Þá hefur Manchester United gengið frá öðrum kaupunum í sumar en fyrr í mánuðinum gekk Daniel James til liðs við Rauðu djöflana. Að þessu sinni er það Aaron Wan-Bissaka en hann er 21 árs gamall hægri bakvörður sem kemur frá Crystal Palace.
https://twitter.com/manutd/status/1144924076886167553?s=21
Orðrómur þess efnis að Manchester United hefði áhuga á leikmanninum hefur lengi verið á sveimi en fjölmörg lið voru sögð áhugasöm. Ole Gunnar Solskjær virðist þegar vera búinn að hafa breyta stefnu félagsins á leikmannamarkaðinum og færa áhersluna af stjórstjörnuleikmönnum yfir á unga, óreyndari leikmenn.
United hafði þegar boðið í leikmanninn en skiljanlega hafa Crystal Palace viljað halda í einn sinn besta mann, sérstaklega í ljósi þess að allar líkur eru á því að fyrrum United leikmaðurinn Wilfred Zaha sé einnig á leiðinni frá félaginu. Tvívegis höfnuðu þeir tilboði frá United en þriðja tilboðið, sem talið er hljóða upp á 50 milljón pund (þar af 5 millj. í viðbótargreiðslur) var samþykkt. Talið er að leikmaðurinn fái 80-90.000 pund á viku en samningurinn er til fimm ára og með möguleika á að framlengja um ár.
Aaron Wan-Bissaka er fæddur 26. nóvember 1997 (16 dögum yngri en Daniel James) en hann hefur verið í herbúðum Crystal Palace frá 11 ára aldri. Honum tókst loksins að komast inn í byrjunarliðið á síðasta tímabili en hreinlega sprakk út á nýliðnu tímabili. Wan-Bissaka var valinn leikmaður mánaðarins fjórum sinnum og á endanum valinn leikmaður tímabilsins hjá Crystal Palace. Þá var leikmaðurinn einnig valinn í hóp enska landsliðsins fyrir Evrópumót U-21.
Þá mun Wan-Bissaka fá treyjunúmerið 29 sem er sama númer og hann var með hjá Crystal Palace en síðastur til að bera númerið í United treyju var félagi hans og fyrrum United-maður, Wilfred Zaha.
En hvað er það sem gerir svona ungan bakvörð jafn eftirsóknarverðan og raun ber vitni? Til þess að glöggva sig aðeins betur getur verið gott að skoða tölfræðina hans frá síðustu leiktíð. Wan-Bissaka var með flestar tæklingar (129), fleiri en nokkur annar varnarmaður, í stærstu deildum Evrópu. Þá stendur hann framar öðrum bakvörðum ensku Úrvalsdeildarinnar á flestum sviðum.
Varnartölfræðin hans er hreint út sagt ótrúleg miðað við 21 árs gamlan leikmann. Eins og sjá má greinilega hér að ofan þar sem hægri og vinstri bakverðir stóru liðanna og liðanna sem enduðu fyrir miðri deild (svipað og CP) þá eru fáir með tærnar þar sem hann hefur hælana.
Wan-Bissaka er með flestar tæklingar, kemst fyrir fleiri skot, á fleiri hreinsanir og kemst inn í sendingar að meðaltali oftar en nokkur annar bakvörður í deildinni. Það ætti því ekki neinn að undrast það að United hafi borgað uppsett verð fyrir hann enda gríðarlega spennandi og efnilegur leikmaður hér á ferð.
https://twitter.com/StatmanDave/status/1143839727289864192
En Ole Gunnar Solskjær hefur verk að vinna í sumar þar sem hann hefur ýjað að því að talsverðra breytinga á hópnum sé þörf. Hann hefur nú þegar fyllt upp í tvær stöður sem hafa verið ákveðið vandamál hjá liðinu með tveimur ungum leikmönnum og það áður en júlí mánuður er byrjaður. En flest kaup United á síðustu áratugum hafa komið á fyrri hluta júlímánaðar.
Það er alvitað mál að United er á höttunum eftir miðjumönnum en United er sagt áhugasamt um Bruno Fernandes, James Maddison og Sean Longstaff og því verður spennandi að fylgjast með þróun mála á næstu tveimur vikum.
Audunn says
Ég get ekki séð að það hefði verið hægt að finna betri kaup í þessa stöðu.
Hann var stórkostlegur á síðasta tímabili og leikmaður sem ætti að geta tekið ennþá meiri framförum á komandi misserum.
En það þarf að klára púslið með sterkum miðverði og miðjumanninn.
Hef töluverðar áhyggjur af miðvarðarþættinum því það eru afar fáir áhugaverðir miðverðir á lausu ef þá einhverjir og svo kosta þeir allt of mikið.
Hef ekki trú á að United hafi burði til að borga 50-60 miljónir fyrir miðjumann og svo aðrar 50-70 miljónir fyrir miðvörð.
En sjáum til.
Eitt sem ég skil hreinlega ekki og það er afhverju liðið er ekki ennþá búið að setja leikmenn eins og Darmian, Rojo og annað hvort Jones eða Smalling (helst báða) á sölu.
Liðið hlýtur að vilja losa sig við eitthvað af þessum mönnum.
Í dag erum við með 12 varnarmenn ef ég tel Mensah og Tunzebe með á launaskrá fyrir utan yngri leikmenn að berjast um 4 stöður á vellinum.
Þar af 5 hægri bakverði.
Og af þessum 12 eru kannski 4 max 5 sem hægt er að nota hjá svona klúbbi. Bind þó enn vonir við Tunzebe. Var ánægður með það sem ég sá til hans hjá Villa.
Það þarf að moka eitthvað af þessum mönnum út, ekki endalaust hægt að bæta við þennan varnarmanna hóp.
Samsetningin á þessum hópi er eitthvað svo galin.
Óskar G Óskarsson says
Ótrulegt að það taki okkur einhverjar 2-3 vikur að kaupa 21 árs bakvörð fra crystal palace !
Nu þarf bara 2-3 menn i viðbót, miðvörð (must) , miðjumann og striker
Audunn says
Ég held að samningamál séu orðin virkilega flókin í nútíma knattspyrnuheimi.
Enda ganga kaup og sölur mjög hægt fyrir sig.
Ég veit ekki til þess að Spurs, Arsenal, City, Liverpool, Chelsea né önnur lið hafi keypt leikmenn í sumar. Amk hefur markaðurinn ekki verið á neinu flugi fram til þessa.
Markaðurinn virðist alltaf vera erfiðari og erfiðari með hverju sumri og tímafrekt að ganga frá kaupum á leikmönnum.
Það borgar sig stundum að flýta sér hægt.
Manchester United er í þeirri stöðu að það vilja allir yfir verð fyrir leikmenn sem United hefur áhuga á að kaupa og því fer líklega mjög mikill tími í samningaviðræður.
Öll lið vilja sjúga eins mikið af peningum út úr þessum stærri klúbbum og mögulega hægt er.
United býður 40 miljónir í einhvern en hitti liðið vill þá fá 55 eða 60 miljónir. Það tekur vikur að þrasa um þetta og ná samningum og svo á eftir að semja við leikmenn um allskonar mál sem umboðsmenn heimta að settir eru í samninga í dag.
Sjáum þessa De Ligt sápu sem er búin að vera í gangi í víkur og mánuði.
Þetta er allt orðið svona. Helvítis græðgin er alla að drepa í þessum heimi.
En samkvæmt email frá Woodward til starfsfólks Manchester United sem lekið hefur í fjölmiðla þá getum við átt von á fleiri kaupum í sumar.
“Despite the inflated nature of the transfer market and constant speculation and stories, which can be misleading, the recruitment team – in conjunction with the manager (Ole Gunnar Solskjaer) – are working calmly behind the scenes to bring in other exciting players that fit their long-term vision for the club.”
MSD says
Þetta looka sem solid kaup í mjög góðum ungum bakverði sem hefur svo sannarlega slegið í gegn og hefur möguleika á að verða enn betri. Mjög ánægður með AWB.
Chelsea kaupa svo sem ekki marga í sumar út af félagsskiptabanninu. Ég las að þeir mættu kaupa Kovacic því hann kom á lánssamningi með möguleika á kaupum, sá díll var dagsettur fyrir síðasta season.
Hóparnir hjá City og Liverpool eru nokkuð þéttir. Hefði haldið að City myndi kaupa miðvörð í stað Kompany og Liverpool bara einhverja til að auka breidd. Poolararnir gerðu sín nauðsynlegu stóru kaup í fyrra í markverði og miðverði.
Sammála Auðunni með miðvörðinn. Ég er 100% á því að okkar vanti alvöru leiðtoga sem gæti formað gott par með Lindelöf. De Light strákurinn er með Raiola sem umboðsmann þannig að það kemur ekkert á óvart að það endi í einhverjum hrægammadíl fyrir þann sem kaupir hann. Mér finnst voða fáir raunhæfir kostir í boði. Mögulega Maguire frá Leicester ef hann fæst á 60-65m punda en sennilega munu Leicester biðja um 80-100m og City eru að horfa til hans líka. Nokkuð viss um að ef hann þarf að velja á milli uppbyggingarstarfs hjá Ole vs það að detta beint inn í meistaralið Guardiola þá er það auðvelt val hjá honum.
Ég væri sáttur að fá Bruno Fernandes í miðjumannahópinn. Ég gæti alveg séð þann díl detta inn næst. Okkur vantar líka enn replacement fyrir Herrera. Hef svo sem ekki séð mikið af Fernandes og veit ekki almennilega hvernig týpa af miðjumanni hann er en hann hefur verið frábær með Sporting og skorað í öðrum hverjum leik skv tölfræðinni hans. Ekki slæmt fyrir miðjumann.
Svo þarf að fara að moka út úr liðinu líka. Menn eins og Darmian og Rojo eiga ekkert erindi hjá okkur lengur. Miklu nær að taka bara inn Timothy Fosu-Mensah og Axel Tuanzebe í stað þeirra.
Karl Garðars says
Sáttur við AWB. Og nú heyrast raddir um að Rashford fái samning upp á 250k á viku. Hvað finnst mönnum um það?
Marcus 250k, DDG 350k. Ef þetta er raunin þà er kominn tími á þá báða að mínu mati.
180 og 250 ok vegna þess að þessir sauðir sem stjórna misstu samningana þeirra í þessa stöðu og auðvitað að Alexis díllinn eyðilagði launastrúktúrinn hjá félaginu.
Hvað gerði Martial að gagni eftir að hann endurnýjaði?
Óskar G Óskarsson says
Eg var alltaf mikill fosu mensah maður, en eftir að hafa séð hann með fulham seinasta vetur þá sannfærðist ég um að hann hefur ekkert að gera í united.
Eg er að halda i einhverjar falskar vonir um að sanchez lifni við a næsta tímabili eftir að hafa séð hann i fínu formi a copa america, kannski er hann bara alltaf svona með chile.
Eg er virkilega fúll að missa af de ligt, akkurat týpan af leikmanni sem við þurftum, karakter með leiðtogahæfileika.
Er ekki alveg að sjá hver annar gæti komið.
Koulibaly er ekki þessi týpa held eg, veit ekki með maguire,
Gæti alveg séð hann gera einhver „clever“ kaup og kaupa einhvern sem enginn hefur heyrt um.
Bruno fernandes ma koma inn næst, svo væri striker vel þeginn ef lukaku fer
Auðunn says
Það er margar sögur í gangi um að Solskjær vilji fá Sean Longstaff inn næst.
Sama með hann og James, veit ekki hversu góðir þeir eru og hversu góðir þeir geta orðið. Hef lítið sem ekkert séð til þeirra.
En það sem Solskjær er að gera eða reyna að gera er að fá ínn leikmenn sem hann getur tamið sér. Leikmenn sem hann telur að vilji gefa sig allan í verkefnið. Unga, hæfileikaríka og hungraða leikmenn sem eru tilbúnir að leggja allt í sölurnar fyrir verkefnið.
Það hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel að kaupa inn nöfn enda mörg þeirra alltof upptekin við allt annað en að fórna sér fyrir klúbbinn.
Ég er hrifin af þessu upp að vissu marki en lið eins og Manchester United þarf alltaf að hafa stór nöfn innanborðs og heimsklassa leikmenn. Þetta þarf að vera góð blanda sem oft erfitt er að mixa.
Það er alveg ljóst að við náum engum alvöru árangri nema með heimsklassa hrygg í liðinu.
Það er heimsklassa miðvörð sem við höfum ekki. Heimsklassa miðjumann sem má deila um hvort við höfum (fer eftir hvort hausinn á honum er rétt skrúfaður á) og heimsklassa framherja sem við höfum ekki.
En að þessum orðrómi um að Rashford sé að fá 250þus punda samning á viku þá finnst mér það sturlað.
Hann á það ekki skilið frekar en Rojo á skilið 170 þús pund og Alexis í kringum 500 þúsund eða hvað það nú er.
Það er rosalega erfitt fyrir klúbbinn að koma sér í þessa gryfju og ég get vel ýmindað mér að svona heimskulegar launa ákvarðanir einstakra leikmanna leiði til óánægju innan hópsins.
Menn eiga að fá borgað eftir vinnuframlag og getu. Ekki eftir því hvað þeir heita.
Rúnar P says
Menn gleyma því eða sáu kannski ekki leikinn þar sem James spilaði stórt hlutverk í því að Swansea komst yfir og voru næstum því búnir að vinna City í bikarnum síðasta vetur, þetta er hörku leikmaður og ungur
gummi says
Það mun ekki skipta neinu máli hverjir koma inn ef við kaupum ekki góðan varnarmann fyrir Smalling og jones þá er þetta eftir að vera langur vetur framundan
Hjöri says
Gott og blessað kvöldið Utd-fólk. Ég ætla ekki að tala um leikmannakaup eða annað sem viðkemur karla boltanum, heldur langar mig að vita hvort ekki verði möguleiki að fjalla um kvennaboltann hér í vetur, svona smá upplýsingar um leiki hjá þeim, úrslit og aðra umfjöllun um þeirra leiki? Ég held það yrði kærkomin viðbót við hitt. Góðar stundir.
Garðar says
Það var gert á síðasta tímabili Hjöri. Aðgengi að þeim leikjum er þó minna, enda hægari fótbolti. Þar af leiðandi er mest megnis bara hægt að fara yfir úrslit og markaskorara.
Annars kom það í morgun að Real gæti boðið Bale sem hluta af kaupverði Pogba. Eitthver þrotaðasta saga síðari ára.
Magnús Þór says
@Hjöri: Það er pælingin. Það ætti að vera auðveldara fyrir okkur þar sem liðið komst í úrvalsdeildina og þá er fleiri leikjum liðsins sjónvarpað. En til þess að gera það almennilega þurfum við mannskap.
Óskar G Óskarsson says
Juve að henda grín tilboði i de ligt (50m punda) eg skil ekki afhverju við erum ekki búnir að prufa að henda bara 80m cash a borðið.
Miðað við vorum tilbúnir að eyða svipaðri upphæð i koulibaly eða maguire.
De ligt er þegar orðinn miklu betri en þeir tveir og hann er 19 ára
Óskar G Óskarsson says
Ekkert podcast væntanlegt? 6 dagar i fyrsta æfingarleik og við erum ekki búnir að gera NEITT a markaðnum, þa er eg að tala um að fa einhvern alvöru karakter inn sem gæti tekið okkur upp a næsta plan.
Ef maður a að vera alveg heiðarlegur, þa er longstaff ekki að fara að gera neitt fyrir okkur, efnilegur, en varla buinn að spila aðalliðsbolta.
Ef solskjaer fer með þetta lið inní mót, þá lifir solskjaer ekki af fram að jólum
gummi says
Það verður gott ef hann lifir í mánuð
Audunn says
Samkvæmt nýjustu fréttum vilja eigeindur liðsins að Solskjaer og Woodward losi sig við eitthvað af þessum mönnum sem gera ekkert annað en að þiggja laun frá þessum klúbbi áður en fleiri verða keyptir og lái ég þeim það ekki.
Mér er gjörsamlega fyrirmunað að skilja afhverju United losar sig ekki við leikmenn sem hafa ekki verið notaðir að einhverju viti svo árum skiptir. Algjörlega sturlað.
Tilhvers er verið að hanga á þessum leikmönnum sem hafa ALDREI getað neitt hjá þessum klúbbi?
Ef ég ætti þetta lið þá myndi ég segja nákvæmlega það sama, losið ykkur við eitthvað af þessum farþegum áður en ég eyði meiri peningum í nýja leikmenn. PUNKTUR.
Óskar G Óskarsson says
Eðlilega.
En hvernig ætlum við að losa okkur við sanchez, rojo, jones, smalling? svo einhverjir seu nefndir, það eru engin lið að fara að borga fyrir þessa leikmenn og hvað þá borga þennan sturlaða launapakka sem nánast allir okkar leikmenn eru með
MSD says
Það væri þá skárra að láta þessa menn fara á láni einhvert og fá félagið sem þeir fara í til að taka þátt í launapakkanum þó þeir greiði hann ekki allan. Þá fá þessir menn allavega spilatíma og gætu mögulega hækkað smá í verði og vakið áhuga annarra liða. Í staðinn fljóta þeir bara áfram með United hópnum og þiggja sín laun.
Ég elskaði Herrera en það að hann hafi beðið um 350þús pund á viku er bara klikkun.
Darmian rennur út næsta sumar. Rojo sumarið 2021. Sanhcez rennur út 2022.
Audunn says
Vandamál knattspyrnunnar í dag er hversu gífurleg völd leikmenn hafa varðandi sína eigin hagi og geta beinlínis haldið félögum í gíslingu ef þeim hentar.
Við erum að sjá þetta út um allt í allskonar mynd og ef eitthvað er þá er þetta að aukast með hverju árinu.
Menn neita að mæta til æfinga til að þrýsta á að fá sig selda og þeir sem vilja ekki lækka í launum vilja frekar sitja upp í stúku en að spila fótbolta með öðrum liðum.
Ég er kominn með upp í kok af leikmönnum eins og Pogba, Neymar, Bale ofl í þeim dúr.
Djöfs vanþakklæti í garð þeirra liða sem hafa borgað þessum mönnum svimandi há laun í gegnum árin.
Stundum leggja þeir allt í sölurnar til að fara og á öðrum stundum vilja þeir ekki fara, bara það sem hentar þeim hverju sinni og hversu miklir peningar eru í húfi fyrir þá sjálfa. Skítt með þessa klúbba og þeirra stuðningsmenn.
Þetta eru ekki góðar fyrirmyndir.
Menn eins og Rojo, Darmian, Jones og Young hafa þrjá möguleika.
Vera áfram hjá United og fá nánast aldrei að spila.
Taka á sig launalækkun og fara þá til liða sem spila í góðum deildum. Liða sem eru um og fyrir neðan miðja deild á Englandi, Ítalíu, Spáni eða Þýskalandi. Jafnvel til góðra liða í Portúgal eða Hollandi.
Eða í þriðja lagi að fara til USA, Rússlands, Qatar eða Kína og þiggja þar mjög góð laun.
Turninn Pallister says
Djöfulsins rugl, misstum af gullnu tækifæri til að losna við Pogba og gátum fengið Tieleman fyrir fremur „lága“ upphæð í staðinn.
Mér er hreinlega orðið alveg drullu sama hversu góður Pogba er í fótbolta. Maðurinn er algjör skíthæll og ég vil ekki sjá hann hjá Man Utd. Þeim félögum Sóla og Woody er ekki viðbjargandi ef það á að reyna að byggja lið í kringum leikmann sem sífellt er að hóta að fara eða nennir ekki að vinna fyrir kaupinu sínu.
Út með helvítis gæruna.
Sigurjon Arthur says
Koma svo Rauðudjöflar, mig vantar ykkar innlegg í umræðuna, annað hvort podcast eða nýjan þráð hér inn á síðuna…..koma svo 😃😃💪💪
Alex says
Kak
Alex says
Sama og Sjonni sagði, væri frábært að fá podcast sem fyrst.
Hef annars trú á okkar fallega klúbb. Eitthvað segir mér að liðið okkar með Óla eigi eftir að koma heiminum á óvart! Það er of stórt hjarta sem slær enn þarna og tala nú ekki um sögu, því við höfum nú þegar skrifað hana.
Bjarni kalli says
Eru United menn annars ekki klikkaðslega spenntir fyrir tímabilinu?? Húhú….. allavega er ég megaaaaa spenntur. Pogba áfram og fleiri flottir að bætast við…. þetta er snilld snilld… ég meina það!!
Óskar G Óskarsson says
Eftir að Sir Alex hætti þa hef eg lært hægt og rólega að vera ekki að missa svefn yfir þessu.
Eina sem eg er skíthræddur um er að þetta se alltof stórt starf fyrir solskjaer og hann hafi ekki það sem þarf.
Hann fyllti mann von þegar hann tok við, en svo rann hann alveg a rassgatið með þetta og náði ekkert að rífa liðið aftur upp.
Ef hann lendir i mótlæti, þa gæti allt farið til fjandans