Í gær fóru Tottenham tómhentir frá Etihad vellinum eftir 1-0 tap gegn Manchester City. United gat því jafnað Tottenham að stigum og komist upp fyrir Arsenal og Chelsea, í það minnsta tímabundið, með sigri á Everton í dag. Sú varð aldeilis ekki raunin enda mætti gjörsamlega andlaust og máttvana United lið til leiks í dag en svo virtist sem leikmenn liðsins væru með öllu áhugalausir og enginn baráttuvilji fyrir hendi.
Fyrri hálfleikur
Lítið markvert gerðist í leiknum þar til á 10. mínútu þegar Gylfi fiskaði aukaspyrnu og vippaði sjálfur inn fyrir og fengu horn. Úr horninu kom fyrsta færi heimamanna þegar Richarlison fékk boltann í dauðafæri en setti laust skot á markið og de Gea ekki í nokkrum vandræðum með það. Næsta góða færið féll einnig heimamönnum í té en það kom eftir langt innkast frá Digne þar sem Calvert-Lewin fleytti boltanum lengra og Richarlison tók bakfallsspyrnu og skoraði beint yfir de Gea af stuttu færi.
1-0 og útlitið ekki gott fyrir okkar menn en heimamenn búnir að vera mun sterkari frá fyrstu mínútu. Þeir fengu hverja hornspyrnuna á fætur annarri og í hvert skiptið virtist skapast hætta þar sem varnarmenn United virkuðu alls ekki öruggir.
Fyrsta hættulega færi gestanna kom eftir langa sendingu frá Pogba þar sem Rashford var búinn að stinga sér fyrir aftan vörnina en hann náði ekki að stýra boltanum nægilega vel og lenti hann ofan á þaknetinu.
Næst fengum við hornspyrnu á 27. mínútu en eins og oft áður náum við ekki yfir fyrsta varnarmann og Everton brunuðu upp í sókn og boltinn barst til Gylfa sem fékk alltof mikið pláss og smellti þar af leiðandi boltanum bara framhjá de Gea í markinu og tvöfaldaði forystu heimamanna.
Þarna vorum við alltof lengi til baka og gáfum Gylfa alltof mikið pláss og okkur var refsað fyrir það. Það var ekki að sjá á liðinu að það væri í bullandi baráttu um Meistaradeildarsæti því eftir að liðið fékk á sig fyrsta markið breyttist lítið og enn minna við síðara markið.
Í fyrri hálfleik virkaði vörnin óskipulögð, Dalot var langt frá sínu besta, Matic virkaði þreyttur eins og hann var þegar Mourinho var við það að fjúka, fremstu þrír virkuðu ekki í takt við aðra leikmenn liðsins og de Gea virtist enn vera að hugsa um mistökin sín úr Meistaradeildinni.
Síðari hálfleikur
Ole Gunnar Solskjær ákvað að gera tvær breytingar í hálfleik, Ashley Young og Scott McTominay komu inn fyrir Fred og Phil Jones sem meiddist í fyrri hálfleik. Reyndar þurftu heimamenn að gera slíka breytingu fljótlega líka þegar Richarlison gafst upp og inná í hans stað kom Theo Walcott.
Enn virtist sama taktleysið og skortur á áhuga einkenna liðsanda United manna, enginn virtist staðráðinn í að stíga upp og reyna að ná einhverju út úr leiknum. Everton voru mun líklegri aðilinn til að bæta við marki. Enda varð sú raunin, Everton fékk horn sem de Gea kýldi stutt út úr teignum þar sem enginn annar en Lucas Digne hamraði boltann framhjá öllu pakkanum og alveg upp við stöngina. 3-0 gegn Everton sem fram að þessu hafði ekki unnið deildarleik gegn United í meira en 4 ár.
Án þess að fara í ítarlegri málalengingar þá hélt sama sagan áfram, Everton voru mun frískari, líflegri og skeinuhættari en United og bættu við fjórða markinu á 64. mínútu þegar Theo Walcott komst einn innfyrir vörn United og lagði boltann framhjá einmanalegum spánverjanum í markinu. Ennþá 25 mínútur eftir og eflaust flestir United menn sem vildu óska þess að minna væri eftir, svo mikli voru yfirburðir Everton.
Eina sæmiega færið okkar kom þegar Martial fann sig á opnu svæði með boltann fyrir framan teiginn og átti skot en það fór framhjá, nokkurn veginn í takt við allt annað í leiknum. Reyndar tókst Matic að koma skoti úr ágætisfæri en enn og aftur framhjá. Annars var þessi hörmung ekki nógu fljót að líða en á endanum flautaði dómarinn leikinn af og niðurstaðan „bara“ fjögur mörk.
Pælingar að leik loknum
Ég hugsa að City menn mæti til okkar í næsta leik alveg handvissir um að negla auðveld 3 stig ef þeir horfðu á þennan leik, þvílík endemis uppgjöf og vonleysi. Það verður ekki erfiðasti leikurinn sem þeir eiga eftir ef sama lið mætir í þann leik og spilaði hér í dag. Hálf óraunverulegt að í þessu liði finnist menn á ofurlaunum sem telja sig eiga skilið launahækkun og á sama tíma leggja sig jafn skelfilega lítið fram og í þessum leik.
Við erum einfaldlega langt á eftir toppliðunum þegar kemur að baráttuvilja, leikgleði og áhuga leikmanna en það er eins og það sé ekki hægt að mótivera liðið nema í skamma stund í einu.
Leikmenn liðsins virðast stundum vera að sparka í bolta í fyrsta skiptið saman, það er enginn sem er í takt við mennina í kringum sig, leikmenn leggja sig ekki fram fyrir aðra liðsmenn né gera þeim lífið auðveldara með hreyfingum án bolta. Liðið var einfaldlega sundurspilað af Everton sem tapaði 2-0 fyrir Fulham sem er þegar fallið og hafði að engu að keppa.
Það verður augljósara með hverjum deginum að það er ekki knattspyrnustjórinn núverandi, né fyrrverandi, sem er aðalvandamál liðsins, innviðir félagsins eru í molum og leikmenn liðsins þurfa líka að axla ábyrgð. Það eru engar líkur á því að við verðum með í Meistaradeildinni á næsta ári og ef heppnin verður með okkur fáum við Evrópubolta á fimmtudögum.
Óskar G Óskarsson says
ótrúlegt miðað við eyðslu seinustu ára að við séum að starta með miðvörð i vinstri bak og skafta og skafta i miðverðinum ! annars hefði eg viljað sjá Mctominey halda sæti sínu og Matic á bekknum,, matic orðinn eins og skjaldbaka og ekki eru öll þessi meiðsli að hjálpa honum !
annars ánægður að sjá young a bekknum !
ætla að vera bjartsýnn á 1-3 sigur,, erum ekki að fara að halda hreinu frekar en vanalega
gummi says
Við getum alveg einn slétt því að vera með varnarmenn í þessu liði því þeir gera nákvæmlega ekkert gagn fyrir okkur
Turninn Pallister says
Everton er að valta yfir okkur á miðjunni og eru búnir að vera stórhættulegir í föstum leikatriðum. Matic, Fred og Pogba er bara ekki að ganga. Meira að segja Schneiderlin lítur vel út við hliðina á þessum trúðum. Gøg og Gokke í vörninni munu heldur ekki hjálpa.
gummi says
Svo vilja þessir fuglar fá svaðalega launahækkun
Karl Garðars says
Eini leikmaðurinn sem er að reyna eitthvað er Fred.
Hinir eru allir eins og ég veit ekki hvað.
Óskar G Óskarsson says
Djöfull er þetta ógeðslega lélegt ! Besta sem við gætum gert i sumar væri að selja pogba ! Eg hef sjaldan seð svona mikinn aumingjaskap
Auðunn says
Þetta er nú meiri sirkusinn í kringum þennan klúbb.
Allt sem liðið gerir innan sem utan vallar er aðhlátursefni.
Þvílíkt djók að ráða Ola á þessum tímapunkti. Um leið og hann var ráðinn þá hættu leikmenn að nenna að leggja sig fram. Allir allt í einu bara orðnir saddir og sælir.
Alveg sama hvað þessi trúður Woodward gerir það snýst allt í höndunum á honum. Hann getur ekki tekið eina góða ákvörðun.
Björn says
Seinna markið: Þetta er hreinasta hörmung. Dee Gea hefði átt að taka þennan bolta og Matic hefði átt að sýna betri varnarvinnu. Þeir láta Everton líta út eins og meistaralið, svo lélegir eru þeir.
Goggi says
Mikið hlýtur að hlakka í Móra þessa dagana.
Ole er kominn í sama gír og Móri. 5 manna vörn útaf hverju veit ég ekki. Vörnin er mikluverri fyrir vikið og ef bakverðir eru ekki að virka þá þarf bara að fara í unglingaliðið og sækja bakvörð þaðan því þeir geta ekki verið verri.
Messi ehh ég meina Sigurdssson á ekki að fá að vera á röltinu fyrir utan teig…trademark goal fyrir Sigurdsson. Ætli pogba(já ég skrifa það með litlu pé) hafi óvart látið Zouma vita hvað hann ætlaði að gera í dag? Fokking rugl að dúlla sér með liðsmanni mótherja daginn áður en leikur er. Sama hvað þeir voru að gera þá lítur það illa út. Svo er bara að setja Young inná og rústa leiknum haha
Björn says
Young er einmitt að fara koma inn á. Hvar er Mc Tomany?
Bjarni Ellertsson says
„Gæði“ okkar eru að skína í gegn í dag. Andlega og líkamlega erum við bara búnir á því og væri best að tímabilið endaði hér með, svo við þyrftum ekki að horfa upp meira afhroð. Þú byggir ekki hús á sandi, undirstaðan sem byggt var á í upphafi er sú sama í dag, léleg vörn, slöpp miðja og úttaugaðir sóknarmenn. Ekki góð áskrift að góðu liði þrátt fyrir að menn náðu að hámarka eigin getu í nokkra mánuði með nýjum stjóra þá hafa menn ekki náð að halda teygjunni strekktri því hún skall til baka eftir psg leikinn með látum í andlitið á okkur og það er alltaf vont. Hefjum nýtt tímabil með 4-5 nýjum leikmönnum, út með leikmenn sem hafa spilað í 6- 8 ár með okkur (í þessum skrifuðum orðum er Young að koma inn á) og byggjum á því. Sama system að ári og við munum ná í skottið á öðrum vel spilandi liðum.
GGMU
Turninn Pallister says
Horfa aftur á seinna markið er algjört djók. DeGea með algjöra drullu, veit ekki alveg hvernig hann getur farið fram á einhvern ofursamning með svona frammistöðu. Matic hefði líka alveg mátt gefa smá ástæðu fyrir því að hann sé í liðinu. Leikmenn hreinlega virðast bara latir, húð drullu latir. Everton búnir að hlaupa 4.km meira en Man U í fyrri hálfleik. Hvað Pogba varðar, þá er ég farinn að vona að hann verði bara seldur í sumar. Tvöföld skipting í hálfleik en ég er ekki að sjá að hún geri mikið.
Björn says
Man City næst og svo Chelsea. Hvernig mun það fara?
Robbi Mich says
Já ok.
Karl Garðars says
Er ennþá að horfa. Bíð spenntur eftir að sjá hver af þessi drauglötu erkifíflum ætlar að vera fyrstur að láta reka sig út af fyrir heimsku.
Karl Garðars says
Stuðull 0,9 á pogba yfir sauð
Turninn Pallister says
Þetta er algjör niðurlæging. Sé ekki alveg hvernig leikmenn eða þjálfari munu svara fyrir þessa frammistöðu. Væri svo týpískt fyrir þetta skítatímabil ef við myndum vinna City næst og tryggja deildar titilinn fyrir Lifrarpoll. *gubb
gummi says
Ég held að allir púllarar geti gleymt því að þetta drasl lið sé að fara taka stig af city
Óskar G Óskarsson says
Þessir aumingjar nenna ekki að hreyfa sig ! Verði Real að góðu,, er ekki hægt að senda pogba yfir með næsta flugi?
Sigurjón Arthur says
Eitt verða menn og konur að muna….það eru ennþá sömu mennirnir sem stjórna öllu á Old Trafford og þeir eru búnir að SKÍTA upp á bak síðan SAF hætti og jafnvel löngu fyrir þann tíma. Er hræddur um að ekkert breytist á meðan Woodi og kanarnir ræða öllu en hafa EKKERT vit á fótbolta 😥
Bjarni Ellertsson says
R.I.P
ManUtd 2019
Rúnar P says
LoL…..
Björn says
Eftir þennan leik eru aðeins 12 stig eftir í pottinum eða 4 leikir. Meistaradeildarsæti ólíklegt, jafnvel þó þeim takist að sigra alla leikina sem eftir. En ég er ekki að sjá það fara að gerast. Þannig að Man City gæti orðið Englandsmeistari þetta tímabilið ..
Óskar G Óskarsson says
Verð að gefa hrós fyrir að nenna að skrifa leikskýrslu.
Kannski væri bara best að við myndum missa af CL, við höfum ekkert þangað að gera og gætum byrjað að byggja upp fra grunni.
guðmundur Helgi says
Eg get skilið vonbrigðin með þennan leik asamt oðrum leikjum sem hafa ekki nað neinum hæðum a þessu timabili,en eitt þvoli eg ekki það er gagnryni a ole gunnar fra somu monnum og hrosuðu honum sem hvað mest a sinum tima þvilikir stuðningsmenn.Það er meinsemd i liðinu það fer ekkert a milli mala,nu þurfa menn að setjast niður kryfja malið til enda og hreinsa oværuna ut.Okkur vantar leikmenn með STERKAN PERSONULEIKA likt og petur hin danska og roy hinn irska her aður fyrr,young matic lukaku smalling jones þetta eru fimm fyrstu nofnin sem mer dettur i hug en það eru abyggilega fleiri nofn sem ættu að vera a faraldsfæti og þa sem allra fyrst, það er svo augljost að lið sem spilar af jafn mikilli gleði likt og gert var þegar oli kom fyrst hrynur ekki niður bara sisona og sjalfstraust gufar ekki bara upp.Eg hef aldrei verið sattur með þessa eigendur sem hafa raðið rikjum alltof lengi og virðast ekki hafa djupan skilning a eðli knattspyrnunnar,fyrst og frems er litið a felagið sem mjolkurku sem utvegar endalausan arð ut fyrir felagið og starfsemi þess.Þess ber að geta að felagið hefur eytt toluverðum upphæðum i leikmannakaup hin siðustu ar sem hafa oft a tiðum verið illa igrunduð og skilað litlu með orfaum undantekningum,eg gæti talið upp fleiri atriði varðandi liðið og felagið en þetta er orðið nokkuð gott i bili.Gleðilega paska.
guðmundur Helgi says
Tapið var vont vissulega en i þessum leik kristolluðust akveðinn vandamal sem við hofum seð aður og sem ekki er hægt að leiða hja ser það var kannski það goða við tapið i dag.
Björn says
Mögulega rétt. En ætli Crystal Palace sé að gefa þeim líflínu í meistaradeildarbaráttunni gegn Arsenal? Vona það. En þá þarf að sigra alla leiki sem eftir eru. Ennþá möguleiki þó hann se lítill.
Bjarni Ellertsson says
Liðið hefur enga burði í dag til að koma okkur í meistaradeildarsætið þó lið fyrir ofan okkur séu að missa stig því við munum halda áfram að missa punkta líka. Að spila með þessa vörn og svo lausskrúfaða hausa á okkar helstu stjörnunum er ekki til útflutnings. Fyrir mér er þetta helsta vandamálið plús vitleysisgangurinn í þeim sem stjórna þarna á fjórðu hæðinni. Það væri gaman að sjá framan í þá ef markaðsvirði félagsins myndi droppa um nokkur prósent en á meðan svo er ekki þá skiptir engu hver er við hjólið, sama vitleysan ár eftir ár. Ætla að leyfa mér að vona að við sjáum sýnilegar breytingar eftir pre season þannig að þangað til ætla ég að snúa hausnum í aðra átt og finna fótboltagleðina aftur, jú íslenski boltinn fer að rúlla bráðum og nú er tækifæri til að skipuleggja grill tímabilið í samræmi við það.
GGMU
Cantona no 7 says
Ég er bara orðlaus.
Leikmenn fá 0-5 í einkunn fyrir leikinn í MEN.
G G M U
Karl Garðars says
Ég er líka orðlaus. Á hvaða lyfjum eru fréttamenn MEN? Hverjir í fjáranum fengu 2-5??
MSD says
Það þarf að taka til í hópnum. Það vantar leiðtoga í þetta lið. Það hefur ekki orðið nein alvöru endurnýjun í vörninni. En þegar öllu er á botninn hvolft þá þurfa leikmennirnir að leggja meira á sig. Martial búinn að gera nýjan samning og þarf að drullast til að rífa sig upp á rasshárunum og standa undir kröfunum. Aðrir heimta launahækkanir sem þeir eiga engan veginn skilið út frá frammistöðum. Það á bara að losa sig við þessa menn, segja bara nei við þessum launum og þeir geta þá bara farið annað.
Stærsta stjarnan okkar var úti að borða með miðverði Everton daginn fyrir leik að fíflast á instagram. Nú vantar okkur Roy Keane í klefann að taka svona menn niður á jörðina. Það væri öllum svo sem sama um það ef hann og aðrir leikmenn hefðu nennt að hlaupa og leggja sig fram í leiknum, en þegar svo er ekki þá fær hann skiljanlega pillur á sig út af svona hegðun.
Losum okkur við stjörnurnar sem nenna ekki að hlaupa og leggja á sig vinnuna en vilja hirða launin og fjárfestum í ungum enskum mönnum á borð við Decan Rice, Hudson Odoi og Jadon Sancho.
Jonas says
Er Liverpool maður. Mín kenning er sú, að þegar Alexis Sanches var fengin frá Arsenal, reyndar frítt, en með 500.000 pund á viku, þá hafi allt vesenið byrjað. Sérstaklega þegar allir voru farnir að sjá, sem gerðist fljótlega, að ef hann var ekki meiddur, þá gat hann ekki rassgat, en á meira en helmingi hærri launum en sá sem er með næst mest. Þetta er upphafið, næst má svo nefna Móra og í framhaldi af því prímadonnurnar, sérstaklega eina franska, sem örugglega á ekkert erfitt með að sá miður góðum fræjum í kring um sig.
Audunn says
Alexis Sanchez kom ekki frítt, United skipti á Henrikh Mkhitaryan sem voru þegar upp er staðið góð skipti fyrir Arsenal.
það er alveg deginlum ljósara að Pogba er ekki með hausinn til að spila fyrir lið eins og United, hann hefur ekki það sem til þarf. Hvort hann geti breytt því sjálfur skal ósagt látið en ansi þykir mér það ólíklegt.
Annað vandamál Pogba er að hann hefur ekki næg gæði í kringum sig, ég meina menn eins og t.d Fred og Lingard eru jú ágætis uppfyllingar leikmenn sem hægt er að notast við stöku sinnum en aldrei nógu góðir til að vera val n.r eitt. Vörnin er líka svo glötuð að enginn miðjumaður má við því að sleppa sinni varnarvinnu í eina mín. Það er alltaf panic ástand í vörn United þegar andstæðingurinn kemur nálægt vítateignum.
Svo leikmaður eins og Pogba getur notið sín almennilega þá þurfa að vera klassa menn í kringum hann, við sjáum það með Franska landsliðinu þar sem hann á nánast alltaf góðan leik.
Vandamál United er aðalega tvennt, kaupastefna liðsins undir stjórn Woodward og svo plan liðsins undir stjórn Woodward.
það er ekkert plan í gangi og ef það er þá veit enginn hvað það er.
Það sýnir sig best þegar kemur að ráðningu stjóra síðan Sir Alex hætti, þeir eru allir mjög ólíkir með ólíka nálgun á leikinn, ólíka kaupastefnu, mjög mjög ólíka taktík osfr.
Það er ekki hægt að vera í þessum pakka, liðið er alltaf á byrjunarreit. Það verður að vera einhver stefna í gangi þótt það koma inn nýjir stjórar, það á að velja stjóra eftir stefnu klúbbssins en ekki bara gera eitthvað út í loftið og skilja svo ekkert afhverju hlutirnir ganga ekki upp.
Vit vitum allir og öll hvað Moyes stóð fyrir, sama með Van Gaal og Móra, en amk hef ég ekki hugmynd um hvað Ole vill gera. Hvorki þegar kemur að leikmannamálum og hvernig fótbolta liðið á að spila undir honum. Ég skil ekkert í því.