Stærsta verkefnið sem Ole Gunnar Solskjær stendur frammi fyrir nú er einfalt: Að koma liði Manchester United niður á jörðina eftir eitt stórfenglegasta kvöld United í Evrópukeppni. Það er annað mál hvort stuðningsmenn verða komnir þangað, en það skiptir minna máli.
Það er hins vegar klárt mál að leikmenn United hlýtur að líða eins og þeir séu ósigranlegir, að fara til Parísar og koma heim með 3-1 sigur mun gefa þeim þann kraft sem þarf til að fara á Emirates á morgun og gera það sem þarf til að koma í veg fyrir að Arsenal komist aftur upp í fjórða sætið, og helst að leika eftir sigurinn í bikarleiknum um daginn.
Það er ekki enn orðið þreytt að segja það en hvílík breyting sem orðið hefur síðustu áttatíu dagana! Þó að ég eins og flest hafi viljað reka Mourinho þá var ég líka alltaf tilbúinn með rök, eða afsakanir, hvers vegna brottrekstur væri kannske ekki alveg möguleikur. Sú sokkaveislan síðan þá!
Ég vil ekki gera lítið úr alvörumálum, en mér líður smá eins og ég hafi fengið nasasjón af því hvernig Stokkhólmsheilkennið virkar! Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að það sé ekki búið að fastráða Solskjær, það kemur þegar það kemur. Annað væri, ef ekki annað, mestu PR mistök eigandanna, og eiga þeir þó nokkur á samviskunni.
Að öðru.
https://twitter.com/AlexShawESPN/status/1103628366144512002
Þetta tíst kom fram á fimmtudaginn og það er alveg þess virði að smella á það og lesa samræðurnar sem fylgja. Þær eru ekki alltaf skynsamar en þessi xG punktur er samt áhugaverður. Samkvæmt honum er United að skora fleiri mörk heldur en búast mætti við úr þeim færum sem liðið skapar. Rökin eru þá að svoleiðis gangi aldrei til lengdar, markaskorunin byggist of mikið á heppni! Það kann vissulega að vera en ein af stærstu ástæðunum fyrir þessu er augljós: Ole Gunnar hefur komið með sjálfstraustið í leik liðsins! Leikmenn eru farnir að reyna meiri skot og gera tilraunir sem ættu ekki endilega að heppnast, en gera það.
Það er eitt af því sem hefur einmitt gert síðustu mánuði svo frábæra. Það var engum sem datt í hug 19. desember að í byrjun mars værum við í bullandi baráttu um fjórða, og jafnvel þriðja, sætið, værum komin í átta liða úrslit meistaradeildarinnar, og, ég ætla bara að hvísla það, það eru ekkert alltof mörg lið í pottinum þar sem við hræðumst eins og staðan er í dag…
Já og svo eru átta liða úrslit bikarsins um næstu helgi!
Hvað getur farið úrskeiðis? Tja… allt?
Embed from Getty ImagesEn við skulum snúa okkur aftur að leiknum á morgun. Eitt af því sem var komið á hreint fyrir mánuði var besta lið United. Vörnin með Young, Lindelöf, Smalling og Shaw, Matić, Herrera og Pogba á miðjunni, Martial, Rashford og Lingard frammi. Og svo kom kvöld eitt í París. Af fremstu sex leikmönnunum var einn í liðinu. Og fór sem fór.
Á morgun verður Paul Pogba aftur með, og mun eiga óumdeilt kall til að koma aftur í liðið að öllum líkindum fyrir Diogo Dalot eða Andreas Pereira. Anthony Martial verður heill. En á Romelu Lukaku að missa sæti sitt? Nemanja Matić verður líklega heill. Á að setja Scott McTominay út úr liðinu eftir frammistöðu lífs síns? Á Fred skilað að fara á bekkinn eftir að hafa loksins, loksins stimplað sig inn í liðið?. Ander Herrera? Á að hætta honum fyrir Fred ef hann er ekki orðinn alveg hundrað prósent? Og hver var þetta á æfingu í gær, Jesse „stórleikir eru mitt fag“ Lingard! Hann verður þá kannske á bekknum líka? Væri ekki leiðinlegt ef þessir þrír væru þar!
Ole Gunnar er búinn að breyta þessu svo mikið að allt í einu er hópurinn sem virkaði svo brothættur eitthvað, með veikleika hér þar og alls staðar farinn að verða að lúxusvandmáli! Hver hefði haldið?
En það dæmist á upphitara að stilla upp liði. Hér er mín tillaga, en ef Ole Gunnari dettur í hug að spila Diogo Dalot einum upp á topp, þá mun ég bara segja: Þú ert maðurinn, Ole.
Einhvern veginn svona? Smá halli á vinstri kantinn með Pogba og Martial þar? Hvað sem þessu líður treysti ég Solskjær!
Arsenal
Andstæðingarnir fóru líka til Frakklands og lékur þar á fimmtudaginn við Rennes. Leikurinn fór 3-1 en þar líku samlíkinunni við okkar leik. Sokratis var rekinn út af á 42. mínútu, Rennes jafnaði 1-1 eftir þá aukaspyrnu og bætti við tveimur mörkum í seinni hálfleik. Það er því aðeins önnur stemming í herbúðum þeirra en United. Þeir eru með nær fullbúið lið, Lucas Torreira er í þriggja leikja banni, og Danny Welbeck, Rob Holding og Hector Bellerín eru í langtímameiðslum.
Arsenal hefur gengið þokkalega undanfarið fram að Rennes leiknum, síðasti leikur þeirra var jafntefli gegn Tottenham þar sem Arsenal var líklega betra liðið en Lacazette lét Lloris verja frá sér víti og Harry Kane jafnaði síðan úr umdeildu víti.
Lið Arsenal verður eitthvað á þessa leið
Ainsley Maitland-Niles hefur fengið á sig mikla gagnrýni undanfarið og á fimmtudaginn setti Unai Emery Henrikh Mkhitaryan í hægri bakvörðinn í stað Maitland-Niles. Ég veit ekki með ykkur, en ef svo verður á morgun þá get ég varla beðið eftir að sjá Anthony Martial taka hann á. Danny Higginbotham býst frekar við að sjá þriggja manna vörn Arsenal, með Guendouzi sem þriðja miðvörð.
United hefur skorað í öllum útileikjum sínum í vetur, og unnið síðustu 9 eins og við vitum, og á morgun hef ég fulla trú á að liðið geti unnið þann 10 í röð og virkilega tryggt sig í fjórða sætinu. Þetta verður svakaleikur og ég hlakka til kl 16:30 á morgun þegar Jon Moss flautar leikinn á.
Turninn Pallister says
Ætla að setja spurningarmerki við Bailly og Valencia í byrjunarliðinu. Hugsa að það séu meiri líkur á því að Romero verði í hægri bak heldur en Valencia. Spurning hvort Matic verði ekki hafður á bekknum líka og komi inn fyrir McTominay eða Perreira þegar líður á leikinn. Annars er ég sammála þér með uppstillinguna Björn.
Björn Friðgeir says
Þetta er mikilvæg sagnfræði! Það er til forstilling í kerfinu sem setur inn líklega uppstillingu og við uppfærum yfirleitt á haustin!
Eins og sést núna voru Bailly og Valencia taldir líklegastir að byrja í haust og við höfum þurft að breyta ALLTAF! Í morgun klúðraði ég þessu en skildi í staðinn eftir þessa skemmtilegu minjar um horfna tíma 🤣
Rúnar P says
Sorry, en ég skrifaði það fyrir nokkrum vikum síðan að við munum taka 3. Sætið og það verður allavega jafnað að stigum á morgun, veit ekki hvernig markatölan er akkúrat núna, hvort við förum upp fyrir þá?
Pétur Lárusson says
Tottenham +25
United +20
Þurfum að vinna Arsenal 6-0 til að fara upp fyrir Spurs
Alexander Hurra says
Hvað er aftur orðið langt síðan 8-2 leikurinn var? 😁😊
En þetta verður held ég svakalega erfiður leikur, þeir munu pottþétt mæta brjálaðir í leikinn eftir hörmunginn hjá þeim á fimmtudaginn.
Björn Friðgeir says
Fimm núll nægir uppá mörk skoruð 🤪
Pétur Lárusson says
Enginn Lingard á The Moonwalk Stadium.
Bömmer