Fimm og hálfs árs dvöl Marouane Fellaini er lokið hjá United. United hefur staðfest að hann mun ganga til liðs við Shandong Luneng og söluverðið mun vera tíu og hálf milljón punda.
https://twitter.com/ManUtd/status/1091359161961586689
Það er óhætt að segja að enginn leikmaður United hafi verið jafn umdeildur jafn lengi og Fellaini. Allt frá því að hann var einu kaup David Moyes fyrsta, og eina, sumar Moyes í starfi, keyptur á síðasta degi gluggans, fimm milljónum dýrar en hann hefði verið nokkrum vikum fyrr og þar til Ole Gunnar Solskjær tók við starfi framkvæmdastjóra hefur hann verið Plan B holdi klætt. Stór og hálfklunnalegur og með betri móttökutækni með kassanum en fótunum, og reyndar betri á kassann en flestir leikmenn með fótunum.
https://www.twitter.com/stan_chow/status/1090299160639750149
Jafnvel þó Fellaini væri að leika fyrir stjórann sem honum hafði gengið svo vel hjá með Everton var fyrsta tímabil hans hjá United hálfgerð martröð. Hann lék 16 leiki í deild og var aldrei nálægt því að tryggja sér fast sæti, þó liðinu gengi arfailla. Fyrsta tímabil Van Gaal með United var hann þó mun betri, skoraði heil sjö mörk og var raunverulegt Plan B. Veturinn eftir var ekki jafn góður en hann skoraði þó gegn Everton í undanúrslitum bikarsins og lék allan bikarúrslitaleikinn.
Fyrra tímabil Mourinho hjá United var hann aftur kominn í stærra hlutverk, lék heila 28 leiki í deild en skoraði ekki nema eitt mark. Hann lék þó allan Evrópudeildarúrslitaleikinn gegn Ajax og var góður í þeim leik og United nýtti sér framlengingarklásúlu í samningnum þá um vorið. Síðasta tímabil byrjaði hann ágætlega og United líka, hann skoraði fjögur mörk í átta leikjum en síðan var hann orðinn að plani C, kom nokkrum sinnum inná, lék 17 leiki í deild og það kom verulega á óvart og var vægast sagt umdeilt þegar United gerði við hann nýjan tveggja ára samning síðasta vor. Hvort sem það var vegna þess að hann þótti ómissandi eða vegna þess að ekkert annað lið vildi hann nógu mikið skal ósagt látið.
En það er óhætt að segja að hann hafi ekki bætt sig þennan veturinn. Enn á ný gekk liðinu illa, en samt voru lítil not fyrir hann sem Plan B eða C, José var rekinn og síðan Solskjær tók við kom hann tvisvar inn á.
En nú er tíma hans hjá United lokið. Það á eftir að koma í ljós hvort þessi morgunroði í stjóratíð Ole Gunnar Solskjær verður að sumarsól, en ef svo skyldi fara, þá gæti vera Marouane Fellaini hjá United orðið að meginmerki þess alls sem var að hjá United þessi fimm ár. Hann var einu kaupin sumarið sem virkilega þurfti að kaupa til að styrkja liðið og nýjan stjóra, hann var leikmaður sem hafði aldrei þá eiginleika sem stuðningsmenn horfa eftir í sönnum United leikmanni, hann var Plan B sem of oft plan A, og því miður þá var svo komið undir lokin að jafnvel þó hann legði sig allan fram og berðist meira en aðrir og stæði sig alltaf vel í stóru leikjnum þá verða fáir sem horfa á eftir honum með miklum söknuði.
https://twitter.com/DanielHarris/status/1090303237729718272
Tveggja ára samningurinn sem var gerður við hann í vor skilaði þó í það minnsta því að nú fær United rúmar 10 milljónir punda fyrir hann. Það er eitthvað.
Við þökkum Fellaini fyrir að reyna sitt besta á erfiðum árum, og óskum honum góðs gengis.
Halldór Marteins says
Syndsamlega vanmetinn meðal of margra United-stuðningsmanna. Hafði hæfileika á fleiri sviðum en bara sem plan B eða kassamóttökur. Mikilvægur í mörgum stórum leikjum, krúsjal í síðustu 3 titlum sem United hefur unnið, ástæðan fyrir því að Manchester United komst í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar núna á þessu tímabili. Ef aðeins fleiri hefðu hugarfarið sem hann hefur.
Takk, Fellaini.
Var eiginlega búinn að sætta mig við að hann væri að fara síðasta sumar. Hann tók nokkra aukamánuði sem skilaði sér meðal annars í Meistaradeildinni en það er skiljanlegt að hann vilji fara núna. Óska honum alls hins besta.
Helsta jákvæða við þetta er að nú getur Auðunn loksins hætt þessu helvítis væli alltaf. Tjah, allavega Fellaini-vælinu, spurning hvort það færist ekki bara yfir á einhvern annan í staðinn…
Auðunn says
Djöfusins snilld að losna við þennan sokk ⚽⚽
Besti dagur ársins so far.
Þessi leikmaður var aldrei í United klassa og átti aldrei heima í þessu líði.
Drasl leikmaður sem ekkert lið vildi nema eitthvað Kína lið.
MSD says
Djö eiga litlu kínverjarnir von á mörgum olnbogaskotum í höfuðhæð…
Takk fyrir allt Fellaini.