… þann fallega, al-enska sið!
Gleðileg jól kæru lesendur, vona þau séu ykkur öllum góð!
Að sjálfsögðu verður leikið í ensku knattspyrnunni á morgun, heil umferð fer fram og á morgun kl 17:30 tekur United á móti Newcastle United á Old Trafford (já ég er búinn að dobbeltékka!).
Eins og við vitum mætavel voru vonir um betra gengi United rækilega skotnar niður á sunnudaginn með hrikalegu tapi gegn Watford. Þetta þýðir að í stað þess að vera nálægt fjórða sætinu er United í 8. sæti með 25 stig og mótherjarnir á morgun eru í því níunda, með jafnmörg stig en mun verri markatölu. Steve Bruce er stjóri Newcastle og hefur átt erfitt með að vinna stuðningsmenn á sitt band enda eru þeir ansi brenndir af einum af fáum eigendum í efstu deild sem verður að teljast verri on okkar ekki-svo-ágætu Glazerar.
Þetta er um það bil það sama og ég sagði í upphitun fyrir leikinn á St James’ Park í október þegar United tapaði 1-0. Síðan þá hefur þessum liðið gengi um það bil eins nema hvað í tilfelli Newcastle hlýtur það að teljast mun ásættanlegra. Við erum því á svipuðum stað og í október, sigur United veðrur að teljast skylda, tap væri enn eitt áfallið.
Lið Newcastle varð fyrir nokkurri blóðtöku þegar Allain Saint-Maximin meiddist gegn Southampton 8. desember en hann hafði verið að spila mjög vel í leikjum Newcastle og var einn besti maður liðsins móti United. Andy Carroll hefur komið in í liðið í staðinn og Joelinton farið á kantinn. Newcastle hefur aðeins skorað 18 mörk i vetur og einhvern tímann hefðum við vonast itl að auðvelt rði að halda hreinu, en það er ekki svo auðvelt að búast við svoleiðis lúxus þessa dagana.
Aðrar liðsfréttir Newcastle eru að Paul Dummett er meiddur í vörninni og ég skýt á að hún verði sirka svona
Lið United verður auðvitað svipað og síðast, enda fátt hægt að gera til að bæta aðalliðið. Þó eru allar líkur á að Paul Pogba sé orðinn nógu góður til að byrja og ef til vill verða einhverjar tilfæringar enda ekki nema 48 tímar í næsta leik á eftir
Það væri ekkert leiðinlegt að sjá Brandon Williams byrja eða Mason Greenwood annað hvort á morgun eða á laugardaginn og það hlýtur að vera einhver von til þess enda ekki hægt að keyra á óbreyttu liði.
En sem fyrr segir hefst leikurinn klukkan hálf sex á morgun og við bíðum spennt!
Skildu eftir svar