Maggi, Friðrik og Bjössi settust niður og tóku ítarlega umræða um Manchester United. Farið var yfir leikmannahópinn og frammistöðu lykilmanna. Einnig var rætt um hvaða stöðu þarf að styrkja strax í janúar.
https://open.spotify.com/episode/4tBhXKLi1joVAMS9oV1oZE
Við viljum endilega fá ykkar álit þannig að virk þáttaka í athugasemdarkerfinu er vel þegin.
Ef þið viljið senda okkur spurningar þá er það hægt að senda okkur skilaboð á Facebook síðu Rauðu djöflanna.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan, auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Gerast áskrifandi í Spotify
Gerast áskrifandi í iTunes
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: 75. þáttur
Audunn says
Er algjörlega ósammála ykkur varðandi Smalling og Maguire.
Smalling allt í einu orðin besti miðvörður Englands 😂😂.. er ekki í lagi?
Smalling er að spila með Roma á Ítalíu, það eru tvö góð lið í þeirri deild.. það er ekki hægt að bera saman epli og appelsínur og halda einhverju svona vitleysu fram.
Smalling var ekki búinn að geta neitt í treyju Manchester United í þrjú ár.. það er staðreynd.
Eru þið búnir að gleyma umræðunni um varnarleik liðsins? De Gea hélt þessu liði á floti ár eftir ár því vörnin var til skammar.
Það var lífs nauðsynlegt að kaupa miðvörð og losa liðið við þessa Smalling, Rojo og Jones uppstillingu sem var skelfilegt kombo.
Maguire var besti miðvörður sem liðið gat keypt.. ef ekki hver hefði þá verið betri? Kannski einhver sem var aldrei möguleiki á að kaupa.
Maguire er búinn að vera okkar besti miðvörður síðan hann kom.. hann á bara eftir að verða betri.
En auðvitað þarf að kaupa miðjumann og helst tvo eða þrjá. En það er ekki hægt að kaupa bara til að kaupa.. hvaða miðjumenn eru falir núna sem myndu gera liðið okkar betra? Og hverjir af þeim vilja koma til Manchester United í dag?
Menn tala um Emre Can.
Er tilbúinn að skipta yfir í Manchester United? Hafa menn séð eitthvað til hans undanfarið?
Ég held að það sé alveg til peningar í leikmenn en það verða að vera réttu leikmennirnir sem vilja virkilega spila fyrir Manchester United og leikmenn sem styrkja liðið. Ef ekki þá væri betra að sleppa því að kaupa leikmenn.
Og varðandi kaup síðasta sumar sem ég persónulega er heilt yfir sáttur við þá finnst mér James vera frekar léleg kaup so far.
Hann byrjaði vel en hefur ekkert gert framávið mjög lengi og vinnan hans tilbaka er ekkert sérstök heldur.
En hann er ungur og getur bætt sig. Hann þarf að gera það annars endar hann á bekknum.
Birgir says
Ég á oft erfitt með að skilja hann en segir Magnús á 57:30 að Brandon Williams sé besti vinstri bak í deildinni í dag?
Magnús Þór says
@Birgir: Í liðinu. Enginn myndi halda því fram að hann sé bestur í deildinni.
birgir says
vissulega, það meikar sens, amk eftir þetta skelfilega run Luke Shaw í liðinu undanfarið.
Audunn says
Djöfs move er þetta hjá Lingard ef rétt reynist :) :) :)
Sá er ekki að gera sjálfum sér neinn greiða hjá stuðningsmönnum liðsins.
En mikið vona ég að þetta sé rétt því þetta myndi bara flýta brotthvarfi hans frá klúbbnum sem væri bara gott mál að mér finnst.
https://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-7854321/Manchester-United-star-Jesse-Lingard-working-super-agent-Mino-Raiola.html
Sigurjon Arthur says
Takk fyrir þetta drengir….Búinn að bíða nokkuð lengi 😀
Svo megið þið alveg bæta við yfirliti um kaup/sölur og slúður í gluggann 😉
Karl Garðars says
Takk kærlega fyrir podcastið. Maður var búinn að sakna þess mjög.
Það er mjög mikilvægt að eitthvað vitrænt verði gert í þessum glugga eða í.þ.m reynt mjög.
Ellegar fer að síga allverulega í mann yfir þessu öllu og þar með talið Ole.
Ef maður tekur pollýönnuna á þetta þá er rönnið ekkert alslæmt upp á síðkastið og 5.sætið ekki heldur m.v. allt og allt. EN það þarf ekki annað en að horfa á stigafjöldann hjá púðlunum í sömu deild til að átta sig á því að Pollýanna megi fara til andskotans með Woody og co með sér og Raiola getur keyrt.
Danni says
Gleymist ekki að Alexis kom í janúarglugganum í 2018 :D
Það var nú reyndar ekki mikil bæting og flestir búnir að gleyma því…