Byrjum á viðvörun: Leikurinn hefst kl 15:50 á morgun að íslenskum tíma!
Þar sem sæti United í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar er tryggt var það von allra að nokkrir unglingar fengju að spreyta sig í næstu leikjum. Það gat þó enginn búist við því liði sem Ole Gunnar Solskjær fór með til Kasakstan í gær. Hugmyndin er án efa sú að leyfa byrjunarliðinu að sleppa við langt og erfitt ferðalag og fimbulkuldann í Nur-Sultana, þó leikurinn fari fram undir þaki í þolanlegu hitastigi. Að auki eru aðalliðsþjálfararnir Michael Carrick og Kieran McKenna skildir eftir en Nicky Butt er mættur til að hjálpa til við að stjórna unglingunum sem hann þekkir vel
Astana er örugglega úr leik og því geta önnur lið ekki kvartað undan því að sent sé of veikt lið til leiks.
Hópurinn sem fór er svona
Markmenn: Lee Grant, Matej Kovar (19 ára)
Varnarmenn: Max Taylor (19 ára), Luke Shaw, Axel Tuanzebe, Ethan Laird (18 ára), Teden Mengi (17 ára), DiShon Bernard (18 ára)
Miðjumenn: Dylan Levitt (19 ára), Ethan Galbraith (18 ára), Arnau Puigmal (18 ára), Angel Gomes (19 ára), James Garner (18 ára), Jesse Lingard
Framherjar: Largie Ramazani (18 ára), D’Mani Bughail-Mellor (19 ára), Tahith Chong (19 ára), Mason Greenwood (19 ára).
Það eru sem sé Lee Grant, Luke Shaw, Axel Tuanzebe og Jesse Lingard sem eru yfir tvítugt í hópnum. Reyndar teljast Gomes, Garner, Chong og Greenwood til aðalliðsins þó ekki séu þeir reynsluboltar en eftir stendur að í það minnsta þrír unglingar fá að spreyta sig í byrjunarliðinu. Það er ekki auðvelt að spá fyrir um það en hér er tilraun:
Í markinu verður Lee Grant þó að gaman væri að sjá Matej Kovar, einn nokkurra efnilegra unglinga sem eru á mála hjá United. Grant mun þá spila sinn annan leik fyrir United.
Luke Shaw og Axel Tuanzebe hljóta að vera sendir í þennan leiðangur til að fá byrjunarleik til að koma þeim í leikform eftir meiðsli.
Ethan Laird er hægri bakvörðurinn í hópnum og fær sénsinn. Hann er nokkuð spennandi kostur skv unglingaliðsspekingum og nokkuð leikinn. Hann hefur hins vegar átt í erfiðum meiðslum sem hafa hægt á frama hans.
Now you see me, now you don't. 🎩
Ethan Laird, the complete fullback. https://t.co/fC1qLWZlm9
— Robbo (@utdrobbo) November 23, 2019
Max Taylor er svo sagan í hópnum. Fyrir rúmu ári síðan greindist hann með eistnakrabbamein og gekkst undir lyfjameðferð. Hún bar árangur og Taylor sneri til baka til æfinga í haust. Hann fær nú tækifæri í hópnum og ég skýt á hann sem hinn miðvörðinn. Teden Mengi er líklega of ungur og þriðji miðvörðurinn í hópnum er Di’Shon Bernard sem hefur nú þegar tryggt sæti í Undir-23 ára liðinu.
James Garner og Jesse Lingard verða á miðjunni, Tahith Chong úti á kanti, Angel Gomes gæti verið í holunni og Mason Greenwood auðvitað í fremstu víglínu og ég skýt á D’Mani Bughail-Mellor sem hinn kantmanninn en það gæti eins verið Largie Ramazani, báðir geta spilað í öllum stöðum frammi.
Uppstillingin verður örugglega eitthvað frábrugðin þessari og þetta verður spennandi að sjá. Í fyrri leiknum náðu ungu mennirnir Gomes og Chong ekki að setja mark sitt nógu örugglega á leikinn og nú þegar það verður ekki mikið um reynslu í liðinu til að taka við ef liðið nær sér ekki á strik.
Manchester United er því sýnd veiði fyrir Astana á heimavelli og víst er að þeir munu stilla upp sínu sterkasta liði og freista þess að vinna frækinn sigur á United, það hvernig uppstilling United er skiptir ekki öllu máli þegar horft verður á úrslitin í framtíðinni. Astana verður í klassísku 4-4-2 og Rúnar Már Sigurjónsson eini maðurinn sem við nennum að telja upp.
Sem fyrr segir fer leikurinn fram undir þaki, Astana Arena tekur 30 þúsund manns í sæti og er hinn glæsilegasti og sérhannaður til að standast kasaksta veturinn. Nur-Sultan er hönnuð borg, byggð frá grunni til að vera höfuðborg Kasakstan, enda þýðir Astana einfaldlega höfuðborg. Hún hefur nú fengið nafnið Nur-Sultan til heiðurs Nursultan Nazarbajev, forseta landsins frá 1991 þar til hann lét af störfum í vor.
Sem fyrr segir hefst leikurinn kl 15:50 að íslenskum tíma, enda er sex tíma munur á Íslandi og Nur-Sultan. Leikurinn byrjar því rétt fyrir 10 um kvöld og góður síðdegislúr skylduverkefni á morgun hjá leikmönnum.
Björn Friðgeir says
Ole Gunnar var að staðfesta á blaðamannafundi að Laird, DiShon Bernard og Dylan Levitt munu allir byrja. Bernard þá í miðverðinum og Levitt á miðjunni með Garner og Lingard frammi býst ég við.