ;)
MSD says
Ef einhver hefði sagt við mig fyrir 8 leikjum síðan að við gætum verið 2 stigum frá meistaradeildarsæti þegar 14 leikir eru eftir þá hefði ég nú bara farið að hlæja. Sýnir bara að stjórnin tók hárrétta ákvörðun að sparka Móra á miðju seasoni og reyna að bjarga tímabilinu í stað þess að bíða fram á sumar með brottreksturinn.
Sjáið hvernig fór fyrir Man City gegn Newcastle og Chelsea gegn Bournemouth. Þetta er enska deildin og allir geta unnið alla hvar og hvenær sem er. Liverpool gerir jafntefli á heimavelli gegn Leicester sem koma inn í leikinn með 3 töp í röð í undanförnum leikjum, meðal annars gegn Newport í bikarnum. Allt tal um að flestir leikirnir hjá Solskjær hafi verið gegn lakari liðum og sigrarnir ekkert merkilegir er bara bullshit.
Leikurinn gegn Burnley hefði samt getað verið betri. Sammála því að þegar Lukaku og Mata eru saman í sóknarlínunni þá hægist verulega á tempóinu. Eins mikið og ég held upp á Mata þá gæti ég alveg trúað því að hann færi sig um set í sumar.
Ég held að við þurfum að kveðja þessa leikmenn í sumar ásamt auðvitað Fellaini:
Valencia, Darmian, Rojo, Jones, Pereira, Mata
Við þurfum því að versla hægri bakvörð, tvo miðverði, holding midfielder og hraðan sóknarsinnaðan kantmann/miðjumann.
Hvort Óli eða einhver annar fái svo fjármuni í þetta verk í sumar verður að koma í ljós. En verkefnið er allavega stórt og endurnýjun þarf að eiga sér stað.
Björn Friðgeir says
Það væri mjög fróðlegt að sjá hvort við förum loksins í nauðsynlega hreingerningu á hópnum. Allir þessir sem MSD nefnir mega missa sín.
Dalot getur vonandi tekið bakvörðinn og Tuanzebe komið sem varamaður, þurfum þá toppklassa miðvörð, varnarmiðju og hægri kant. 200mills plús eyðslu.
Omar says
Veit samt ekki með Jones, er þá ekki alveg eins gott að selja bara Smalling?
Kannski þá báða bara?
Miðvarðar staðan er vesen, því fyrir utan Lindelöf, þá erum við með 4 miðverði sem ættu í besta falli að vera varamenn (6 ef við teljum Fosu-Mensah og Tuanzebe með sem miðverði). Ég hafði mikla trú á Eric Bailly, en hann virðist vera full villtur á köflum og óþarflega oft meiddur eða í banni. Það gengur ekki að við séum með þetta mikið af miðlungs miðvörðum, selja amk 3 af þeim og kaupa 1 alvöru naut. Annars er ég sammála ykkur hér að ofan.