Síðasti leikur ömurlegasta tímabils í langan tíma er á morgun. United hefur verið í nera sæti á síðustu árum en stemmingin þetta árið er líklega verri en nokkuð það ár.
Stjórinn var rekinn fyrr en nokkru sinni á tímabili eftir skelfilega byrjun. Ole tók við og sett liðið á yfirsnúning og kom liðinu í samkeppni um fjórða sætið. En eftir frábæran sigur á PSG var allur vindur úr liðinu og síðustu vikur hafa verið hörmulegar. Öll umræðan snýst um hversu skelfilegur hópurinn sé og hvað þurfi að kaupa mikið. Ofan í kaupið eru svo allir helstu andstæðingar okkar að keppa um titla og Evrópubikarar.
Í vikunni varð ljóst það sem lengi hefur vitað að tveir leikmenn væru á förum. Antonio Valencia hefur verið þjónn í tíu ár, fyrst sem fínn kantmaður og leikmaður ársins 2011-12 og hin síðari sem traustur varnarmaður. Tími hans er þó klárlega liðinn.
Annað mál er með Ander Herrera. Hann hefur verið einn traustasti leikmaður United frá því hann kom til liðsins en fékk ekki nógu góðan nýjan samning og lét því sinn renna út. Hann mun víst hækka verulega í launum hjá PSG, en ef þessi samningur sem heyrst hefur að United hafi boðið undanfarið hefði verið á borðinu fyrir tveim árum hefði hann líklega framlengt. Vantraust José á honum er því þess valdandi að hann er á leið burt. Ég leyfi mér að efast að hann spili mikið fyrir PSG en eins og staðan er á málum hjá United hefði verið mjög gott að halda honum. Samhengið við alla hina sleðana sem hafa fengið nýja samninga er líka sláandi.
https://twitter.com/AnderHerrera/status/1127141261385916416
Á morgun er svo lokaleikur þessa leiðindavetrar. Eins og um síðustu helgi tökum við á móti föllnu liði en eins og leikurin síðustu helgi verður það sýnd veiði en ekki gefin. Það er jú að einu að keppa: Ef United vinnur og Arsenal ekki á morgun, þá fer United beint í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en ekki síðustu forkeppni. Ef það gengur ekki eftir og Watford verður svo bikarmeistari þá fer United í forkeppnina, strax í lok júli, missir af upphitunarleikjum í Bandaríkjunum og gæti meira að segja þurft að koma til Íslands. Það væri fróðlegt að sjá upplitið á helvízkum Glazerunum þá.
Ætli liðið verði einhvern veginn svona? Martial fékk víst að heyra það hjá honum og sést líklega ekki. Garner er þarna til að skemmta mér, en ætli það verði ekki Matić? Ole hefur lofað að einn eða tveir kjúklingar fái tækifærið á morgun og þessi mynd var tekin af unglingunum á meistaraflokksæfingu í vikunni.
Ætli þetta nægi til að vinna Cardiff? Er eitthvað frekar um um þetta að segja sem má ekki bíða ársuppgjörsins frá ritstjórn sem væntanlegt er í næstu viku.
Leikurinn hefst klukkan 2 að íslenskum tíma á morgun
Karl Garðars says
Svo sorglegt að sjá á eftir Herrera. Einn af örfáum, í þessum öskuhaug sem liðið er, sem hefur alltaf gefið allt sitt. Þar til núna hef ég haldið í vonina að þeir næðu saman og sérstaklega í ljósi þess að hver ræfillinn á fætur öðrum virðist geta fengið fáránlega háan samning miðað við getu.
Ég hélt að ég gæti hreinlega ekki fyrirlitið þetta glazer og woodward drulluhyski meira en þeir ná alltaf að toppa sig!
Ingvar says
Eins duglegur og Herrera er þá má ekki gleyma því að hann hefur bara spilað 130 leiki á 5 tímabilum, það gera að meðaltali 25 leiki á timabili sem er alveg galið. Hann hefur verið meira og minna meiddur frá því að hann samdi við okkur. Um leið og hann komst á run þá meiddist hann. Ef að það er eitthvað til í því að hann hafi verið að fara fram á 200k á viku fyrir 25 leiki á tímabili þá skil ég vel að þeir hafi ekki samið við hann. Gefur svo út að hann sé sorgmæddur og sé alltaf rauður, bla bla bla þegar hann fór annað til að þéna meira. Áfram gakk
Audunn says
Herrera ásamt Shaw og Lindelof eru bestu kaup United síðan Sir Alex hætti, það segir meira um kaupastefnu liðsins í gegnum tíðina en getu þessara leikmanna.
Ég mun sjá eftir Herrera en United ætti að geta fundið einhvern ekki síðri í staðinn.
Ég vona að við náum að enda tímabilið vel og gera góða hluti í leikmannamálum liðsins í sumar. Framundan er mikilvægasta sumar liðsins í marga áratugi.
Ekki bara kaup heldur líka að losna bæði við skemmd epli og leikmenn sem eru ekki í United klassa eins og t.d Rojo, Darmian, Smalling svo einhverjir séu nefndir.
Við verðum að vera bjartsýn, annað er bara ekki í boði.
Sjáum Spurs. Þeir hafa ekkert keypt síðustu tvö ár samt er þetta lið komið í úrslit meistaradeildar ásamt því að vera í topp 4. Það er magnaður árangur.
Jú þeir hafa brill stjòra, stjòra sem ég vill fá til United þeir hafa líka leikmenn með hausinn á sér í lagi og leikmenn sem vilja leggja sig 100% fram fyrir klúbbinn og stjórann. Það hefur svo ótrúlega mikið að segja.
Ég vona að við náum að kaupa 4-5 góðaleikmenn sem vilja leggja sig fram fyrir United ásamt því að koma með 1-2 unga stráka úr unglingaliði liðsins, þá er allt hægt.
Ég sá í gær leikmann frá United í liði Aston villa sem ég er nokkuð spenntur fyrir. Hann virkaði amk betri miðvörður en nánast allir miðverðir United í dag. Ég held að United eigi nokkra mjög spennandi stráka sem gætu stígið upp á komandi árum, strákar sem eru tilbúnir að leggja sig alla fram fyrir United og þjálfarann.