Þrátt fyrir afhroðið gegn Everton um síðustu helgi þá á Manchester United á einhvern ótrúlegan hátt enn möguleika á því að enda í efstu fjórum sætum ensku úrvalsdeildarinnar og tryggja sér þar með þátttöku í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Eftir hörmulegt gengi undanfarnar vikur eru líkurnar á því hins vegar litlar sem engar. Það gæti þó breyst á morgun þegar ríkjandi Englandsmeistarar Manchester City heimsækja Old Trafford.
Eftir afhroðið gegn Everton, sem kom skömmu eftir að Barcelona niðurlægði liðið í Meistaradeild Evrópu, tók Ole Gunnar Solskjær í sama streng og forveri sinn José Mourinho þar sem hann efaðist um áhuga sumra leikmanna sinna á því að spila fyrir Manchester United. Eflaust er Ole búinn að ákveða hverjir fá sparkið í sumar en það verður áhugavert að sjá hvernig hann stillir upp á morgun í ljósi þessara ummæla. Sérstaklega þar sem hann hefur treyst mörgum af eldri leikmönnum sínum til þessa. Ef til vill er þolinmæðin á enda.
https://twitter.com/utdxtra/status/1120000552602152960
Ég held að flestir stuðningsmenn Manchester United myndu taka því fagnandi ef Ole myndi hrista vel upp í hlutunum á morgun. Persónulega mætti gera 7-8 breytingar á liðinu sem byrjaði gegn Everton. Það mætti þá allavega reikna með því að þeir leikmenn myndu að lágmarki leggja sig fram gegn ógnarsterku liði Manchester City. Það sem undirritaður gæfi fyrir að sjá Rafael í byrjunarliði United í leik sem þessum.
Takk Louis Van Gaal …
Pep og félagar
Eins og flestir vita eru Manchester City í harðri baráttu við Liverpool um titilinn. Bláliðar hafa unnið síðustu 10 leiki í deild og þar af haldið hreinu í sjö af þeim. Það er því erfitt að sjá eitthvað annað en tap í spilunum þar sem gengi United frá sigrinum fræga í París hefur verið hreint út sagt hörmulegt. Þá þarf City á sigri að halda til að komast aftur á topp deildarinnar en Liverpool er sem stendur með tveggja stiga forystu.
Fyrir utan Kevin De Bruyne eru allir heilir hjá gestunum og má reikna með að þeir stilli upp sínu sterkasta liði. Eftir tvo leiki gegn Tottenham á skömmum tíma gæti orðið einhverjar breytingar á liði þeirra en þær munu varla veikja lið þeirra. Vonandi verður einhver þreyta, líkamleg og andleg, í gestunum sem okkar menn geta nýtt sér. Gengi United á Old Trafford gegn City hefur nefnilega verið hrein og bein skelfing undanfarin ár.
Frá hinum átakanlega 1-6 leik árið 2011 hefur Manchester United aðeins einu sinni hrósað sigri gegn Manchester City á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni. Einn sigur, eitt jafntefli og fimm tapleikir eru niðurstaðan í síðustu sjö viðureignum liðanna á Old Trafford.
Hvað gera Ole, Mike og Carrick?
Það er nokkuð ljóst að eitthvað verður um breytingar á liði Manchester United á morgun. Luke Shaw kemur 100% inn í byrjunarliðið og þá er vonandi að Victor Lindelöf verði færður aftur inn í miðvörðinn. Persónulega vona ég að Diego Dalot byrji leikinn í hægri bakverði en mig grunar þó að Ashley Young byrji því miður í bakverðinum. Hvað varðar miðjuna þá reikna ég með Scott McTominay í byrjunarliðinu og miðað við þær fréttir að Ander Herrera sé leikfær þá eru allar líkur að hann byrji enda gengi liðsins með hann í liðinu síðan Ole tók við allt annað en án hans.
https://twitter.com/utdxtra/status/1120647713417306112
Það er morgunljóst að Manchester United er ekki að fara spila Manchester City af vellinum á morgun. Helsti möguleiki okkar manna er einfaldlega að vinna á gömlu góðu baráttunni og leikgleðinni. Til að það eigi að geta átt sér stað þarf liðið að spila á leikmönnum sem eru tilbúnir að leggja líf og sál í leikinn. Ég persónulega vonast því til að liðið verði eins og hér að neðan en skal þó glaður skipta á Alexis Sanchez og Mason Greenwood þarna frammi þó það sé eitthvað sem segir mér að Alexis muni eiga góðan leik ef hann byrji á morgun.
Audunn says
Þetta er að ég held (man allavega ekki eftir öðru dæmi) í fyrstaskiptið sem ég vona að United tapi fótboltaleik og skammast ég mín ekkert fyrir að segja það.
Ég man þá tíð þegar Liverpool lék við Chelsea á Anfield og færði þeim titilinn án þess að svitna.
Ef Liverpool hefði nennt að leggja sig fram í þeim leik og unnið hann þá hefði United unnið deildina, en það var ekki stemmari fyrir því í Liverpoolborg. Þannig að nú snýst dæmið við, það er enginn stemmari hjá mér að vinna þennan leik, bara akkurat enginn.
Agunn says
Furðuleg staða komin upp. Fáir ef einhverjir United menn vilja sjá LFC taka titilinn. Þrátt fyrir að það sé ekkert gaman að sjá City taka hann heldur. Málið er samt ekki flókið, United þarf á CL fótbolta að halda. Arsenal, Chelsea og Spurs hafa hent líflínu til United. Það er ennþá möguleiki þó það sé langsótt. Audunn ég man eftir þessum Chelsea leik og man ennþá aftar í tímann eða tímabilið 1994/95. Fyrir síðustu umferðina var Blackburn með 89 stig en United 87. Blackburn fóru á Anfield og leiddir af goði LFC manna, Kenny Daglish. Á meðan heimsóttu United West Ham. Menn voru handvissir að Liverpool myndu ekki gera United neinn greiða en annað kom á daginn og sigruðu Liverpool leikinn 2-1. Því miður gerðu United menn jafntefli gegn West Ham 1-1. Þó svo United nái stigum/stigi gegn City þá er það ekkert tryggt að LFC klári sitt. Alls ekki. En í enda dagsins þá snýst leikurinn á morgun um Man Udt og ekkert annað. Hvernig bregðast menn við eftir tvær niðurlægingar í röð, 7-0 samtals í síðustu tveimur leikjum.
Audunn says
United liðið í dag hefur ekkert í meistaradeildinni að gera.
Þeir ættu miklu frekar að einbeita sér að því hvernig þeir ætla að verða samkeppnishæfir á komandi árum og hvernig þeir ætla sér að minka bilið sem er í lið eins og City, Liverpool, Barcelona, Juve ofl.
Tekjur munu jú dragast saman um 60 – 80 miljónir punda en það er töluvert lægri upphæð en liðið er búið að kasta út um gluggann með mjög lélegum leikmannaviðskiptum undanfarna glugga.
United á svo langt í land með að komast á stall með bestu liðum Evrópu í dag að það veitir ekki af að einbeita sér að því hvernig liðið ætlar að komast á þann stað sem það vill vera með því að búa sér til eitthvað alvöru plan og hætta að versla plástra eins og Matic, Fred, Darmian, Rojo, Alexis osfrv.
Ár án meistaradeildar gæti þegar öllu er á botninn hvolft bara verið gott fyrir liðið.
Það þarf allavega einhverja vakningu hjá Woodward og co. Núverandi stefna (ef hún er tilstaðar) virkar amk ekkert.
Elis says
Skít með hvað Liverpool er að gera. Man Utd er stórlið sem ætti aldrei að leggjast svo lang að vilja tapa leik gegn Man City í baráttu um borgina.
Það skiptir öllu máli að komast í Meistaradeild. Eykur líkur að fá góða leikmenn, meira fjármagn og heldur liðinu á þeim stall sem það á heima.
Evrópu kvöld á fimmtudögum eru ömurleg.
Þetta er spurning um stolt og einfaldlega framtíð liðsins en að vera í Meistaradeild gæti flýtt fyrir uppbyggingu liðsins sem er mikilvægara en hvort að erkifjendur eða nágrannar lyfta bikarnum í lokinn.
Einar says
Er ekki smá langsótt að tala um að Liverpool hafi gefið leikinn gegn Chelsea 2010? Er ekki annars verið að tala um þann leik?
Næstsíðasta umferð og spilað í kjölfarið á undanúrslitum Europa League. Liverpool hafði að engu að keppa (ekki einu sinni 4.sæti) og setti púðrið því eðlilega í EL á vondu tímabili þar sem mikið var um meiðsli og allt í bulli utanvallar.
Vörnin samanstóð Agger í vinstri bakverði, Kyrgiakos í miðverðinum og Mascherano af öllum í hægri bakverði. https://www.whoscored.com/Matches/318580/Live/England-Premier-League-2009-2010-Liverpool-Chelsea.
Stuðningsmenn horfðu pottþétt á þetta svipað og margir Unitedmenn gera núna, frekar Chelsea en United þó þar sé um tvo afar slæma kosti að ræða og það var alls engin ást milli Liverpool og Chelsea á þessum árum heldur. En liðið reyndi pottþétt eins og það gat í leiknum.
Hefði samt klárlega viljað vinna þann leik hefði það gefið séns á Meistaradeildarsæti. Hvað þá ef valið stæði milli þess að United tæki titilinn frekar en Everton svipað og United menn standa frammi fyrir núna.
Cósak says
Ég veit ekki með aðra ManUtd menn en það þarf eitthvað að gera! Young má ekki byrja þennan leik. Ekki búinn að vera góður upp á síðkastið og er aldrei eða réttara sagt á ekki að spila stóra rullu á næstu leiktíð. Því væiri réttast að reyna að koma Dalot inn í eitthvert alvöru hlutverk á Old Trafford. Þetta er maður sem var hugsaður í framtíðina hvernig væri þá að undirbúa hann undir hana! Svo skil ég ekki afhverju Tomahawk byrjar ekki bara alltaf. Okey, veit hann er ekki besti miðju maðurinn en mother fucker hvað hann leggur sig alltaf fram og er tilbúinn að berja á mótherjanum þegar illa gengur! Hann er týpa aðmér finnst sem gæti barið liðið áfram þegar illa gengur svipað og Herrera hefur gert með orku og ákveðni. Mér finnst það alltof oft gleymast hvað ákefð og orka í upphafi leikja getur smitað útfrá sér í sjálfstraust. Þurfum að fá Rashford, lindgard og þá Sanches( eða Lúlla, hann getur þetta líka) til að sýna þessa orku sem við höfum oft séð. Skil bara ekki hvernig liði gat verið svona út um allt á móti Everton. Þetta lið hefur alveg sýnt það að það getur pressað hátt uppi og unnið boltan. Væri til í að sjá það gerast oftar og mun reglubundara í leikjum.
Annars skil ég ekki hvernig fótbolta pjakkar nú til dags hugsa! Er ekki gamall og spilaði ekki á háu leveli en anskotinn hvað ég var til í að hlaupa úr mér lungun og berjast fyrir mitt lið! Ekki ( að ég tel) man ég eftir því að hafa gefist upp og farið í fýlu þó að illa gengi!
Því miður er ekki einu sinni að sjá að menn séu að spila fyrir lífu sínu hjá þessum klúbb! Þetta er náttúrulega bjánalegt að aðal menn innan hópsins séu að heimta hærri laun, ókey de gea hefði getað verið að biðja um þetta en með afrhoða frammistöðu í síðustu tveimur leikjum þá veit ég ekki! Pogba á að vera með betri miðjumönnum í heim, en ef hann er bara góður þegar vel gengur eða í kringum betri menn þá getur hann ekki talist það. Að teljast með betri miðjum0nnum í heim finnst mér að ætti að þýða að þú hífir menn í kringum þig á þitt level að ÞÚ stígir upp þegar ekki er allt að ganga eftir planði að ÞÚ hvetjir(stundum ÖSKRI) menn í gang.
Ég er ástsæll stuðnigsmaður Ole gunnars efast ekki um að hann vita sitt hvað í sinn haus og með þessa aðstoðamenn á hann að geta rétt úr kútnum. Veit ekki hvernig þetta tímabil endar. En hann verður að hafa pung til að lækka laun hjá þessum drottningum, eða þeir fari að sýna að þeir eigi einhvern rétt á þessum launum.
En fokkit við getum unnið þetta Mansjittí lið ef menn koma vel peppaðir
Rúnar Þór says
Hvernig er staðan á podkostum hjá ykkur? Í byrjun tímabils var stefnan 1x í viku (sem er fullmikið kannski) en nú er mánuðir á milli? Erfitt að hittast eða menn orðnir þreyttir?
Ég bara spyr því ég er mikill podkast maður :)