Byrjunarlið Manchester United var líkt því sem búist var við, Young missti ekki sæti sitt þrátt fyrir góða frammistöðu Brandon Williams gegn Partizan.
Varamenn: Romero, Rojo, Williams, Mata, Garner, Lingard, Greenwood
Lið heimamanna:
United byrjaði svo sem þokkalega, en það var samt Norwich sem fékk fyrsta færið, góð sókn upp hægra megin, enginn United maður gerði árás á boltann og endaði með sendingu á Cantwell í miðjum teignum. Wan-Bissaka var 2 metra frá og gat engan veginn stöðvað skotið, en vildi til að það fór hátt yfir. Á engan hátt ásættanleg varnarvinna.
United var þó samt að byrja að ná upp nokkuð góðu spili, Norwich var sátt við að liggja til bakaog leyfa það en United reyndu að finna glufur og skiptu vel á milli kanta. Það vantað síðan nokkuð uppá að síðast sendingin inn á teigin væri árangursrík. Það kom þó. Fyrst léku Martial og Rashford vel í gegn og Krul varði vel, eftir hornið kom boltinn á Martial sem skallaði af meters færi en á óskiljanlegan hátt varði Krul yfir. United hélt áfram að sækja og Pereira tók fyrirgjöf, boltinn fór af varnarmanni, í Cantwell sem var ekki vakandi og McTominay réðst á boltann og skoraði með viðstöðulausu skoti á 21. mínútu.
Frábær sóknarsyrpa þarna sem var vissulega orðin smá stressandi eftir þessar markvörslur Krul.
Næst kom atvik þegar Daniel James hljóp inn í Godfrey, Atwell dæmdi ekki víti, James sótti þetta nokkuð, en varsjáin skoðaði þetta, James var aðeins á undan og það þótti nóg til að dæma vítið.
Rashford fór á punktinn en Tim Krul las þetta og varði vel. Skotið samt alltof nálægt. Einhver myndu segja að réttlætinu hefði verið fullnægt en hins vegar er bent á að Krul var kominn af línunni, nokkuð sem varsjá á víst að skoða.
En það tók Rashford innan við tvær mínutur að bæta úr þessu. Daniel James átti frábæra sendingu inn fyrir, Marcus Rashford var einn og dauðafrír, aldrei rangstæður, tók boltann frábærlega niður og slúttið fullkomið. 2-0 á 30. mínútu.
Norwich fékk aðeins að sækja eftir markið, en á 41. mínútu kom horn, boltinn útfyrir og Fred smellti boltanum inn á teiginn, Cantwell stökk upp með hendina úti og boltinn í höndina og aftur kom varsjáin til sögunnar, tók alltof langan tíma miðað við að þetta var alveg augljóst víti.
Núna var það Tony Martial sem tók vítið, í góðri sátt við Rashford, mun betra víti en þeim mun betri markvarsla. Aftur var Krul kominn langt af línunni en ekkert skoðað. Magnað að sjá Krul í ham, minnir á þegar Louis van Gaal setti hann inná á 119. mínútu móti Kosta Ríka í HM 2014 til að verja vítin, sem hann og gerði.
Norwich er mjög fjarri því að vera sterkasta liðið í deildinni en þessi fyrri hálfleikur var samt einn sá besti frá United í vetur. Tim Krul varði tvö víti og tvö dauðafæri og staðan hefði getað verið jafnvel betri en hún var.
Norwich tók tvöfalda skiptingu í hálfleik, Stiepermann og Hernandez komu inná Leitner og Hernandez. Þeir byrjuðu líka af krafti og innan við tveimur mínútum frá því að dómarinn flautaði leikinn á fékk Pukki boltann á markteig en tókst að koma skotinu yfir, vel gert af þetta stuttu færi. Undirbúningur Aarons á kantinum og fyrirgjöf hans frá endalínu hins vegar mjög góður.
Pukki átti síðan í höggi við Wan-Bissaka við teiginn og enn kom varsjáin til, í þetta skipti var brotið á Wan-Bissaka staðfest frekar en hitt, sem hefði verið slæmt, enda Wan-Bissaka á gulu spjaldi frá slæmri tæklingu undir lok fyrri hálfleiks.
Tim Krul var ekkert hættur þó seinni hálfleikur væri kominn, Daniel James gaf fyrir, Amadou gerði ekki annað en að leggja boltann fyrir Martial en Krul varði skotið í horn, enn ein stórvarslan.
Ashley Young fékk svo gult fyrir groddalega tæklingu á Aarons, var búinn að eiga í stórvandræðum með hann allan leikinni. Síðasta skipting Norwich kom á 66. mínútu, Byram inn fyrir Lewis.
Seinni hálfleikur var mun daufari af hálfu United, bæði voru Norwich menn betri og United spilið hafði dotitð niður. Fred og Andreas höfðu verið mjög góðir í fyrri hálfleik en bar lítið á þeim í seinni
En loksins kom þriðja markið á 73. mínútu. Martial og Rashford spiluðu inn í teiginn. Martial gaf á Rashford sem skýldi boltanum fyrir varnarmanni og gaf frábæra hælsendingu á Martial sem vippaði nett yfir Krul. Frábært mark!
Þar með var líka Martial búinn að skila sínu og Mason Greenwood kom inná fyrir hann. Amadou hafði meiðst í aðdraganda marksins en þurfti að hökta áfram á annari þar sem Norwich var búið með skiptingarnar. Síðan var James hvíldur, Jesse Lingard kom inná og tveimur mínútum eftir það kom James Garner inná fyrir Pereira.
Þó að Norwich væri með mann meiddan og Krul líka haltan var það Norwich sem skoraði. Varamaðurin Hernandez sem hafði verið ansi góður í seinni hálfleiknum tók boltann af McTominay í miðjuhringnum og skeiðaði sjálfur næsta óáreittur upp allan völlinn og inn í teig og skoraði. Hrikalega slakt hjá United
Níutíu mínúturnar voru liðnar en viðbótartíminn var sex mínútur og Norwich menn voru mun sprækari. Það var samt ekki hægt annað en að Tim Krul næði að syna sig aðeins meira, varði frá Mason Greenwood í næsta opnu færi. Það var það síðasta sem gerðist markvert og sigurinn var í höfn.
Þetta er án efa besti leikur United síðan í París, enn og aftur þá er Norwich ekki erfiðasti andstæðingurinn en þeir hafa verið margir jafn auðveldir á pappírnum sem farið hafa ver. Það var vissulega slakt, og líkt fyrri leikjum, að fá sig þetta mark, en hafa skorað þrjú gerði það að verkum að það skipti ekki máli.
Tim Krul var auðvitað maður leiksins, en hjá United var líklega Aaron Wan-Bissaka bestur, átti einar 11 tæklingar sem tókust og var gríðaröflugur. Sem reyndar sýnir að við þurfum svipaða uppfærslu vinstra megin. Scott McTominay átti líka gríðargóðan leik, missti boltann illa í markinu en ekki við hann að sakast að vörnin hleypti síðan Hernandez í gegn. Mark McTominay var á móti frábært og vel þegið eftir þessar tvær vörslur Krul á undan. Það er 2.000. mark United í úrvalsdeildinni, enda byrjaði knattspyrnan árið 1992 eins og við vitum.
https://twitter.com/ManUtd/status/1188507128027406340
Fred og Andreas Pereira eru líklega ekki uppáhaldsleikmenn neinna nema ættingjanna en þeir voru báðir fínir í dag, þó sérstaklega í fyrri hálfleik.
Að lokum eru það framherjarnir. Daniel James verður bara betri og fyrirgjafirnar hans að verða konfekt. Martial og Rashford nýttu það líka, og samspil þeirra tveggja í þessum leik lofar góðu, það væri frábært að sjá þá verða killer combó framávið!
Vonirnar um að þetta sé leikurinn sem sparki tímabilinu í gang eru þannig enn á lífi. United er í sjöunda sæti, þó að vísu skyggi það aðeins á að það er styttra í fallsæti en það fjórða.
Í fyrstu 10 leikjunum er liðið að auki búið að spila við 5 af efstu sex liðunum og því von til að stigasöfnunin bætist enn.
Næst er það Chelsea í deildarbikarnum og þá fáum við vonandi að sjá nóg af unglingum í liðinu.
Sindri says
Tim Krul að svindla. Ótrúlegt að dómararnir láti hann ekki hafa aðra löppina á línunni.
Heiðar says
United hafa ekki haft áreiðanlega vítaskyttu siðan Denis Irwin var og hét. Rooney klúðraði þriðju hverri spyrnu og staðan á þessum málum i dag er eitt stórt djók.
Góður fyrri hálfleikur annars.
Turninn Pallister says
Ronaldo, Van Persie og Nistelrooy voru nú nokkuð öruggar vítaskyttur. Cantona og Steve Bruce tóku oft víti líka þegar Irvin var í hóp.
Annars er tölfræðin hér. ;)
https://www.manutd.com/en/news/detail/who-was-best-penalty-taker-for-man-united-in-premier-league
Hjöri says
Já það er ótrúlegt að þetta ófétans VAR skuli ekki taka á svona löguðu, þegar markmaður er kominn af línu áður en vítaskytta spyrnir boltanum, og leikmenn líka komnir oft á tíðum inn í teigHjöri
Sindri says
Flottur sigur. Áfram veginn!
Audunn says
Góður sigur og mikilvæg 3 stig.
Meira svona.. þurfum að fá nokkra sigra í röð.
MSD says
Flottur leikur og Kruhl kom í veg fyrir stærra tap hjá Norwich. Mikið er gott að sjá Martial aftur. Finnst Rashford alltaf betri úti á kanti. Hinsvegar gáfum við þeim þetta mark, en meðan við skorum 3 þá er hægt að sleppa að tuða of mikið yfir því. Áfram gakk!
VAR says
Flottur sigur í dag og allt annað að sjá til liðsins þegar allir front three eru til taks. Langar þó að benda á einn misskilning sem bæði pistla höfundur og einhverjir í kommentakerfinu virðast halda, VAR skoðar ekki og getur ekki breytt því þó að markmenn hoppi af línunni í vítaspyrnum í ensku úrvalsdeildinni. Þeir skoða hvort menn hlaupi of snemma inn í teiginn og hafi áhrif á leikinn en ekki hvort markmenn séu á línunni þegar spyrnan er tekin.
Rúnar P says
Sá ekki leikinn, hef aðeins horft á þrjá leiki þetta tímabil Chelsky, Wolves og LFC, hefði ekki sett krónu á neitt í þessum leik, gott samt að sjá meira en 1-2 mörk í leik, núna er bara spurning hvort það haldist eða ekki?
Sindri says
Comment 8. Ef VAR gat ekkert gert í tilræðum Krul, þá hefði dómarinn að sjálfsögðu átt að taka í hnakkadrambið á honum og láta endurtaka fyrstu spyrnuna.
M&M skoruðu samt báðir svo það kom ekki að sök.