Ole Gunnar Solskjær gerði tvær breytingar frá síðasta leik: Andreas Pereira og Mason Greenwood koma inn fyrir Jesse Lingard og Dan James
Varamenn: Romero, Jones, Young, Lingard, Mata, Pogba. James
Lið andstæðinganna:
Það er óhætt að segja að Scott McTominay hafi verið í aðalhlutverki í upphafi leiksins, Hann vékk gult á innan við mínutu fyrir brot á Sean Longstaff og tveimur mínútum síðar var hann farinn að haltra eftir að hafa lent í samstuði. Paul Pogba sem Ole hafði sagt að væri ekki kominn í nægilega leikæfingu til að þola heilan leik var því farinn að hita upp strax á fimmtu mínútu. McTominay hristi þetta þó af sér og lék áfram.
Newcastle var auðvitað búið að sjá jafn vel út og öll önnur að þegar United er meira með boltann þá vinnur liðið ekki leiki og liðið var því alveg sátt við að liggja til baka og leyfa United að vera með boltann. Að kalla það sóknir hjá United væru ýkjur því það gekk jafn vel og í fyrri leikjum að finna glufur á vörn andstæðinganna.
Newcastle átti ekki við það vandamál að stríða, skyndisóknir þeirra voru hættulega og og eftir kortér fékk Brian Gayle stungusendingu sem hann átti að að afgreiða en skaut í staðinn yfir. Ánægjan yfir þeirri breynnslu entist ekki lengi, mínútu síðar voru þeir aftur komnir í sókn, boltinn kom inn á Joelinton á markteig, hann sneri baki í mark og var með Maguire á bakinu en gat sent boltann út í teiginn, Shaw klúðraði að komast fyrir boltann sem fór á Matty Longstaff sem afgreiddi boltann örugglega í hornið.
Annað mark Matthew Longstaff gegn United í vetur og ákvörðun Bruce um að hafa bræðurnar saman á miðjunni var strax orðin rétt.
Newcastle breytti engu og leyfði United á fram að sækja og það tók United sjö mínútur að jafna. Pereira fékk boltann inni í teig lagði út á Martial sem skaut á nærstöngina, Dubravka var aðeins of seinn niður og gat ekki stöðvað boltann sem fór í lófann á honum og inn. Gott svar hjá United eftir skelfilega byrjun!
Næstu mínútur fóru aðallega í að reyna skot utan teigs sem tókust alla jafna afskaplega illa. Mason Greenwood fékk lítið af sendingum út á vinstri kantinn og Dan James var farinn að hita upp. Það þurfti Fabian Schär til að hjálpa til með hrikalegri sendingu þvert á völlinn sem Greenwood hirti, lék upp að vítahringnum og dúndraði boltanum í slá og inn, yfir Dubravka í markinu. Dubravka hefði kannske átta að gera betur en skotið var þvílík negla að það er erfitt að segja um. United búið að snúa við leiknum á 36. mínútu.
Á 42. mínútu bættu þeir enn um betur, náðu boltanum og náðu sókn á fámennari Newcastle vörn en venjulega, Andreas Pereira gaf út á Wan-Bissaka sem stakk Schär af og aldrei þessu vant náði hann flottri fyrirgjöf og þar kom Rashford á fluginu og skallaði inn!
Þrjú – eitt í hálfleik og það var sannarlega ekki það sem búast mátti við eftir sextán mínútur. Pogba kom inná í hálfleik fyrir Scott McTominay og á rúmum fimm mínútum var United komið í fjögur eitt.
Það var enn á ný vörn Newcastle sem hjálpaði. Sean Longstaff gaf skelfilega lélega sendingu til baka, allt of laus og Anthony Martial stakk sér fram fyrir varnarmann og komst einn á móti Dubravka. Snertingin virtist aðeins of slök og Dubravka skutlaði sér og þá náði Martial að vippa létt yfir hann.
United var nú algerlega í bílstjórasætinu og Martial átti skot í stöng.
Miguel Almirón sem eru dýrustu kaup Newcastle, og hafði ekki skorað fyrir liðið fyrr en í síðasta leik hafði verið afspyrnuslakur og var kippt útaf, og um sama leyti hvíldi Ole Rashford og Jesse Lingard kom inná. Nokkrum mínútum síðar var það Tony Martial sem fékk að ljúka leik, Juan Mata kom inná.
Það var mikið til göngufótbolti eftir þetta, United reyndi handboltasóknir fyrir framan vörn Newcastle sem var alveg hætt að sækja. Dubravka þurfti að verja langskot frá Harry Maguire af öllum mönnum á 77. mínútu en annars var fátt að gerast sem hækkaði spennustigið. Ágætt með tilliti til þess að næsti leikur er á laugardaginn og auðveldur sigur í höfn, nokkuð sem fá hefðu búist við eftir að Newcastle tók forystuna.
Framherjar United eru stjörnur leiksins, fáir aðrir sem sýndu eitthvað að ráði en það nægði í dag.
Helgi P says
Af hverju fær Gomez engar mínútur ekki eru þeir leikmenn sem hafa spilað í holunni verið góðir í vetur
Karl Garðars says
Komdu með einn skítugan jólasokk handa mér Pereira dindill!
Ef ekki, þá má OGS fara að hætta þessu bulli með hann í byrjunarliðinu. Þetta er orðið mjög þvælt og þreytt.
Karl Garðars says
Hvernig var þetta gult á McT??
Sindri says
Gomes fær engar mínútur af því að hann vill ekki skrifa undir og fer líklega í maí.
Annars kærkominn sigur í kvöld.
GGMU
Herbert says
Frábær sigur! Geggjaðir þrír fremstu. Vörnin með skjálfta en þurfti ekkert að gera í seinni hálfleik. Pogba virkaði roosalega áhugalaus. Vonandi er Greenwood komin fram fyrir Lindgard í byrjunarliðið.
Atli says
Svona mega leikirnir vera gegn liðunum sem pakka
Audunn says
Ég ætla að vona að Greenwood sé kominn framfyrir James í röðinni enda mikið betri leikmaður.
Fínn leikur og góður sigur, væri gaman að halda hreinu í einhverjum leiknum en á meðan liðið vinnur þá skiptir það minna máli.
Næsti leikur er gegn Burnley á útivelli, ég ætla ekki að segja núna hvernig ég spái þeim leik.
Karl Garðars says
Góð úrslit og newcastle menn lánlausir.
Fannst Fred vera mjög góður í þessum leik og innkoma Pogba góð.
Mörkin voru mjög falleg og þó svo að Greenwood hafi átt þennan screamer og bæði mörk Martial verið fín þá var ég glaðastur yfir 1.fyrirgjöf frá AWB og 2.skallamark! frá Rashford.
Pereira fór heim í sokkunum sínum þó að hann hafi átt stoðsendingu. Þessi drengur á að mínu mati ekkert erindi í byrjunarlið hjá okkur ekki frekar en Lingard.
Vörnin leit enn og aftur ferlega illa út í markinu hjá newcastle þar sem joelinton og M.Longstaff rúlluðu yfir hvað 4-5 varnarmenn og DDG.
Vonum að gönguboltinn í seinni hálfleik skili sér inn sem hvíldartími fyrir Burnley leikinn.
Óskar G Óskarsson says
Á svo erfitt með að skilja þetta lið ! Við töpum sannfærandi gegn watford og pökkum svo newcastle saman i næsta leik ! Það er alltaf allt eða ekkert