Áðan var dregið í Meistaradeildinni og Manchester United mætir Barcelona 10. og 16. apríl!
Heimaleikurinn er 10. apríl og útileikurinn viku síðar.
Ef United vinnur bug á Barca, bíður Liverpool, nú eða Porto í undanúrslitum
Hinu megin mætir Tottenham Manchester City, og Ajax keppir við Juventus.
Leikjaplanið í apríl verður þá einhvern veginn svona
2. apríl – Wolves (Ú)
6. apríl – Bikarundanúrslit ef við vinnum Úlfana á morgun.
10. apríl – Barcelona (H)
13. apríl – West Ham (H)
16. apríl – Barcelona (Ú)
21. apríl – Everton (Ú)
24. apríl – Manchester City (H)
28. apríl – Chelsea (H)
30. apríl/1. maí. Undanúrslit Meistaradeildarinnar… ef og þegar
Atli Þór says
Við getum ennþá unnið enska bikarinn og meistaradeildina.
Vinnum City í úrslitaleik enska bikarsins.
Klárum meistaradeildina með því að slá úr Barcalona, Liverpool og Manchester City í úrslitaleik.
Uppskrift að draumavori :)