Manchester United hafði ekki unnið leik á útivelli síðan kraftaverkið í París átti sér stað í byrjun mars á þessu ári. Þegar Rashford tryggði United sigur með dramatískri vítapspyrnu var United að vinna 9. útileikinn í röð. Síðan þá hafði liðið spilað 11 útileiki í öllum keppnum, tapað 7 þeirra og gert 4 jafntefli. En þá kom að því að liðið braut ísinn, með strembnum útisigri gegn Partisan í Serbíu. Eftir það fylgdi svo annar útisigur, töluvert auðveldari, gegn Norwich í ensku úrvalsdeildinni. Nú er svo komið að þriðja útileiknum í röð, deildarbikarslagur gegn heitu Chelsealiði Franks Lampard. Solskjær hafði betur í slag þessara ungu stjóra, tveggja fyrrum goðsagnaleikmanna sinna félaga, í fyrstu umferð deildarinnar en Lampard virðist þó vera að sýna það að hann sé tilbúnari í sitt verkefnið en Norðmaðurinn okkar. Í það minnsta hefur hann verið að fá meira út úr sínu liði en Solskjær og virðist vera að fá meira bæði út úr reynslumiklu leikmönnunum og ungu, efnilegu leikmönnunum sínum.
Nú er þó komið að nýjum slag. Solskjær vann aldrei deildarbikarinn sem leikmaður Manchester United, hann væri án efa til í að bæta þessum bikar við safnið sitt sem stjóri United. Til þess þarf hann að komast í gegnum þetta erfiða verkefni í 16-liða úrslitunum. Leikurinn hefst klukkan 20:05, dómari leiksins verður Paul Tierney.
Chelsea
Chelsea er á miklu skriði þessa dagana og hefur unnið síðustu 7 leiki í röð í öllum keppnum. Þeir mættu Grimsby í síðustu umferð í deildarbikarnum og unnu þar 7-1 sigur, þar sem Michy Batshuayi skoraði 2 og þeir Ross Barkley, Pedro, Kurt Zouma, Reece James og Callum Hudson-Odoi eitt hver.
Það er eitthvað um meiðsli hjá Chelsea. Ruben Loftus-Cheek og N’Golo Kanté eru frá, Antonio Rüdiger ekki kominn inn ennþá og þeir Ross Barkley og Andreas Christensen eru tæpir.
Manchester United
Það má búast við að Solskjær hvíli einhverja, allavega de Gea, og gefi ungum leikmönnum mínútur, mögulega jafnvel byrjunarliðssæti. Hópurinn sem ferðaðist til London hefur verið opinberaður:
https://twitter.com/utdxtra/status/1189220594388275202?s=20
Það kemur nett á óvart að sjá hvergi Mason Greenwood þarna en það má búast við að Brandon Williams og James Garner fái hlutverk. Jafnvel að þeir detti inn í byrjunarliðið.
Spurning hvort Solskjær haldi áfram að prófa þriggja miðvarða kerfi eins og hefur verið að poppa upp í síðustu leikjum. Þá gæti byrjunarliðið t.d. verið eitthvað á þessa leið:
Það verður síðan dregið í 8-liða úrslit deildarbikarsins á fimmtudagsmorguninn.
Skildu eftir svar