Daily Telegraph skúbbaði þessu og aðrir fylgja.
https://twitter.com/SamWallaceTel/status/1157294115572387840
https://twitter.com/samuelluckhurst/status/1157297029372100608
Maguire fer í læknisskoðun á morgun, og eftir hana verður þetta *staðfest* og þá kemur alvöru *staðfest* grein
Audunn says
Uss 80milj punda.
Ég veit ekki hvað mér finnst um þetta svo ég segi alveg eins og er.
Borgaði Juve um 60 fyrir De Ligt?
Harry er líklega um 30 milj of dýr en ef Ole og félagar eru fullvissir um þetta sé það rétta í stöðunni þá verðum við að styðja þessa ákvörðun og vona að Harry standi undir þessum svaðalega verðmiða.
Nú má klára kaupin á Hernandes og selja eitthvað af þessum farþegum.. þá erum við komnir að ég held með ansi gott lið sem ætti að vera mjög samkeponishæft á öllum vígstöðvum.
Audunn says
Bruno Fernandes átti þetta að vera.. ekki Hernandes 😁
Rúnar P says
Ég er sannfærður og þá sérstaklega á þessum verðmiða
Rúnar P says
Ég meina ‘ekki sannfærður’
Tómas says
Verðmiðinn er aukaatriði fyrir mér. Þetta er alvöru varnarmaður, búinn að sannreyna sig í ensku. Besti enski miðvörðurinn og besti varnarmaðurinn í ensku utan topp 6 líklega. United þurfti bara borga.
Ef ekki hefðu þeir líklega þurft að gambla á efnilega. Koulibaly var kannski hinn kosturinn en hann hefði eflaust kostað meira ef hefði verið hægt að kaupa hann yfir höfuð.
Theodór says
Góður leikmaður, með reynslu úr ensku deildinni, og er ekki 100 ára eins og oft vill vera þegar það er verið að versla „reynslumikla“ menn. Ég er nokkuð sáttur við hann, var nú spenntur fyrir Koulibaly líka. United virðist alltaf þurfa að borga aðeins meira en aðrir klúbbar fyrir leikmenn, svo vonandi er nóg eftir í kassanum fyrir Fernandes!
Cosak says
Það ætti líka ollum að vera orðið ljóst að þegar verið er að kaupa enska menn þá kosta þeir alltaf 10 og alveg til 20 mills of mikið bara útaf því að þeir eru enskir. Það finnst mér allaveganna. En þetta er bara þrusu tuddi sem við þurfum og maður vonast bara til að hann og Svíinn geti myndað svolítið oflugt par.
Svo má dybala bara láta eins og maður og ekki vera að krefjast of hárra launa og reyna frekar að vinna sér það inn með góðri frammistöðu.
Svo yrði það skellur í mínum augum ef við hættum við sporting gaurinn ættum alveg að geta notað gaur sem kann að búa til mork.
Elís says
Vá 80m pund fyrir Harry!
Hann átti solid tímabil á síðustu leiktíð virkaði stundum eins og kóngur í vörninni hjá þeim en átti svo nokkur klaufaleg misstök inn á milli.
Spurning um hvernig hann höndlar það að vera í liði sem verður mikið með boltan og með varnarlínuna hærra uppi.
Ég spái því að hann verði bara mjög solid og það er það sem vörnin vantar en að hann sé dýrasti varnarmaður í heimi finnst mér eiginlega fáranlegt því að hann kæmist ekki á top 10 lista í gæðum.
Turninn Pallister says
Vafalaust er Maguire ekki á top 10 listanum yfir einstaklingsgæði, en hann er púsl sem hefur vantað. Sem betur fer er fótbolti hópíþrótt, þar sem rétt blanda af leikmönnum getur myndað gott lið. Við höfum verið í vandræðum með öftustu línuna undanfarin ár og Harry ætti að koma inn með hluti sem okkar miðverði hefur vantað. Sé hann para sig vel með Lindelöf,(hár og sterkur „no nonsense miðvörður“ með snöggum og útsjónasömum boltaspilandi miðverði).
Við verðum samt að fara að losa okkur við miðverði!!
Rojo bara verður að fara í sumar, þá er bara spurning hver hinna (Bailly, Smalling, Jones) verður seldur. Ef ég ætti að velja hverjir væru látnir fara, þá myndi ég velja Rojo og Bailly. Fannst Bailly vera spennandi, en því miður er hann bæði of oft meiddur, allt of viltur og ekki alls ekki nógu stöðugur kostur í miðvarðarstöðunni.
En hvað segið þið, ef þið mættuð axa 2 hverja mynduð þið velja?
Tómas says
Er ekki sammála því að Maguire sé vafalaust ekki topp 10 cb. Ætla ekki að fullyrða það en ef maður spilar fyrir Leicester, eða önnur ekki topplið í heiminum er erfitt að vera álitinn með þeim betri. Með komu sinni til United fær hann tækifæri til að sanna að hann sé með þeim fremstu í heiminum.
Kringumstæðurnar eru ekki svo ólíkar því þegar Van Djik fór til Liverpool. Nú er sá leikmaður talinn sá besti.
Það er ástæða fyrir því að Guardiola, Solskjaer og Móri vildu Maguire.
Fyrir utan varnarhæfileika er hann mjög góður spilari og að hlaupa með hann út úr vörninni.
@pallister annars er èg sammála því að ef ætti að losna við tvo varnarmenn, þá væri èg til í að sjá Bailly og Rojo fara.
SHS says
Maguire hefur vissulega útlitið til þess að vera hár og sterkur „no nonsense miðvörður“, en raunin er að hann er hár og sterkur boltspilandi miðvörður sem er akkúrat það sem Solskjær vill.
Alls ekki 80 milljóna punda virði, en svona er þetta víst.
Karl Garðars says
Smalling og Rojo ættu að fara að mínu mati. Ég held að Bailly komi til með reynslunni. Hann er því miður enn of “vitlaus” ef svo má að orði komast og vissulega mikið meiddur.
En hann og Jones búa yfir hæfileikum og gefa allt sitt í leikinn sem vill svo stundum enda í meiðslum. Þeir eiga allnokkur ár inni og ég hef trú á þeim báðum en mér finnst við hafa séð það skásta frá Smalling undir LVG og Rojo er ekki að fara að sýna neitt úr þessu.
Svanur says
Erfitt að vera eitthvað að túlka þess upphæð þar sem verðið á leikmönnum virðist bara ætla að hækka út í hið óendanlega.
Mér finnst annars galið að bera hann saman við Van Dijk. Það er nóg að líta bara á líkamlegt atgervi þeirra. Van Dijk er eins og veðhlaupahestur en Maguire eins og einhver þurs. Þetta er eins og að bera saman Rio Ferdinand og Steve Bruce.
Laddi says
Það hvað leikmenn kosta er alltaf háð mörgum og ólíkum þáttum. Í þessu tilviki verður að taka með í reikninginn þrjú atriði, a) hann var nýbúinn að gera langtíma samning við Leicester sem b) voru undir engri pressu til að selja og gátu þ.a.l. ráðið verðinu en ekki síst c) að Maguire var leikmaður sem United þurfti nauðsynlega á að halda.
Samanburður við van Dijk er í raun eðlilegur því þegar Liverpool kaupir hann, frá Southampton (gleymum því ekki), þá var verðið einmitt að stórum hluta hátt af sömu ástæðu, Liverpool bara bráðvantaði leikmanninn.
Punkturinn er því kannski þessi: Leikmaður er hverju liði þess virði sem liðið er tilbúið að borga fyrir hann hverju sinni. Í þessu tiltekna tilviki augljóslega mjög mikils virði. Gleymum ekki að fólk hló að verðmiðanum á VvD, það tala allir um að það hafa verið kjarakaup í dag. Vonandi verður raunin sú sama með Maguire. Ég allavega fagna þessum kaupum.
Auðunn says
Ég verð mjög undrandi ef United ætlar inn í tímabilið með fjóra hægri bakverði, sjö miðverði og tvo vinstri bakverði.. þetta er svo galið að maður verður pirraður á að hugsa út í hvernig samsetningin er á þessu líði.
Ég myndi losa mig við Darmian, Rojo, Smalling, Jones og Young og kaupa einn góðann miðjumann í viðbót ásamt Danny Rose.
Ég treysti Tunzebe ekki síður en Jones, Smalling og Rojo, treysti honum betur ef eitthvað er.
Við vitum að Young er ekki að fara þannig að við þurfum að þola hann eitt tímabil í viðbót.
Ég held að það væri sterkur leikur að kaupa Rose sem samkeppni við Shaw.
Rose á eitt ár eftir af sínum samning og má finna sér annað lið. Hann ætti því ekki að kosta mikið.