Ole Gunnar Solskjær stillti upp óbreyttu liði sem og óbreyttum bekk og á mánudaginn var gegn Wolves
Varamenn: Sergio Romero, Tuanzebe, Young, Andreas, Mata, Matic, Greenwood
Palace undir stjórn Roy Hodgson mætti hins vegar á Old Trafford með stíft varnarlið
Það kom því ekki á óvart að United sótti frá fyrstu mínútu, en vörn Crystal Palace alltaf þétt fyrir. Loksins kom virkilega skemmtileg sókn á 16. mínútu, Rashford var út vinstra megin og eftir þrjár sendingar gegnum teiginn kom boltinn á James sen hann skaut í Van Anholt og í horn. Sóknarþunginn jókst og jókst og Palace var í nauðvörn inni í teig. Það nægði til að United var ekki að skapa opin færi. Rashford tók tvær aukaspyrnur á mismunandi stöðum utan teigs, en hvorug hitt á rammann.
Þegar um hálftími var liðinn af leik fór Palace að sækja aðeins á, og á 33. mínútu skoruðu þeir gjörsamlega gegn gangi leiksins. Guaita hreinsaði rækilega fram yfir miðlínu, Schlupp vann skallaeinvígið við Lindelöf auðveldlega og allt í einu var Jordan Ayew á auðum sjó, lék inn í teiginn og skoraði auðveldlega!
Luke Shaw hafði meiðst fyrir markið en haldið áfram en fór nú útaf fyrir Young. Spurning hvort Haguire var of utarlega að hugsa um að hjálpa Shaw þegar boltinn kom inn á Ayew. Fimm mínútum síðar var Palace í upplögðu færi að bæta við, en þvældust hver fyrir öðrum rétt utan markteigs, Lindelöf náði aðeins að ýtaf við boltanum og koma honum nógu utarlega til að De Gea gæti varið skotið frá Zaha.
Loksins náði svo United góðri sókn, Martial var um það bil að sleppa í gegn en Gary Cahill braut á honum meter utan teigs. Fékk samt bara gult spjald fyrir, óskiljanleg ákvörðun. Úr aukaspyrnunni varð ekkert frekar en fyrr.
Fyrri hálfleikur var lengdur um fimm mínútur enda hafði þurft að huga lengi að einum leikmanna Palace snemma í leiknum þegar hann fékk óvart olnbogaskot, en Palace stóð sig vel og fór inn í klefa með 1-0 forystu.
United voru alls ekki nógu beittir í fyrri hálfleik og höfðu ekki svar við þessum stífa varnarleik.
United fór auðvitað strax í sókn í seinni hálfleik, og fengu fljótlega færi en enn var Patrick van Aanholt fyrir skoti. Einn besta færið þeirra svo fljótlega þegar Wan-Bissaka gaf þvert fyrir og á fjær skaut Ashley Young illa yfir úr þokkalegu færi. Rétt á eftir því kom varsjáin við sögu, Martial fór framhjá Kelly sem hélt honum hreinlega en einhverra hluta vegna er það í lagi. Martial náði skotinu en það fór hátt yfir og einhvern veginn átti það að heita hagnaður.
https://twitter.com/marky_carter/status/1165288241936965633
Solskjær varð að reyna eitthvað og Greenwood fékk möguleikann áður en klukkutími var liðinn af leik. Jesse Lingard hafði ekki verið sannfærandi og fékk að fjúka.
Loksins fékk síðan United eitthvað frá dómaranum. McTominay fékk boltann, gaf á Greenwood sem stakk inn á teig á Martial sem stoppaði boltann, og nikkaði áfram fyrir McTominay sem kom á sprettinum og var felldur.
Marcus Rashfor tók vítið, hamraði boltanum ínnanverða stöng og útaf við endamörkin hinu megin. Ótrúlegt alveg!
Vandræði Daniel James halda áfram og hann fékk gult spjald fyrir dýfu annan leikinn í röð. Sannanlega snerting samt.
Var vildi svo ekki að dæmt yrði víti þegar varnarmaður fór inn í Rashford. Rashford var aðeins búinn að missa jafnvægið og snertingin ekki mikil.
Síðasta skiptingin var Mata fyrir McTominay og á 89. mínútu náði United að jafna. Paul Pogba átti slæma sendingu en vann boltann til baka, gaf á Martial sem tók þríhyrning á Rashford og gaf síðan á Daniel James sem lék inni í teig, lagði boltann fyrir sig og sveigði hann svo glæsilega upp í efra markhornið fjær. Frábært mark!
En dómarinn bætti við fimm mínútum, Tony Martial hafði meiðst og engar skiptingar eftir þannig hann haltraði um úti á kanti og á 93. mínútu tryggði Crystal Palace sér sigurinn. Van Aanholt byrjaði á miðlínu, lék upp, gaf á Zaha sem fór inn í teig, missti boltann en ekki lengra en á Van Aanholt sem fékk allt plássið í heiminum og skoraði á nærstönginni. De Gea var næstum með hendur á boltanum en skotið var fast og hann hélt ekki boltanum, hefði líklega átt að gera betur.
Þetta var auðvitað alveg skelfilegt tap. Þar til á 88. mínútu virtist sem Palace ætlaði að vinna leikinn auðveldlega, síðan fengum við smá von en varnar- og markmannsklúður varð sv til þess að það varð að engu.
Ef við gátum skrifað Wolves jafnteflið á erfiðan útivöll þá er engin slík afsökun í dag. Vandamálin eru eiginlega alveg augljós. Það vantar alla sköpun á miðjuna, hvort sem um er að kenna að vanti skapandi leikmann í tíuna eða það vantar meiri köggul á miðjuna sem gæti leyst Pogba úr skítverkaskyldum.
Síðan er vörnin alls ekki nógu sannfærandi. Það standa samt einhverjar vonir til að það lagist eftir því sem nýju mennirnir koma betur inn og samvinnan slípast.
Þangað til er Crystal Palace búið að sýna rækilega hvernig ‘minni’ lið eiga að spila gegn United. Stífan og agaðan varnarleik sem United á gríðarlega erfitt með að brjóta niður og beita skyndisóknum sem geta yfirbugað brothætta vörn.
Nú er bara að vona að meiðsli Shaw og Martial séu ekki alvarleg. Næsti leikur er eftir rétta viku, gegn Southampton suður með sjó.
Helgi P says
Þetta er nú hálf sorglegur bekkur sem við erum með
gummi says
Ömurlegur fyrri hálfleikur hjá okkur í dag
Georg says
Viðbjóðslegur fyrri hálfleikur. Greinilegt að annað liðið lærði heima fyrir leikinn. Allt fyrirsjáanlegt við okkar leik
Bjarni Ellertsson says
Jamm, margir ömurlegir. Þó hinir pakki í vörn þá er það ekki í fyrsta skipti sem það er gert. Menn verða hins vegar að standa klárir þegar sótt er á okkur og því miður tapaði Lindelof einvíginu. Þetta verðum við bara að þola enn eitt árið að við erum bara ekkert betri en þetta, ráðum ekki við svona spilamennsku mótherjana. Þurfum ansi mikið að bretta upp ermarnar ef ekki á illa að fara.
Auðunn says
Hræðilegur fyrrihálfleiku og allt of margir ekki með hausinn rétt skrúfaðan á.
Kemur nákvæmlega ekkert út úr mönnum eins og James og Lingard.
Ég hef haldið því fram og held því áfram fram að James er ekki kominn á þann stað að geta verið í byrjunarliðinu.
gummi says
Þetta verður 8 til 10 sætið í vetur
Hjöri says
Þetta er bara rétt að byrja verum bjartsýnir. Ég verð bara að segja að mér finnst liðið ekkert vera að leika neitt illa, stanslausar sóknir sem eru oftar en ekki stöðvaðar af tæklingum CP manna sem hefur verið eina úræði .þeirra til að stoppa okkar menn. Lakasti maðurinn á vellinum að mínu mati er dómarinn, hann hefur svo sem dæmt á brotin, en hefði mátt lyfta spjöldum aðeins meira. og í þessu var maðurinn sem sumir segja að sé ekki tilbúinn í byrjunarliðið að skora, og sennilega að bjarga einu stigi, sem er ekki viðunandi miðað við gang leiksins. Góðar stundir.
Hjöri says
Þar fór stigið.
Helgi P says
Ömurlegt lið sem við erum með það er spurning hvað Óli Gunnar lifi til jóla með þetta lið
Audunn says
Sirkus Old Trafford.
Þessi víta klúður eru heimatilbúin vandamál í boði Ole Gunnar.
Hefði ekki gerst ef hann hefði drullast til þess að hafa bein í nefinu og taka ákvörðun STRAX í upphafi tímabilsins hver er vítaskytta nr 1.
Hefur þetta í lausu lofti sem gerir ALDREI annað en að skapa vandamál og óöryggi.
gummi says
Vandamálið hjá þessu liði að það er alltof margir leikmenn sem eiga bara heima í 1 deildinni
guðmundurhelgi says
merkilegt hvað menn eru fljotir til þegar hlutirnir falla ekki með manutd, það er eitt og annað sem betur hefði matt fara i leiknum en domgæslan var ekki upp a marga fiska vægt til o.rða tekið.Varnarleikur liðsins var a koflum undarlegur, likt og margt i þessum leik. 1 nyting a hornspyrnum otrulega litlaus og leleg. 2 Aukaspyrnur mjog illa nyttar. 3 flæðið hja man utd alltof hægt og fyrirsjaanlegt. 4 Alltof margir leikmenn sem hverfa a longum koflum i leiknum. 5 I svona leiki þarf maður að mæta alveg dyrvitlaus .6 Það var slys að tapa þessum leik , og eg efast um að við sjaum fleiri svona slys a timabilinu.
Theodór says
Kvarta ekki oft yfir dómaranum en þessi ágæti maður átti alls ekki sinn besta dag! Beint rautt á CP í fyrri hálfleik og klárt brot en ekki dýfa á James í seinni. Áttum að fá stig í dag.
Bjarni Ellertsson says
Þetta var auðvitað slys en við uppskerum fleiri svona úrslit ef menn eru ekki á tánum bæði í vörn og sérstaklega í sókninni eins og í þessum leik í 90 mín. Höfum ekki næg gæði í ákveðnum atriðum td spyrnugeta í aukaspyrnum og hornum (Becks), vítum (Irwin/Cantona), skítavinnuna (Keane) og þefvísi (York/Cole). Fótboltinn hefur ekkert breyst í grunninn og ef grunnvinnan er ekki í lagi (eins hjá okkur þessa stundina) þá verður þetta ströggl. Næsti leikur verður erfðari en tveir síðustu og þá þurfa menn að vinna betur í grunninum.
Rúnar Kristjánsson says
Getum kvartað yfir dómgæslunni endalaust eftir þennan leik en hann var ekki ástæðan fyrir tapinu í dag. Lélegt leikplan og einstaklingsmistök varnarlega sem fóru með þennan leik.
Ole verður að taka ábyrgð á þessu tapi, getum vælt yfir sumarglugganum í allan vetur en glugginn er lokaður, búið mál. Ole og teymið hans mátti vita að CP myndu spila svona í þessum leik og hefði því átt að spila á mönnum sem eru góðir að vinna á litlu svæði eða að lágmarki hafa þá á bekknum. Lingard, James, Rashford, Martial nýtast rosalega illa fjórir saman gegn svona liði. Fred, Pereira, Angel Gomes, Mata myndu allir nýtast betur gegn svona liði, eða allavega möguleikinn á að koma þeim inní leikinn í seinni hálfleik.
Því miður erum við á þeim stað núna að við erum með plan A sem er að hlaupa mikið, vinna boltann og sækja hratt en plan B virðist ekki vera til staðar. Minnir svolítið á Klopp á fyrsta árinu sínu með Liverpool, frábærir gegn stóru liðunum en lentu í basli gegn litlu liðunum. Vonum að framþróun liðsins verði í svipaða átt og rauða liðið sem við viljum helst ekki tala um.
Audunn says
Þessi úrslit voru algjört rothögg.
Öll bjartsýnin sem maður var búinn að taka inn undanfarnar vikur gubbaðist út í buskann.
Ég var svo vitlaus að ég trúði því að liðið væri virkilega komið lengra en þetta.
En nei svo er nú alls ekki raunin, liðið er á nákvæmlega sama stað og fyrir 6 mánuðum síðan.
Það er jú svo sannarlega hægt að gagnrýna dómarann og VAR harðlega eftir þennan leik en það breytir ekki spilamennsku United sem var heilt yfir mjög slök og hugmyndarlaus.
United verður að geta boðið upp á eitthvað nýtt og óvænt í svona leikjum.
Liðið er ennþá á sama stað þegar kemur að svo mörgu.
Það kemur ekki rass út úr auka og hornspynum.
Rashford er enn að taka hornspyrnur og að reyna að skora úr vonlausum aukadpyrnum.
Þar er ekkert nýtt undir sólinni.
Afhverju Rashford er að taka auka og hornspynur er með öllu alveg óskiljanlegt en líklega er sama með þær og vítaspyrnur.
Sá sem er frekastur tekur þessar spyrnur. Ekki sá sem er bestur í þeim.
Það er alltaf vænlegra til árangurs að snúa boltanum út á vítapunktinn c.a en ekki inn á markmanninn.
Svona hlutir virðast vefjast mjög fyrir Manchester United.
MSD says
Hélt einmitt að Mata væri hugsaður í svona leiki þar sem lið liggja aftarlega og erfitt að finna svæði fyrir aftan vörnina þar sem þeir liggja svo djúpt. Martial, Rashford og James eru frábærir gegn betri liðum sem mæta okkur ofar og skilja eftir pláss bak við sig.
En þessi tvö mörk sem við fáum á okkur eru fáránlega ódýr. Tvær vítaspyrnur í súginn í tveimur leikjum. Þetta er svo grátlegt og mikill óþarfi. De Gea átti að eiga þennan bolta í seinna markinu en Pogba missir hann líka klaufalega sem gefur þeim skyndisóknina.
Mikið væri ég til í að gefa A.Gomes mínútur í stað Lingard. Þetta fer að verða fullreynt. Lingard er duglegur og getur hentað gegn sterkari liðum þar sem við þurfum að hlaupa mikið og elta. En gegn liðum þar sem við þurfum að brjóta upp þéttar varnir þá er hann ekki maðurinn.
Tómas says
Alveg óskiljanlegt að ekki hafi verið dæmt víti þegar brotið var á Martial.
Er á því að við vorum sviknir um tvö víti og rautt spjald.
Ótrúlega pirrandi leikur en ég er enn á því að það séu breytingar á liðinu í rétta átt.
Ef við ætlum að ná þessu fjórða sæti mega ekki vera mikið fleiri svona leikir.
Dóri says
Það er helv lélegt að taka eitt stig út úr leikjum gegn Wolves og Palace.
Það er ekki beint vænlegt til árangurs.
Leikmenn hafa talað um að allt sé betra núna innan liðsins eftir komu Solskjær en þeir verða að gjöra svo vel að sýna það í verki inn á vellinum.
Allt annað en sigur gegn Southampton mun setja gríðarlega pressu á allt liðið og sérstaklega Solskjær. Það verður erfitt fyrir hann að standast þá pressu.
Nú reynir virkilega á úr hverju hann og hans menn eru gerðir fyrir alvöru.
Tony D says
Það virðist vera einhver ára yfir liðinu og ef menn laga einbeitingarskortinn þá geta góðir hlutir gerst. Mörkin eru að koma eftir mistök og skort á einbeitingu, menn eru að klúðra tveimur vítaspyrnum, dauðafærum og missa boltann allt of auðveldlega. Hópurinn er mjög ungur og þeir eiga eftir að gera helling af mistökum í vetur. Því er vont að De Gea sé ekki í toppstandi til þess að bregðast við því. Þó þetta sé óásættanlegt að tapa þessum leik og 1 stig af 6 í húsi eftir síðustu tvo leiki, þá eru menn allavega að komast í færi, menn eru að vinna vítaspyrnur. Þetta var lítið í gangi hjá LVG t.d. og ég er rólegur ennþá enda erum við búnir að fá tvo flotta varnarmenn í hópinn. Það er augljóst að þetta verður aldrei spurning um að komast hærra en hæsta lagi í 4 sætið því hópurinn eins og er, er einfaldlega ekki betri en svo. En ég er á því að klúbburinn er loksins á réttri leið þó að það vanti helling uppá að klúbburinn komist í fremstu röð aftur.
Þessi leikur fór bókstaflega stöngin út og ekkert féll með okkar mönnum en vonandi klára menn næstu leiki almennilega. Ég held að það ætti að skella Lingard á bekkinn og jafnvel henda Mata inn með pjökkunum. Ég mun vona það besta en þetta verður langt tímabil
Hjöri says
Sammála Tómasi alveg ótrúlegt að ekki skyldi hafa verið dæmt víti þegar brotið var á Martial, en var búinn að tjá mig um það hér áður að lélegasti maðurinn á vellinum var dómarinn. En til hvers í andskotanum er þetta VAR ef það á ekki að taka í taumana í svona tilviki, hef og er eindregið á móti þessu VAR, og svo er verið að horfa til þess hvort hægt væri að nota vélmenni sem aðstoðardómara, við t.d. rangstöðudóma. Hvert er eiginlega verið að fara með fótboltann, á bara að fara að vélræna þetta allt? Það verða kanski bara vélmenni sem við horfum á í stað mennskra spila fótbolta innan fárra ára. Þvílík og endemis vitleysa þetta er að verða alltsaman. Góðar stundir.
MSD says
Það kemur einmitt í ljós gegn svona liðum eins og Crystal Palace hvað okkur sárvantar skapandi miðjumann og hvað það voru mikil mistök að gera ekki neitt í þeim málum í þessum félagsskiptaglugga. Þetta United lið þarf að æfa betur hvernig þeir auka hraðann á spilinu gegn liðum sem liggja svona aftarlega. Menn voru að færa boltann á milli sín alltof alltof alltof hægt!
Varðandi VAR-ið þá er þetta nú hálf undarlegt fyrirkomulag finnst mér. Horfði á Bournemouth vs City leikinn og þar var klárlega brotið á David Silva innan teigs. Dómarinn dæmdi ekki en atvikið engu að síður skoðað. Varnarmaðurinn sést stíga ofan á Silva, en engu að síður segir VAR no penalty. Svipað atvik í Spurs vs Newcastle. Varnarmaður dettur/kastar sér fyrir Harry Kane í teignum og fellir hann. Atvikið skoðað eftir að dómarinn dæmir ekkert, VAR segir ekki víti.
Tómas says
VAR og dómarar eru að floppa þessa helgina. Er þetta einhver lína sem á að draga. Til hvers er þá VAR?
Gæti verið að skitan í United vs Palace, hafi sett eitthvað fordæmi fyrir City og Spurs í dag? Sá ekki City atvikið en Kane átti að fá víti.
Af einhverri ástæðu kjósa fjölmiðlar, eins og Sky og fleiri að ekki einu sinni nefna þetta. Fotbolti.net held èg hafi tekið Kane atvikið fyrir. Hunsa algjörlega atvikin í United leiknum.
Haukur says
Smá þversögn í þessu varðandi VAR. Flestir sem eru á móti VAR vilja fá mennsk mistök aftur sem hluta af leiknum en svo þegar VAR gerir „mistök“ (dómarinn þá líka) þá er þetta alveg ómögulegt.
Ég held að ekkert af þessum atvikum hafi verið hreint og klárt brot, nema kannski brotið á Kane en VAR vill greinilega ekki snúa dómum nema brotið sé meiriháttar og alveg 100% hreint og klárt víti. N.b. ef dómarinn hefði dæmt eitthvað af þessum atvikum sem víti er ég alveg viss um að VAR skoðun hefði ekki breytt þeirri niðurstöðu.
Það verður síðan eilíft þrætuepli hvort eitthvað sé víti eða ekki alveg sama hvort VAR er til staðar eða ekki.
En í mínum huga ætti VAR ekki að athuga vítaspyrnudóma því það býður bara upp á enn heiftugri umræður um atvik eins og þessi sem við höfum séð í byrjun móts. Miklu betra að láta dómarann ráða og minnka tafir og inngrip VAR eina og mögulegt er.
Tómas says
@haukur, fyrir mér eru tvö af þrem atvikum 100%. Ef að aftasti maður brýtur á manni sem er að sleppa í gegn er það rautt, seinast þegar èg vissi. Cahill var aftastur.
Það er tossað í Martial, klárlega. Hann er að detta í skotinu, er nokkuð viss um að það hefði verið dæmt ef hann hefði ekki náð að koma fætinum í boltann.
Síðan viljum við að menn standi af sér tæklingar og toss og látti sig ekki detta en það er engin furða að menn geri það þegar ávinningurinn er svona.
Tómas says
Síðan eru sum atriði varðandi vítaspyrnudóma engin vafi.
Toss inn í teig tala nú ekki um mann sem er komast í dauðafæri er víti. Ekkert vafamál, skiptir ekki máli hvort menn ná skoti.
Og þetta sést á myndbandi. Held að VAR hafi bara ekki verið notað í því tilfelli, sem eru mistök.
gummi says
En er samt ekki kominn tími á að gefa Romero leiki því De Gea er bara farinn að kosta okkur annsi marga leiki
Hjöri says
Ég er algjörlega á móti þessu VAR og það hefur komið berlega í ljós að það er ekki að standa sig. Tökum dæmið með Martial þegar hann er togaður niður í teignum, ekkert dæmt. En svo dæmið í leik Liverpool-Arsenal þegar Luis togaði í Salah og Salah stóð það af sér sagðist ekki hafa orðið var við það víti dæmt. Því spyr maður sig eru þeir sem sitja við skjáinn kanski hlutgengir?
Audunn says
VAR var innleitt að ég hélt til að aðstoða dómara með vafaatriði, skoða þau frá mörgum sjónarhornum og taka ákvörðun.
Ég get ekki með neinu móti séð að það sé að virka í mörgum tilfellum.
Augljóst víti sem City á að fá gegn Spurs.
Augljóst rautt spjald á Cahill.
Augljóst víti þegar Martial er togaður niður inn í teig.
Augljóst víti þegar stígið er ofaná fót Silva City vs Bournemouth
Svo eitthvað sé talið upp.
Ef VAR er ekki hugsað til að dæma þessi augljósu brot þá veit ég ekki hver tilgangurinn er með VAR.
guðmundurhelgi says
spurning hvort að folkið við skjaina skilji reglurnar til fulls. fotbolti er ekki það flokið fyrirbæri.